Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sýningar Brúðuleik- hússins ÍSLENSKA brúðuleikhúsið við Flyðrugranda hefur verið með opið hús í sumar, allar helgar frá kl. 13-16. Aðsókn hefur verið mikil. Nú fer sýn- ingum að fækka því að aðeins eru eftir tvær sýningarhelg- ar. Aðgangur er ókeypis. Sljórnandi Brúðuleikhúss- ins er Jón E. Guðmundsson. Morgunblaðið/Silli RÍKEY með eitt verka sinna á sýningunni á Húsavík. Ríkey sýnir á Húsavík Húsavík. Morgunblaðið FJÖLLISTAKONAN Ríkey Ingimundardóttir sýndi verk sín í Safnahúsinu á Húsavík um síðustu helgi. Hún sýndi rúm- lega 40 listaverk, unnin með mismunandi tækni, sem sýndi fjöihæfni hennar, sem mynd- höggvara, listmálara og keramiker. Sýningin var fjölsótt og vakti bæði eftirtekt og ánægju þeirra sem hana sáu og þá ekki síst keramikin og höggmyndimar sem sýndu vel fjölhæfni lista- konunnar og hugmyndaríki. Það er ánægjulegt þegar svona víðfrægir listamenn, sem sýnt hafa í Bandaríkjunum, Danmörku, Noregi og Lúxem- borg sýna listir sínar í dreifbýl- inu og er slíkt varla ofmetið. Ævintýraleg- ar verur LAUGARDAGSKV ÖLDIÐ 17. ágúst kl. 22 mun Götuleikhús Hins hússins setja upp sýningu á Ingólfstorgi. „Sýningin er endapunktur á sumarstarfí leik- hússins og verður ekkert til sparað. Ævintýralegum verum mun bregða fyrir og glæsileg tónlist mun setja hátíðlegan blæ á kvöldið," segir í kynningu. Sýningin er ætluð öllum aldurs- hópum og er aðgangur ókeypis. Götuleikhúsið hefur verið starfrækt þijú síðastliðin sumur á vegum Hins hússins. Í leikhús- inu starfar ungt fólk á aldrinum 16-25 ára undir leiðsögn leik- stjóra. Götuleikhúsið er hluti af sumarátaki borgarinnar í at- vinnumálum ungs fólks. Götu- leikhúsið hefur staðið fyrir sýn- ingum á hveijum föstudegi í sumar jafnframt sem það hefur komið fram við ýmis tækifæri. EITT af verkunum á sýningunni. „Verðum hlekkur í stærri keðju“ SÝNING á hönnunarverkefnum akítektanema á vegum Islenska arkítektaskólans stendur nú yfir í Hafnarstræti 9 og er opin milli klukkan 15 og 18 dag hvern. Leiðarstef sýningarinnar er ós- nortin náttúra og vatn í öllum myndum. „Þetta er sálrænt ferða- lag með hliðsjón af Krísuvíkur- svæðinu," sagði Jes Einar Þor- steinsson formaður stjórnar arkí- tektaskólans. Sýningin er afrakstur eins mánaðar sumarnámskeiðs, sem lauk 10. ágúst, fyrir lengra komna arkítektanema erlenda og íslenska og tóku 15 nemendur þátt. Lagt var til að verkefni nám- skeiðsins yrði í því fólgið að hanna ímyndað mannvirki nálægt hvera- svæði Krísuvíkur. Auk jarðfræði- legra athugana, söguskoðunar og könnunar var meginþáttur verk- efnisins fólginn í alhliða íhugun á umgengni mannsins við vatnið, bæði sem efnislegu og huglægu fyrirbæri. Nemarnir unnu hver um sig tillögur að verkefni, þar sem þeir sýndu fram á marg- breytilegt eðli vatnsins og hvata alls lífs. Alls voru níu leiðbeinend- ur á námskeiðinu, frá Banda- ríkjunum, Finnlandi, Noregi og íslandi. Hér á landi er ekki hægt að hefja nám í arkítektúr að loknu stúdentsprófí þannig að íslenski arkítektaskólinn stendur einungis lengra komnum nemendum opinn. „Markmiðið er að verða þátttak- andi í Listaháskóla íslands og við lítum á námskeiðið og sýningu sem þessa sem fyrsta skrefið að því,“ segir Jes Einar. „Við höfum átt samvinnu við Arkítektaskólann í Ósló og fengið viðurkenningu sem ellefti arkítektaskólinn." Islenski arkítektaskólinn er kominn á fjár- lög og hefur auk þess fengið ár- lega styrki úr Nordplus sjóðnum og einnig frá fyrirtækjum og stofnunum. Hagnýtt gildi nám- skeiðanna lýtur einkum að þeim áhrifum sem þau hafa á áfram- haldandi nám nemanna, en ekki er um að ræða verkefni sem seld eru á opinberum markaði. „Nem- endur og kennarar erlendis sýna þessum námskeiðum mikinn áhuga vegna þess að við leggjum áherslu á vinnu með náttúruna. Mörgum finnst góð tilbreyting að koma hingað úr stórborgunum og vinna að verkefnum,“ segir Jes Einar. Þorgeir Jónsson situr í stjórn arkítektaskólans og segir hann að eitt af markmiðum skólans sé að tryggja að íslenskir nýstúdentar geti áfram sótt menntun sína til annarra landa. „Skólar víðsvegar erlendis eru famir að takmarka aðgang nýnema og þá sérstaklega útlendra nýnema. Það verður því sífellt erfiðara fyrir íslensku ný- stúdentana að komast inn í skóla í arkítektúr, en með því að starf- rækja þessi námskeið, sem opin eru erlendum nemum, getum við haldið við góðu aðgengi íslendinga að skólum erlendis,“ segir Þorgeir. Hönnunarsýningunni að Hafn- arstræti 9 lýkur þann 20. ágúst. Sálin sönnuð Toronto. Reuter. VINSÆLASTA vísindaskáld- sagan vestan hafs í ár fjallar ekki um verur frá öðrum hnött- um, heldur verkfræðing sem býr í vondu hjónabandi og er með dauðann á heilanum. Hann verður fyrir því að sanna tilvist mannssálarinnar vísindalega. Sagan heitir Terminal Ex- periment, eða Síðasta tilraunin, og er eftir kanadiska rithöfund- inn Robert Sawyer. Hlaut hann þekktustu verðlaun sem veitt eru fyrir visindaskáldsögur fyr- ir bókina. Meðal þeirra sem unnið hafa til þessara verðlauna eru Arthur C. Clarke og Issac Asimov. „Mig langaði alltaf til að verða vísindasagnahöfundur, en mér datt nú aldrei í hug að ég gæti unnið fyrir mér með þeim hætti,“ segir hann. Það ætti ekki að verða vandamál. Búið er að semja um þýðingu á bókinni á fimm tungumál og verið er að koma saman samn- ingi um kvikmynd eftir henni. Nú, þegar kvikmyndin Inde- pendence Day dregur mikinn fjölda fólks i kvikmyndahús um allan heim og sjónvarpsstöðvar sýna þættina The X-Files við fádæma vinsældir, kann að koma nokkuð á óvart að i sögu Sawyers eru engar verur frá öðrum hnöttum, og þótt hún gerist í framtíðinni, þá er það náin framtíð, eða eftir aðeins 15 ár. Áhersla á persónusköpun Gagnrýnendur segja að það sem gefi sögunni gildi sé áhersl- an sem lögð er á persónusköpun og þau siðferðilegu vandamál sem ný tækni leiðir af sér. í bókinni sé sagt frá „raunveru- legu fólki - ekki yfirborðs- kenndum hetjum eins og svo mikið af visindaskáldskap nú- timans snýst um.“ Fyrri sögur Sawyers hafa gerst á öðrum hnöttum og hafa geimverur verið helstu sögu- hetjurnar. Þess vegna var út- gefanda hans dálítið í nöp við nýju söguna, sem fjallaði um mannssálina og fóstureyðingar, að ógleymdum hjónabandserf- iðleikum söguhetjunnar. En fremur en að breyta sögunni fann Sawyer sér annan útgef- anda. Það borgaði sig, því að á fyrstu þrem mánuðunum, eftir að bókin kom út, seldist hún í rúmlega 50 þúsund eintökum, og eftir að tilkynnt var um verð- launin hefur pöntunum rignt inn. Reuter ROBERT SAWYER, höfundur Terminal Experiment, í skugga skýjakljúfanna í Toronto. Sumarlitir MYNPLIST Gallerí Ilornið, Hafnarstræti TEIKNINGAR Beatriz Ezban Opiðkl. 14-18alladagatil28. ágúst; aðgangur ókeypis MENNIN GARLEG tengsl ís- lands og Mexíkó hafa ekki verið áberandi í gegnum tíðina, en engu að síður verið til staðar. Saga landsins og bókmenntir hafa höfð- að til margra og ýmsa myndlistar- menn þaðan hefur borið hátt í listasögunni, þannig að myndlist þessa fjarlæga lands hefur verið hér að nokkru kunn; loks hafa nokkrir einstaklingar lagt sig fram um um að efla þessi tengsl með persónulegum hætti, og má segja að þessi sýning sé einn afrakstur þeirrar viðleitni. Listakonan Beatriz Ezban kom fyrst hingað til lands 1994 þegar hún dvaldi á gestavinnustofu í lista- miðstöðinni í Straumi. Það sama ár fengu landsmenn að kynnast list hennar að nokkru á sýningu sem haldin var sama ár í sýningar- salnum Portinu í Hafnarfírði, og var tileinkuð gistilandinu, sem hafði heillað hana mjög. Hún hélt síðan stóra sýningu á verkum sín- um í Hafnarborg á síðasta vetri, sem var í vor og sumar einnig sett upp í Noregi og á Irlandi. Það sem einkum hefur verið áberandi í verkum listakonunnar er hið mikla flæði lita og birtu í fletinum, þar sem náttúran sem hún hefur verið að vinna út frá hefur nánast verið leyst upp í lit- ina sjálfa. Þessu hefur helst mátt líkja við greiningu impressionista á þeim litum, sem fylla allt um- hverfið. Á sýningunni hér sýnir Beatriz teikningar, sem fylgja að mestu sama verklagi. Þær eru unnar á mjög sérkennilegan pappír, sem nefndur er Amate-pappír, og er gerður úr berki samnefnds trés sem er mulinn, blandaður vatni og sólþurrkaður. Þessi aðferð er aldagömul og fengin frá indíánum, en hún skapar mjög sterkan grunn fyrir teikningarnar; pappírinn er BEATRIZ Ezban: Strandarsýn II. þykkur, efnismikill og bylgjóttur, og í honum verða til upphleypt svæði og taumar, sem liturinn leik- ur á milli. Listakonan sýnir hér tíu verk, en pappírinn sem þau eru unnin á er ýmist ljós eða dökkur, eftir því sem hentar viðfangsefninu. Þann- ig eru tvær myndir sem kallast „Eyðimerkursýn" unnar á brúnan pappír, þar sem þurrkur og hiti takmarka litríkan gróður við staka skominga og gildrög. í myndum eins og „Strandarsýn" og „Ljós- regn“ snýst þetta við; pappirinn er Ijós og hlýlegur, og fáir en markvissir litstrengir leika um flötinn líkt og endurkast sólar- geislanna á bjartan hvítan sandinn. Það er léttur leikur í þessum einföldu verkum. Pappírinn sjálfur er vissulega í aðalhlutverki, en létt og markviss teikning sem fell- ur að gæðum hans verður til að skapa hér léttleikandi sumarverk, sem margir ættu að njóta. Eiríkur Þorláksson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.