Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 3
-I- MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 C 3 IÞROTTIR ANNA Lára Steingrímsdóttir, Leone Tinganelll, þjálfari, og Ármann Kojic Jónsson á keppnisstað í Skotlandi um síðustu helgi. Curcic til Villa ASTON Vflla keypti í gær júgóslavneska miðjumanninn Sasa Curcic fyrir 400 milh'ón- ir frá Bolton. Það er hæsta upphæð sem Villa hefur greitt fyrir einn einstakan Ieikmann, en ekki er þó búist við að Curcic verði klár í slaginn með félaginu fyrr en að tveimur vikum liðnum því hann þarf að bíða atvinnu- leyfis. Brian Little, knattspyrnu- s^ðri Villa, kvaðst í gær hlakka mikið til keppnis tíma- bilsins. Keppniyrði ðrugg- iega harðari en nokkru sinni um meistarat itilinn, margir ætluðu sér að sigra og Villa yrði í baráttunni með þeim þremur stóru, Manchester United, Liverpool og New- castle. Á því léki enginn vafi. jleikunum í Atlanta a stjarnan Reuter SKYLMINGAR Ragnar fékk víkingasverðið Fyrsta alþjóðlega mótið í skylm- ingum með höggsverði sem haldið er hér á landi fór fram í íþróttahúsinu í Kaplakrika um síð- ustu helgi. Hingað til lands kom af þessu tilefni hópur danskra skylmingamanna til þess að eiga í höggi við heimamenn. Keppt var bæði í eistaklingskeppni karla og kvenna og í liðakeppni karla. I fyrstu verðlaun í karlaflokki var víkingasverð og eftir hörkukeppni stóð Ragnar Sigurðsson uppi sem sigurvegari og hlaut sverðið góða. í kvennaflokki var Sigrún Geirs- dóttir hlutskörpust og í liðakeppn- inni voru íslenskar sveitir í tveimur efstu sætunum en danska sveitin hafnaði í þriðja sæti. „Ég þurfti mikið að hafa fyrir sigrinum," sagði Ragnar, en hann varð einnig Norðurlandameistari unglinga í vor. Hann sagðist hafa átt í höggi við Ólaf Bjarnason í fyrstu umferð og haft sigur að lok- um, 15:13. Því næst lagði hann Kára Frey Björnsson að hólmi, 15:9, og keppti til úrslita við Danann Jan Rasmussen sem hafði borið sigur- orð af Davíð Þór Jónssyni í undan- úrslitum, 15:14. „Viðureignin við Jan var mjög skemmtileg og það var hart barist um hvert stig. Mér tókst þó að vera að jafnaði tveimur stigum yfir nær allan leikinn og sigra 15:12." „Jan Rasmussen er einn af betri skylmingamönnum Danmerkur og keppir með besta félagsliði lands- ins. Hann varð sigurvegari í keppn- inni um Norður-Evrópubikarinn ár- ið 1995." Ragnar sagði mikinn feng að dönsku skylmingamönnunum hingað til lands og stefnan hefði verið sett á að fá erlenda skylm- ingamenn hingað árlega til keppni og reyna að festa mótið í sessi sem alþjóðamót. Það var einnig jöfn keppni í kvennaflokki þar sem barist var um hvert stig en að lokum stóð Sigrún Geirsdóttir ein eftir ósigruð. Hún átti við Þórdísi Kristleifsdóttur í úrslitum og sigraði, 15:13. Áður hafði Sigrún unnið Helgu Magnús- dóttur í undanúrslitum 15:14 og Þórdís haft betur í baráttu við Tanju Möller, 15:18. A-sveit íslands hafði mikla yfir- burði í liðakeppninni og vann B- sveitina í úrslitum 45:31, en hver sveit er skipuð þremur mönnum. A-sveitin var skipuð þeim Ragnari, Kára og Davíð Þór en B-sveitin Ólafi Bjarnasyni, Kristmundi Berg- sveinssyni og Ólafí Kristmundssyni. Danska sveitin varð þriðja, eftir óvænt tap fyrir B-syeit íslands, 45:39. Unglingasveit íslands stóð sig mjög vel og varð í fjórða sæti en alls kepptu sjö sveitir. Unglinga- sveitin var skipuð Andra Kristins- syni, Arnari Sigurðssyni og Hróari Húgóssyni. ins, Daniel Komen frá Kenýju, hefur metið í 5.000 m hlaupl fyrlr árslok. í í 1.500 og 3.000 m hlaupi á mótl í Köln rskalandl. Ragnar og Sigrún RAGNAR Sigurösson með víkingasverðið, sigurlaunin í karla- flokki, ásamt Slgrúnu Gelrsdóttur en hún varð hlutskörpust í kvennaflokki. „Eg þurfti mikið að hafa fyrir sigrinum," sagði Ragnar. Hann varð Norðurlandameistarl unglinga í vor. BOLTINN ER KOMINN Á GETRAUNA- ...ef þú spilar til ab vinna!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.