Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 4
FOLK ¦ NIALL Quiim írski landsliðs- maðurinn sem undanfarin ár hefur leikið með Manchester City hefur gegnið til liðs við Sunderland og gerði þriggja ára samning við félag- ið. Sunderland þurfti að reiða fram 130 milljónum króna fyrir kappann. ¦ SVETLANA Masterkova sem setti heimsmet í míluhlaupi kvenna í fyrrakvöld verður á meðal kepp- enda í 1.500 m hlaupi á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í Köln í kvöld. Hún er sem kunnugt er ólympíumeistari í greininni og einnig í 800 m hlaupi. ¦ DONOVAN Bailey annar ólympíumeistari ætlar einnig að vera á hlaupabrautinni í Köln í kvöld og að sjálfsögðu var það 100 metra hlaupið sem varð fyrir valinu hjá honum enda heimsmethafi í greininni. ¦ FRANKIE Frederícks ætlar að etja kappi við Bailey í Köln og einnig Bandaríkjamaðurinn Dennis Mitchell sem náði að koma á undan ólympíuemistarnum í mark í 100 metra hlaupi í Ziirich í fyrra- kvöld. ¦ HEIKE Henkel fyrrum ólymp- íumeistari í hástökki kvenna keppir í síðasta skipti stórmóti á heima- velli í Köln í kvöld. Hún hefur ákveðið að hætta keppni á alþjöð- legum mótum í haust. ¦ HENKEL átti sitt fyrsta barn fyrir tveimur árum og hefur að því loknu ekki tekist að komast í þá æfingu sem hún var í áður og komst m.a. ekki í ólympíulið Þjóðverja fyrir nýliðna leika. ¦ HEIKE Drechsler fyrrum heimsmethafi í langstökki kvenna frá Þýskalandi er hins vegar ekki á þeim buxunum að hætta heldur ætlar hún að vera með í mótinu í kvöld. Er það í fyrsta skipti nokk- urn tíma sem hún keppir á stór- móti sökum meiðsla í hné. ¦ SONIA O'Sullivan hlaupakona frá írlandi sem átti í vanda á ólympíuleikunum og lauk ekki keppni 5.000 metra hlaupinu þar sem hún var talin sigurstrangleg hafði boðað komu sína á mótið í Köln. En í gær ákvað hún að draga sig til baka. Hún sagðist jafnframt vonast til þess að verða klár í slag- inn á þriðja „gullmótinu" í Brussel eftir viku. KNATTSPYRNA GOLF Lendi söðlar um Reuter TEKKINN Ivan Lendl, sem um tíma var besti tennisleikari heims og sigraði á átta risamótum, lagði spaðann á hilluna fyrir nokkrum árum og hefur nú söðlað um. I gær hóf hann keppni á fyrsta „alvöru" móti sínu sem atvinnumaður í golfi, opnu móti í Marianske Lazne í Tékklandi, sem er hluti af evrópsku mótaröðinni. Lendl byrjaði ágætlega, gekk vel á tveimur fyrstu holunum, en síðan hallaði undan fæti og hann lauk keppni í gær á 82 höggum, 11 yfir pari. „Þetta er fimm sinnum verra en úrslitaleikur á Wimbledon," sagði Lendl í gær. TORFÆRA Hópur Svía mættur Gunnlaugur Rögnvaldsson skrifar Tæplega 30 manna hópur Norð- manna og Svía kom til lands- ins í gær vegna fyrsta heimsbikar- mótsins í torfæru sem fram fer í Jós- epsdal á morgun kl. 13. Hluti þeirra keppir, en nokkrir sænskir ökumenn koma hingað til lands gagngert til að skoða aðstæð- ur fyrir keppni af þessu tagi sem verður hér að ári. Erlendu öku- mennirnir og íslensku keppendurnir verða á sérstakri kynningu fyrir keppnina við Bílabúð Benna á Vagnhöfða í dag milli kl. 17-18. Islendingurinn Svavar Óskar Bjarnasson er leiðangursstjóri hóps- ins en hann er búsettur í Svíþjóð og keppir þar í torfæru á 700 hest- afla grindarbíl. Vann hann síðustu keppni sem Svíar héldu. „Ég er loksins kominn með vélina í gott lag en efast um að það dugi gegn ís- lensku keppendunum sem hafa mikla reynslu. Við erum komnir til að læra, en ég minni á að Svíar rassskelltu íslenska ökumenn fyrir nokkrum árum á heimavelli," sagði Svavar í samtali við Morgunblaðið. „Svíinn Jimmy Bratt keppir á Pegasus og er geysilega flinkur ökumaður en vantar þó reynslu sem hann fær í keppninni í Jósepsdal. Það koma margir ökumenn sem eru að skoða aðstæður með framtíðina í huga og það er vel við hæfi að heimsbikarmótið byrji á íslandi, en ég hef trú á að þessi íþrótt eigi eftir að vinna sér sess í Evrópu. Það er mjög mikill áhugi í Svíþjóð. í flokki götujeppa keppa milli 25-30 jeppar, en 7-8 í flokki sérútbúinna. Norðmaðurinn Torger Johansen keppir á götujeppa hérlendis og hann er brjálaður ökumaður og til- þrifamikill. Ég á von á því að koma okkar muni verða til þess að íslensk- ir ökumenn keppi í okkar mótum á næsta ári og öfugt. Þessi íþrótt þykir ævintýri líkust í augum Evr- ópubúa sem sýnir sig best í áhuga Eurosport á að sýna frá öllum mót- um." Meistaramir gegn Val Islandsmeistarar Akurnesinga sækja Valsmenn heima að Hlíð- arenda í kvöld, en þá hefst 13. um- ferð 1. deildarinnar með þremur leikjum. Meistararnir eru í öðru sæti, einu stigi á eftir KR, en Vals- menn - sem ekki var spáð góðu gengi fyrir sumarið - eru hins vegar í fjórða sæti, þremur stigum á eftir Leiftri og í harðri baráttu um Evr- ópusæti. Hinir leikir kvöldsins eru viðureign Leifturs og Keflvíkinga í Ólafsfirði annars vegar og hins vegar Pylkis og ÍBV í Arbæ. Allir hefjast kl. 19. Leiftur er í þriðja sætinu, átta stigum á eftir Akurnesingum en Keflvíkingar eru í fallsæti; næst neðstir með sjö stig, jafn mörg og Breiðablik, en með skárri markatölu. Keflvíkingar hafa lokið ellefu leikjum, eins og Breiða- blik og Eyjamenn hafa aðeins lokið 10 leikjum. Þeir eru með 12 stig og hafa leikið mun verr en spáð var í upphafi. Þeir hafa verið í basli, eru í áttunda sæti en Fylkismenn, sem voru í vondum málum framan af sumri, hafa hins vegar tekið á sig rögg undanfarið og eru komnir upp í sjötta sæti deildarinnar. Fjórði leikur 13. umferðar verður á morgun er Breiðablik fær topplið KR í heimsókn í Kópavoginn og umferðinni lýkur á sunnudag með leik Grindavíkur og Stjörnunnar. KR-ingar eru efstir, sem fyrr seg- ir; hafa 29 stig að loknum 12 um- ferðum, Akurnesingar hafa 28, Leiftursmenn 20 og Valsmenn 17. Stjarnan er með 15 stig, Fylkir og Grindavík 13, ÍBV 12, Keflavík og Breiðablik 7. Ríkharður Daðason, KR-ingur, er markahæstur í 1. deild með 10 mörk en Guðmundur Benediktsson, félagi hans hjá Vesturbæjarliðinu og Bjarni Guðjónsson, Skagamaður, koma næstir. Hafa báðir gert 9 mörk. Guðmundur hefur verið meiddur upp á síðkastið en jafnvel er reiknað með að hann verði með hluta leiksins gegn Breiðabliki á morgun. Olajuwon í hnapp- helduna EIN af stjörnum körfuknatt- leiksins í Bandarikjununt, Hakeem Olajuwon, leikmað- ur Houston Rockets gekk í það heilaga á dögunum og er sú lukkulega 18 ára gömul stúlka, Dalia Asafi. Kappinn er hins vegar 33 ára gamaU. Olajuwon er múhameðstrúar eins og einginkonan og voru þau að sjáifsögðu gefin sam- an efti r þeim reglum sem þar gilda. Það var faðir brúðar- innar sem gaf leyfi sitt fyrir ráðahagnum, en hann er við- skiptajöf ur í Iiouston og biðst daglega fyrir í sama bænahúsi í Houston og kbrfuknattleiksstiarnan. „Þegar fólk er múhameðs- tríiar er ekkert tíl sem heitír stef niunót við stúlkur og þessháttar," sagði Hakeem í yfirlýsingu í vikunni. „Fjðl- skyldan liitti s t, rabbar sai naii og þannig kynnist fóUt hvert öðru, svo er brúðkaup ákveð- ið." Énnfremur tók hann skýrt fram að ekki væri óal- gengt að stúlkur sem væri múhameðstrúar giftu sig ungar. „Dalia er ung að árum en þegar litíð er á bakgrunn hennar, skilning á lífinu og ti'úar brögðu num er hún 1 í k mðrgum ððrum múhameðs- trúar konum, þroskuð miðað við aldur." Frú Olajuwon fær ríflega upphæð á ári frá eiginmanni sínum tíl að halda áfram námi sínu eins og ekk- ert hefði í skoríst. Þetta er fyrsta hjónaband þeirra beggja en NBA- st jarnan á átta ára gamla dóttur með fyrrum kærustu SIIIIU, Yfirlýsing f rá Wenger eftir helgi ARSENE Wenger sem nefnd- ur hefur verið sem næstí knattspyrnustióri Arsenal sagði í gær að hann myndi gefa yfirlýsingu nm framtíð- aráform sín á þríðj udaginn, en hann er samningsbundinn Grampus Eight í Japan út septembermánuð. I samtali við Daily Maíl sagði hann. „Ég læt ekkert uppi um hvort ég hafi áhuga á tílboði eður ei frá Arsenal fyrr en í sameiginlegri yfir- lýsingu sem kemur væntan- lega frá mér og Grampus Eight á næsta þríðjudag." Þrátt fyrir þessa yfirlýs- ingu halda vangaveltur áfram í breskum fjólmiðlum um það hver taki við Arsenal og flestír teHa að nú falli öll vðtn til Dýrafjarðar hjá Wen- ger - hann verði næstí knatt- spyrnustíóri félagsins. Ekki minnkuðu líkurnar er Weng- er bætti við í samtali við áður- nefnt dagblað. „Arsenal er stórlið og því yrði það mikil áskorun fyrir mig að taka að við stiórn liðsins, eflaust su mesta sem ég hef fengið um ævina. Þess vegna er þetta verulega spennandi fyrir mig, en það er ekki sann- gjarnt að segja meira því ég hef ekkert tilboð fengið enn frá félaginu," sagði hinn 47 ára gamli Frakki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.