Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B/C 184. TBL. 84. ÁRG. FÖSTUDAGUR16. ÁGÚST1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hörð átök UM eitt þúsund háskólanemar í í Yonsei-háskólanum í Seoul í Suður-Kóreu hótuðu í gær að sprengja hylki með gasi og öðr- um hættulegum efnum ef óeirða- lögregla reyndi að bæla niður mótmæli þeirra, en 20.000 manna lögreglulið hefur verið hvatt út I því skyni. Stúdentarnir krefjast skilyrðislausrar sameiningar við Norður-Kóreu. Á myndinni dreif- ir þyrla skæðu táragasi yfir há- skólalóðina í gær. Bob Dole höfðar til traustsins San Diego. Reuter. BOB Dole, sagðist í gærkvöldi myndu höfða til traustsins, er hann þakkaði fyrir útnefningu sem for- setaefni Repúblikanaflokksins, en þakkarræðuna ætlaði hann að flytja í nótt að íslenskum tíma á flokks- þinginu í San Diego í Kaliforníu. Dole mætti í ráðstefnumiðstöðina áður en fundur hófst í gær og æfði sig í ræðuflutningi. Ræðan var sögð sú mikilvægasta sem hann flytti á löngum stjórnmálaferli, með henni fengi hann tækifæri til að ná til stærri hluta þjóðarinnar á einu bretti en nokkru sinni áður. Bill Clinton forseti hefur notið meira fylgis með- al kjósenda samkvæmt könnunum. Hranalegur ræðustíll Doles hefur oft komið illa út í sjónvarpi. Til að bæta úr þessu hafði Dole undirbúið sig rækilega í nokkrar vikur að flytja þakkarræðuna, breytt henni og áhersluatriðum til og frá og æft framsetninguna með aðstoð sér- fræðings í ræðuþjálfun. ■ Persónulegur sigur/18 Reuter FLÓTTAMÖNNUM hjálpað ofan af vörubíl sem þeir flýðu á frá Grosní, höfuðstað Tsjetsjníju, í gær. Bardagar lágu að mestu niðri í gær og notuðu borgarbúar tækifærið til að koma sér úr borginni. Þúsundir Grosní- Reuter DOLE æfir sig fyrir þakkarræðuna í San Diego í gær. búa flýja borgina Grosní. Reuter. ÞÚSUNDIR íbúa Grosní notfærðu sér hlé á bardögum rússneskra her- sveita og tsjetsjenskra aðskilnaðar- sinna til að flýja borgina í gær. Alexander Lebed, yfirmaður rúss- neska herráðsins, fór í stutta ferð til Tsjetsjníju til að freista þess að finna leið til að binda enda á stríðið í héraðinu, sem staðið hefur í 20 mánuði. Bifreiðar og rútur, troðfullar af örvæntingarfullum flóttamönnum, streymdu til sveita í nágrenni Grosní. Stór hluti borgarinnar er í rúst og rotnandi lík rússneskra her- manna liggja enn á götunum eftir harða bardaga í tíu daga. Svo virt- ist sem stærsti hluti borgarinnar væri á valdi aðskilnaðarsinna. Lebed ræddi við Zelimkhan Jand- arbíjev, leiðtoga aðskilnaðarsinna, og Aslan Maskhadov, formann her- ráðs Tsjetsjena, í annarri ferð sinni til Tsjetsjníju frá því hann varð yfir- maður öryggisráðsins og æðsti ráð- gjafí forsetans í öryggismálum. Rússneskir embættismenn neituðu að skýra frá niðurstöðu fundarins. Hyggst nafngreina sökudólgana Áður hafði Lebed rætt við yfir- menn rússnesku hersveitanna og fulltrúa tsjetsjensku stjórnarinnar í rússneskri herstöð skammt frá Grosní. Eftir þann fund kvaðst hann vita hverjir ættu sök á því að stríð- ið héldi áfram og ætla að nafn- greina þá þegar hann færi til Moskvu í dag. Jafnt aðskilnaðarsinnar sem rúss- neskir hermenn sögðu að hlé hefði orðið á bardögunum, þótt hleypt væri af byssum við og við. Hópar aðskilnaðarsinna fóru í eftirlitsferðir um borgina á stolnum strætisvögn- um og bílum, m.a. lögreglubílum. Aðskilnaðarsinnarnir hafa aldrei staðið jafn vel að vígi í samningavið- ræðunum við Rússa frá þvi þeir voru hraktir frá völdum í Tsjetsjníju í apríl 1995. Stjórnin í Moskvu hef- ur þó ítrekað sagt að ekki komi til greina að verða við kröfu þeirra um að Tsjetsjníja verði sjálfstætt ríki. Lebed gaf til kynna að hann vildi vera sveigjanlegur í viðræðunum við Tsjetsjena. „Við verðum að finna lausn sem bjargar virðingu beggja - enginn sigraði og enginn tapaði.“ Grikkir og Tyrkir skiptast á viðvörunum vegna Kýpur Nikosiu. Reuter. RÁÐAMENN Grikklands og Tyrk- lands skiptust á hvössum skeytum í gær vegna ólgunnar á Kýpur en þar hafa tveir Kýpur-Grikkir fallið undanfarna daga í átökum á grænu línunni svonefndu er skipt- ir löndum með þeim og Kýpur- Tyrkjum í norðurhlutanum. Full- trúar Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna hvetja deiluaðila til að rasa ekki um ráð fram. Nokkr- um sinnum hefur legið við styijöld milli Tyrkja og Grikkja vegna Kýpur frá því að hinir fyrrnefndu sendu herlið til landsvæðis tyrk- neskumælandi manna árið 1974. Tansu Ciller, utanríkisráðherra Tyrklands, kom til Kýpur í gær til viðræðna við Rauf Denktash, leiðtoga Kýpur-Grikkja. Ciller var- aði Grikki eindregið við því að smána tyrkneska fánann en Kýp- ur-Grikkinn Solomos Solomos var skotinn til bana á grænu línunni á miðvikudag er hann reyndi að draga niður tyrkneska fánann. Nýr yfirmaður 30.000 manna her- liðs Tyrkja á eyjunni, Ali Yalcin, virtist þó ekki gera mikið úr at- burðum síðustu daga er hann kom á vettvang í gær. Hóta stríði Costas Simitis, forsætisráð- herra Grikklands, hyggst sækja Kýpur-Grikki heim á morgun, laugardag, og mun eiga fund með Glafcos Clerides, forseta lýðveldis- ins. „Forsætisráðherrann vill að öllum sé ljóst að hefji Tyrkir sókn til suðurs muni það strax koma af stað styijöld við Grikkland,“ sagði háttsettur, grískur embætt- ismaður í samtali við fréttamann Reuters. Kýpur-Tyrkir lýstu yfir stofnun eigin lýðveldis árið 1983 en ríkið hefur ekki hlotið viðurkenningu annarra þjóða en Tyrkja. SÞ hafa friðargæslulið á markalínunni og reynt hefur verið að koma á samn- ingum um sambandsríki þjóðar- brotanna beggja. Tyrkir og Grikkir deila einnig um yfirráð nokkurra eyja og skeija á Eyjahafinu. Flestir í skóm frá Kína Peking. Reuter. GREIDDU menn atkvæði með fótunum, eða öllu heldur skó- búnaði sínum, er aðeins einn sigurvegari í slíkum vinsælda- kosningum - Kína. Kínverskir embættismenn segja, að þar í landi séu fram- leiddir fjórir milljarðar skópara á ári, eða eitt par á fjóra af hveijum fímm jarðarbúum. Því sé um 80% þeirra jafnan í skóm sem framleiddir eru í Kína. í fyrra var hlutdeild Kína í skóútflutningi 40% á heimsvísu og seldu þeir skófatnað sinn einkum til Evrópu og Banda- ríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.