Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MEÐ AUGUM LAIMDANS Ótrúleg breyting á flestum sviðum Síóastliðin tvö sumur hefur Þuríður Guójónsdóttir dvaliö í Anjihéraói í Zhejiang-fylki í A-Kína og í borginni Hangzho vegna starfa eiginmanns síns, Páls Ólafssonar, sem ráógjafa við byggingu dæluvirkjunar í Asíu á vegum bandarísks fyrirtækis. EFTIR að hafa ferðast um Kína í sumarleyfi á árinu 1987, búið á góðum hótelum og skoðað það markverðasta og sem æskilegt þótti að sýna útlendingum, var ég lengi að sætta mig við „hina hliðina" á Kína sem ég kynntist við að dvelja þar um kyrrt tvö sl. sumur. Sem ferðamaður sá ég í Kína framandi heim, forvitnilegan og heillandi með vinsamlegu fólki sem var ekki síður forvitið um okkur en við um það. Ferðaskrifstofa kínverska ríkisins sá þá um allar okkar þarfir. Við fengum að vísu aldrei að vita fyrir- fram á hvaða hóteli við yrðum eða hver tæki á móti okkur í næstu borg, en ekkert fór úrskeiðis í þess- ari fimm vikna ferð og ég dáist enn að Kínveijum fyrir það. Ótrúlega margt hefur breyst síð- an 1987. Stutt var þá síðan menn- ingarbyltingunni iauk. Listaverk og hof frá keisaratímabilinu höfðu verið jöfnuð við jörðu, þvíMao áleit að slíkt trúar- og fortíðardekur hindraði framþróun alræðisstefn- unnar. Við Bei Hai-vatn í Beijing er t.d. aðeins eitt Buddhahof eftir af níu. Nú reyna Kínveijar að end- urreisa fornar menningarminjar, því í ljós hefur komið að þær sækj- ast ferðamennirnir eftir skoða en ekki skýjakljúfana og hraðbraut- imar. Elsta kynslóðin í Mao-fötum Enginn trúir, sem ekki reynir, þvílík umbylting er að gerast hér á flestum sviðum og allt á að gera í einu. Raforkuver, iðnfyrirtæki, hraðbrautir, hótel, bankar, og glæsiiegar íbúðarsamstæður spretta upp með óskiljanlegum hraða. Lífskjör fara batnandi, en munur á kjörum ríkra og fátækra hefur líka aukist, sem þekktist varla áður, þegar allir voru jafnir og fátækir. Sveitahéruðin, þar sem 800 millj. búa, njóta nú atvinnuþró- unarstyrkja til að reyna að jafna lífskjörin. Anjihérað þar sem við dveljum er vel statt efnahagslega vegna blómlegrar te- og hrís- gijónaræktar og gífurlegrar bamb- usvinnslu. Þar er myndarlega byggt, þriggja hæða hús úr múr- steini, gjarnan flísalögð að utan. En innanhúss eru aðeins steingólf og berir veggirnir, tréborð og stól- ar, bambusstöng fyrir fatnað - og svo auðvitað sjónvarp, en glugga- tjöld nánast óþekkt. Rafmagn er víðast, en vatn oftast sótt í læki og brunna. Frárennsli er ábótavant og átak þyrfti að gera í um- gengni, því sorpi er fleygt á götur og mengun er illþolanleg. Klæðnaður fólks hefur gjör- breyst og nú sést aðeins elsta kyn- slóðin í svonefndum ,,Mao-fötum“. Unga kynslóðin er vel klædd og mikið er haft við litlu einkabörnin í klæðnaði. Að geta haft hemil á mannfjölg- un þjóðar, sem er 1,2 milljarðar, má telja kraftaverk og auðvitað er það ekki tekið út með sældinni. Eins-bamsreglan er í fullu gildi. í sveitum er þetta ekki eins strangt, þar fær fólk að eignast annað bam, ef fyrsta bamið var stúlkubam og undantekningar eru líka leyfðar ef fólk eignast vanheil böm. Talsvert er um ættleiðingar bama til útlend- inga, en þá eingöngu stúlkubama. Ég hef mikið velt fyrir mér hvemig kínverska þjóðfélagið verður þegar einkabamakynslóðin hefur tekið við landinu. Kynslóð þar sem sex fullorðnir, afar, ömm- ur og foreldrar, hafa gert sitt besta til að láta eigin drauma rætast á þessu eina eftirlæti sínu. Persónueftlrllt Það sem mér hefur þótt erfiðast hér, er að sætta mig við þá stað- reynd, að landið er ekki eins „opið“ og gefið er í skyn. Hér er ritskoð- un, útsendingar erlendra sjón- varpsstöðva ekki leyfðar og ekki fæst erlent lesefni. í „Foreign Bookstore" í Hangzhou fást hvorki erlendar bækur né blöð, aðeins listaverkabækur og gömul tísku- blöð. Við höfum kynnst ótrúlegri skriffinnskuáráttu, flóknum regl- um um allt milli himins og jarðar sem virðast breytast frá degi til dags. Útlendingar sem búsettir eru í Kína eru undir stöðugu eftirliti og sagt er að það sé til að tryggja öryggi þeirra, en í raunini er verið að hindra of mikil samskipti þeirra við heimamenn. Kínverjar koma t.d. alltaf tveir saman þegar þeir eiga erindi við okkur. Eitt skipti buðum við heim þýsku- og ensku- mælandi Kinveijum sem við höfð- um kynnst og daginn eftir var komið frá „Öryggiseftirlitinu" og beðið um nöfn og heimilisföng þessara gesta okkar. Hugtakið friðhelgi heimilisins er Kínveijum framandi fyrirbrigði. Við getum átt von á að íbúðin okkar sé opnuð með lykli og komið inn, stundum aðeins til að sýna öðrum hvemig við búum. Ferðamenn yfirleitt óhultlr Islendingi þykir óþægilegt að geta ekki hagað sér hér eins og í fijálsræðinu á íslandi, þar sem hver er kóngur í sínu ríki. Samt er aðdáunarvert að hægt skuli yfir- leitt að stjóma og hafa á hemil á svo fjölmennu ríki og má vera skilj- anlegt að jámaga þurfi til. Réttar- kerfið er ófullkomið og dómstólar líkjast helst herrétti. í Kína fer nú fram átak gegn glæpum og við sjáum í sjónvarpinu fjöldaaftökur glæpamanna á íþróttaleikvöngum og torgum. 1 næsta húsi á vinnu- staðnum var kona myrt og var morðinginn skotinn innan fárra daga á torgi í næsta þorpi. En mín reynsla er að almenningur er strangheiðarlegur og hjálpfús og ég fullyrði, að fá lönd em ömgg- ari fyrir ferðamenn en Kína. Aldr- ei er reynt að svindla á verði í leigu- bílum eða verslunum, þótt maður sé auðveld bráð. Hins vegar krefja opinberir aðilar útlendinga um tvö- falt gjald fyrir flugferðir, læknis- þjónustu og slíkt og leiga á hús- næði til þeirra er margföld. Kínveijar eru að stökkva inn í nútímann um a.m.k. 50 ár. Ég er farin að gera mér grein fyrir því, að ég er að njóta þeirra forréttinda að fá að kynnast hinu raunverulega Kína og fylgjast með ótrúlegri efnahags- og tæknibyltingu. Og það verður sannarlega spennandi að fylgjast með þeirri framþróun og hvort Kínveijum tekst að ganga samstiga öðmm þjóðum inn í 21. öldina. ■ DAGLEGT LÍF__ Hárkollur FJÖRUTÍU INDVERSKIR HAUSAR SNOÐAÐIR HVERN KLUKKUTÍMA Hátt uppi í fjöllum á Indlandi komst Hrönn Marinósdóttir að því hvaðan hárkollur eru upprunnar og rakti leið þeirra hingað HARHOFIÐ í Tirumali. Morgunblaðið/Hrönn gengt að verðandi brúðir kaupi nokkrar hárflyksur til að bæta við sitt eigið á giftingardaginn. Heil- aga hárið kemur einnig gömlum konum að gagni sem vilja þykkja sitt eigið. Með ferð til Tirupati er því hægt að slá tvær flugur einu höggi; snoða fjölskylduna og kaupa hár á tengdamóður. Tveir vörubílar fylltir af hári Tirumalahofið, sem er talið vera yfir 2000 ára gamalt, er staðsett hátt upp í fjöllum skammt frá bæn- um Tirupati í Andra Pradesh fylki. Hársala er helsta tekjulind bramínanna sem reka hofíð sem er eitt það auðugasta í öllu land- inu. Bramínarnir tijóna efst í þjóðfélagsstiga hindúa en þeir ein- ir mega framkvæma trúarathafnir í hofunum. Að meðaltali eru um 40 hausar snoðaðir þar á klukkutíma og við raksturinn eru notaðir fremur nýtískulegir rakhnífar. Haugum af hári er síðan haganlega fyrir- komið í geymslum en á þriggja mánaða fresti eru tveir vörubílar fylltir af svörtu hári sem síðan UPSKERAN þurrkuð og flokkuð í sólinni. BERSKÖLLÓTTIR Indveij- ar eru það fyrsta sem vekur athygli þegar kom- ið er að hindúahofinu í Tirumala á Suður-Indlandi. Dag- lega streyma þangað um 15.000 pílagrímar alls staðar að, til að hljóta blessun Vishnu, sem er einn vinsælasti guð hindúa og myndar heilaga þrenningu ásamt Brahma og Shiva Trúin skal ver-° hégómanum yfírsterkari og til að færa sönnur á það fórna margir hindúar, konur jafnt sem karlar, hárinu og gefa hofínu. Hárfórnin er meiri fyrir konur en karla þar sem hár er höfuð- prýði indverskra kvenna en því meiri er líka blessunin sem þeim auðnast. Ég stóð í steikjandi hita í nán- ast óendanlegri biðröð eftir að komast inn í hofíð helga. Þar voru líka Mehrunissa Vengupta og dætur hennar fjórar sem áttu tólf tíma ferðalag að baki þegar þær loksins komu á áfangastað. Veng- upta var búin að láta krúnuraka sig og var komin til að biðja fyrir fæðingu sonar. „Með því að fórna hárinu, geri ég mig ófríða og sýni guðunum auð- mýkt“. Elsta dóttirin Sabina neitaði harðlega að láta krúnuraka sig.„Þá get ég ekki lengur sett blóm í hárið á mér.“ Sannfæring hindú- anna er sú að þeir verði frekar bænheyrðir ef hárfórn til Vishnu er færð. Algengt er því að foreldr- ar biðji fyrir fæðingu sonar í stað dóttur og bændur um góða upp- skeru. Inni í hofínu er troðningur og læti. Allir fara sömu ranghalana og hindúarnir hrópa og kalla í mikilli geðshræringu yfír að vera komnir í nálægð við helgidóminn. Eftir margra klukkustunda bið, tók það mig um 15 mínútur að fara hringinn, heilsa upp á Vishnu líkneskið og sjá gullskreytta inn- anstokksmuni. Fyrir utan eru seldir hárlokkar, hárkollur, kambar og klútar. Hár- ið er talið heilagt og því er al- er selt hæstbjóðanda hvar sem hann er stað- settur í heiminum. Ár- legar tekjur hofsins af hársölu eru um 60 milljónir króna. Hár til hárkollufram- leiðslu kemur að mestu leyti frá Asíu, aðallega Kína og Indlandi. En einnig frá klaustrum á Ítalíu og Spáni. Með innreið kapit- alismans í Austur-Evrópu hefur hársala þar aukist til muna. Indverskt hár þykir sérstaklega gott til kollugerðar þar sem það er ekki skemmt af miklum hár- þvotti, strípum og permanenti eins og hár Evrópubúa. Kínverskt hár er einnig talið vandað, það er sterkbyggðara, fínna og svartara en það indverska sem er þykkara ogolíukenndara. í hárkolluverksmiðjum í fátæk- ari löndum Asíu og víðar þar sem vinnuafl er ódýrt, er hárið aflitað, skrælt og síðan litað öllum regn- bogans litum allt eftir óskum við- skiptavinarins. ■ Heimild: Health and Beauty Árstekjur hof sins af hársölu eru unt 60 millj- ónir króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.