Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 1
r- ¦\. FOSTUDAGUR 16. AGUST 1996 ¦ ÁSTARÞRÁ OG EINMANAKENND/2 BLAÐ B UÓSMYNDARI I AMERÍSKA F0TB0LTANUM/2 ¦ GRISKAR SAMDRYKKJUR/3 ¦ KYNLEGIR KVISTIR Á KAFFIHÚSUM/4 ¦ BALDÝRAÐ OG KNIPLAÐ í HORNSTOFUNNI/8 ¦ Varúð! Hlaupið aldrei berfætt í skónum! ÞAÐ mæðir á fótleggjum í Reykjavík um helgina: Þeir verða í maraþoni og því ekki seinna vænna að hyggja eilítið að þeim og þiggja góð ráð til að búa þá undir áreynsluna. Það er afleitt að hlaupa ber- fættur og kostar blóð, svita og tár þegar heim er komið eftir Reykjavíkurmaraþonið á sunnu- daginn. Félag fótaaðgerðafræð- inga mælir að minnsta kosti ekki með því. Margrét Jónsdóttir fótaað- gerðafræðingur segir að þeir sem hlúi að fótum sínum og geri ráð- stafanir fyrir hlaupið komi hins- vegar heilir heim með fínar tær. Reykjavíkurmaraþonið er fjölmennasta langhlaupið á íslandi og eru fótaaðgerðarfræð- ingar nú boðnir og búnir til að gefa hlaupurum góð ráð eins og fyrir ári síðan. Þeir verða á morg- un í kjallara Ráðhússins frá klukkan ellefu og einnig fyrir og eftir hlaupið á sunnudaginn í íþróttasal Miðbæjarskólans. Fótaaðgerðafræðingar gefa hér góðfúslega lesendum Morg- unblaðsins sem ætla að hlaupa á sunnudaginn nokkur góð ráð Heilrædi handa hlaupurum ? Farið í gott fótabað og þerrið vel. Gætið þess að þurrka vel á milli tánna. ? Límið plástra á álags- fleti. Það kem- ur í veg fyrir hælsæri. ? Berið feit- an áburð á fæturna. Hann ver húðina fyrir núningi. RAÐLEGT er að búa fætur vel undir langhlaup. Hér má sjá plástur sem hentar hlaupurum. Morgunblaðið/Golli Margrét Jónsdóttir ? Klæðist mjúkum blómullar- sokkum, sem falla hæfilega að fótunum og gef a tánum nægt rými. Gætið þess að saumar séu ekki grófir, þeir geta sært húð- ina. Hlaupið aldrei berf ætt í skón- um. Það getur haft hörmulegar afleiðingar. ? Skór eiga að vera hæfilega stórir og þétt reimaðir. Það hindr- ar að f æturnir renni fram í skóna og kemur í veg fyrir blöðrur á hnúum og blámarðar tær. ? Að loknu hlaupi eða göngu er farið í volgt fótabað. Fætur eru þerraðir vel með grófu handklæði til að örva blóðrásina og síðan er borið mjúkt krem á fæturna. Daglegt líf biður alla hlaupara að gæta fóta sinna um helgina. Hvaðan koma hárkollur? ÞAÐ er ekki á allra vitorði að hárkollur, sem seldar eru hér- lendis, eiga sumar hverjar ræt- ur að rekja til Indlands. I Tiru- mali hofinu á Suður-Indlandi er helsta féþúfa bramínanna, sem reka hofið, að selja hár píla- gríma sem þangað koma. I Rússlandi hins vegar er hárskortur og því svífast hár- þjófar einskis við að komast yfir góða fléttu. I Moskvu er hár stundum látið í skiptum fyrir sjaldséða matvöru. 6 Glldir ttl 29. agúsl i'iiiinii'íiiiiiiiirqiiiriíí: - EdduMli - Grertsasveqi - Rofabá? - tHerbrekku — Mánaskinkiötbaka Laxasmurpate 2 teg. -> N-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.