Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 15 Hjólastóla- rall haldið á Húsavík Athygli vakin á að- gengi hreyfihamlaðra HJÓLASTÓLARALL fer fram á Húsavík í dag, föstudag. Það er félagsmálastjóraembættið í sam- vinnu við Sjálfsbjörg sem stendur fyrir rallinu og er markmiðið að vekja Húsvíkinga til umhugsunar um aðgengi fyrir hreyfíhamlaða í bænum. Jafnframt er stefnt að því að hjólastólarallið á Húsavík marki upphafíð að hjólastólaralli á landsvísu. Samkvæmt lögum um málefni fatlaðra skulu sveitarstjórnir sinna ferlimálum m.a. með gerð áætlana um endurbætur á aðgengi opin- berra bygginga og þjónustustofn- ana í samræmi við lög og reglur. Með hjólastólarallinu gefst for- svarsmönnum opinberra fyrir- tækja og stofnana og forsvars- mönnum annarra fyrirtækja tæki- færi til þess að setjast í hjólastól og komast að því hve aðgengi er gott að þeirra fyrirtæki. Bæjarstjórnarmenn elja kappi Hjólastólarallið hefst kl. 16 við fimm fyrirtæki í bænum en fímm stólar verða í gangi allan daginn til að hægt verði að kanna að- gengi hjá öllum sem hafa skráð sig.til leiks. Um kl. 16.45 hefst svo hjólastólarall frá bæjarenda (blokkunum við Garðarsbraut) að sundlauginni, þar sem bæjar- stjórnarmenn munu setjast í stól- ana og keppast um að komast á þeim gangstéttarleiðina norður að sundlaug. Þegar bæjarstjórnarmennirnir koma að sundlauginni verður for- stöðumaður hennar settur í hjóla- stól og mun hann reyna að kom- ast inn og í sund. Með því að enda við sundlaugina vilja aðstandendur rallsins vekja athygli á hve mikil- vægt það er að laga aðgengi að henni fyrir hreyfihamlaða, því sundið er einn besti æfingamögu- leiki þeirra. Að lokum mun Guðríður Ólafs- dóttir afhenda viðurkenningar- skjöl fyrir gott aðgengi en einnig mun hún afhenda „Þránd í Götu“ fyrir slæmt aðgengi í opinbera stofnun eða fyrirtæki. í lok dags- ins verður formönnum Sjálfsbjarg- ar á Akureyri og Vopnafirði af- hent áskorun um að halda hjóla- stólarall að ári hjá sér. Jafnframt er skorað á þá að senda áskorun áfram til næstu nágrannasveitar- félaga þar sem Sjálfsbjörg er starfandi og svo koll af kolli. HABITAT-ÚTSALAN Alll 70% afslállur af -úlsöTuvó'rurn. ílfca slóll á Jít\ 1.7é-o (svo lekfy sé d’&m.i!') habitat UugavegiH Simi 562 5870 1» tllUI H kíthíMl iiM Ul( i kih - kjarni málsins! Minningarsjóbur Helgu Jónsdóttur og Sigurliba Kristjánssonar Styrkir til náms í verkfræbi og raunvísindum Stjóm Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar, kaupmanns, auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum í verk- fræði- og raunvísindagreinum og hafa þeir einkum verið veittir þeim, sem lagt hafa stund á framhaldsnám í þessum greinum. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu samskiptasviðs Háskóla íslands og ber jafnframt að skila umsóknum þangað. Umsóknarfrestur er til 30. september nk. Loksins á íslandi sjónvarpstækin frá Aiwa umboðinu í Skandinavíu. 21" með ísl. textavarpi • Flatur Black Matrix skjár. • íslenskt textavarp • Euro Skart tengi • Svefnrofi • Auðveld og góð fjarstýring. • Hátalarar að framan • Allar aðgerðir á skjá. • Svefnrofi • Stereo heyrnartólatengi. • Sjálfvirk stöðvaleitun • Allar aðgerðir á skjá • Hátalara að framan • Fullkomin þægileg fjarstýring. Verð kr. 69.900 stgr. 21" Nicam Stereo, ísl. textavarp- * Flatur Black Line lampi * Nicam Stereo tæki * íslenskt textavarp * 2 Euro Skart tengi * Stereo hátalarar að framan. * Góður stereo magnari * Allar aðgerðir á skjá * Fullkomin auðveld fjarstýring. Verð kr. 39.900 stgr. Nú kr. 36.900 * Nú kr. 64.900 * Verð kr. 49.900 stgr. Nú kr. 46.400 * ' Þetta staðgreiösluverö gildlr til og meö 26. ágúst. Þennan 7% afslátt bjóðum viö hvort sem tæki eru staðgreidd eða keypt á raðgreiðsluverði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.