Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 27
26 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SJAVARUTVEGUR- INN OG FRAMTÍÐIN RÖGNVALDUR Hannesson, prófessor við Verzlunarháskóla Noregs í-Björgvin, setur í viðtali við sérblað Morgunblaðs- ins, Ur verinu, fram athyglisverðar skoðanir um framtíð efna- hagsþróunar á Isiandi. Rögnvaldur segir meðal annars að flestir fiskistofnar séu löngu fullriýttir og sumir ofnýttir. Fiskveiðar geti því ekki stað- ið undir síbatnandi lífskjörum. Aukin vinnsia geti það ekki heldur. „í fyrsta lagi er það náttúrlega takmarkað hvað hægt er að vinna úr takmörkuðu magni af fiski. í öðru lagi er fiskur- inn verðmætastur þegar hann er nýkominn upp úr sjó. í þriðja lagi getur fiskvinnslan ekki staðið undir sérlega háum laun- um,“ segir Rögnvaldur og bendir á að það liggi í hlutarins eðli að láglaunaiðnaður geti ekki staðið undir batnandi lífskjörum. Prófessorinn segir að sá hagvöxtur, sem verið hafi á Islandi síðustu ár, eigi að verulegu leyti rætur að rekja til úthafs- veiða. „Þær smugur, sem enn er ólokað á úthafinu, eru ekki ótæmandi og gætu lokazt fyrr en varir. Þær gefa ekki grund- vöil fyrir varaniegum hagvexti á íslandi. Ef hagvöxtur á að geta haldið áfram á íslandi og lífskjörin að batna, verður hann að koma annars staðar frá en úr sjávarútvegi. Það er ekki óhugsandi að svo geti orðið; ferðamannaþjónusta fer vaxandi, það er verið að byggja nýtt álver og ýmis iðnaðarframleiðsla hefur vaxið upp kringum sjávarútveginn," segir Rögnvaldur Hannesson. Þessar skoðanir eru allrar umhugsunar verðar. Þótt enn sé verið að auka verðmæti sjávarafla með vöruþróun og aukinni fullvinnslu, er greining Rögnvaldar sennilega rétt til lengri tíma litið. Fiskvinnsla er ekki líkleg til að skila háum launum til framtíðar. Sókn í öðrum atvinnugreinum, sem greiða talsvert hærri laun, getur hins vegar að miklu leyti byggzt á reynslu íslendinga af fiskveiðum og -vinnslu, til dæmis sala tækja og hugbúnaðar til nota í sjávarútvegi og annarri matvælafram- leiðslu. Sjávarútvegurinn mun áfram um langt skeið verða mikilvæg- asta atvinnugreinin k Islandi. Til þess að hægt sé að tryggja áframhaldandi hagvoxt hér á landi þarf hins vegar að skapa öðrum greinum hagstæð vaxtarskilyrði. í því skyni skiptir ekki sízt miklu að hagstjórnin sé miðuð við hagsmuni atvinnulífsins almennt, en ekki sé gengið út frá hagsmunum einnar greinar eingöngu. ÍSLENSK VERSLUN ATAKINU íslensk verslun var hleypt af stokkunum í gær en að því standa ýmsir hagsmunaaðilar í verslun með stuðningi fjármála- og viðskiptaráðuneytisins. Markmið átaks- ins er að minna á mikilvægi íslenskrar verslunar nú þegar sá árstími fer í hönd þegar „verslunarferðir" til annarra ríkja hefjast. Það er orðinn árviss atburður að ferðaskrifstofur auglýsa hagstæðar borgarferðir á haustin. Áætlað er að tuttugu þús- und íslendingar fari í slíkar ferðir árlega og í nýiegri neyslu- könnun Gallup kom fram að fjöldi þeirra Islendinga er fór í slíkar ferðir jókst nokkuð á milli áranna 1994 og 1995. Aðstandendur átaksins segja verslun íslendinga erlendis skapa tvö þúsund störf í erlendum verslunum á meðan átta hundruð félagar verslunarmanna gangi atvinnulausir. Öflug verslun er einn mikilvægasti hornsteinn íslensks efna- hagslífs og kaupmenn hafa á síðustu árum tekið stór og mikil- væg skref í þá átt að mæta erlendri samkeppni. Vöruúrval eykst stöðugt og með hagstæðari innkaupum og hagræðingu hefur tekist að færa verðlag nær því sem gengur og gerist erlendis. Margar vörur, til dæmis vandaður fatnaður, er óft ódýrari á íslandi en í erlendum stórborgum. Þegar verulegur verðmunur er á varningi er ástæðan oftar en ekki sú að opinber- ar álögur í formi tolla og virðisaukaskatts eru hærri hér á landi en annars staðar. Það er álitamál fyrir ríkið hvort ekki sé skyn- samlegra að lækka álögur á þessa vöruflokka og færa verslun- ina og þar með skatttekjur af henni inn í landið. Auðvitað munu íslendingar ávallt versla mikið erlendis. Eðli málsins samkvæmt verður framboð á varningi aldrei það sama í okkar fámenna landi og í milljónaborgum. Innkaup eru líka og verða mikilvægur þáttur ferðalaga, ekki aðeins í hugum íslendinga heldur flestra annarra þjóða. Á móti kemur að við njótum góðs af stöðugt aukinni verslun erlendra ferðamanna sem hingað koma. Það er hins vegar hollt að minna á mikilvægi innlendrar verslunar og þau verðmæti og atvinnu sem hún skapar. Það er líka rétt aðferð hjá kaupmönnum að reyna ekki að torvelda almenningi að fara í „verslunarferðir" erlendis með kröfum um ýmiss konar takmarkanir og hert tollaeftirlit. Það er mun lík- legra til árangurs að draga fram kosti þess að versla á íslandi og veita íslenskum neytendum stöðugt betri vöru á hagstæðara verði. Á miðvikudaginn hófst í Borgarleikhúsinu í Reykjavík þing nor- rænna hjarfcaskurð- lækna og hjarta- og lungnavélafræðinga, en því lýkur í dag. Margir kunnir fyrirles- arar víða að úr heimin- um sitja þingið og ræða ýmsar nýjungar. Auðunn Arnórsson kynnti sér nokkrar þeirra sem hæst bar í umræðunni. Ljósmynd/Hörður Alfreðsson STEPHEN Westaby, hjartaskurðlæknir í Oxford, tók sér frí frá mjög annasamri vinnu sinni og ferðaðist með eiginkonunni Sarah og syninum Mark í viku um Island áður en þingið hófst, þar sem hann hélt fyrirlestra um nýjungar í hjartaskurðlækningum. ARLEGU þingi norrænna hjartaskurðlækna og hjarta- og lungnavéla- fræðinga (perfusionists) lýkur í Borgarleikhúsinu í Reykja- vík í dag. Þetta er í þriðja sinn sem slík ráðstefna er haldin á íslandi en fertugasta og fimmta sinn frá upphafi. Þykir þingið mjög vel sótt að þessu sinni. Auk hinna íslenzku þátttakenda, sem eru um 100 tals- ins, sækja þingið 380 erlendir sér- fræðingar í hjartaskurðlækningum og hjarta- og lungnavélafræði. Fjöldi nafnkunnra fyririesara sækir þingið, en þátttakendur eru frá samtals tuttugu iöndum utan ís- lands. Skipuleggjendur næstu ráð- stefnu, sem fram fer í Þrándheimi í Noregi að ári, mættu hafa sig alla við til að ná sambærilegum árangri. Hörður Alfreðsson, hjartaskurð- læknir á Landspítalanum, er forseti þingsins fyrir hönd félags norrænna hjartaskurðlækna (SATS), en sam- hliða skurðlæknum þinga einnig norrænir sérfræðingar sem starfa við hjarta- og lungnavélar og skylda tækni (erlent starfsheiti þeirra er perfusionists, félag þeirra heitir SCANSECT). Forseti þingsins fyrir hönd SCANSECT er Viktor Magn- ússon. Félögin tvö, SATS og SCANSECT, þinguðu í fyrsta sinn saman hér á landi árið 1990. Á þingstaðnum í Borgarleikhúsinu er samhliða þinginu boðið upp á sýn- ingu á nýjustu tækni og búnaði til hjartaskurðiækninga. Þar getur að líta margvísleg tæki, sem þessi hátækniiðnaður hefur á boðstólum og vill kynna fyrir hinum alþjóðlegu sérfræðingum. Hörður og Viktor segja þing- gesti á vegum beggja félaganna frá löndum utan Norðurlanda vera óvenju marga að þessu sinni. Þeirra á meðai eru mjög þekktir menn. Christian Olin, framkvæmda- stjóri SATS, segir að aldrei fyrr hafi jafn margir eftirsóttir fyrirles- arar þekkzt boð á þing SATS. Eink- um telur hann Örn Arnar, íslenzkan lækni sem starfar í Minneapolis, eiga þökk skilið fyrir að hafa feng- ið góða fyrirlesara frá Bandaríkjun- um til að sækja þingið, til dæmis Noel Mills prófessor í hjartaskurð- lækningum í New Orleans, sem talaði um nýjungar í kransæðaað- gerðum. Á því sviði er mesta nýj- ungin fólgin í frekari þróun svokall- aðra minimal /nvas/ve-skurða, sem eru framkvæmdir með aðstoð sjón- varpstækni. Þessi tækni býður upp á nákvæmari vinnubrögð við upp- skurði, sem leggja þannig minna á sjúklinginn sem þarf minni tíma til að ná sér eftir aðgerð. Olin segir skipulag ráðstefnunnar einnig vera til fyrirmyndar og hinum íslenzku aðstandendum hennar til mikils sóma. Næsta þing fer fram í Þránd- heimi í Noregi að ári. Nýjungar sem vekj*a vonir Markverðasta uppfinningin Stephen Westaby, hjartaskurð- læknir við John Radcliffe-háskóla- sjúkrahúsið í Oxford, er annar hinna eftirsóttu fyrirlesara. Hann hélt fimm erindi á þinginu um nýj- ungar á sviði hjartaskurðlækninga. Sú nýjung sem tvímælalaust má kalla þá markverðustu er uppfinn- ing sem hlotið hefur heitið „JAR- VIK 2000 Oxford-kerfið“. Morgunblaðið fékk Westaby til að skýra frá því í hveiju hin nýja uppfinning felst. „Við höfum verið að rannsaka möguleika á því að hjálpa fólki með veik hjörtu til að ná heilsu án þess að gangast undir hjartaskipti. Hjörtu til ígræðslu eru af mjög skornum skammti og líffæraflutn- ingar hafa ýmis óleyst vandamál í för með sér, sem við höfum sem sagt verið að leita leiða til að kom- ast hjá. Einkum er vand- Westaby segir að sú leið hafi nú verið gefín upp á bátinn, að gera gerfihjarta sem kæmi í stað hjart- ans í heild. Þess í stað þykir raun- hæft að búa til tæki sem kemur ekki í staðinn fyrir hjarta sjúklings- ins í heild heldur er komið fyrir í því og yfirtekur hlutverk hluta þess. Jarvik 2000 Oxford kerfið er slíkt tæki; það er í grundvallaratriðum tilbúin dæla sem getur yfirtekið hlutverk vinstra slegils hjartans. Að sögn Westabys ætti ígræðsla þess ekki að verða flóknari en ígræðsla hefðbundins gangráðs. „Tækið er á stærð við þumal fullorðins manns og kemst þannig auðveldlega fyrir í fullvöxnu hjarta,“ segir Westaby. Ætlunin er að framleiða minni gerðir fyrir böm. „Um þessar mundir er verið að prófa tækið og brátt mun því verða ljóst hvort hægt verði að markaðs- setja það til ígræðslu í inn stór þegar um börn Eftirsóttir fyr- hjartveikt fólk hvar sem er að ræða. irlesarar aldr- er 1 heiminum. Ef allt Vandamálið er þetta: - fjejri Sengur að óskum munu Aðeins lítill hluti þeirra sem þess óska eiga þess kost að fá nýtt hjarta; ungir full- orðnir einstaklingar ganga fyrir í biðröðinni um þau fáu hjörtu sem gefast tii ígræðslu.“ Hörður bætti við, að ekki væri nóg með að hjörtu til hjartaflutn- inga væru af skornum skammti, heldur væri það jafnframt takmark- ið að minnka framboðið af slíkum. Hjörtu til hjartaflutninga eru eins og kunnugt er í flestum tilfellum fengin úr ungu fólki sem deyr í slysum, en það er mörgum fleiri en læknum akkur í því að fækka þeim. Tilbúin dæla læknar hvar sem er, til dæmis hér i Reykjavík, geta gripið tækið „úr hillunni" þeg- ar á þarf að halda og grætt í sjúkl- ing sem annars þyrfti á hjartaskipt- um að halda." Á undanförnum árum hafa fjórir til fimm ísiendingar á ári gengizt undir hjartaskiptaaðgerð á erlend- um sjúkrahúsum. Ef nýja tækið reynist vel og kemst í fulla fram- leiðslu (sem myndi gera verðið við- ráðanlegt - þau tilraunaeintök sem verið er að prófa kosta meira en 6 milljónir króna stykkið) verður hægt að annast marga hjartasjúk- linga hér á landi, sem annars þyrftu að fá nýtt hjarta. Westaby hefur í samstarfí við Robert K. Jarvik frá New York þróað „Jarvik 2000 Oxford kerfið“, sem hann telur að eigi að geta komið í stað hjartaflutnings í mjög mörgum tilvikum. Jarvik öðlaðist heimsfrægð fyrir að hafa búið til gerfihjarta og grætt það í sjúkling. Hvíld styrkir hjartað Rannsóknir á fólki á öllum aldri sem þjáist af hjartabilun hafa sýnt, að fái hjartað hvíld, nær það að styrkjast og sjúklingnum líður bet- ur. Fyrir áratugum var það í sumum tilvikum eina meðferðin sem hægt var að bjóða fólki sem þjáðist af MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 2 7 HJARTASKURÐLÆKIMINGAR hjartabilun að láta það hvílast vik- um saman, þannig að hjartað næði að hvílast og styrkjast. Það þýddi hins vegar að sjúklingurinn þurfti að liggja athafnalaus vikum saman. Með nýja tækið á sínum stað í vinstra slegli yrði í vissum tilvikum hægt að hvíla hjartað jafnvel á meðan sjúkiingurinn stundaði vinnu eða væri virkur á annan hátt. Einn- ig er vel hugsanlegt að til dæmis ungir sjúklingar, sem fá sýkingu í hjartað, geti gengið tímabundið með hjálpartækið í hjartanu. „Þetta er hinn byltingarkenndi kostur sem ávinnst með tilkomu nýja tækisins,“ segir Westaby. Að endingu má nefna, að enn er verið að vinna að rannsóknum á öðrum hugsanlegum framtíðar- lækningarkosti fyrir fólk með hjartabilun. Hann er sá að takast megi að rækta dýr - helzt er horft til svína í þessu sambandi - á sér- stakan hátt með aðstoð þeirra möguleika sem erfðaefnistækni nú- tímans býður upp á (gene-manip- ulation) til þess að nota megi líf- færi úr þeim til ígræðslu í menn, án þess að líkaminn hafni því. Þessi kostur er þó enn sem komið er langt frá því að vera orðinn raunhæfur, auk þess sem hann er af siðferðileg- um ástæðum mjög umdeildur. Nýjar aðferðir til endurlífgfunar fómar- lamba ofkælingar Stephen Westaby: „JARVIK 2000 Oxford kerfið á að geta komið í stað hjartaflutnings í mörgum tilvikum.“ Jan L. Svennevik: „Með því að nota hjarta- og lungnavél- ar við endurlífgun ofkældra má bjarga mörgum." AUK fregna af tilraunum með ný gervihjörtu vakti kynning á nýjum aðferð- um til endurlífgunar fólks sem hefur ofkælzt mikla at- hygli á þingi SATS og SCANSECT. Norðmennirnir Johan Pillgram- Larsen og Jan L. Svennevig, hjarta- skurðlæknar frá Ósló, héldu erindi um meðferð fólks sem hefur orðið fyrir ofkælingu (hypothermia). Svennevig kynnti notkun hjarta- og lungnavéla til endurlífgunar, sem komin er ailgóð reynsla á í Noregi. Hjarta- og lungnavélar eru þar notaðar, þegar endurlífga þarf menn sem hafa kælzt svo, að lík- amshitastigið er komið niður fyrir 30 gráður. íslenzkir vísindamenn hafa einn- ig lagt sinn skerf til rannsókna á þessu sviði, sem af augljósum ástæðum er mikill áhugi fyrir á norðurslóðum. Ofkæling banar mörgum Á Norðurlöndum deyja á ári hveiju um það bil 4 af hverri millj- ón íbúa úr ofkælingu. Ef tekið er tillit tii mannfjölda á Norðurlöndum eru það því um 100 manns sem látast árlega úr ofkælingu. Að sögn Svennevigs er rétt tala þó miklu hærri, þar sem fjöldi þeirra sem sagðir eru hafa drukknað deyja í raun úr ofkælingu. Athyglisvert er, að ekki eru allir ofkælingarsjúklingar fórnarlömb snjóflóða eða annarra slysa úti við að vetri til eða ofkælingar í sjó. í borgum og bæjum hendir það alloft á vetrum, að t.d. gamalt fólk og drykkju- og eiturlyfjasjúklingar sofna utan- eða innandyra þar sem er nógu kalt til að ofkæling hljótist af. Hætta á lyartastoppi mikil við ofkælingu Þegar líkaminn kælist niður fyrir 30 gráður eykst til muna hættan á hjartsláttartruflunum, allt að hjartastoppi og flestir sjúklingar missa meðvitund. Það getur reynzt erfitt að mæla púls og merkja and- ardrátt manns í þessu ástandi. „Vandinn við að endurlífga fólk sem hefur kælzt svona mikið er að hættan á hjartastoppi er mikil,“ segir Svennevig. Morgunblaðið/Golli JAN L. Svennevig, hjartaskurðlæknir í Ósló, stendur hér við stjórn- völ hjarta- og lungnavélar, sem auðvelt er að flytja til að sinna neyðartilvikum nálægt slysstöðum á slóðum langt frá fullbúnum sjúkrahúsum. Svennevig hefur bjargað mörgum fórnarlömbum ofkælingar frá bráðum bana með því að beita slíku tæki til að ná upp líkamshita þeirra. Vélin er á sýningu nýjustu tækni og búnað- ar til hjartaskurðlækninga sem fylgir þingi norrænna hjartaskurð- lækna og hjarta- og lungnavélafræðinga í Borgarleikhúsinu. Af ofangreindum ástæðum er mikilvægt að sjúklingurinn fái rétta meðhöndlun áður en hann er fluttur á sjúkrahús. Með réttri meðhöndlun er hægt að auka iíkurnar á því hvort hægt sé að bjarga sjúklingn- um til muna . Að sögn Svennevigs felst rétt meðhöndlun fyrst • og fremst í eftirfarandi sex atriðum. í fyrsta lagi ber að færa sjúkling- inn úr votum fötum. í öðru lagi ber að vernda hann gegn frekara hita- tapi og vindkælingu - ályfirbreiðsl- ur þær sem almennt eru nú í björg- unarbátum til dæmis þjóna þessu hlutverki. í þriðja lagi ber að halda sjúklingnum í láréttri stöðu, í fjórða lagi að varast mikla hreyfingu og fát með og í kring um sjúklinginn; slíkt eykur hættuna á hjartastoppi. í fimmta og sjötta lagi að fylgjast grannt með líkamshita og púlsslætti. Ef púls og andardrátt- ur mælist ekki, er mælt með að reyna endurlífgun með munn-við-munn- aðferðinni og hjartahnoði. Svenne- vig leggur áherzlu á, að ekki má gefa út dánarvottorð fyrir neinn sem ekki hefur verið reynt að end- urlifga með því að ná upp líkams- hita. Svennevig segir að almennt séu sérfræðingar á þinginu sammála um að beita beri hjarta- og lungna- vél til endurlífgunartilrauna þegar líkamshiti sjúklings er kominn niður fyrir 27 gráður; hættan á hjarta- stoppi í slíkum tilvikum er mikil. „Áðalkosturinn við að nota hjarta- og lungnavél frekar en að beita hefðbundnum aðferðum til að ná upp líkamshita sjúklinga sem hafa ofkælzt er sá, að hægt er að stjórna upphitunarhraðanum án þess að hætta sé á að sjúklingurinn verði fyrir hjartastoppi," segir Svennevig. Hann segir að með þess- ari tækni taki það um eina til eina og hálfa klukkustund að ná líkams- hita manns úr 27 í 37 gráður. í framsögu sinni á þinginu sagði Svennevig frá því, að í Osló hefði tekizt að endurlífga 12 manns af 17 sem kælzt höfðu niður fyrir 30 gráður. í einu þessara tilvika var um að ræða mann sem kælzt hafði niður í 17 gráður, en náði samt fullri heilsu. Fiytjanlegar hjarta- og lungnavélar bjarga Nýjustu hjarta- og lungnavél- arnar eru nú orðnar svo fullkomn- ar, að hægt er að tengja sjúkling við eina slíka án skurðaðgerðar. Tengi- slöngur vélarinnar eru færðar inn í blóðrás sjúkl- ingsins í gegn um lítið gat sem gert er á líkamann næst slag- æð. Þessi nýi búnaður er jafnframt orðinn það meðfærilegur, að í neyð- artilvikum er hægt að flytja hann, með bíl eða þyrlu, þangað sem sjúklingurinn er. Til dæmis þegar um er að ræða einstakling sem lent hefur í snjóflóði eða hefur verið bjargað frá drukknun er hægt að tengja hann við þessa færanlegu hjarta- og lungnavél á litlu héraðssjúkrahúsi sem næst liggur, og halda honum tengdum við vélina á meðan á flutningi stendur á stærra sjúkrahús þar sem aðstæður til meðhöndlunar ofkæl- ingarsjúklinga eru betri. Tókstað end- urlífga mann úr17°C Morgunblaðið/Golli FORSETAR þingins, Hörður Alfreðssonfyrir hönd SATS, félags norrænna hjartaskurðlækna (t.h.) og Viktor Magnússon, fyrir hönd SCANSECT, félags norrænna hjarta- og lungnavélafræðinga (per- fusionista) fyrirframan fullkomnustu gerð af hjarta- og lungnavél. Boðberar nýjunga JARVIK 2000 Oxford kerfið rafmagns- leiðsla i satur knunmgs blöð snuður _ rafmótors JARVIK 2000 Oxford kerfið, sem Stephen Westaby tekur nú þátt í að prófa, byggist á tækinu sem hér sést í þver- skurði. Það er dæla, sem kom- ið er fyrir í vinstra slegli hjart- ans og dælir blóði í gegn um sig. Það er á stærð við þumal fullorðins manns, eða 1,8 sm í þvermál, 5 sm að lengd og vegur 45 grömm. Hugsanlegt er að búa til barnastærðarút- gáfu af búnaðinum sem nýtast myndi t.d. börnum með hjarta- galla. Ytra byrði tækisins er úr títaníumi og fleiri dýr efni eru notuð við smíði þess. Tilrauna- útgáfur þess eru því mjög dýrar, en ef það reynist vel og kemst í framleiðslu mun verðið verða viðráðanlegt, að sögn Westabys. Dælan hefur í prófunum afkastað tveggja til sjö lítra flæði á mínútu. Raf- magn fær hún úr rafhlöðu, sem hægt er að hafa utan á líkamanum. Enn sem komið er hefur tækið aðeins verið prófað í sauðkindum og nautgripum, en áreiðanleiki búnaðarins þykir nú vera kominn á það stig að næsta skref er að prófa hann í manni. Ef allt gengur að óskum verður hægt að láta búnað sem þennan koma í stað hjartaskipta. Að sögn Westa- bys ætti ígræðsla búnaðarins ekki að reynast flóknari en ígræðsla hefðbundins gang- ráðs. • Heimild: The Journnl of Thoracic and Cardiovascular Surgery.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.