Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 52
JíemM -setur brag á sérhvern dag! HEIMILISLÍNAN - Heildarlausn ájjármálum einstaklinga @BÚNAt)ARBANKl ÍSIANDS MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 669 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÚLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTl 1 FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Þróunarsjóður sjávarútvegsins á næsta fiskveiðiári Innheimtir 660 millj. af útveginum Morgunblaðið/Halldór Viðeyjar- kúmen í kaffið í VIÐEYJARGÖNGU á laug- ardag eru göngumenn beðn- ir að taka með sér skæri og poka til að geta tínt kúmen á leiðinni. A myndinni er það Geir Vilhjálmsson, kokkur í Viðeyjarstofu, sem klippir kúmen í kaffið. I Viðey, eins og víðar, er löng hefð fyrir kúmenkaffi. Kúmenið gefur bæði sér- stakt bragð og góða lykt. Kúmen vex í túnum víðast hvar um landið. í Viðey þarf ekki að fara nema nokkra metra frá húsum til að finna það. Allt frá fornöld hefur kúmen verið notað til að bragðbæta mat og drykki. Hér á landi hefur það verið notað í kaffi, brennivín og brauð. Vísi-Gísli flutti kúm- enið fyrst til íslands um 1660. GJÖLD á sjávarútveginn til Þróun- arsjóðs sjávarútvegsins verða inn- heimt í fyrsta sinn í upphafi fisk- veiðiárs samkvæmt lögum frá ár- inu 1994. Gjaldið er rúmar þúsund krónur á hvert þorskígildistonn. Auk þess er greitt af hveiju brúttótonni fiskiskipa og fast gjald er greitt af fasteignum sem notað- ar eru til fiskvinnslu. Þá verður eins og áður innheimt veiðieftir- litsgjald til Fiskistofu. Alls nemur innheimta vegna Þróunarsjóðsins um 660 milljónum króna vegna komandi fiskveiðiárs og 105 millj- ónum króna vegna veiðieftirlits. Gjöld á meðal togara og loðnu- skip eru alls um 2,5 milljónir króna. Meðaltal gjalda á fjórar stærstu útgerðir landsins er áætl- að um það bil 19 milljónir króna. Á árinu 1994 samþykkti Alþingi lög um Þróunarsjóð sjávarútvegs- ins. Þar er kveðið á um að frá og með því fiskveiðiári er hefst 1. september 1996 skuli Fiskistofa innheimta gjald til Þróunarsjóðs sjávarútvegsins af úthlutuðu afla- marki. Ráðuneytið hefur nú gefíð út reglugerð um innheimtu þessa gjalds. Þá hefur ráðuneytið gefið út reglugerð um veiðieftirlitsgjald vegna komandi fískveiðiárs en það gjald rennur til reksturs veiðieftir- lits Fiskistofu. Gjald á aflaheimildir fiskiskipa til Þróunarsjóðs er alls áætlað um 500 milljónir, fast gjald til sjóðsins á hvert brúttótonn um 80 milljón- ir og gjald á húsnæði fiskvinnsl- unnar er um 80 milljónir. Auk þessa greiðir útgerðin gjald á veiðiheimildir vegna veiðieftirlits að upphæð 65 milljónir og loks fast gjald vegna útgáfu veiðileyfa að upphæð um 40 milljónir sam- tals. Vanskilum fylgir svipting veiðileyfis Gjaldið á aflaheimildir fellur í gjalddaga með þremur jöfnum greiðslum, 1. september 1996, 1. janúar 1997 og 1. maí 1997 og feilur veiðileyfi viðkomandi fiski- skips niður hafi gjaldið ekki verið greitt innan mánaðar frá gjald- daga. ■ Útvegurinn greiðir/17 Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsson ÞRÁTT fyrir annriki gaf Eiríkur P. Jörundsson, forstöðumaður sýslusafnsins, sér tíma til að Iíta upp frá uppgreftrinum í gær. Þormóður rammi hættir viðræðum um sameiningTi við HB og fleiri Gengi hlutabréfa fyrirtækjanna lækkaði verulega Ekki nein brýn sameiningarþörf „Þetta var kostur, sem sjálfsagt var að skoða. Við ákváðum hins vegar að draga okkur út úr þessum viðræðum og því verður ekki um neina sameiningu að ræða að sinni. Við eigum meðal annars í samvinnu við Sæberg hf. á Ólafsfirði og ekki er brýn þörf á að sameinast öðrum. Við einbeitum okkur þess í stað að rekstri Þormóðs ramma svo fyrir- tækið megi vaxa og dafna eins og verið hefur,“ segir Olafur Marteins- son. Eins og áður sagði hefur þessi niðurstaða ekki áhrif á gang við- ræðna um sameiningu hinna fyrir- tækjanna þriggja. Að henni er áfram unnið. Gengi hlutabréfa lækkaði Gengi hlutabréfa beggja fyrir- tækjanna lækkaði á Verðbréfaþingi í gær, strax í kjölfar þess að fyrir- tækin tilkynntu um að hætt hefði verið við sameiningaráformin. Gengi hlutabréfa í HB féll strax um 14,3% í 4,50 eftir að hafa verið 5,25 við lokun í fyrradag. Gengi hlutabréfa í Þormóði ramma lækkaði meira eða um 15,8% ogendaði í 4,25 í lok dags. Hlutabréf í HB höfðu hækkað umtalsvert í kjölfar frétta af viðræð- um fyrirtækjanna. Þannig var gengi bréfanna 4,14 26. júlí sl., daginn áður en spurðist út um viðræðurnar, en 30. júlí var gengi bréfanna kom- ið í 5,0 og í kjölfar milliuppgjörs fyrirtækisins hækkaði það í 5,50, en fór síðan lækkandi á nýjan leik. Gengi hlutabréfa í Þormóði ramma hafði hins vegar hækkað heldur minna, var 4,5 26. júlí en fór hæst í 5,05 í fyrradag. GENGI hlutabréfa í Þormóði ramma og Haraldi Böðvarssyni hf. lækkaði um 16% og 14% á Verðbréfaþingi í gær, þegar ljóst varð að ekki yrði af sameiningu þessara tveggja fyrir- tækja og Krossvíkur á Akranesi og Miðness í Sandgerði. Tilkynnt var að Þormóður rammi hf. á Siglufírði hefði dregið sig út úr viðræðum um sameiningu fyrirtækjanna fjögurra. Ólafur Marteinsson, annar fram- kvæmdastjóra Þormóðs ramma, seg- ir þetta einfaldlega niðurstöðu und- angenginna viðræðna og fyrirtækið sé ekki í neinni brýnni þörf til að sameinast öðrum. Áfram er hins vegar unnið að sameiningu síðastnefndu fyrirtækj- anna þriggja og þegar hefur verið undirrituð samrunaáætlun á milli HB hf. og Krossvíkur. Ólafur Marteinsson, annar fram- kvæmdastjóra Þormóðs ramma, seg- ir í samtali við Morgunblaðið, að þetta sé einfaldlega niðurstaða þeirra viðræðna, sem átt hafi sér gtað. Það hafi ekkert eitt atriði ráðið úrslitum. Land- námsbær í Nesjum Hornafirði. Morgunblaðiö. í LANDI Seljavalla og Akumess við Hornafjörð hafa fundist forn- minjar, eftir tilraunauppgröft sem Bjarni F. Einarsson forn- leifafræðingur framkvæmir og nýtur hann aðstoðar starfs- manna Sýslusafns Austur- Skaftafellssýslu. Fundist hafa munir sem sanna ótvirætt að um mannvistarleifar er að ræða. Bjarni telur mjög sterkar líkur á að bærinnsé frá landnámsöld. Kuml úr heiðni er staðsett stutt frá og hefur verið þekkt frá því rétt um aldamót. Daniel Bmun gróf í það árið 1902. Fund- ust munir þar er gáfu til kynna að ekki væri ómerkur maður þar heygður. Bjarni F. Einarsson hefur sett fram þær kenningar að kuml í heiðnum sið séu sjaldan staðsett langt frá mannabústöð- um frá þeim tíma. Þrír kljásteinar fundust í júní í sumar hélt Bjarni nám- skeið í fornleifaskráningu fyrir starfsfólk Sýslusafnsins. I tengsl- um við það og með kenningar Bjarna í huga var farið að kuml- inu og leitað að hugsanlegum bæ í nágrenninu. Árangurinn varð sá að staðsett var mögulegt bæj- arstæði út frá þeim lyklum er fornleifafræðingar nota, svo sem mishæðir í landslagi og öðruvísi gróður. Við tilraunagröftinn var komið niður á vegghleðslu og var greinilegt gólf öðrum megin við og fundust þar kolaleifar, sem sendar verða í geislakolsgrein- ingu, sótaðir steinar, þrír kljá- steinar og brennd bein. Gengið verður frá uppgreftr- inum aftur í dag og síðan beðið niðurstaðna í greiningu á gjósku- lögum og aldursgreiningu kola. -----♦ ♦ ♦----- Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði Nefnd skoð- ar sam- starfs- grundvöll Á FUNDI fulltrúaráðs Alþýðuflokks- ins i Hafnarfirði í gærkvöld var sam- þykkt að setja á fót níu manna starfs- nefnd, skipaða bæjarfulltrúum flokksins, þremur fulltrúum frá jafn- mörgum flokksfélögum og þing- manni flokksins í Hafnarfírði. Hlutverk nefndarinnar verður að skoða nánar núverandi samstarfs- grundvöll, efla starf flokksfélaganna og fara yfir brýnustu verkefni á vett- vangi bæjarmála. í tillögu sem bæjarstjóri Hafnar- fjarðar og formenn flokksfélaganna lögðu fyrir fundinn og var samþykkt samhljóða er tekið fram að Alþýðu- flokkurinn sé í samstarfi við helming bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og trúnaðarmenn þeirra, en ekki við einn eða tvo einstaklinga. Bæjarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins sæki um- boð sitt beint til kjósenda sinna, en ekki tii Alþýðuflokksins, sem geti ekki borið ábyrgð á innri málefnum annarra flokka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.