Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 35 J 0 « « ,1 0 € 0 0 0 4 4 4 4 4 4 4 4 í 4 + Ástráður Jóns- son Proppé fæddist 16. ágúst 1916. Hann lést 21. maí 1995. Foreldr- ar: Jón Jónsson, f. 11.5. 1876, d. 10.3. 1937, og Margrét Kristmundsdóttir, f. 2.8. 1884, d. 10.11. 1918. Ást- ráður var tekinn í fóstur af hjónunum Carli og Jóhönnu Proppé árið 1918 og var kjörsonur þeirra. Ástráður kvæntist Sigríði Hansdóttur Proppé, f. 17.12. 1916, d. 2.11. 1989. Börn þeirra: 1) Hanna Carla Proppé, f. 5.8. 1938, maki _Geir Konráð Björnsson; 2) Orn Friðrik Proppé, f. 16.10. 1942, makar Hjördís Torfadóttir, þau skildu, og Gréta Sigurjónsdótt- ir, þau skildu; 3) Erling Þór Proppé, f. 1.4. 1946, maki Fanney Sigríður Eiríksdóttir Proppé, barnabörn og barna- barnabörn voru orðin mörg. Addi bróðir hefði orðið 80 ára 16. þ.m., en hann lézt eins og áður er komið fram 21. maí 1995. Við hjónin vor- um þá erlendis og gát- um ekki fylgt honum síðasta spölinn, svo mig langar til að senda honum örfá kveðjuorð. Addi var einn af þessum rólegu, þöglu en áreiðanlegu mönn- um sem er svo gott að eiga að. Hann var á yngri árum íþrótta- maður góður, náði langt í hnefaleika- íþróttinni, þátttakandi í róðraíþróttinni og var gegn félagi í Fimleikafélaginu Ár- manni. Hann lærði húsgagnasmíði í Gamla kompaníinu við Skólavörðu- stíg og varð það hans ævistarf, bæði hér í Reykjavík og á Akra- nesi þar sem hann rak stórt verk- stæði um tíma. Hann var vandvirk- ur og góður húsgagnasmiður og eftirsóttur sem slíkur. Síðustu árin var hann starfandi sem húsvörður og alltaf var hann reiðubúinn að hjálpa bömum sínum og ættingjum. Hann var ungur að árum er hann giftist Siggu sinni og er ekki hægt að segja annað en að það hjónaband hafi verið með því ástríkasta sem ég hef fylgst með, þar var gagnkvæm ást og virðing á hæsta stigi. Er Sigga hans lést 2. nóvember 1989, eftir aðgerð á spítala í London, varð hann ákaf- lega einmana þrátt fyrir að hans nánustu reyndu að hjálpa til eftir bestu getu. Sigga og hann höfðu alltaf verið sem eitt og Addi sakn- aði hennar ákaflega. Þegar ég kvaddi hann áður en ég fór til útlanda rétt áður en hann lézt, sagði hann mér að hann væri orðinn þreyttur og leiður, vildi helst komast sem fyrst til Siggu sinnar. Honum varð svo sannarlega að ósk sinni því hann sofnaði svefninum langa, rólegur og yfirvegaður, í stólnum sínum, þar sem hann beið eftir því að hann yrði sóttur til að fara í heimsókn til sonarsonar síns að Sólheimum. En Sigga varð á undan, hún sótti Adda sinn á sama hógværa háttinn og allt þeirra líf hafði verið. Addi var góður bróðir, hjálpsam- ur, stundum svolítið stríðinn, en góðvildin og hjálpsemin var alltaf ríkjandi. Addi kom inn í stóra fjöl- skyldu sem bam, sem hlýtur að hafa verið erfítt, en hann aðlagað- ist fljótlega og varð einn af okkur. Nú erum við bara eftir tveir bræður af öllum hópnum, Gunnar og ég. Við vitum að Addi bróðir er á góð- um stað hjá henni Siggu sinni og öllum hinum sem honum þótti vænt um og sem þótti vænt um þann. Guð blessi minningu Ástráðs Jónssonar Proppé. Jóhannes Proppé. ÁSTRÁÐUR JÓNSSON PROPPÉ HARPA RUT ÞOR VALDSDÓTTIR + Harpa Rut Þorvaldsdóttir fæddist 6. júlí 1982. Hún Iést á heimili sínu á Dalvík 28. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dalvíkur- kirkju 6. ágúst. í örfáum orðum langar mig að minnast nöfnu minnar og bekkjar- systur. Við kynntumst er við byrjuð- um í skóla 6 ára gamlar. Harpa Rut var ekki fyrirferðarmikil stúlka en alltaf ljúf og góð og ætíð með í öllu. Harpa Rut var búin að vera frá vegna veikinda er skólastjórinn kom inn í bekkinn einn morguninn og sagði okkur að Harpa Rut væri alvarlega veik. Bekkurinn þagnaði skyndilega og enginn gat sagt neitt. Upp frá þessu barðist Harpa Rut við þennan sjúkdóm sem hafði bet- ur að lokum. Þrátt fyrir það var hún alltaf svo broshýr og dugleg og lét engan finna það ef henni leið illa. En stundum skilur maður ekki tilgang lífsins og af hverju ungt og lífsglatt fólk er tekið burtu. En eins og máltækið segir: Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Eg þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þessari lífsglöðu stúlku. Elsku Harpa, minningu um þig mun ég alltaf geyma. Elsku Olló, Arn- leif, Róbert og Anna Björg. Megi góður Guð gefa ykkur styrk í sorg- inni. Þau ljós sem skærast lýsa, þau Ijós sem skína glaðast þau bera besta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. (FGÞ) Þín vinkona, Harpa Rut. Elsku Harpa Rut. Nú er baráttan búin og þú farin, þú þessi góða stúlka. Maður spyr sig aftur og aftur af hveiju þú en ekki ég eða ELÍSABET KARLSDÓTTIR einhver annar. Þú sem varst alltaf svo saklaus og góð. Alltaf til í að gera allt fyrir alla. Ég man það svo vel og mun alltaf muna þegar skóla- stjórinn kom inn í stofuna til okkar mjög alvarleg á svip og sagðist þurfa að tala við okkur. Hún sagði okkur að þú værir með krabba- mein. Við báðum til Guðs um að allt færi vel. Áður en þú veiktist var samband okkar ekki svo mikið en eftir að þú veiktist kynntist ég þér betur og betur og nú, elsku Harpa, þakka ég fyrir þær stundir okkar saman. Fyrir símtölin meðan þú varst fyrir sunnan og bréfin þín mun ég ávallt geyma. Mér leið svo vel í návist þinni og vissi að Guð vakti yfir þér og fylgdist með okk- ur. Mér fannst ég svo örugg með þér, því þú varst svo traust. Við báðum oft fyrir þér í fermingar- fræðslu og í skólanum og svo þegar ég fór að sofa á kvöldin því þá varst þú alltaf í huga mér. Elsku vinkona, hafðu þökk fyrir allt og allt. Elsku Amleif, Olló Rób- ert og Anna Björg, ég bið Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Minningin lifir. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi sem kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (FGÞ) Þín vinkona, Andrea Víðis. + Elísabet Karlsdóttir fæddist á Knútsstöðum í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu 1. júní 1918. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 2. ágúst síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 9. ágúst. Nú er hún amma farin frá okk- ur, ekki fyrir fullt og allt, því við vitum að hún bíður okkar hinum megin, en það er samt svo ósköp sárt. En minningarnar lifa áfram í hjarta okkar. Alltaf var jafngott að koma til ömmu og afa í Skipa- sundi. Það var sama hversu mörg við vorum eða á hvaða tíma dags, alltaf var töfrað fram fullt borð af góðgæti. Og fátt var jafnyndislegt og að koma til þeirra í Höfðagerði í Aðaldalnum. Það var sama hversu margir komu, alltaf var pláss fyrir fleiri og það sannast á þeim að þar sem er hjartarúm, þar er húsrúm. Það er tómleg tilhugsun að geta ekki lengur leitað til ömmu og feng- ið góð ráð við öllu mögulegu. Það verður undariegt að heim- sækja afa án þess að sjá ömmu við hlið hans, en hún mun samt vera þar í huga okkar og hjarta. Elsku amma, við þökkum þér fyrir allt og allt. Þín verður sárt saknað. Og elsku afi, megi algóður guð geyma þig og gefa þér styrk. Hug- ur okkar er hjá þér. „Þegar þú ert sorgmæddur skoð- aðu þá huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran). Blessuð sé minning ömmu. Kristjana og Kolbrún Ýr, Kolbeinn, Helena og börn, Kristinn, Guðlaugur og Guðrún. HRAUNBERGS APÓTEK Hraunbergi 4 INGÓLFS APÓTEK Kringlunni 8-12 eru opin til kl. 22 “A" Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Ingólfs Apótek t Þökkum hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐMUNDU FINNBOGADÓTTUR, Tjarnarlandi, Eyjafjarðarsveit. Sérstakar þakkir til starfsfólks bæklun- ardeildar F.S.A. og öldrunardeildar Kristnesspítala. Helgi Sigfússon, Hrefna Hreiðarsdóttir, Díana Sjöfn Helgadóttir, Ólafur Helgi Theodórsson, Fanney Theodórsdóttir, Kristján Helgi Theodórsson, Vigdís Helga Theodórsdóttir, Finnbogi Helgi Theodórsson, Auður Theodórsdóttir, Theodór Theodórsson, Svava Theodórsdóttir, Gunnhildur Freyja Theodórsdóttir, Jóhann Sigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. Brynja Hlff Þorsteinsdóttir, Guðmundur Logi Lárusson, Lilja Guðmundsdóttir, Jóhanna Kristín Júlíusdóttir, t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar ást- kæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRDÍSAR JÓELSDÓTTUR Heiðarvegi 13, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Guðbjörg Októvi'a Andersen, Borgþór Eydal Pálsson, Jóhanna Emilía Andersen, Kristján Bogason, Júlía Petra Andersen, Hjalti Eli'asson, Jóel Þór Andersen, Þuríður Jónsdóttir, Mardi's Malla Andersen, Sigurður Kolbeinn Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar og ömmu, SÓLVEIGAR FRIÐFINNSDÓTTUR, Ásholti 10, Reykjavík. Þorsteinn Jónsson, Andrés Úlfarsson, Steinunn M. Sigurðardóttir, Elín Úlfarsdóttir, Pétur Vilhjálmsson, Ólöf D. Úlfarsdóttir, Gunnar Th. Gunnarsson og barnabörn. Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför HARÐAR INGÓLFSSONAR kennara og myndlistamanns, Borgarheiði 18, Hveragerði. Fanney Gísladóttir, HörðurAgúst Harðarson, Guðrún Dóra Sigurðardóttir, Inga Rún Harðardóttir, Már Gunnlaugsson, Regin Orn Harðarson, Hörður Alexander Harðarson, Telma Lovísa Harðardóttir, Sveinn Valur Arnarson, Öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur hlýhug sinn með blómum, minningar- gjöfum og símtölum vegna fráfalls elskulegs eiginmanns míns, föður okk- ar, tengdaföður, afa og langafa, SVEINS ÓLAFSSONAR fyrrv. deildarstjóri, Furugrund 70, Kópavogi, færum við alúðarþakkir og biðjum Guðsblessunar. Sérstakar þakkir fá læknar og hjúkrunarfólk á gjörgæsludeild, hjartaskurðdeild og hjartadeild Landspítalans fyrir frábæra að- hlynningu og kærleiksþel. Megi Guð blessa störf ykkar um ókomna tíð. Aðalheiður P. Guðmundsdóttir, Baldur Sveinsson, Kristi'n Ingunn Jónsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Linda Rogers Sveinsson, Guðný Ása Sveinsdóttir, Lennart Bernram, Jóhanna E. Sveinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.