Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF KYNLEGIR kvistir á kaffihúsum ÞÓTT ÍSLENDINGAR hafi yfirleitt farið fremstir í flokki, verið fyrstir til að stofna þing og borið sigur úr býtum í alheimsfegurð- arsamkeppni, hafa þeir einnig haft vit á því að sækja það besta frá útlöndum ogtileinka sér það. í miðbæ Reykjavíkur er sérlega áberandi að kaffihús hafa hvar- vetna sprottið upp eins og gorkúlur. Sum þeirra eru kennd við erlendar stórborgir og önnur bera jafnvel nöfn á framandi tungumál- um. Um leið hefur kaffihúsamenningin rutt sér til rúms á íslandi. Ekki eru allir jafnhrifnir af þessari nýlundu. Blaðamaður mætti manni á förnum vegi sem fussaði og sveiaði og sagði: „Nei, þang- að hef ég aldrei komið.“ Hann hristi höfuðið og hélt áfram: „Mað- ur tekur ekki upp á því á gamals aldri að sækja kaffihús." En hann sagði nú svo margt. Þetta samtal varð þess valdandi að Pétur Blöndal ákvað að kynna sér kaffihúsin í miðbænum og hvers konar fólk það væri sem vendi komur sínar þangað. Hanga llsta- menn á kaffffi- húsum? Hrifinn af klisjum GUÐJÓN Ketilsson og Þorvaldur Þorsteinsson eru niðursokknir í djúpar samræður þegar blaða- mann ber að garði á Kaffi Mokka. Hann skerst í leikinn við heldur dræmar undirtektir. „Hér sitjum við í sakleysi okk- ar,“ segir Guðjón og ber sig illa, „og höfum ekkert gert af okkur,“ bætir Þorvaldur við. Blaðamaður lætur sér hvergi bregða og ber fram fyrstu spurn- inguna. Af hvetju sækið þið Kaffi Mokka? „Gott kaffi...,“ segir Guðjón. „... og myndlistarsýningar," held- ur Þorvaldur áfram. „Maður kem- ur oftar hingað til að skoða sýningar en drekka kaffi.“ Farið þið oftá kaffihús? „Ég bý í miðbæn- um og fer einu sinni í viku,“ segir Þor- valdur. „Það er auð- veldasta leiðin til þess að hitta fólk sem maður er ekki nógu dug- legur að heimsækja." Blaðamaður kinkar kolli og missir út úr sér að þetta hafi verið gott svar. „Gott svar, heyrirðu,“ segir Þorvaldur sigri hrósandi við Guð- jón sem spyr á móti: „Er þetta ekki eina rétta svarið?“ Hvað eruð þið að fást við? „Við erum að bera saman bæk- ur okkar,“ svarar Guðjón og verð- ur dularfullur á svip. Er það algjört leyndó? „Nei, nei,“ segir Þorvaldur og brosir. „Við erum á samráðsfundi vegna þess að ég skrifaði Jóla- dagatal sjónvarpsins sem búið er að taka upp fyrir næstu jól og Guðjón mun teikna sjálft dagatal- ið. Við erum að ræða myndrænar lausnir." „Rétti árstíminn,“ segir Guðjón hlæjandi. „I raun gefur þetta þessu við- tali sérstakt gildi,“ segir Þorvald- ur. „Er ekki alltaf sagt að lista- menn hangi á kaffihúsum og geri ekki neitt?“ „ Við erum að slá á orðróminn," seg^r Guðjón. „Eyðileggja þessa klisju,“ held- ur Þorvaldur áfram. „Ég sem er svo hrifinn af klisjum." GUÐJÓN og Þorvaldur voru í jólaskapi. Bíður eftir Blur GUÐJÓN Sigmundsson hefur hreiðrað um sig í sófanum á Kaffi- barnum, - sínu uppáhalds kaffi- húsi. „Hér er besta kaffið," segir hann og verður íbygginn á svip. „Það er ekki sama hvernig kaffið er.“ Hann heldur áfram: „Starfsfólk- ið er skemmtilegt, fallegar stúlk- ur, og svo veit ég að Damon Al- barn í Blur er einn af eigendunum. Það má segja að ég sitji og bíði eftir Blur,“ segir hann og hlær. Hvernig kaffi drekkurðu? „Yfirleitt capuccino, en um þessar mundir drekk ég helst cafe au lait í stóru glasi." Ferðu oft á kaffihús? „ Já, starfi mínu er þannig hátt- að að ég er mikið á ferðinni. Þá er gott að staldra við á kaffihúsi, hvíla beinin og safna kröftum." Ferðu líka á kaffihús á kvöldin? „Ef ég fer út á lífið fer ég á Kaffibarinn." Hann verður hugsi og bætir við: „Er ekki óhætt að fullyrða að ég sé fastagestur?" Blaðamaður tekur fúslega und- ir það og spyr Guðjón hvað hann hafi setið lengi að þessu sinni. „36 mínútur." Ertu búinn að lesa blaðið? „Bráðum." Eitthvað að lokum ? „Ætiið þið ekki að fá ykkur kaffi?“ HAFDÍS Fjóla og Ingunn Ásta voru að ræða framtiðina Ævintýri sem aldrei gleymist Á PRIKINU ER Björgvin Hólm „1jaldbúi“ í góðu yfirlæti. „Ég hef komið hingað öðru hveiju síðan 1957,“ segir hann. yÞað er orðinn * svo ríkur siður hjá Islendingum að fá sér kaffi einhvers staðar." Björgvin rifjar það upp að hann hafi fyrst sótt Prikið eftir æfingar í gamla ÍR-húsinu. Þar æfði hann hástökk án atrennu vegna þess að ekki var pláss fyrir tilhlaup. „Þá hét kaffihúsið Ádlon, en svo var það skírt Prikið," segir hann. „Ég er því eins og fugl á priki núna,“ bætir hann við og hlær. Víst myndi sumum þykja Björg- vin skrítinn fugl - maður sem hefur búið í tjaídi yfir sumartím- ann í tíu ár. Þegar hann leggur leið sína í höfuðborgina tjaldar hann við Rauðavatn, en annars hagar hann ferðum sínum eftir því hvernig vindar blása. Björgvin keppti á ólympíuleik- unum árið 1960 og hafnaði í 14. sæti. „Það er ævintýri sem aldrei gleymist," segir hann. „Það voru svo miklir hitar að tólf heltust úr lestinni, enda vorum við 27 tíma samtals inni á vellinum.“ Ekki er nóg með að Björgvin hafi verið frábær íþróttamaður heldur segist hann einnig vera heimspekingur. ... oghver erþín heimspeki? „Hugtök í tungumálinu og orð fá merkingu sína mikið út frá eig- inleikum talna og stærða. Þess vegna segjum við: „Ég tala.“ Við mælum tölur og þess vegna köll- um við það mál. Svo ætla ég að bæta við að það er óskaplega mikilvægt fyrir hvern einstakling að eiga tölur, t.d. sem afrek í íþróttum. Þær tölur sem ég náði á Ólympíuleik- unum í Róm skapa minn karakter að miklu leyti. Allir ættu að vita hvað þeir eiga best í hlaupa-, kast- eða stökkgreinum." Fyrsti haustboðinn SIGURJÓN Ragnar situr á Svarta kaffi með þriggja ára dóttur sína Karen Ýr. „Ég hef komið hingað einu sinni áður,“ segir hann og svipast um. „Þetta er ágætur stað- ur. Annars var ég klónaður inn á Kaffibarinn fyrir þremur árum, þannig að segja má að ég sé að svíkja lit.“ Litla stúlkan er feimin við blaðamanninn og tekur þá ákvörð- un að einbeita sér heldur að sleikipinnanum sínum en viðtal- inu. Hún hefur líka appelsín og litabók til að hugsa um, en hvað um föðurinn?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.