Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sólveig Bald- vinsdóttir fædd- ist að Hrauntúni í Biskupstungum 23. júlí 1913. Hún lést 9. ágfúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Þóra Kjartansdóttir og Baldvin Jónasson sem bjuggu þar, og síðan í Vatnsholti . og í Súluholtshjá- leigu í Arnessýslu. Þóra og Baldvin eignuðust 6 börn: Kjartan, bifreiðar- stjóri í Reykjavík, sem giftur var Guðbjörgu Þorsteinsdóttur, þau skildu, síðari kona hans var Þuríður Björnsdóttir, þau eru öll látin. Sigurbjörg, ljósmóðir, gift Grími Guðmundssyni, mál- arameistara, þau eru bæði lát- in, Jóhann, bifreiðarstjóri í Keflavík, giftur Guðríði Eiríks- dóttur, Guðríður lifir mann sinn. Málfríður, húsfrú, gift Njáli Benediktssyni, fram- kvæmdastjóra, og Einar, versl- unarmaður, giftur Þorbjörgu Hún elsku amma okkar er dáin. Konan sem var við hestaheilsu. Hún var að slá garðinn sinn með orfí og ljá er kallið kom. Ekkert er eins dæmigert fyrir hana ömmu. Amma var alin upp í Villinga- holtshreppi á bæjunum Vatnsholti og síðar Súluholtshjáleigu, ásamt fimm systkinum sínum. Foreldrar ömmu voru bláfátækt bændafólk, en rík í fátækt sinni. Þau ólu börn- ifl sín upp í gömlum dyggðum. Amma var í foreldrahúsum fram undir tvítugsaldur er hún fór í kaupavinnu fyrir austan og vann síðar ýmis störf í Reykjavík. Amma giftist afa okkar árið 1941 og áttu þau þá heima í Hafnarfirði en áður höfðu þau búið saman í Keflavík þar sem afi hafði verið lögreglu- þjónn. Móður okkar eignuðust þau svo árið 1942.1 Hafnarfirði starfaði afí sem lögregluþjónn og síðar yfir- lögregluþjónn þar til hann lét af störfum um áttrætt. Amma var heimavinnandi húsmóðir alla tíð en þau áttu ávallt marga hesta sem hún hirti um að mestu leyti. Afí og amma byijuðu sinn búskap með tvær hendur tómar og urðu að 'leggja hart að sér til að koma þaki yfír höfuðið. Þau byggðu meðal annars þijú hús í Hafnarfirði í frí- stundum sínum, enda afi mikill smiður og hagleiksmaður og fylgdi amma honum alveg eftir í öllum störfum við þessar húsbyggingar. Amma okkar var einstaklega hestglögg manneskja. Hafði hún einu sinni séð hest þá þekkti hún hann alltaf aftur og svo glögg var hún að kæmi hún í ókunnugt hest- hús gat hún sagt af hvaða stofni hestar væru þó svo að hún hefði aldrei litið þá augum. Gæfi maður henni lýsingu á hesti þekkti hún hann þegar hún sá hann. Iðulega var hún kölluð til þegar menn þekktu ekki hesta sína á stórmótum og þar brást hún aldrei. Þegar amma var yngri keppti húií oft á hestum, bæði sínum og annarra. Amma var snjall tamningamaður og átti hún marga góða gæðinga. Hesta- mennskan var hennar líf og yndi. Hún var einn af stofnendum hesta- mannafélagsins Sörla í Hafnarfirði og var síðar gerð að heiðursfélaga í því félagi. Amma var greind og glögg kona. Hún var stálminnug og ættfróð. Hún var mjög fróðleiksfús, sílesandi og fylgdist vel með. Þegar afi lét af störfum bjó hann við góða heilsu í nokkur ár, en fimm síðustu ár ævi sinnar átti hann við mikla vanheilsu að stríða. Á þeim tíma annaðist amma hann af mik- illi natni og dugnaði. Afi vildi aldrei fara á spítala og á hann ömmu það að þakka að hann var ekki nema einn dag á sjúkrahúsi áður en hann Valdimarsdóttur, Þorbjörg lifir mann sinn. Sólveig giftist 1941 Kristni Há- konarsyni, fyrrver- andi yfirlögreglu- þjóni í Hafnarfirði, sem lést 25. apríl 1986. Þau eignuð- ust eina dóttur, Ernu Sigurþóru, fulltrúa hjá sýslu- manninum í Hafn- arfirði, sem gift er Guðmundi L. Jó- hannessyni, héraðs- dómara í Hafnarfirði. Dætur þeirra eru þrjár, Sólveig Jó- hanna, sýslufulltrúi á ísafirði, f. 1. okt. 1967, Kristín Þórunn, laganemi, f. 5. okt. 1973, og Valdís Björk, nemi í hjúkrunar- fræðum, f. 23. maí 1975. Unn- usti hennar er Guðlaugur Jó- hann Jóhannsson, nemi í tann- lækningum, f. 22. maí 1975. Útför Sólveigar verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnar- firði í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. andaðist. Þetta gerði hún þó hann hafí verið undir það síðasta orðinn mjög mikill sjúklingur. í minningunni eru ljölskylda afa og ömmu og okkar fjölskylda sem ein órofa heild. Við systurnar áttum okkur athvarf á báðum stöðum, enda má segja að samheldni þessara fjöiskyldna hafi verið mikil. Þessar fjölskyldur gengu saman að öllum verkum. Mikil samvera var hvort heldur var í amstri dagsins eða á hátíðarstundum. Alveg frá því við vorum litlar stúlkur hefur hún annast okkur, komið okkur í skólann, gefið okkur að borða, sótt okkur í skólann. Allt- af var athvarf hjá ömmu á Arnar- hrauninu. Það var svo stutt að fara til ömmu úr skólanum og fórum við systurnar yfirleitt í hveiju há- degi í mat til hennar og hafði hún þá alltaf til eitthvað sem okkur þótti svo gott og kom oftar en ekki fyrir að okkur fylgdu nokkrar skólasystur sem einnig fengu að borða. í þá daga var það ævintýri líkast að fá að útrétta með ömmu, fara í markaðinn, ná í hestabrauð í bakaríið o.s.frv. Og svo maður tali nú ekki um að fara með ömmu f Dalipn þar sem hún hafði hestana sína. í dalnum fékk maður að hjálpa til við verkin, moka, bera vatn, bijóta brauð og bera sag undir. Allt varð þetta að gerast eftir kúnstarinnar reglum. Hjá ömmu lærði maður að umgangast hestinn af væntumþykju og virðingu, alltaf var hugsað fyrir því að skepnurnar hefðu það sem best og þær vanhag- aði ekki um nokkurn skapaðan hlut. Eitt af því sem okkur var uppálagj; var að tala við hestana eins og hún ávallt gerði, nema hvað hestarnir svöruðu henni með kumri og þegar hún kom til þeirra í stíuna eða í hagann var oft kumrað á móti henni. Það hvernig hún sá um hest- ana sína lýsir sér sjálfsagt best í hegðun þeirra sjálfra. Þegar hún kom á bílnum sínum í dalinn eða beitilandið, hafði hún ekki einu sinni stöðvað bílinn þegar allir hest- arnir litu upp og fylgdust með og ef stoppað var alveg var tekið á rás í átt að bílnum. Og þegar gegnt var í húsunum og þeir áttu að koma inn þurfti ekki annað en að kalla, þá komu þeir hlaupandi og ef þeim leiddist biðin komu þeir og bönkuðu á dyrnar. Þvílíkt traust á milli manns og hests sem var á milli ömmu og hestanna hennar er sjald- séð. Amma var ein af þessum konum sem ekki féll verk úr hendi. Iðulega hitti maður hana fyrir í vinnugal- lanum skítuga upp fyrir haus, því hún hafði verið að gegna í hesthús- inu, girða, slá garðinn sinn, laga til í geymslunni, moka skurð, mála húsið sitt, verka reiðtygin eða hvaða verk sem var. Alltaf var nóg að gera, hún hafði engan tíma til að stoppa, hún varð að halda áfram að vinna. En ef okkur vanhagaði um eitthvað var hún um leið boðin og búin, verkið sem hún var í lagt til hliðar, og hún mætt á staðinn til að geta verið okkur innan hand- ar, og allt stóð sem stafur á bók. Hún var oftast í vinnugallanum, laus við allt pjatt og pjátur og sagð- ist alveg geta farið í búðina eins og vinnandi maður, hún þyrfti nú ekki að vera að skipta um föt. En þegar stóru tilefnin komu var sem hún skipti um ham. Þegar hún fór til veislu var hún manna glæsileg- ust, gullfalleg og fallega búin, hreinlega eins og drottning, það geislaði af henni. Einu sinni á ári frá því afi dó fór hún á systrakvöld hjá frímúrarareglunni. Þetta var skemmtun sem hún hlakkaði alltaf mikið til að fara á. Hún fór ávallt í sínu fínasta pússi og dansaði nær allt ballið, þó hún væri orðin 82 ára gömul, og kom svo heim á eft- ir geislandi af hamingju. Elsku amma, við kveðjum þig með söknuði og þökkum þér allt sem þú hefur gefið okkur. Þær þakkir sem við berum í bijósti koma svo vel fram í þessu ljóði, sem afí orti til þín: Þú hefur verið mér ljós á leiðum, leitt mig og stutt og varið mig hrösun. Þú ert lífsstjama mín á himni heiðum og hamingjugjafí að ystu snösum. Þú ert óskfylling minna virtustu vona, vorboðans ólgandi lífsmagnsins þrá. Þú ert leiftrandi, ástrík og elskuð kona með ógleymis hugstæða litríka brá. (Kristinn Hákonarson.) Sólveig, Kristín og Valdís. Núna situr amma á Bleik sínum með litlu jörpu hryssuna sína, sem hún unni svo mikið, í taumi og horf- ir yfír fagran dal. Hún horfir fram á við stolt og reist eins og ávallt og hún amma mína getur svo sann- arlega verið stolt því að eftir að hafa litið um farinn veg sér hún allt það fólk sem hún hefur mótað á leið sinni . Allir þeir sem þekktu hana og unnu hennir hafa fengið stóra gjöf, hún var alltaf að miðla og leiðbeina þeim sem hún elskaði. Amma var kona útiveru og athafna, sat aldrei auðum höndum. Ef verk þurfti að vinna var hún komin til hjálpar. Þegar ég var lítil þá sagði amma alltaf ef hún vildi leiða mig,„Hvar er spaðinn minn? Réttu mér spaðann minn“ og við leidd- umst yfir dalinn okkar. Ég hlakka til þegar hún biður mig aftur um spaðann minn því þá hitti ég hana aftur og hún getur kennt mér að búa til kæfuna, flatkökurnar og rifs- beijasultuna sem hún bjó alltaf til best af öllum. Ég sakna þín mikið og sárt og ég er þegar byijuð að sakna þess að fara ekki í kirkju með þér um næstu jól og syngja með þér Heims um ból, jafnframt hlakka ég til þeg- ar við eigum aftur saman jól. Elsku amma, takk fyrir mig og guð blessi þig því þú ert besta amman í heimin- um. Þín Valdís. Elsku Sólveig mín dáin. Fljótt og snöggt eins og annað sem hún tók sér fyrir hendur. Ég kynntist henni fyrir tólf árum og fannst mér þá aðdáunarverður dugnaðurinn og krafturinn í svo fullorðinni konu. Ekki hafði ég þekkt konu sem stóð í girðingavinnu eða smíðum og fórst það vel úr hendi eins og allt annað sem hún snéri sér að. Ég var svo heppin að fá hesthús- pláss hjá henni tvo fyrstu vetur mína í Hafnarfirði. Þar áttum við okkar góðu stundir og margt spjall- að og skroppið á bak. Hestarnir voru hennar bestu vinir og er ég viss um að hestar drottningar hafa ekki haft það betra. Já, mikið var ég heppin að eiga hana Sólveigu að vin. Og ekki síður börnin mín sem kölluðu hana aldrei annað en Sólveigu ömmu. Hún vafði þau örmum og gaf þeim endalausa ást og umhyggju. Aldrei sagt styggðaryrði. Bara hvað þau væru góð og yndisleg kríli. AUtaf leyft að koma með í Dalinn, Iyft á bak og teymt, alltaf nógur tími fyrir þau. Og svo var mér sagt hvað þau hefðu verið góð og dugleg og hjálp- að henni mikið! Og ekki gleymdist að stinga einhveiju góðgæti í litlu munnana og andlitin ljómuðu yfir öllu saman. „Hún Sólveig amma var svo góð“ sagði Elín mín, sem sakn- ar hennar mikið. En hún á ekkert nema fallegar og góðar minningar um „ömmu“ sem kenndi henni svo margt og við munum minnast með miklu þakklæti. Margar kæfudósir höfum við þeg- ið af heimsins bestu kæfu og oft fylgdu dósir til systra minna. Þakka þér, Sólveig mín, alla þína tryggð og vináttu við mig og mína. Vinina mína í næsta húsi bið ég guð að geyma og styrkja. Iða Brá. Manstu, Sólveig amma, hvað það var alltaf gaman hjá okkur í Daln- um? Hvað Bleikur var góður við mig og rak snoppuna í mig þegar ég var að stijúka honum og klappa. Mér þótti svo vænt um hann. Hann hefur örugglega verið feginn að hitta þig. Eg var nú soldið hrædd við Gnýssa, hann var svo frekur og ýtti mér bara í burtu ef ég stóð fyrir honum, en hann er góður. Og manstu „amma“ þegar Siddý og Guðmundur komu og ætluðu að hjálpa okkur og þau kunnu og vissu ekki neitt og við urðum að segja þeim allt. Þú kenndir mér líka marg- ar vísur og mamma getur ekki einu sinni lært þær, en ég ætla að muna þær. Svo fékk ég að sofa hjá þér og þá var nú gaman. Við fórum í búðina og ég valdi í matinn og allt- af var nóg nammi uppi í skáp. Við fórum í bíltúr upp að Sörlastöðum og til Siddýar. Manstu hvað var gaman þegar þú fórst á jólaballið með okkur. Og þegar Siddý hélt upp á afmælið þitt 23. júlí og þú áttir ekkert að vita. Svo komu gestirnir og þú fórst til dyra og sagðir: „Sæll vinur minn, á hvaða ferðalagi ert þú?“ og Siddý stóð hlæjandi bak við hurð. Hún er alltaf svo mikið að grínast hún Siddý. Og „amma“, ef það eru tölvur þarna uppi þá læt- urðu mig vita netfangið svo við getum talað saman. Bless „amma mín“. Þín Elín. Við viljum í fáum orðum minnast Sólveigar Baldvinsdóttur, sem lést mjög óvænt 9. ágúst sl. Hún var frekar heilsugóð og létt í lund, þrátt fyrir 83ja ára aldur, allt til loka. Kynni okkar voru mest síðustu 15-20 árin í gegn um hesta- mennsku þeirra hjóna og okkar, en maður hennar var Kristinn Hákon- arson, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Við höfum þó þekkst allmiklu lengur. Það var gott að ferðast með Sól- veigu á hestum um heiðar og Ijöll. Hún var dugleg, áræðin, úrræðagóð og síhvetjandi, ef þess þurfti með. Eitt sinn er samferðafólkið efaðist eitthvað um leiðina framundan, sem virtist hálfgerð ófæra, brött og klettótt, varð Sólveigu að orði: „Drengir mínir (þó konur væru einn- ig með), fyrr á öldinni riðu konur hér um í söðli, meira að segja ófrísk- ar og þótti ekki mikið til koma. Við höldum áfram." Gaman var að heimsækja Sól- veigu. Gestrisni var með ólíkindum, veisluborð hlaðin og mikið spjallað. Hestar og umgengni við þá var hennar líf og yndi. Hún var ótrúlega minnug á atburði úr hestamennsk- unni, um ættir hesta og sagði skemmtilega frá. Nú er komið að kveðjustund. Er þú heldur á æðri svið, Sólveig, gleðj- umst við yfir að hafa kynnst þér og þökkum fyrir samfylgdina. Frá þeirri samfylgd eigum við dýrmætar minningar. Siddí, Guðmundur og dætur. Ykkar missir er mikill. Við vitum SÓLVEIG BALD VINSDÓTTIR að guð mun styrkja ykkur og styðja og létta ykkur sorgina. Matthildur og Hákon, Bjarni, Hörður og Sigurður. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveija vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Elskuleg frænka mín Sólveig Baldvinsdóttir, hefur nú gengið lífs- ins veg. Minningarnar eru margar um stórbrotna konu, sem með nær- veru sinni gaf öllum svo mikið. Hún Sólveig systir hans pabba var alveg einstök manneskja. Nú þegar hún er fallin frá rifjast upp margar ánægjulegar samverustund- ir sem ég átti með fjölskyldunni í Firðinum. Sólveig og pabbi voru einstaklega samrýnd systkini. í veikindum pabba munaði Sólveigu lítið um að skella sér upp í bílinn, koma við í Kópavoginum sækja bróður sinn og fara með honum á spítalann í rann- sóknir. Hún reyndist honum styrk stoð í langvarandi veikindum og ómetanleg hjálparhella. Ekki síður eftir lát föður míns reyndist Sólveig móður minni eins og besta systir. Sólveig, Kristinn og Siddý tóku alltaf svo vel á móti litla frænda þegar við sóttum þau heim. Ég var tíður gestur á heimili þeirra. Þar ríkti ávallt gleði og kærleikur og ekki síst var gaman fyrir lítinn snáða að fá að heimsækja frænku sem átti svo marga hesta og njóta hennar tilsagnar. Ég fékk ósjaldan að njóta sam- verustunda með henni þegar hún sinnti hestunum og var það ævin- týri líkast. Sólveig var svo kraftmik- il og glaðvær. Þessi smágerða og grannvaxna kona gekk til allra verka eins og forkur. Hún var mik- il fjölskyldumanneskja; hún byggði hús, tamdi hesta, stóð í heyskap. Sólveig miðlaði litla frænda gjarnan af sínum viskubrunni og kenndi mér að lifa lífinu lifandi og með bros á vör. Ég man alltaf eftir því þegar ég kom til hennar sem lítill krakki þá var fyrsta spurningin: Hversu marga hesta áttu frænka? Má ég fara á hestbak? Þá var hún tilbúin að fara í hesthúsið og sýna litla frænda hestana og jafnframt kenna honum nöfnin á öllum tækjum sem tengjast hestum og hestamennsku. Ég var ekki hár í loftinu og fór því ekki í langa útreiðartúra en frænka teymdi undir mér á „Hrannari" í girðingunni fyrir neðan húsið. Fyrir mér var þetta eins og langur reiðtúr og gleðin entist til næstu heimsókn- ar til frænku. Þegar ég fór að eldast og fór að geta rétt smá hjálparhönd í heyskap var oft unnið langt fram eftir í þurr- katíð. Einu sinni minntist ég þess að ég var í hlöðunni að moka. Mér fannst vagnarnir vera margir sem birtust hver af öðrum við hlöðudyrn- ar og óneitanlega var ég orðinn ansi þreyttur. Ég lagði mig innst í hlöðunni og sofnaði en vakna við það að Kristinn kallar inn í hlöð- una: „Þú átt ekki að sofa í vinnunni strákur". Á mannamótum innan fjölskyld- unnar var alltaf ánægjulegt að fá að sjá mína uppáhaldsfrænku, alltaf jafn glaða og gefandi. Ég hitti Sólveigu síðast í stúd- entaveislu dóttur minnar og var hún þá sem jafnan hrókur alls fagnaðar. Þá gat maður ekki ímyndað sér að kallið væri svo stutt undan. Ég og fjölskylda mín vottum Siddý, Guðmundi, Sólveigu, Kristínu og Valdísi okkar dýpstu hluttekn- ingu. Þakka þér fyrir kærleika þinn og umhyggju, blessun Guðs fylgi þér. Baldvin Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.