Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Margar fyrirspurn- ir enfáar kvartanir MIKIÐ var að gera í þjónustusíma SVR í gær og segir Guðmundur Guðnason, varðstjóri hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur, að flestir sem hringdu hefðu verið jákvæðir gagn- vart nýja kerfinu. Hann hefði aðeins svarað einni kvörtun, frá manni sem áður hefur þurft að taka einn vagn, en þurfti nú að skipta um vagn á leið sinni. „Algengt er að símtöl verði 15-20 mínútna iöng, því að fólk vill spyija um alla ferðamöguleikana. Flestir vilja þó fá staðfestingu á því að þeir hafi skilið nýja leiðakerfið rétt. Sumir virðast vera gjarnir á að af- skrifa ýmsar leiðir, því þeim hefur verið breytt, eins og leið 6 og 7. Kerfið hefur gengið upp og við erum ánægðir," segir Guðmundur Lilja Olafsdóttir, forstjóri Stræt- isvagna Reykjavíkur, segir að far- þegar strætisvagnanna hafi tekið breytingunum á leiðakerfinu vel. Einhverjar tafir hafi orðið vegna þess að vagnstjórar hafi verið að venjast nýjum leiðum og einnig hafi farþegar verið mikið að spyij- ast fyrir um leiðir. Einhveijar kvartanir hafa borist helst frá fólki sem hefur þurft að ganga lengra en áður að stöðvum vagnanna. Þannig bárust kvartanir frá stofnun sem hafði stoppistöð fyrir utan dyrnar hjá sér en nú færðist hún um 200 metra frá og er í eðlilegri göngufjarðlægð. Einn- ig hafa borist kvartanir frá fólki sem áður hefur tekið einn vagn og hefur nú þurft að skipta um vagn,“ sagði Lilja. Samræmt leiðakerfi AVog SVR „Almenningsvagnar, AV, sjá um almenningssamgöngur í sveitafé- lögunum i kring. Það er samræmt leiðakerfi innan þeirra og er einnig samræmt við Reykjavík. Vagnar AV keyra inn á allar skiptistöðvar SVR, eins og áður. Vagn frá Kópavogi fer á skipti- stöðina i Mjódd, Mosfellsbíllinn fer á Grensárs og mun síðar koma við á skiptistöðinni í Ártúni. AV vagn- arnir keyra á Hlemm og Lækjartorg og koma þannig við í nánast hverri einustu skiptistöð SVR. Græna kortið gildir á öllu höfuðborgar- svæðinu, en farkortið og skiptimið- arnir gilda ekki þarna á milli. Við erum í stöðugu sambandi við þá sem reka Almenningsvagna og þeir fá að fylgjast með vinnu og undirbún- ingi hjá okkur.“ EKIÐ niður Hverfisgötuna í fyrsta sinn. Morgunbiaðið/Ásdís Nýtt leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur tekið í notkun í gær Hverfisgata opnuð umferð Ný skiptistöð S VR við Artún tekin í notkun NÝTT leiðakerfí Strætisvagna Reykjavíkur var tekið í notkun í gærdag og Hverfisgata opnuð sem tvístefnugata fyrir strætisvagna og Ieigubíla í fyrsta skipti, en almennri bílaumferð er beint í austur eins og áður. Skiptistöðinni í Kvosinni hefur verið breytt og þar er komið vagn- stæði sem tengist nýja lejðakerfinu. Þá var skiptistöðin við Ártún vígð með athöfn og var starfsmönnum Strætisvagna Reykjavíkur og þeim sem hafa haft veg og vanda af nýja leiðakerfinu boðið að vera við vígsi- una og fara jómfrúarferð með strætó niður Hverfisgötuna. Þar kiippti Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar, á borða og opnaði leiðina í vestur við nýtt torg við Þjóðleikhúsið, en það var gert til að þrengja götuna og hægja á um- ferð. Stuðlabergsþyrping á miðju torginu á að mynda e.k. samspil við hönnun Þjóðleikhússins. Kostnaður við framkvæmdirnar á Hverfisgötu, skiptistöðvunum við Ártún og í Kvos- inni mun vera alls 96 milljónir króna. Gamla kerfið frá 1970 Lilja Ólafsdóttir, forstjóri Stræt- isvagna Reykjavíkur, þakkaði öllum sem komið höfðu að verkinu, skipu- leggjendum, borgarverkfræðingi, verktökum og stjórnmálamönnum fyrir mikið og gott samstarf. Sagði hún að þetta væri söguleg stund, þar sem leiðakerfinu væri nú í fyrsta sinn breytt frá árinu 1970. Kristín A. Árnadóttir, aðstoðar- kona borgarstjóra, bar kveðju borg- arstjóra, Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur, en hún komst ekki til að vera við athöfnina. Kristín sagði að lögð hefði verið áhersla á að auka þjón- ustu við íbúa austurborgarinnar, en þeim hefði fjölgað mjög frá því að gamla leiðakerfið var hannað. Nú búa um 40% borgarbúa í austur- hverfunum. Betri almenningssam- göngur stuðluðu að meiri sparnaði KLIPPT á borðann. Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjórnar og formaður skipulagsnefndar, opnar nýju strætisvagnaleiðina á Hverfisgötu. Hjá henni standa Sigurður Skarphéðinsson gatna- málastjóri og Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi R-listans. bæði fyrir borgina og heimilin og drægi úr umferð, mengun, slysatíðni og áiagi á götum. Hún sagði að framlög borgarinnar til SVR hefðu aukist úr 180 milljón- um í 260 milljónir á síðustu tveimur árum og væri það til marks um breytt viðhorf til almenningssamgangna. Fæstir gerðu sér grein fyrir umfangi þjónustunnar sem SVR veitir borg- arbúum, en sem dæmi mætti nefna að dagiega nota 25.000 farþegar vagnana eða um 7-8 milljónir far- þega á ári. Sagðist hún vona að sú tala hækkaði með tímanum. Hús eða sérhæð - staðgreiðsla Verðbil 10-16 milljónir. Vantar strax einbýli, raðhús eða sérhæð fyrir fjársterkan kaupanda í Kópavogi, Garðabæ, Reykjavík eða Seltjarnar- nesi. Staðgreiðsla í boði. EINNIG BRÁÐVANTAR: • 3ja-4ra íb. m. bílskúr á Seltjarnarnesi eða í vesturbæ. Fyrir ákveðinn kaupanda sem var að selja eign sina. • Hæð í vesturbæ eða Seltjarnarnesi, allt að 11 milljónir fyrir beinan kaupanda (engin skipti). • Sérhæð, einbýli, parhús í sundunum eða vogum. Allt að 13 milijónir. Fyrir harðákveðinn kaupanda. • 2ja herb. íb. á Háaleítisbraut eða í Safamýri. Fyrir vinalega eldri borgara. Ákveðin kaup. • 2ja herb. í vesturbæ, gröndum, Eiðistorgi eða Austurströnd. Fyrir virðulega eldri frú sem var að selja eígn sína. Bárður Tryggvason, Þórarinn Friðgeirsson eða Ingólfur Giss- urarson veita ykkur nánari upplýsingar, hafið samband. Fasteignasalan Valhöll Mörkin 3. 108 Reykjavík sími 588 - 4477. Fax 588 • 4479 KRJSTIN Halldórsdóttir og Haraldur Þórð- arson biðu eftir leið 6 við Borgarleikhúsið. Þau voru ánægð með nýja kerfið. HALLA Skúladóttir og Halldór Gylfason átt- uðu sig ekki á að gainla stoppistöðin var ekki lengur í notkun. TALSVERT var um að farþegar stætisvagna stöldruðu við hjá vagnsljórum í gær og spyrðu um skiptistöðvar, hvar vagninn stansaði næst og fleira sem tengdist nýja leiðakerfinu. Vagnsljórinn á leið 6, Vil- hjálmur Þór Ólafsson, sagði að, dagurinn hefði gengið ágæt- lega. Nokkrir farþegar hafi orðið svolítið ringlaðir, einn og einn hefði orðið pirraður á breytingunni og hefði það helst verið eldra fólk. Vagnstjórinn á leið 5, Arnþór Hálfdánarson, sagði að margir áttuðu sig ekki Nokkrir áttavilltir í nýja kerfinu á vestur, og austurátt. Ingi Hjörleifsson farþegi í sama vagni vildi vekja athygli á því að sér þætti undarlegt að aðeins tveir vagnar gengju í Kringluna, númer 11 og 14. Að öðru leyti hefði hann ekkert við þetta nýja kerfi að athuga. Ungt par sem var í leið 5, Halla Skúladóttir og Halldór Gylfason, sögðust ekki hafa lesið sér nógu vel til um leiðirn- ar. Þau höfðu farið á gömlu stoppistöðina og beðið þar, og ekki áttað sig á að hún var ekki lengur í notkun. Þau þurftu því að ganga einhverja vegalengd niður á Lækjartorg og urðu blaut í fæturna vegna hellidembunnar sem var í gær. Þau voru viss um að kerfið væri gott þótt þau hefðu ekki kynntsérþað vel. f | i » f I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.