Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI URVERINU FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 17 Komur erlendra ferðamanna til landsins frá 1986 200 þús. 86 87 88 89 90 91 92 93 94 95 96 Erlendir ferðamenn í janúar - júlí 1996 Fjðldi % Breyt, frá fyrraári 1. Þýskaland 22.851 18,3 ■5,1% 2.Bandaríkin 18.808 15,0 +10,6% 3.Danmörk 13.674 10,9 ■5,4% í.Bretland 12.836 10,3 +32,7% 5. Svfþjóð 11.979 6. Noregur S.980 9,6 "+0,2% *S +1,9% 7.Frakkland 7.516 6,0 +20,4% 8. Holland 4.744 3,8 +25,4% 9. Finnland 2.495 2,0 ■8,4% 10. Japan 1.416 1,1 ■5,8% Önnur 19.892 15,9 +12,6% Samtals 125.191 100,0 *6,2 ERLENDUM ferðamönnum sem komu hingað til lands fyrstu sjö mánuði ársins fjölgaði um 6,2% miðað við sama tímabil í fyrra. Ferðamönnum frá Bandarikjunum, Bretlandi, Frakklandi og Hollandi fjölgar mest en töluverð fækkun er á ferðamönnum frá Þýskalandi og Norðuriöndunum eins og sést á meðfylgjandi töflu. í júlí komu 4.601 franskir ferðamenn til landsins, en fyrstu sex mánuði ársins voru þeir alls 2.915. Magnús Oddsson, ferðamálastjóri, segir skýringuna á mikilli fjölgun franskra ferðamanna vera stóraukna markaðssókn í Suður-Evrópu. Menn hafi í vaxandi mæli verið að sinna þessum markaði, sem sé fyrst og fremst sumarmarkaður, m.a. með landkynningu í fjölmiðlum í Frakklandi og Ítalíu. Varað við vaxta- lækkun íBretlandi London. Reuter. Gjöld vegna Þróunarsjóðs og veiðaeftirlits Utvegnrinn greiðir 7 60 milljónir á fiskveiðiárinu Meðalgjald á togara og loðnuskip um 2.5 milljónir króna ATVINNULEYSI í Bretlandi í júlí hafði ekki verið minna í fimm ár, en Englandsbanki hvetur eindregið til þess að vextir verði ekki lækkað- ir á ný. Atvinnulausum fækkaði um 24.100 í 2,13 milljónir í júlí og tekj- ur jukust um 3,75% í sama mán- uði. Hvort tveggja kemur á óvart og brezka stjórnin hélt því fram að engin ástæða væri til að óttast að merki um bætt efnahagsástand gætu leitt til þess að verðbólga skyti aftur upp kollinum. Samkvæmt opinberum tölum minnkaði atvinnuleysi í júlí í 7,6% úr 7,7% í júní og hefur það ekki verið minna siðan í marz 1991. Þrátt fyrir bjartsýni stjórnarinn- ar kemur fram vaxandi uggur um verðbólgu í upplýsingum, sem hafa verið birtar um fund Kenneths Clar- kes fjármálaráðherra og banka- stjóra Englandsbanka, Eddie Ge- orge, 3. júli. George sagði Clarke að síðasta vaxtalækkun hefði aukið hættu á því að stjórninni tækist ekki að koma i veg fyrir að verð- bólga verði meiri en 2,5%. Andstaða Englandsbanka gegn vaxtalækkun hefur stöðugt harðnað og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, hefur tekið undir viðvaranir hans. Hins vegar eru kosningar í nánd, Verkamannaflokkurinn hefur enn forskot samkvæmt könnunum og stjórn íhaldsflokksins reynir að vinna hylli kjósenda. GJÖLD á sjávarútveginn til Þróun- arsjóðs sjávarútvegsins verða nú innheimt í upphafi fiskveiðiárs sam- kvæmt lögum frá árinu 1994. Gjald- ið er rúmar þúsund krónur á hvert þorskígildistonn. Auk þess er greitt af hverju brúttótonni fiskiskipa og fast gjald er greitt af fasteingum sem notaðar eru til fiskvinnslu. Þá verður eins og áður innheimt veiði- eftirlitsgjald til Fiskistofu. Alls nemur innheimta vegna Þróunar- sjóðs um 660 milljónum króna vegna komandi fískveiðiárs og um 105 milljónum vegna veiðaeftirlits. Gjöldin á meðal togara og loðnu- skip eru alls um 2,5 milljónir króna. Meðaltal gjalda á fjórar stærstu útgerðir landsins er áætlað um 19 milljónir króna. A árinu 1994 samþykkti Alþingi lög um Þróunarsjóð sjávarútvegs- ins. Þar er kveðið á um að frá og með því fiskveiðiári er hefst 1. sept- ember 1996 skuli Fiskistofa inn- heimta gjald til Þróunarsjóðs sjáv- arútvegsins af úthlutuðu aflamarki. Ráðuneytið hefur nú gefið út reglu- gerð um innheimtu þessa gjalds. Þá hefur ráðuneytið gefið út reglu- gerð um veiðieftirlitsgjald vegna komandi fiskveiðiárs en það gjald rennur til reksturs veiðieftirlits Fiskistofu. Áætlað er að heildarálagning vegna framangreindra gjalda sem lögð eru á aflaheimildir fiskiskipa nemi um 565 milljónum króna á fískveiðiárinu 1996-1997. Þar til viðbótar greiða eigendur skipa í Þróunarsjóð fast gjald á hvetja brúttórúmlest skips auk fasts gjalds til Fiskistofu vegna útgáfu veiði- leyfis. Þá greiða eigendur fasteigna sem nýttar eru til fiskvinnslu einnig fast gjald til Þróunarsjóðs sjávarút- vegsins. Af eftirfarandi töflu má sjá yfir- lit yfir áætlaða innheimtu sérstakra gjalda hjá útgerðum og fiskvinnsl- um á fiskveiðiárinu 1996/1997 og hvert hún rennur. Þróunarsjóður sjávarútvegsins Gjald á aflaheimildir 500 m.kr. Gjald á rúml. fiskiskipa 80 m.kr. Gjald á húsn. fiskvinnsl. 80 m.kr. Samtals 660 m.kr. Samkvæmt framansögðu kemur nú til álagningar og innheimtu í fyrsta sinn sérstakt gjald á afla- heimildir, sem rennur til Þróunar- sjóðs sjávarútvegsins. Fiskiskip er fá úthlutað aflamarki 1. september 1996 skulu greiða gjald er nemur 1.090 kr. á hveija úthlutaða þorsk- ígildislest, og krókabátar á hveija landaða þroskígildislest sem landað var á tímabilinu 1. ágúst 1995 til 31. júlí 1996. Vanskilum fylgir svipting veiðileyfis Gjaldið á aflaheimildir fellur f gjalddaga með þremur jöfnum greiðslum, hinn 1. september 1996, 1. janúar 1997 og 1. maí 1997 og fellur veiðileyfi viðkomandi fiski- skips niður hafí gjaldið ekki verið greitt innan mánaðar frá gjalddaga. Áætlað er að útgerðir fiskiskipa greiði með þessum hætti um 500 milljónir króna til Þróunarsjóðs sjávarútvegsins á komandi fiskveið- iári. Auk þess greiða eigendur skipa í Þróunarsjóð fast gjald kr. 799, á hveija brúttórúmlest skips og er áætlað að innheimtan nemi um 80 milljónum króna á árinu 1996. Því til viðbótar greiða eigendur hús- næðis sem nýtt er til fiskvinnslu sérstakt gjald til Þróunarsjóðsins er nemur 1,75% af fasteignamats- verði. Er innheimtan áætluð um 80 milljónir króna á árinu 1996. Veiðieftirlitsgjald að mestu óbreytt Veiðieftirlitsgjald er að mestu óbreytt frá síðasta fiskveiðiári. Gjaldið rennur til reksturs veiðieft- irlits Fiskistofu. Fiskiskip er fá úthlutað aflamarki 1. september 1996 greiða því veiðieftirlitsgjald er nemur 139 kr. á hveija úthlut- aða þorskígildislest. Gjaldið er nú í fyrsta skipti lagt á krókabáta og greiða þeir sama gjald á hveija landaða þroskígildislest frá 1. febr- úar til 31. júlí 1996. Er áætlað að gjald þetta á aflaheimildir nemi samtals um 65 milljónum króna á fiskveiðiárinu 1996/1997. Þar að auki greiða öll fiskiskip fast gjald 12.930 kr. á skip, fyrir leyfi til veiða í atvinnuskyni, er einnig rennur til reksturs veiðieftirlitsins. Er innheimta vegna þess gjalds áætluð um 40 milljónir króna á komandi fiskveiðiári. Af eftirfarandi töflu má sjá nokk- ur dæmi um áætlaða álagningu gjalda á aflaheimildir eftir skipa- flokkum og fyrirtækjum. Þróunarsjóður Veiðieftirlit Alls áætl. gjöld Gjald á Gjald á á aflaheimildir aflaheimildir aflaheimildir fiskveiðiárið 1.090 kr. þíglest 139 kr. þíglest 1996/97 Meðalísfisktogari 2.002.669 kr. 255.386 kr. 2.258.055 kr. Meðalfrystitogari 2.246.816 kr. 286.521 kr. 2.533.337 kr. Meðalbátur án sérveiðiheimilda 255.084 kr. 32.529 kr. 287.613 kr. Meðalloðnuskip 2.201.299 kr. 280.716 kr. 2.482.015 kr. Meðalsmábátur m/aflamarki 24.703 kr. 3.150 kr. 27.853 kr. Meðalt. fjögurra stærstu útgerða 16.951.755 kr. 2.161.738 kr. 19.113.493 kr. Meðalt. tíu stærstu útgerða 12.875.135 kr. 1.641.875 kr. 14.517.010 kr. Skipholti 21 • Sími 511 5111 Heimasíöan: http://www. apple. is Örgjörvi: PowerPC 604 RISC Tiftíðni: 120megarið Vinnsluminni: 48 MB Skjáminni: 2 Mb DRflM Harðdiskur: 1,2 GB Geisladrif: Apple CD600Í (fjórhraða) Skjár: Apple 171017" MultiScan lifaskjár Diskadrif: Les gögn af PC disklingum Video: 24 bita videoinntak Rauntimaspilun meó allt að 640x480 punktum (NTSC) og allt að 768x576 (PAL og SECAM) Hnappaborð: Apple Design Keyboard Stýrikerfi: System 7.5.3 sem að sjálfsögðu er allt á islensku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.