Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 B 5 DAGLEGT LÍF Morgunblaðið/Golli FEÐGININ Siguijón Ragnar og Karen Ýr drukku appelsín. „Út af félagsskapnum. Þar eru barflugur sem maður getur gengið á — gömlu félagarnir. Einnig er gott að rýna í blöðin, t.d. Vogue, og lesa í myndirnar. Annars koma tímabil þar sem maður stingur ekki höfðinu inn á kaffihús í marga mánuði, sérstaklega yfir vetrartímann. Það er fyrsti haust- boðinn þegar fer að fækka á kaffi- húsum á kvöldin.“ í þessum töluðum orðum dregur Karen Ýr upp vatnsbyssu. Það er ekki seinna vænna að ljúka viðtal- inu. Eitthva ð að lokum? „Eg læt þig vita þegar ég kaupi fyrsta kaffibollann." Menningin að lifna við „VIÐ ERUM að spjalla um daginn og veginn ...“ segir Hafdís Fjóla Þorsteinsdóttir „... og framtíðina," bætir Ingunn Asta Arnórsdóttir vinkona hennar við. Full ástæða til vegna þess að Ingunn Ásta er ólétt - komin átta og hálfan mán- uð á leið. Farið þið oft á kaffihús? „Skiljanlega hef ég ekki farið mikið út upp á síðkastið," segir Ingunn Ásta. „Þetta er í þriðja skipti á sex mánuðum.“ „Maður kíkir öðru hverju,“ seg- ir Hafdís Fjóla. Eftirhveiju sækist þið? „Að vera innan um fólk,“ segir Hvort farið þið á kaffihús eða skemmtistaði? „Það fer eftir stemmningunni," segir Hafdís Fjóla. „Ef mann lang- ar til að dansa fer maður á dans- staðina." „Eg kýs frekar pöbbar- ölt,“ segir Ingunn Ásta. Dansar þú ekki svona á þig kom- in? _ „Eg reyni, - eitt lag en ekki meira.“ Strákur eða stelpa? „Stelpa.“ Klassík á kaffihúsi „GLÆNÝ stúdína úr Menntaskól- anum við Hamrahlíð," svarar Oddný Sturludóttir glöð í bragði þegar hún er spurð hvað hún hafi unnið sér til frægðar. Hún situr á Café Au Lait með hamingjugeisla- baug og kaffi - hvað annað? „MH-ingar eru svolítið fyrir kaffihúsin." Hún setur upp prakk- arasvip og bætir við: „Aðallega af því að kórkaffisalan í skólanum er vond. Kórfélagarnir sjá um söl- una og fara til útlanda fyrir and- virðið - helvítis beinin.“ Oddný segir að sér líði eins og heima hjá sér áCafé Au Lait. Ekki skrítið með það í huga að besta vinkona hennar og mágkona vinna á staðnum. Og henni líkar fleira við staðinn: „Kaffið er gott og maturinn frábær." BJÖRGVIN Hólm var eins og fugl á priki. GUÐJÓN hreiðraði vel um sig á sínu uppáhalds kaffihúsi, „Ég fæ mér Egils appelsín. Ég er ekki fyrir kaffi - ekki ennþá.“ Sigurjón Ragnar er ljósmyndari á Séð og heyrt og segist reka nefið inn á kaffihús í hálftíma til klukkutíma á dag til að hlaða batteríin. Meðan á viðtalinu stend- ur er ljósmyndari Morgunblaðsins að smella myndum af feðginunum. Hvernig erað vera hinu megin við linsuna? „Skelfilegt - þetta er eini mað- urinn sem fær að mynda mig.“ Hann heldur áfram: „Það verð- ur að venja barnið við að umgang- ast fullorðið fólk. Henni finnst líka gaman á kaffihúsum. Þegar ég sæki hana á leikskólann og spyr hvert við eigum að fara svarar hún: „Kaffibarinn.““ Afhverju sækirðu kaffihús? ODDNÝ sat með hamingjugeislabaug og kaffi. Hafdís Fjóla. „Menningin á íslandi er að lifna við. Áður var aðeins hægt að fara eitthvað út á föstu- dögum og laugardögum. Þá var fólk meira í heimahúsum. Núna er hægt að kíkja á kaffihús alla daga vikunnar ef út í það er farið.“ Afhverju eruðþið á Kaffi Reykjavík? „Tilvijjun," segir Hafdís Fjóla. „Stundum komum við hingað og stundum förum við á aðra staði.“ „Þetta fer eftir því hvaða dagur er,“ segir Ingunn Ásta. Hvað fáið þiðykkur? „Gos eða vatn,“ segir Ingunn Ásta og klappar á magann á sér. „Kakó,“ segir Hafdís Fjóla. „Bjór ef eitthvað stendur til og sterkara um helgar.“ Er Café Au Lait helst sótt af stúdentum? „Það er ekki nauðsynlegt til að komast inn,“ svarar Oddný og hlær. „Þú þarft ekki að vera með húfuna. En það er óneitanlega dálítill menntaskólafílingur á þessu kaffihúsi - sem er ekki slæmt. Fyrir tveimur árum voru MH-ingar næstum á hverju borði.“ Af hverju ferð þú á kaffihús? „Til að setjast niður og slappa af. Ég les til dæmis aldrei dagblöð nema á kaffihúsum. Einnig er gott að koma hingað og fá sér að borða vegna þess að maturinn er ekki geigvænlega dýr. Og auðvitað hitta vini og fjölskyldu." Eitthvað að lokum? „Kaffi og síkó - klassík."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.