Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 33 ASGEIR ÞORSTEINSSON + Ásgeir Þor- steinsson var fæddur í Reykjavík 9. ágúst 1920. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnu- hlíð 9. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Þor- steinn Jóhann Finnsson, f. 18. des. 1894 í Múlakoti, Mýrasýslu, lóðsari í Reykjavík. Hann drukknaði á sund- unum í Reykjavík 1. júní 1948, og kona hans Ólafía Einarsdóttir, f. 2. okt. 1897 í Holti við Skóla- vörðustíg, d. 16. apríl 1969. Foreldrar Þorsteins voru Finn- ur Ólafsson, f. 25. júlí 1856, d. 7. jan. 1939, og Ásta Guðmunds- dóttir, f. 29. ágúst 1857, d. 16. nóv. 1930. Foreldrar Ólafíu voru Einar Ólafsson, f. 15. des. 1869 í Hraunprýði, Hafnarfirði, steinsmiður í Hafnarfirði, d. 27. júlí 1952 í Reykjavík, og Guð- rún Jónasdóttir, f. 7. júlí 1866 í Görðum í Rangárvallasýslu, d. 28 júní 1951 í Reykjavík. Systkini Ásgeirs voru Ólafur, f. 5.7. 1918, kvæntist Bryndísi Krisljánsdóttur, sem nú er lát- in. Guðrún, f. 15.11. 1922, flutt- ist til Ameríku 1948 og giftist þar Jack Rice. Þór, f. 18.6. 1925, kvæntur Önnu Huldu Sveinsdóttur. Ásta, f. 3.8. 1932, giftist Valdimar Einarssyni, þau slitu samvistir, og Aðal- steinn, f. 23.7. 1938, en hann fluttist með systur sinni til Ameríku 10 ára gamall og kvæntist hann þar. Ásgeir kvæntist eftirlifandi konu sinni, Ástu Sigurðardóttur frá Syðra- Langholti, 14. ágúst 1943. Ásta er fædd 26.9.1921. Hennar for- eldrar voru Sigurð- ur bóndi í Mikla- holti á Mýrum, síð- ar í Syðra-Lang- holti í Hruna- mannahreppi, Sig- mundssonar bónda í Hjörsey, Ólafsson- ar og k.h. Krisljönu Bjarnadóttur bónda á Arnar- stapa á Mýrum, Sigurðssonar. Börn Ásgeirs og Ástu eru: 1) Ragnar Örn, f. 9.1. 1946, búsett- ur í __ Hafnarfirði, kvæntur Jónínu Ágústsdóttur, þeirra börn eru Berglind, Ág- úst Þór og Svala. 2) Þorsteinn, f. 28.5. 1947 búsettur á Ólafs- firði, kvæntur Ingibjörgu Ás- grímsdóttur, þeirra börn eru: Asta, Ásgrímur Smári og Ás- geir Örn. 3) Helga, f. 7.2.1950, búsett á Akureyri, gift Einari Thorlacius, þeirra börn eru Nadine Guðrún, Þórdís Ásta og Steinunn Erla. 4) Sigurður, f. 2.11.1951, búsettur í Reykja- vík, kvæntur Guðrúnu Zóphan- íasdóttur, þeirra börn eru Ald- ís Sigríður, Ásta Fanney og ívar. Börn Sigurðar frá fyrra hjónabandi með Ingu Agnars- dóttur eru Heiða Lind og Hild- ur Eva. 5) Kristjana Laufey, f. 8.3. 1954, búsett í Kópavogi, var gift Guðmundi Inga Gunn- arssyni, þau skildu, þeirra börn eru Ásgeir Andri og Fanney Lára. 6) Ólafía, f. 2.9. 1963, búsett í Reykjavík gift Árna Rúnari Sverrissyni, þeirra börn eru Valgeir Gauti og Hugrún. Barnabarnabörn eru 3. Útför Ásgeirs verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það er alltaf erfitt að kveðja góðan vin, við sættum okkur sjaldan við það. Tengdafaðir minn Ásgeir er látinn eftir löng og ströng veik- indi, hann var einn af þessum sjó- mönnum af gamla skólanum. Ásgeir ólst upp við sjóinn í Vest- urbænum í Reykjavík, og þaðan átti hann góðar minningar. Hugur hans stefndi á sjóinn og varð sjó- mennskan hans ævistarf. Hann byrjaði ungur að vinna og var fyrsta starf hans sem sendisve- inn hja Hirti Hjartarsyni á Bræðra- borgarstíg. Seinna átti Hjörtur útibú í Bráðræðisholti og var Ás- geir þar innanbúðarmaður, og var kallaður ;,litli kaupmaðurinn". Til sjós fór Ásgeir um tvítugt og var fyrst á gömlu síðutogurum. Fyrst á Karlsefni með Stefáni Björnssyni og Halldóri Ingimarssyni skipstjór- um. Á Karlsefni var hann í 13 ár, og mér hefur verið sagt að það hafi ekki verið neitt sældarlíf að fiska undir vernd herskipa og sigla síðan með aflann í skipalest til Bret- lands. Ásgeir sigldi öll stríðsárin til Bretlands í skipalestum. Eftir 13 ár á Karlsefni fór Ásgeir yfir á tog- arann Fylki til þeirra aflasælu Auð- unsbræðra. Árið 1956 henti það óhapp á Vestfjarðamiðum að tund- urdufl kom í vörpuna og skipti eng- um togum að það sprakk á síðunni og mér skilst að skipið hafi farið niður á nokkrum mínútum, og björguðust allir skipveijar. Ásgeir fylgdi sínum skipstjóra Auðuni yfir á Sigurð. Þeir voru dijúgir með sig þessar kempur þeg- ar spurt var hversu mikið þeir hefðu fiskað og hvar þeir hefðu fengið aflann, en skip þeirra komu yfir- leitt _með fullfermi að landi. Síðar fór Ásgeir yfir á Víking á Akra- nesi. Síðast var Ásgeir á Hafnar- fjarðartogurum, svo sem Jóni Dan o.fl. á meðan heilsan leyfði. Það gustaði af þessum sjómanni þegar hann kom í land, svo ekki sé talað um þegar skipið kom úr siglingu frá Þýskalandi eða Bretlandi, þá var hátíð í Skólagerði. Ásgeir og Ásta fluttu í Kópavog árið 1950, þá voru nú ekki mörg hús á Kársnesinu, en þar bjuggu þau sér gott heimili og hafa þau átt heima í Kópavogi síðan. í Skóla- gerðinu voru allir velkomnir. Ekki síst vinir Skólagerðissystkinanna. Þar var oft mannmargt og mikið spilað. Því Ásgeir hafði gaman af að spila brids. Hann sat líka oft með eldri barnabömunum og kenndi þeim hin ýmsu spil. Ég minnist líka jólaboðanna á jóladag hjá Ástu og Ásgeiri. Það var oft glatt á hjalla og ekki fengu gestir að yfirgefa staðinn fyrr en búið var að ganga í kringum jóla- tréð. Ásgeir sá til þess, þó að allir væru nú ekki alltaf jafn viljugir að standa í því. Hann átti þann draum að fá sér trillu þegar hann hætti á sjónum, þá gæti hann róið út á flóann þeg- ar hann vildi. Ég man hversu stolt- ur hann var þegar ég gaf honum mynd af trillu sem ég og félagar mínir höfðum keypt fyrir nokkrum árum. Öll_ þessi ár, stríðsárin _ og árin sem Ásgeir var á sjó, stóð Ásta sem klettur með manni sínum og stóra mannvænlega barnahópnum. Henni hefur eflaust ekki alltaf verið rótt vitandi af öllum þeim hættum sem á hafinu búa. Fyrir 11 árum fékk Ásgeir hjartaáfall og var aldrei samur eft- ir það, en þrátt fyrir mikil veikindi var nú alltaf stutt í brosið hjá Ás- geiri. Á annan í hvítasunnu 1991 hafði heilsu Ásgeirs hrakað það mikið að Ásta gat ekki hjúkrað honum lengur heima. Hann flutti þá á Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi. Vil ég þakka „stúlkun- um hans“ á Sunnuhlíð innilega fyr- ir góða umönnun öll þessi ár. Það var öryggi fyrir okkur ættingjana að vita af honum í góðum höndum. Það var erfitt fyrir Ástu að horfa upp á svo kröftugan mann hraka frá ári til árs. Ásgeir var þéttur á velli og léttur í lund. Hendumar stórar og hijúfar af vinnunni á sjónum. Hann var glaðvær, hafði gaman af að gleðj- ast með vinum sínum. Nú er þjáningum hans lokið og hann kominn á æðra tilverustig. Hann hefur örugglega fundið sína „Birkilaut" og situr þar með bros á vör hjá vinum og ættingjum hin- um megin. Ég þakka Ásgeiri fyrir einlæga vináttu. í Guðs friði. Einar. Mig langar í örfáum orðum að minnast afa míns Ásgeirs eða afa í Kópavogi eins og ég kallaði hann til aðgreiningar. Þegar ég var lítil bjuggu afi og amma í Skólagerði í Kópavogi og ég í Ólafsfirði. Ég man hvað ég hlakkaði alltaf til að fara í heimsókn til afa og ömmu á sumrin, móttökurnar voru svo góðar. Eitt sinn þegar við komum í heimsókn hafði afi fest rólur upp í snúrustaurinn. Þær voru ófáar stundirnar sem við systkinin og önnur barnabörn áttum í rólunum. Þegar við fórum svo aftur norður gaf afi okkur aðra róluna. Pabbi átti að setja hana upp heima en hún er víst enn úti í bílskúr, kannski hann setji hana upp fyrir sín barnabörn. Afí var togarasjómaður og var því ekki mikið heima til að sinna fjölskyldunni, heimilishaldið lenti því að mestu á ömmu sem stóð sig eins og hetja. En þó svo að afi hafí verið mikið á sjónum var hug- ur hans oft hjá fjölskyldunni. Eg man eftir því þegar við Smári bróð- ir áttum afmæli og afí var úti á sjó, þá sendi hann okkur alltaf skeyti á afmælisdaginn til að sýna að hann myndi eftir okkur. Afí var mjög félagslyndur maður og hafði gaman af að spila á spil, dansa og veiða en hafði kannski ekki mikinn tíma til að sinna áhugamálunum starfs síns vegna. Ég man samt að þegar afí og amma komu í heim- sókn til Ólafsfjarðar fórum við oft að veiða með þeim í vatninu, afa fannst það svo gaman, þó svo veið- in væri ekki alltaf mikil. Nokkrum árum eftir að afi hætti á sjónum, rúmlega sextugur, og ætlaði að fara að slappa af og sinna fjölskyldu sinni og áhugamálum meira fékk hann heilablóðfall og lamaðist. Hann náði samt að fara að ganga aftur og bjó heima hjá ömmu í þó nokkur ár eftir það en flutti síðan á hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð þar sem vel var hugsað um hann. Afí var orðinn þreyttur og heilsu hans hafði hrakað hin síð- ustu ár og hvíldin var honum því kærkomin. Hvað er betra en að fá að sofna frá öllum þjáningum og þreytu. Elsku amma, þú hefur stað- ið við hlið afa eins og klettur í gegn- um veikindi hans og það er aðdáun- arvert. Ég vil senda þér og börnun- um innilegar samúðarkveðjur um leið og ég kveð afa minn. Blessuð sé minning hans. Legg ég nú bæði líf og önd Ijúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Ásta Þorsteinsdóttir. Elsku afi minn, nú ert þú farinn til Guðs og hann gætir þín vel. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Þú varst alltaf svo góður við mig þegar ég heimsótti þig með ömmu á Hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð. Ég hugsa til þín og veit að þér líður vel núna. Þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Guð blessi þig og varðveiti. Vort traust er allt á einum þér, vor ástarfaðir mildi. Þín náð og miskunn eilif er, það alia hugga skyldi. (P. Jónsson) Þín, Fanney Lára. ÞÓRÐUR KRISTINN ANDRÉSSON + Þórður Kristinn Andrésson fæddist í Reykjavík 18. febrúar 1967. Hann lést á ísafirði 9. júlí siðastliðinn og fór útför hans fram frá ísafjarð- arkirkju 16. júlí. Lífið er óráðin gáta. 13. maí 1993 hringdi til mín ungur maður, hann kynnti sig kurt- eisislega og spurði mig hvort ég hefði þörf fyr- ir vinnumann. Ég játti því og sagði við hann áttu bíl, hann kvað já við. Þá sagði ég; taktu sængina þína og koddann, settu það í bílinn og komdu strax. Eftir þijá tíma var Þórður kominn. Þannig réð ég Þórð án þess að ég hefði nokkru sinni heyrt á hann minnst og upp frá þeim degi vorum við vinir til síðasta dags. Ég var í sorgum út af syni mínum sem ég var búin að missa og tók því á móti Þórði eins og ég væri að endurheimta hluta af því sem ég missti og þannig leit ég alltaf á Þórð upp frá því. Hann gerði allt sem hann gat til að reyna að láta mér líða sem best, hann vildi helst komast hingað sem oft- ast og var hér oft um helgar eftir að hann kom til ísafjarðar aftur og ótaldar eru ferðimar hans Þórðar hingað að Laugabóli og til mín á spítalann á ísafirði, þangað kom hann eins oft og hann gat, oft á kvöldin eftir vinnu. Hann skrapp inn í Djúp að athuga hvort allt væri í lagi heima og þegar ég var lögð inn á Sjúkrahúsið á Isafírði eftir Súða- víkurslysið var það hann sem fór heim til að taka við búinu og fórst það vel úr hendi, þangað til annar vinur minn tók við. Hann kom oft upp á spítala til að vita hvort mér leiddist eða bauð mér í bíltúr, stundum fór ég en stundum var mín andlega líðan svo slæm að ég sagði: Þórður minn, kannski á morgun. Einmitt okkar andlega líðan tengdi okkur vináttu- böndum, þar var ekkert kynslóða- bil, við skildum hvort annað og höfðum bæði fengið harða lexíu af lífsreynslu. Þórður minnti mig oft á Bjarka minn, þeir hugsuðu báðir um að komast að Laugabóli til and- legrar hressingar eins og þeir orð- uðu það og líka til að hlúa að einu og öðru sem væri mér til hagsbóta.' Þórður kynntist stúlku frá Akra- nesi, Sigurbimu Ágústsdóttur, þau bjuggu um tíma á ísafirði, þangað kom ég til þeirra í litla snotra íbúð. Þegar Birna gekk með bamið þeirra sagði Þórður mér að ef það yrði stúlka réði hann nafninu en ef það yrði drengur réði Birna því. Við Þórður vonuðum að það yrði stúlka og hún leit dagsins ljós 21. otkóber 1994. Það var stoltur faðir sem hringdi í mig og sagði mér frá dótt- urinni og ennþá jók það á gleðina þegar hann spurði mig hvort hún mætti heita nafninu mínu. Ég var búin að fínna það allan tímann sem Birna gekk með barnið að nafnið mitt vildi hann hafa á sínu barni. Ég var mjög ánægð með það og ég vonaðist til að geta umgengist þessa ungu fjölskyldu. En lífið tek- ur oft skjótum breytingum. Bima og Þórður fluttu á Akranes en voru nokkrum sinnum búin að koma hingað til mín áður. Nóttina áður en þau keyrðu suður fóru þau á ball hérna í Ögri og ég passaði litlu nöfnu mína, þennan litla fallega sólargeisla. Morguninn áður en þau keyrðu suður fann ég kvíðann í Þórði, við löbbuðum hérna fram á tún, þá sagði hann; nú verður langt þangað til ég get komið hingað því um vetur er ekki hægt að skreppa alla þessa leið. Dvölin á Akranesi var stutt og erfið og aftur kom Þórður vestur og þá með sár á hjarta eftir að hafa skilið við sólargeislann sinn hana Rögnu Sólveigu, því Birna og hann slitu samvistum og þar með var hann einn og ein- mana aftur. Einmitt þá eins og svo oft áður hafði hann þörf fyrir að einhver sem skyldi hann og nennti að hlusta væri nálægt honum. Þórður vann hin og þessi störf, var í hey-«- skap hjá mér og sauð- burði og gerði eitt og annað á mínu heimili því hann var bráðlag- inn. Vann á Bræpratungu sem er heimili fatlaðra á Ísafirði, Netagerð ísafjarðar, Slökkvistöðinni og nú síðast í fískvinnslu. Hann vann líka með björgunarsveitum, var til dæm- is bæði í Súðavík og á Flateyri á þeim hörmungartímum eftir snjó- flóðin þar, það reyndi mjög á hann enda fórst fólk á báðum stöðum sem hann nauðaþekkti. Þegar ég skrifa þessar línur sé ég Þórð fyrir mér sem lítinn dreng, kátan, brosmildan, sem vissi ekki hve harður þessi heimur er. Að fará " til ókunnugs fólks fímm ára gam- all er lífsreynsla sem ekki allir þola. Þórður var mjög viðkvæmur og þoldi illa alla hörku og óréttlæti, hann var einstaklega trygglyndur eða þannig reyndist hann mér. Líf hans var enginn dans á rósum, fímm ára gamall varð hann að yfír- gefa móður sína og systkini og fara til vandalausra, það er harður skóli fyrir lítið barn og gamalt máltæki segir: Fáir sem faðir, enginn sem móðir. Oft sagði Þórður við migy ég vildi að ég hefði kynnst þér þeg- ar ég var barn. Eitt er víst að Þórður var með mörg ör á sínu viðkvæma hjarta en þau hefðu gróið ef kærleikur og skilningur á hans lífshlaupi hefði verið fyrir hendi og hann fengið rétta hjálp til að komast út úr þeim vítahring sem hann var flæktur í sálarlega. Það er allt sett á fullt ef maður fær hjartaáfall eða krabbamein eða beinbrot en ef sál- arlíf barna, unglinga og fullorðinna fer úr skorðum flokkast það bara undir aumingjaskap sem fólk á að lækna sjálft og einmitt þetta fólk, bæði börn og annað fólk, er á flótta undan harðneskjunni; frá þeim sem telja sig heilbrigða. En maður, llttu þér nær, þama eru bömin oft borin ofurliði. Þórður vinur minn var ein- stakt ljúfmenni, væri rétt að honum farið, og snyrtimenni var hann með afbrigðum. Þórður var mjög auðsærður enda búinn að fá marga höfnunina, en það var líka auðvelt að gleðja Þórð. Hann hugsaði mikið um hver fram- tíð Rögnu litlu dóttur hans yrði og varð þá mjög dapur. Vonandi verð- ur hennar framtíð björt, það hefði hann viljað, hann var einstaklega barngóður og hafði áhyggjur af litla sólargeislanum sínum og bar mikla umhyggju fyrir henni. Þórður var algjör bindindismaður og gott að umgangast hann, ég sakna hans mikið og mun gera lengi og síðustu orðin sem hann sagði við mig mun ég alltaf geyma. Ég var síðasta manneskjan sem hann talaði við í þessu lífi. Nú á ég ekki lengur von á ungum manni sem rennir í hlað á vínrauð- um bíl og segir: Ég er kominn til að hressa mig við og eiga góða helgi. Ég þakka Þórði vini mínum fyrir allar góðu samverustundirnar. - ■< I bljúgri bæn og þökk til þín sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævi stig. Blessuð sé minning hans Þórðar. Ég votta þeim sem þótti vænt um Þórð mína dýpstu samúð. Ragna Aðalsteins, Laugabóli, Ögurhreppi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.