Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.08.1996, Blaðsíða 4
4 C FIMMTUDAGUR 15. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Á VERÐBRÉFAÞINGI hefur verið rætt um að stofna siðanefnd sem gæti m.a. rannsakað mál að eigin frumkvæði. Siðvæðing verð- bréfamarkaðar Eftir því sem íslenski verðbréfamarkaðurinn þróast vakna spurning- ar um hvaða siðareglur gildi um hann og hvernig þeim er fylgt eftir. Stundum vaknar grunur um að innherjaviðskipti hafi átt sér stað en erfítt getur reynst að sanna þau nema bein játning liggi fyrir. Kjartan Magnússon komst að því að vinna er hafín á vegum Verðbréfaþings og Samtaka verðbréfafyrirtækja við smíði sér- stakra siðareglna fyrir markaðinn. ISLENSKI hlutabréfamarkað- urinn stækkar ár frá ári og gegnir nú viðamiklu hlut- verki í atvinnulífinu. Fyrir- tæki sækja fé á markaðinn til fjár- festinga og rekstrar, almenningur ávaxtar sparifé sitt á honum og stjórnmálamenn nota hann til mælingar á hagsæld. Á síðasta ári námu viðskipti með hlutabréf á Verðbréfaþingi og Opna tilboðs- markaðnum 3,6 milljörðum króna. Eftir því sem mikilvægi markaðar- ins eykst vakna spurningar um hvaða reglum hann lúti. Núgild- andi lagarammi er að stofni til frá árinu 1993 og tekur í meginatrið- um mið af lögum, tilskipunum og reglum á Evrópska efnahagssvæð- inu. Einnig vakna spurningar um það hvort þeim, sem starfi á mark- aðnum séu settar einhveijar ákveðnar siðareglur. í lögum um verðbréfaviðskipti og reglum Verðbréfaþings er kveð- ið á um nokkrar slíkar reglur og meðal annars eru sérstök ákvæði um meðferð trúnaðarupplýsinga. Þar er átt við upplýsingar um út- gefenda verðbréfa, verðbréfin sjálf eða önnur atriði, sem ekki hafa verið gerð opinber en eru líkleg til að hafa áhrif á markaðsverð verð- bréfanna ef opinber væru. Upplýs- ingar teljast opinberar þegar þeim hefur verið miðlað á verðbréfa- markaðnum með almennum og við- urkenndum hætti. Með lögunum er lagt bann við innherjaviðskiptum og sýndarvið- skiptum. Í flestum löndum er reynt að koma í veg fyrir að slík við- skipti eigi sér stað á skipulögðum hlutabréfamörkuðum. Slíkir við- skiptahættir eru þó alltaf stundað- ir í einhveijum mæli og telja má líklegt að þeir séu meðal algeng- ustu brota á lögum um verðbréfa- viðskipti víða um heim. Er í flestum tilvikum erfítt að sanna slík brot nema að játning hinna seku liggi beinlínis fyrir. Ljóst er að það verður seint hægt að girða fyrir að slíkir við- skiptahættir verði stundaðir, ekki síst í eins litlu þjóðfélagi og hinu íslenska. Oft fara sögur á kreik um að innheija- viðskipti eigi sér stað með hlutabréf í einhveij- um fyrirtækjum þegar verð þeirra hækkar eða lækkar skyndilega án þess að nokkrar skýring- ar séu tiltækar. Verður það ekki til þess að draga úr grunsemdum manna ef ársuppgjör eða milliuppgjör fyr- irtækisins er væntanlegt.1 Sögusagnir um innherjaviðskipti Á síðasta ári fóru til dæmis sög- ur á kreik á verðbréfamarkaði um að innheijaviðskipti hefðu átt sér stað með hlutabréf í íslenskum sjávarafurðum hf. á meðan samn- ingaviðræður stóðu yfír vegna verkefna á_ Kamtsjatkaskaga í Rússlandi. Áður en tilkynnt var um samninginn opinberlega urðu mikil viðskipti með bréf í fyrirtæk- inu og verðið hækkaði verulega. Þegar tilkynnt var um samninginn fóru sögur á kreik um að einhveij- ir hefðu vitað um hann og nýtt sér þá vitneskju til að kaupa bréf áður en þau hækkuðu í verði. Hér skal þó ekkert fullyrt um sannleiksgildi þessara sögusagna og má vel vera að eðlileg ástæða hafi verið fyrir umræddum viðskiptum. Dæmi má nefna um að forráða- menn fyrirtækja hafi brugðist rétt við hættunni á að innheijaviðskipti ættu sér stað. Nú standa yfir við- ræður um sameiningu sjávarút- vegsfyrirtækjanna Haralds Böðv- arssonar hf., Þormóðs ramma hf. og Miðness hf. í Sandgerði og fóru þær mjög leynt í fyrstu. Fram- ámaður á verðbréfamarkaði segir að á meðan viðræðunum stóð hafi forráðamenn fyrirtækjanna orðið þess áskynja að fleiri vissu um viðræðurnar en ætlast var til og hætta var á að sú vitneskja breidd- ist út. Þeir hafi gert sér ljóst að slíkt gæti leitt til innheijaviðskipta með hlutabréf í fyrir- tækjunum og því gripið til þess ráðs í snarhasti að senda tilkynningu um viðræðurnar inn á Verð- bréfaþing. „Forráða- menn fyrirtækjanna brugðust hárrétt við í þessu tilfelli og tryggðu að allir fengu upplýs- ingarnar á sama tíma,“ segir heim- ildarmaður blaðsins. Neytendavernd á markaðnum Neytendavernd er meginmark- mið þeirra laga og reglna, sem gilda á verðbréfamarkaði. Tilgang- urinn er að vernda meðaljóninn, sem stundar viðskipti á markaðn- um í góðri trú og í samræmi við þær upplýsingar, sem liggja fyrir opinberlega á hveijum tíma. Otal möguleikar eru hins vegar fyrir hendi á markaðnum til að misnota trúnaðarupplýsingar eða að bijóta reglur hans að öðru leyti í gróða- skyni. Verða nú talin upp nokkur algengustu brotin, sem vart verður við á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Innheijaviðskipti er það kallað þegar aðili, sem býr yfir eða hefur aðgang að trúnaðarupplýsingum, nýtir sér þær í verðbréfaviðskipt- um eða gerir öðrum kleift að nýta sér þær. Sýndarviðskipti eru dæmi um athæfi, sem gefur ranga mynd af umfangi viðskipta eða hefur óeðli- leg eða óhæfileg áhrif á verðmynd- un. Slík viðskipti eru oftar en ekki stunduð í þeim tilgangi einum að hafa óeðlileg áhrif til hækkunar eða lækkunar á gengi hlutabréfa. Miðlun villandi eða ónógra upp- lýsinga til markaðarins. Algengast er að þetta brot sé framið af útgef- endum skráðra verðbréfa, sem segja ekki allan sannleikann um viðkomandi fyrirtæki eða dreifa beinlínis villandi upplýsingum um það til að hafa áhrif á gengi hluta- bréfa í því. Miðlun villandi eða ónógra upp- lýsinga til viðskiptavina. Þetta brot snertir aðallega ráðgjöf verðbréfa- fyrirtækja. Um brot er að ræða ef þau miðla upplýsingum á rangan eða ruglandi hátt til viðskiptavina, jafnvel þótt það sé gert óviljandi. Opinberun atvinnuleyndarmála. Hér er átt við hluti, sem geta haft áhrif á gengi hlutabréfa í einhveij- um hlutafélögum en ekki hefur verið tilkynnt um opinberlega. Hér gæti t.d. verið átt við fyrirhugaða fjárfestingu fyrirtækis eða viðræð- ur um samruna fyrirtækja. Bann er lagt við ofangreindum viðskiptaháttum hérlendis með lögum um verðbréfaviðskipti og getur brot varðað allt að tveggja ára fangelsi. Slíkir viðskiptahættir eru einnig bannaðir með lögum víðast hvar erlendis. í lögum um verðbréfaviðskipti segir að útgefendur verðbréfa skuli sjálfir setja eigin reglur í því skyni að hindra að trúnaðarupp- lýsingar berist til annarra en þeirra, sem þarfnist þeirra vegna starfa sinna. Tilskípun ESB Aðilar á verðbréfamarkaði verða að virða fleiri reglur um verðbréfa- viðskipti og má nefna tilskipun ESB um hlutafélög sem gildir hér- lendis. Þar er kveðið á um upplýs- ingar, sem birta skal þegar aflað er eða ráðstafað verulegum eignar- hlut í félagi, sem skráð er á Verð- bréfaþingi. Samkvæmt tilskipuninni ber raunverulegum eiganda hlutabréfa að gera öðrum hluthöfum viðvart ef atkvæðaréttur nær, fer fram úr, eða fellur niður fyrir 10%, 20%, 33,3%, 50% eða 66,7%. í lögum um ársreikninga er kveðið á um upplýsingaskyldu stjórnar um alla hluthafa, sem eiga 10% eða meira í félagi. Stefán Halldórsson, kvæmdastjóri Verðbréfa- þings, segir aðspurður að hann telji núgildandi lög og reglur um verðbréfa- viðskipti hér á landi þjóna hlutverki sínu ágætlega. „Það er hins vegar svo að hlutabréfamarkaður- inn hefur vaxið mikið á nokkrum árum og verður æ fjölbreytilegri og um leið flókn- ari. Þess vegna er kominn tími til að við setjum okkur sambærilegar siðareglur og tíðkast á þróuðum mörkuðum erlendis eða eins konar viðbót við lagareglurnar. Það skipt- ir t.d. máli að ýmsir erlendir fjár- festar geta vart hugsað sér að koma inn á markaðinn nema að hér verði stunduð svipuð vinnubrögð og þar.“ Gerð siðareglna fyrir verðbréfa- markaðinn er nú á byijunarstigi hjá Verðbréfaþingi og Samtökum verðbréfafyrirtækja. Stefán segir siðareglurnar muni líklega ganga lengra en lögin og mæla gegn framferði, sem strangt til tekið er ekki ólöglegt en sé hins vegar óæskilegt í verðbréfaviðskiptum. „Það er hægt að taka dæmi um mann sem gengur inn í verðbréfa- fyrirtæki og vill ólmur eiga mjög heimskuleg viðskipti. Hve langt á starfsmaður fyrirtækisins að ganga við að leiðbeina manninum ef hann kærir sig ekki um upplýs- ingar? Samkvæmt lagatúlkuninni væri hann ef til vill ekki skyldugur til að ganga mjög langt í því en hægt væri að kveða á um slíka skyldu í siðareglum. Þessar reglur eiga almennt að lýsa viðhorfum manna til vinnubragða og þar verð- ur tekin afstaða til álitamála í lög- unum,“ segir Stefán. Góð upplýsingavenja . Verðbréfaþing mun í haust gefa út drög að handbók um góða upp- lýsingavenju á hlutabréfamarkaði. Stefán segir að bókinni verði dreift til hagsmunaaðila, þ.e. útgefenda skráðra verðbréfa og verðbréfafyr- irtækja og annarra, sem áhuga kunni að hafa. „í kjölfar útgáfunn- ar munum við efna til málþings um góða upplýsingavenju á verð- bréfamarkaði." í reglum um Verðbréfaþing ís- lands segir að aðilar á þinginu skuli stuðla að því að viðskipti með verð- bréf og verðmyndun þeirra eigi sér stað á skiivirkan og greinargóðan hátt og að allir, sem hlut eigi að máli, njóti jafnræðis um upplýs- ingar, verð og önnur viðskiptakjör. Reglurnar kveða einnig á um að þingaðilar kynni sér rækilega lög og reglur um verðbréfavið- skipti, fari eftir þeim og stuðli auk þess í starfi sínu að því að við- skiptavinir þeirra geri slíkt hið sama. Komist þeir að því að um- rædd lög eða reglur séu brotnar skuii þeir án tafar leitast við að fá málin færð í rétt horf. Siðanefnd verðbréfamarkaðarins? Að undanförnu hefur verið rætt um það á Verðbréfaþingi að þörf sé á að setja á laggimar siðanefnd, sem tæki til meðferðar kærumál, sem kynnu að skjóta upp koll- inum á markaðnum en gæti einnig rannsakað mál að eigin frumkvæði og leyst úr ágreinings- málum, sem henni bær- ust. Stefán segir að aðilar á Verð- bréfaþingi séu flestir sammála um að þessi mál þurfi að festa betur í sessi og varpar fram þeirri hug- mynd að sameiginlegar reglur verði samdar fyrir Verðbréfaþing og verðbréfafyrirtæki. „Það er eðlilegast að þessir aðilar samein- ist um ákveðnar reglur. Við höfum að undanförnu lagt okkur fram um að kynna okkur þær reglur, sem gilda um verðbréfaviðskipti erlendis, og höfum komist að því að þær ganga í flestum tilvikum lengra en þær, sem gilda hér á landi.“ Möguleikar á verðbréfa- markaðnum til að misnota trúnaðarupp- lýsingar fram- Tímabært að setja svipaðar siðareglur héroggilda nú þegar erlendis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.