Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 37 MJ l t i \ i í í ¥i i j 'y, Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson EINAR Öder vann tvenn gullverðlaun á Háfeta frá Hátúni á Norðurlandamótinu um síðustu helgi í gæðingaskeiði og samanlögðum stigum. Hinsvegar tókst honum ekki að verja titil sinn í fimmgangi en þar hefur hann verið einráður á þessum vettvangi. Norðurlandamót í hestaíþróttum Islendingar með tvö gull HESTAR Ilaringcslot í Svíþjóð NORÐURLANDAMÓTí HESTAÍÞRÓTTUM Norðurlandamót í hestaíþróttum var haldið að Haringeslot í Svíþjóð um síðustu helgi og voru íslendingar með lið í bæði opnum flokki og ungl- ingaflokki. EINAR Öder Magnússon stóð fyr- ir sínu að venju á Norðurlandamót- inu er hann vann tvö gull á hestin- um Háfeta frá Hátúni sem jafn- framt voru einu gullverðlaun Is- lendinga á mótinu. Sigraði Einar í gæðingaskeiði og varð stiga- hæsti keppandi mótsins en Jóhann G. Jóhannesson varð þar í öðru sæti á Lokku frá Stördal. Eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. laugardag eru þessi gullverðlaun tileinkuð minningu föður Einars, Magnúsar Hákonarsonar þess kunna hestamanns sem lést skömmu áður en mótið hófst. Harðari mótspyrna Þessi árangur íslenska liðsins nú er heldur lakari en náðst hefur á þessum mótum síðustu árin þar sem íslendingar hafa sópað til sín gullverðlaunum í flestum greinum. Er greinilegt að frændur vorir á Norðurlöndunum eru farnir að sækja í sig veðrið. Bót í máli er þó að það eru íslendingar sem keppa fyrir aðrar þjóðir sem eru að slá við liðsmönnum íslenska liðsins í flestum tilvika. Má þar sérstaklega nefna Svein B. Hauksson sem keppti á stóðhestinum Hrímni frá Ödmarden en þeir sigruðu í bæði tölti og fjórgangi. Töluvert er um það að íslendingar keppi fyrir hönd annarra þjóða á þessum mótum. Vel að mótinu staðið Annar tveggja liðsstjóra ís- lenska liðsins Ragnar Tómasson sagði að nefna mætti ýmsar ástæður fyrir lakari árangri nú en oft áður. Ekki væri hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að keppi- nautunum á Norðurlöndum hefði farið mjög fram og hestakostur þeirra færi stöðugt batnandi. Einnig mætti nefna að íslandsmót á sama tíma og Norðurlandamótið er haldið hefði vafalítið haft áhrif. Mætti af þessu læra að ef ná eigi góðum árangri þurfi að senda það sterkasta sem völ er á hveiju sinni því öðrum kosti gæfu frændur vorir okkur langt nef og hirtu öll eftirsóttustu verðlaun mótsins. Hinn liðsstjórinn Rosemarie Þorleifsdóttir sem sá um ungling- ana tók í sama streng og Ragnar. Sagði hún að til þess að ná betri árangri hefðu krakkarnir þurft örlítð lengri aðlögunartíma með hestunum sem þeir fengu lánaða til að keppa á. Hestarnir hefðu reynst ágætlega, gerðu allt sem þeir voru beðnir um en vafalaust hægt að finna sterkari hesta ef út í það væri farið. Bæði lofuðu þau alla aðstöðu og framkvæmd á mótsstað, þar hefði verið unnið af öryggi og fag- mennsku. Rosemarie benti á að hvert lið hefði fengið sérstakan tengilið sænskan sem var til að- stoðar ef eitthvað bæri út af og eins ef þurfti að bjarga ýmsum málum stórum og smáum. Góður andi og mikil samheldni hefði ríkt í liðinu og ferðin á mótið því verið ánægjuleg í alla staði. Valdimar Kristinsson Norðurlandamót - úrslit Opinn flokkur Tölt 1. Sveinn B. Hauksson Svíþjóð, á Hrímni frá Ödmarden, 6,93/7,83. 2. Hreggviður Eyvindsson Svíþjóð, á Kjama frá Kálfsvöllum, 7,00/7,56 3. Sveinn Ragnarsson íslandi, á Tindi frá Hvassafelli, 7,28/7,50, 4. Ia Lindholm Sviþjóð, á Freyju frá Tuma- brekku, 6,73/7,06. 5. Lisa Gulv Svíþjóð, á Sætu frá Örvik, 6,70/6,78. 6. Unn Kroghen Noregi, á Loga frá Haga, 6,60/6,50. Fjórgangnr 1. Sveinn B. Hauksson Svíþjóð, á Hrímni frá Ödmarden, 6,67/7,20. 2. Unn Kroghen Noregi, á Loga frá Haga, 6,77/6,97. 3. Hreggviður Eyvindsson Svíþjóð, á Kjarna frá Kálfsvöllum, 6,87/6,87. 4. Lisa Gulve Svíþjóð, á Sætu frá Örvik, 6,47/6,83. 5. Jóhann R. Skúlason Danmörku, á Penna frá Syðstu-Grund, 6,47/6,83. 6. Sveinn Ragnarsson Islandi, á Tindi frá Hvassafelli, 6,43/6,67. Fimmgangur 1. Peter Haggberg Svíþjóð, á Smáhildi frá Skarði, 6,53/6,76. 2. Nina Keskitalo Svíþjóð, á Kolskeggi frá Hveragerði, 6,80/6,64. 3. Einar Óder Magnússon íslandi, á Háfeta frá Hátúni, 6,77/6,57. 4. Gylfi Garðarson Noregi, á Vals frá Görð- um, 6,43/6,50. 5. Anne S. Nielsen Danmörku, á Sæfaxa frá Susja, 6,17/6,43. 6. Guðni Jónsson íslandi, á Garra frá Stein- nesi, 6,37/6,07. 7. Jan Ottosen á Hlekk frá Stóra-Hofi, 6,37,5,86. Slaktaumatölt 1. Bjarne Fossan Noregi, á Villingi frá Hankalid, 6,77/7,11. 2. Johan Haggberg Svíþjóð, á Tjaldi frá Skarði, 6,23/6,61. 3. Satu Paul Finnlandi, á Eitli frá Hnaus- um, 6,10/6,28. 4. Anne Sofie Nielsen Danmörku, á Sæfaxa frá Susja, 6,47/6,11. 5. Mette Logan Danmörku, á Landa frá Hvammi, 6,00/6,06. 6. Jan Ottosen á Hlekki frá Stóra-Hofi, 6,03/5,67. Gæðingaskeið 1. Einar Öder Magnússon íslandi, á Háfeta frá Hátúni, 7,00. 2. Samantha Leidersdorf Danmörku, á Sókratesi frá Hóli, 6,46. 3. Pia Káberg Svíþjóð, á Krumma frá Dýrf- innustöðum, 6,17. 4. Rikke Jensen Danmörku, á Þór frá Rauf- arfelli, 6,13. 5. Jóhann G. Jóhannesson íslandi, á Lokku frá Stördal, 5,92. 250 metra skeið 1. Dorte Rasmussen Danmörku, á Gneista frá Busbjerg, 23,59 sek. 2. Einar Öder Magnússon íslandi, á Háfeta frá Hátúni, 23,63 sek. 3. Samantha Leidersdorf Danmörku, á Sókratesi frá Hóli, 23,65 sek. 4. Magnús Skúlason Svíþjóð, á Siglu frá Eyrarbakka, 23,68 sek. 5. Jóhann G. Jóhannesson íslandi, á Lokku frá Stördal, 23,94 sek. Unglingar: Tölt 1. Lisa Rist-Christensen Svíþjóð, á Hrímni frá Eyjólfsstöðum, 5,63/6,67. 2. Filippa Montan Svíþjóð, á Ófelíu frá Minniborg, 6,33/6,50. 3. Malin Svensson Svíþjóð, á Glaði frá Stóra Hofi, 5,93/6,44. 4. Siri Seim Noregi, á Ljúfi frá Fuglsang, 5,90/6,44. 5. June Padtoft Hansen Danmörku, á Gammi frá Vatnsleysu, 5,83/6,28. 6. Maria Waagan Noregi, á Móðni frá Tungufelli, 5,63/6,00. 7. Josefin Olsson Sviþjóð, á Sveipi frá Hoggen, 5,70/5,61. Fjórgangur 1. Lisa Rist Christensen Svíþjóð, á Hrímni frá Eyjólfsstöðum, 6,07/6,87. 2. June Padtoft Hansen Danmörku, á Gammi frá Vatnsleysu, 5,73/6,33. 3. Siri Seim Noregi, á Ljúfi frá Fuglsang, 6,33/6,23. 4. Þórdís Þórisdóttir íslandi, á Blundi frá Hasteryd, 5,77/6,13. 5. Anne Balslev Danmörku, á Tróðu frá Brimnesi, 5,60/5,87. 6. Malin Svensson Svíþjóð, á Glaði frá Stóra-Hofi, 5,63/5,73. Fimmgangur 1. Evy Marken Noregi, á Andvara frá Lauf- hóli, 5,37/5,57. 2. Ingvild Myrás Noregi, á Hermanni frá Skálmholti, 4,93/5,40. 3. Eyjólfur Þorsteinsson íslandi, á Bessa, 3,47/4,69. 4. Erik Svantesen Sviþjóð, á Flennu frá Eriksholm, 5,50/3,88. 5. Maria Damkjer Danmörku, á Naggi frá Banegaarden, 3,70/3,26. Gæðingakskeið 1. Ingvild Myras Noregi, á Hermanni frá Skálmholti, 5,29. BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Spilað er í Þinghóli, Hamraborg 11. Spilamennska hefst kl. 19.45. Allir spilarar eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Aðalfundur Bridsfélags Kópavogs og vetrarstarf FRAMHALDSAÐALFUNDUR félagsins verður haldinn fimmtu- daginn 29. ágúst 1996 í Þinghóli, Hamraborg 11, kl. 20.00 stundvís- lega. Dagskrá: 1. Kosning stjórnar og í nefndir félagsins. 2) Önnur mál. Vetrarstarfið Starfsemi félagsins til áramóta hefir verið ákveðin og verður eftir- farandi: 5.9. Einskvöldstvímenningur; 12.9. Einskvöldstvímenningur. 19.9. Hausttvímenningur (3 kvöld). 26.9. Hausttvímenningur. 3.10. Hausttvímenningur. 10.10 Barómeter-tvímenningur (5-6 kvöld eftir þátttöku). 17.10. Barómeter. 24.10. Barómeter. 26. október opna Kópavogsmótið (tímasetning óstaðfest). 31.10. Barómeter, framhald. 7.11. Barómeter. 14.11. Barómeter (eða einskvölds tvímenningur). 21.11. Hraðsveitakeppni (3 kvöld). 28.11. Hraðsveitakeppni. 5.12. Hraðsveitakeppni. 12.12. Jólatvímenningur (2 kvöld). 19.12. Jólatvímenningur (með jóla- glöggi). Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Mánudaginn 8. ágúst hófst spila- mennska á ný eftir sumarfrí. Spilað- ur var tvímenningur, 13 pör mættu til leiks, sem fór þannig. Ólafur Ingvarss. - Bergsveinn Breiðprð 182 Eyjólfur Halldórss. - Þórólfur Meyvantss. 180 Elín Jónsdóttir - Lilja Guðnadóttir 168 Ingiríður Jónsdóttir - Heiður Gestsdóttir 167 Meðalskor 156 Mánudaginn 12. ágúst, mættu 16 pör. Og er þetta fyrsti dagur í 5 daga keppni þar sem 4 dagar gilda til sigurs. Olafur Ingvarss. - Bergsveinn Breiðprð 238 ÞórarinnAmason-BergurÞorvaldsson 235 Sigurl. Guðjónss. - Þorsteinn Erlingss. 235 Kristinn Magnúss. - Halldór Kristinsson 229 Meðalskor 210 í sambandi vib neytendur frá morgni til kvölds! - kjarni máisins! IHAPPDRÆTTF ®QG O (tvöfaldur) Vinnin^ 14. útdráttur lí íbúðarvi Kr. 2.000.000 jaskrá . ágúst 1996 nningur Kr. 4.000.00 15645 Ferðavinningar Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 19561 39008 71118 73161 | Ferðavinningar Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 486 15450 20377 26356 59072 67681[ 2937 19315 20460 36869 60934 72145 Húsbúnaðarvinningar Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) 92 10402 19528 28908 38267 51378 61715 68588 487 10474 19815 29292 38314 51483 61972 69307 1218 11609 19954 29806 38367 52064 62014 69318 1853 12077 20167 30365 38617 52400 62482 69497 2186 12352 20444 30697 39135 52568 62902 69676 2730 12704 20866 30973 39545 52575 62909 69953 2795 12712 20911 31658 40177 53019 63048 69992 3747 12842 21246 31846 41036 53247 63559 70065 3792 12978 21635 32312 41507 53574 63563 70672 4139 13139 21854 32353 41804 53697 63718 70899 4168 13420 22002 32636 41858 53990 63836 71501 4180 13468 22506 32667 42096 54252 64222 71813 4188 13541 22823 32904 42621 55175 64276 71949 4269 13925 | 23147 33047 43456 55784 64502 73179 4561 14039* 1 2 3 4 5 6 23194 33274 43746 56194 64730 73802 4962 14971 23312 33389 44342 56489 64752 73868 4969 15421 24066 33418 44528 56501 65076 75071 5327 15630 24565 33452 44612 56685 65273 75097 5501 16178 24863 33776 44856 57083 65607 75433 6447 17333 25121 33930 45767 57491 65765 75656 6902 17376 25161 33956 46105 57752 65843 76137 7226 17401 25261 34004 46312 58231 66406 76375 7418 17567 25494 34195 46597 58464 66563 76422 9261 17683 26150 36422 47070 59874 66859 76772 9499 17915 26283 37140 47593 59972 67631 76878 9590 18361 26635 37384 47634 60510 67819 77989 9604 18523 27053 37486 48193 60903 67963 78439 9919 18712 27982 37541 48507 61145 68108 79692 9987 19032 28400 37694 48897 61391 68311 10214 19431 28679 38258 49267 61436 68535 Heimasíða á Intemeti: http//www.itn.is/das/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.