Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 25 AÐSENDAR GREINAR V erkmenntun — horn- reka menntakerfisins HAUSTIÐ 1915 var stofnaður vélstjóraskóli í Reykjavík og það ekki vonum seinna því vélvæðing íslenska fiskiflotans var komin á fljúgandi ferð. Mótornámskeið Fiskifélags íslands hófust árið áður og urðu fastur liður í starfi félags- ins í hálfa öld, til 1966 þegar allt vélstjóranám var sameinað í Vél- skóla íslands. Vélstjóraskólinn var framhalds- nám fyrir iðnnema í málmiðnaði og eini möguleiki ungra manna til að afla sér framhaldsmenntunar á tæknisviði fram yfir miðja öldina en ekki var boðið upp á möguleika til aeðra náms innanlands. íslendingar hafa löngum tekið nýrri tækni og framförum í verkleg- um greinum opnum örmum. Mátt hefði ætla að þessi framfaraþyrsta þjóð og forráðamenn hennar fögn- uðu hinum nýja skóla og hömpuðu honum sem langþráðu óskabarni. Því fór þó fjarri. Fram til 1945, er Sjómannaskólinn var tekinn í notk- un, varð hann hírast sem niðursetn- ingur hjá Stýrimannaskólanum og Iðnskólanum í Reykjavík á víxl. Og þótt húsnæðisvandinn leystist með hinni glæsilegu byggingu á Rauðar- árholti hefur ráðamönnum löngum gengið treglega að skilja að til þess að kenna ungum mönnum tækni- greinar og þjálfa þá í að ná valdi á verklegum þáttum þeirra þarf vélar, áhöld og tæki. Þennan búnað hefur nær ævinlega þurft að „draga út með töngum". Ekki man ég í fljótu bragði hve margir menn hafa gegnt embætti menntamálaráðherra þau 30 ár sem ég hef starfað við Vél- skóla íslands. Hitt þyk- ist ég muna að þeir hafa aliir Jýst því yfir að þeim væri kappsmál að efla verkmenntun í landinu, minnir jafnvel að sumir þeirra hafi sagt að það væri þeim sérstakt hjartans mál. Nú býst lesandinn kannski við að ég lýsi því yfír að ekki hafi verið staðið við neinar af þessum yfírlýsing- um. Það ætía ég ekki að gera. Fjölbrauta- skólar með verknáms- brautum hafa risið víða um land, tveir verkmenntaskólar verið stofnaðir. Hér er þó ekki allt sem sýnist því hryggjarstykkið í þessum verkskólum mynduðu iðn- skólar sem þegar voru til staðar. Er fjölbrautaskólarnir voru stofnaðir gerðist víða ekki annað en að gagn- fræðaskólinn gamli og iðnskólinnn á staðnum voru sameinaðir og nýja skólanum gefíð áferðarfallegt nafn. Margar af þessum stofnunum eru vanbúnar. Og Vélskólinn hefur verið sveltur. Ráðamenn áttu sér fyrrum ýmsar afsakanir — styijaldir, verðhrun, heimskreppu — fyrir að stuðla ekki nægilega að eflingu verkmenntun- ar. En í lok seinni heimsstyijaldar- innar urðu íslendingar óvænt vell- ríkir. Þá var mynduð svokölluð Nýsköpunarstjórn er setti ný fræðslulög er kváðu á um að helm- ingur námsframboðs á framhalds- Franz Gíslason Nissan Primera SLX diesel Station ‘94, 5 g., ek. 87 þ. km., rafm. í rúðum, hiti í sætum o.fl. V. 1.490 þús. .. $ Bílamarkaóunnn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut^ Kopavogi, sími 567-1800 Löggild bflasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig Opið laugardaga kl. 10-17 og sunnudaga kl. 13-18 Suzuki Swift GLXI 4x4 Sedan ‘93Blár, 5g, ek. 58 þ. Rafm. í rúðum o.fl. V. 870 þús. Nýr bíll: VW Golf GL. 2000i ‘96, 5 dyra, óekinn, 5g, vínrauður. V. 1385 þús. Hyundai Elantra 1,8 GT ‘94, sjálfsk., ek. aðeins 12 þ. km., rafm. í rúðum, samlæsingar o.fl., grænsans. V. 1.190 þús. Hyundai Pony SE ‘94 Rauður, 5g, ek. aðeins 22 þ.km. Sem nýr. V. 780 þús. M.Benz 309D húsbíll '86, sjálfsk., einn m/öllu. svefnpláss f. 4-5 manns. Toppeintak. V. 1.350 þús. Skipti möguleg á góðum jeppa. Honda Accord EX ‘92 rauður, sjálfsk., ek. 75 þ.km. Gott eintak. V. 1290 þús. Nissan Sunny 1.6 SLX Hatsback ‘92, rauður, sjálfsk., ek. aðeins 26 þ. km. V. 920 þús. Nissan Terrano diesel Turbo ‘92, 5 g., ek. 78 þ. km„ rafm. í rúðum, sóllúga, 33" dekk o.fl. V. 1.980 þús. Dodge Caravan SE ‘95, 7 manna, sjálfsk., ek. 20 þ. km. V. 2,6 millj. Honda Civic GL ‘88, 3ja dyra, sjálfsk., ek. 71 þ. km., spoiler o.fl. Gott eintak. V. 530 þús. MMC Colt GLi ‘93, hvítur, 5 g., ek. 85 þ. km. Fallegur bíll. V. 780 þús. Nýr bíll: Opel Astra 1.4i Station ‘96, 5 g., ek. 1 þ. km., álfelgur, spoiler o.fl. (vól 90 ha.). V. 1.430 þús. stgr. MMC Galant GLSi Hlaðbakur 4x4 ‘91, 5 g., ek. 91 þ. km. V. 1.130 þús. Opel Corsa Swing, 5 dyra, ‘94 Rauður, sjálfsk. ek. 51 þ.km. V. 890 þús. Tilboðsv. 790 þús. Nissan Sunny SLX Sedan ‘92. Sjálfsk., ek. aðeins 55 þ.km. Rafm. í rúðum. Spoiler, álfelgur o.fl. Toppeintak. V. 920 þús. M.Benz 309D húsbíll ‘86 Sjálfsk.,einn m/öllu, svefnpláss f. 4-5 manns. Toppein tak. V. 1350 þús. Skipti möguleg á góðum jeppa. GMC Safari XT V-6 (4,3) 4x4 ‘91Steingr. sjálf- sk., álfelgur o.fl. 8 manna. Fallegur bíll, V. 1950 þús. Nissan Sunny 100 NX 1600 rauður, sg., ek 93 þ. geislasp. álfelgur o.fl. V. 990 þús. Sk.ód. Honda Accord EX ‘92 rauður, sjálfsk., ek. 75 þ.km. Gott eintak. V. 1290 þús. Toyota Corolla XL, hatchback, ‘92 blár, 5g., ek. 68 þ.km. V. 740 þús. Suzuki Vitara V-6 5 dyra ‘96, 5 g., ek. 10 þ. km., upph., lækkuð hlutföll, rafm. I rúð um o.fl. Jeppi I sérflokki. V. 2.680 þús. Volvo 940 GL ‘91, sjálfsk., ek. 47 þ. km, rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. V. 1.750 þús. V.W. Golf 1.8i CL ‘94, sjálfsk., ek. aðeins 18 þ. km. V. 1.190 þús. MMC Galant EXE 2.0 ‘91, svartur, 5 g., ek. 86 þ. km., sóllúga, álfelgur o.fl. Bíll í sórflokki. V. 1.090 þús. MMC Colt GTi 16v ‘89, rauður, 5 g., ek. 82 þ. km. V. 630 þús. MMC Lancer GLX Hlaöbakur ‘90, 5 g., ek. 114 þ. km V. 640 þús. Toyota 4Runner SR 5 2400i (4 cyl.) ‘90, raður, 5 dyra, ek. 119 þ. km. V. 1.680 þús. Subaru Legacy 2.0 station ‘92, sjálfsk., ek. 50 þ. km. V. 1.450 þús. BMW 316i ‘95, ek. 8 þ. km, 4 dyra, ABS, 5 gíra, grænsans. V. 1.980 þús, sem nýr. Grand Cherokee Laredo 4.0L ‘95, rauð ur, sjálfsk., ek. aðeins 20 þ. milur, einn m/öllu. V. 3,5 millj. Renault 21 Nevada 4x4 Station ‘90, ek. 149 þ. km., fjarst. samlæsingar, rafd. rúður, vínrauður. Toppeintak. V. 790 þús. MMC Lancer 4x4 GLX Station ‘87, blár, 5 g., ek. 132 þ. km. V. 490 þús. Toyota Hilux D. Cab diesil m/húsi ‘96, vín- rauður, 5 g., ek. 14 þ. km. Sem nýr. V. 2,4 millj. Dodge Grand Caravan V-6 LXT ‘93, 7 manna, sjálfsk., ek. 98 þ. mílur, leður innr., rafm. I öllu o.fl. Fallegur bíll. V. 1.980 þús. Daihatsu Feroza EL II ‘93, rauður, 5 g., ek. aðeins 25 þ. km. V. 1.180 þús. Fjöldi bíla á mjög góðu verði. Bílaskipti oft möguleg. skólastigi yrði verklegt nám. Stjómin varð skammlíf og skemmst frá því að segja að eftir- menn Brynjólfs Bjama- sonar menntamálaráð- herra skorti metnað að framfylgja lögunum. Þeir rausnuðust til að stofna einn skóla í Reykjavík þar sem þessu markmiði var framfylgt: Gagnfræða- skóla verknáms sem nú heitir Ármúlaskóli. En síðan ekki söguna meir. Skólamál höfðu ekki forgang og stefnuleysið var látið ráða för. Að vísu spmttu upp nýir skólar á fram- haldsskólastigi og gamlir þöndust út en það voru ekki verkmenntaskól- ar heldur hefðbundnir bókmennta- skólar. Skýringin er einföld: þetta var ódýrasta lausnin. Bóknámsskóla nægir að fá sæmilega vatns- og vindhelt hús og tiltekinn fjölda af kennurum. Verknámsskóli þarf miklu meira: véla- og tækjasali og það sem meira er, það þarf að end- urnýja og auka við þessi tól til að halda í við hraðfleyga þróun á sviði verklags og tækni. Þar við bætist að nemendahópar í verknámi verða að vera minni en í bóknámi sem þýðir að kennarar þurfa að vera fleiri. Þótt stjómvöldum þyki við hæfí að troða rúmlega 30 nemend- um inn í enskutíma (sem reyndar er alls ekki boðlegt) hefur þeim skil- ist að slíkt verður ekki gert til að mynda í verklegri kælitækni. Yfirvöld velja ævinlega ódýrustu lausnir á framhaldsskólastiginu: bjóða ungmennum landsins að þyrpast í yfirfulla menntaskóla, nám sem hentar mörgum þeirra illa og veitir engin réttindi önnur en að hópast inn í háskóla sem líka eru yfírfullir og henta þeim enn verr. Að ekki sé minnst á að vinnu- markaður margra háskólamennt- aðra hópa er löngu ofmettaður. Þessi ógæfustefna hefur í tíð tveggja síðustu ríkisstjóma kristall- ast í hagstjórnarúrræði sem jafn- gildir hugleysi og stundum ómeng- í fyrsta sinn frá samein- ingu vélstjóranámsins, segir Franz Gíslason, hefur stjórn Vélskólans neyðst til að takmarka aðgang að honum. aðri heimsku. Það er kallað flatur niðurskurður. Þessi pólitíska flatn- eskja felst í því að stofnunum er gert að lækka rekstrarkostnað sinn um tiltekna hundraðstölu án tillits til skynsemi, hagkvæmni eða fram- sýni. Það er staðreynd að í Vél- skóla íslands hafði nánast öllu ver- ið hagrætt sem unnt var að hag- ræða þegar óargadýri hins flata niðurskurðar var sleppt lausu og farið að skera tækjakaupafé enn frekar við nögl, fresta viðhaldi og endurnýjun vélbúnaðar enn lengur og hunsa áfram nýjungar í tækni og vinnubrögðum. Þegar skammar- lega lág laun kennara kóróna þessa stöðnun er síst að undra að ungir og áhugasamir kennarar flýja eins og fætur toga þegar þeim bjóðast atvinnutækifæri utan skólans. Þó skal nú enn skorið. í fyrsta sinn frá sameiningu vélstjóranáms- ins hefur stjórn skólans neyðst til að takmarka aðgang að honum. Stoðkennslu í grunngreinum, svo- kölluðum núlláföngum, í stærðfræði og tungumálum verður hætt. Yfir vofir að hætta þurfi verklegri kennslu í ýmsum greinum og breyta henni í bóknám. Allt byggist þetta á þeirri þráhyggju niðurskurðar- skepnunnar að nám í Vélskólanum sem að hálfu er verklegt skuli ekki vera að neinu ráði dýrara en nám í bóknámsskóla. Þetta er dapurleg öfugþróun. Sorgleg skammsýni. Á sama tíma og Islendingar stæra sig af því að vera ein ríkasta þjóð heims, á sama tíma og hundruð ungmenna flosna upp úr grunnskólanámi af því bók- vitsítroðslan hentar þeim ekki, á sama tíma og skortur er á menntuð- um vélstjórum, þjarma stjórnvöld svo að elsta og merkasta verk- menntaskóla landsins (þetta er ekki sagt til að kasta rýrð á hlut ann- arra) að jaðrar við aftöku. Þetta er ögrun við skynsemi, hagkvæmni og framsýni. Verkmenntun grotnar niður meðan glýjan vex frá spansk- grænunni við Sölvhólsgötu. Höfundur er kennari við Vélskóla íslands. MORGUN nwll BLAÐSINS Ab læra meira Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 25. ágúst nk.,fylgir blaðauki sem heitir Að læra meira. í þessu blaði verður m.a. fjallað um fjölbreytta námsmöguleika, hvort sem um er aö ræða tómstundaiðju, endurmenntun, símenntun eða starfstengt nám. Rætt verður við ráðgjafa, nemendur og kennara um nám fyrir alla aldurshópa og aðrar leiðir til að auðga andann. Þeim, sem hafa áhuga á aí> auglýsa í þessum blahauka, er bent á ab tekih er vib auglýsingapöntunum til kl. 12 mánudaginn 19. ágúst. Anna Elínborg Gunnarsdóttir og Arnar Ottesen, sölufulltrúar í auglýsingadeild, veita allar nánari upplýsingar í síma 569 1171 eba meb símbréfi 569 1110. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.