Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C tvgnuHaMfe STOFNAÐ 1913 185. TBL. 84. ARG. LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hart mætir hörðu í Seoul SeouL Reuter. RÓTTÆKIR námsmenn í stúd- entagörðum við Yonsei-háskóla í Seoul í Suður-Kóreu, 3.600 tals- ins, veittu fjölmennu lögregluliði harða mótspyrnu, er það gerði í gær tilraun til að handtaka þá. Þeir bera andlitsgrímur til að verjast táragasi. Námsmennirnir hafa staðið fyrir kröfugöngum í nafni sam- einingar Norður- og Suður- Kóreu. Sljórnvöld þar tetfa náms- mennina sýna málstað komniún- ista í Norður-Kóreu stuðning með aðgerðum sínum. Þriðja tilraun Þetta var þriðja tilraun lög- reglunnar í röð til að binda enda á ólæti námsmannanna. Tals- maður lögreglunnar sagði að ekki hefði heldur í þetta sinn tekizt að knýja þá til uppgjafar. Lögreglan hafði með allt að 15.000 manna liði setið um stúd- entagarðana í meira en tvo daga. Eftir hina árangurslitlu innrás í gær, sem varði í nokkr- ar klukkustundir, dró hún sig til baka. Lebed krefst þess að Kúlíkov verði vikið frá Moskvu. Reuter. ALEXANDER Lebed, yfirmaður rússneska öryggisráðsins, sakaði í gær Anatolí Kúlíkov, innanríkisráð- herra, um að eiga sök á óförum rúss- neska hersins í Tsjetsjníju og krafð- ist þess að honum yrði vikið frá. Lebed kvaðst vera að undirbúa áætlun um ráðstafanir til að binda enda á stríðið í Tsjetsjníju og ætla að leggja hana fyrir Borís Jeltsín forseta bráðlega. „Þetta verður mjög róttæk áætlun sem verður ekki öllum að skapi, en ég ætla að knýja hana fram." Kúlíkov svarar fullum hálsi Kúlíkov brást ókvæða við um- mælum Lebeds og krafðist þess að hann tæki orð sín aftur. Hann kvaðst ætla að gera Jeltsín grein fyrir sjónarmiðum sínum og biðja forsetann um að taka afstöðu til þess hvort hann ætti að fara frá. „Það sem gerst hefur orsakaðist ekki af veikleika í innanríkisráðu- neytinu heldur veikleika yfirvalda," sagði Kúlíkov. Segir innanríkisráðherrann eiga sök á óförum hersins í Tsjetsjníju Lebed sagði að öfl í Moskvu reyndu að koma í veg fyrir að hann gæti náð samkomulagi um frið í Bosníu og sagði að þeim myndi ekki takast það. „Allir sem verða í vegin- um verða reknir," sagði Lebed á blaðamannafundi eftir að hafa lofað að nafngreina þá sem hann teldi eiga sök á því að stríðið héldi áfram. Kúlíkov tók við embætti innanrík- isráðherra fyrir átta mánuðum og Lebed sagði að á þessum tíma hefðu tsjetsjenskir aðskilnaðarsinnar kom- ist upp með að ráðast tvisvar inn í Grosní. „Innanríkisráðherra Rúss- lands gegndi ekki skyldum sínum. Ég er fullviss um að hann getur ekki haldið embætti sínu lengur." Tugir þúsunda manna hafa beðið bana frá því Rússar sendu hersveit- ir til Tsjetsjníju í desember 1994 til að kveða niður uppreisn aðskiln- aðarsinna. Heimildarmaður í rúss- Kúlíkov Lebed neska hernum kvaðst telja að 265 rússneskir hermenn hefðu fallið og rúmlega 1.000 særst í árás Tsjetsj- ena á Grosní sem hófst fyrir tíu dögum. Herinn óánægður Lebed hefur farið í tvær stuttar ferðir til Tsjetsjníju á síðustu dögum og hlé varð á bardögunum í Grosní eftir að hann hóf friðarumleitanirn- ar. Leiðtogar aðskilnaðarsinnanna léðu því máls að semja um frið en yfírmenn rússnesku hersveitanna virtust taka friðarumleitunum Lebeds fálega. ígor Rodíonov, varnarmálaráð- herra, sagði í blaðaviðtali á dögun- um að hershöfðingjar ættu ekki að hafa afskipti af stjórnmálum og ummæli hans voru túlkuð sem gagn- rýni á Lebed, sem er fyrrverandi hershöfðingi. Staníslav Kavún hershöfðingi, næstæðsti yfirmaður hersveitanna í Tsjetsjníju, gekk lengra í gagnrýn- inni á friðarumleitanirnar í gær. „Tilraunir hersveita innanríkisráðu- neytisins og varnarmálaráðuneytis- ins til að sigra óvininn hafa nú ver- ið gerðar að engu," sagði hann. „Uppreisnarmennirnir hafa fyrir reglu að virða ekki samninga. Á hverjum degi fjölgar í liði þeirra," sagði hershöfðinginn og bætti við að átta hermenn innanríkisráðu- neytisins hefðu fallið á fimmtudags- kvöld. „Hvernig er hægt að semja við slíka menn?" Dole hefur kosn- ingabaráttuna San Diego. Reuter. BOB DOLE tókst í fyrrakvöld formlega á hendur forsetafram- boð fyrir bandaríska Repúblik- anaflokkinn og í gær hóf hann kosningabaráttuna fyrir alvöru. Dole varði það heit sitt að minnka skatta og sagðist ekki hafa lofað slíku ef hann væri ekki viss um að það mætti nást án þess að það kæmi niður á almannatryggingakerfinu og heilsugæslunni. Samkvæmt niðurstöðum skoð- anakönnunar sem sjónvarpsstöð- in CNNog dagblaðið USA Today birtu í gær hefur flokksþing repú- blikana, sem lauk í fyrrakvöld, ekki minnkað forskot Bills Clint- ons svo neinu muni, en það er enn um ellefu af hundraði. Könnunin var gerð áður en Dole flutti lokaræðu sína í þing- inu, en stjórnmálaskýrendur segja það hafa verið mikilvæg- ustu ræðu stjórnmálaferils Doles, og geta ráðið úrslitum um hvort honum tækist að fá kjósendur á sitt band. ¦ Boðar tengsl/16 . . ú ^^HRS^^H^I ^M^^^L f|^H *• jf^'~- á d ^fe^ "^^^ ^^^ "^""^^ -"¦'•••¦-:•••' W7& l^^Jsm0 mm^. -. ^J^J Reuter ÆTTINGJAR Kýpur-Grikkjans, sem skotinn var til bana á mið- vikudaginn, votta honum hinztu virðingu. Kýpur- Grikkir syrgja Níkósía. Reuter. MIKIL spenna var í loftinu, þegar þúsundir syrgjandi Kýpur-Grikkja fylgdu til grafar unga manninum, sem tyrkneskir hermenn skutu til bana fyrr í vikunni. Útförin fór fram eftir að skugg- sýnt var orðið, þó það samrýmist ekki hefðum grísku rétttrúnaðar- kirkjunnar. Var það liður í viðleitni stjórnvalda til að hindra að til enn frekari árekstra kæmi. Fjölmennt lögreglulið var við öllu búið á með- an á útförinni stóð og kom í veg fyrir að hin fjölmenna líkfylgd gæti komist inn áð „grænu lín- unni" sem hefur skipt eynni allt frá innrás Tyrkja árið 1974. Reiði í Grikklandi Hinn 26 ára gamli Solomos Solomos var skotinn þegar hann gerði tilraun til að draga niður fána Kýpur-Tyrkja á hlutlausa svæðinu milli Norður- og Suður-Kýpur á miðvikudaginn. Atvikið olli hneykslan víða um heim, en tyrk- neska stjórnin réttlætti viðbrögð hermanna sinna. Mikil reiði er ríkj- andi í Grikklandi yegna málsins; æstur múgur réðst í gær á margar tyrkneskar ræðismannsskrifstofur. Forsætis- og utanríkisráðherrar Grikklands halda í heimsókn til Kýpur í dag til að freista þess að draga úr spennu á eynni. ¦ Engin lausn/14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.