Morgunblaðið - 17.08.1996, Side 2

Morgunblaðið - 17.08.1996, Side 2
2 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell Flóttafólki á ísafírði gengur vel Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga Kaupir húseign- ir Ragnaborgar Hundar taldir hafa bitið fé FIMM lömb hafa fundist bitin af vargi í Seljadal á Mosfellsheiði. Talið er að lömbin hafi verið bitin af hundi eða hundum. Fimmta lambið fannst bitið sl. fimmtudag og var því lógað. Vön grenjaskytta verður látin vakta svæðið yfir helg- ina. Margir sumarbústaðir eru á þessu svæði, en ekki er talin hætta á því að hundurinn eða hundarnir séu hættulegir fólki. Haukur Níelsson, dýraeftirlits- maður í Mosfellsbæ, er með tvö lömb heima hjá sér sem hann sagði að fengju að lifa. „Við vitum ekki hvenær þau voru bitin. Lambið sem fannst á fímmtu- dag var lifandi en sárið hefur verið 7-10 daga gamalt og orðið maðkað. Það er alveg vitað mál að hérna eru hundar á ferðinni. Ótal sögur eru til um það að hundar fari í fé. Mér skilst að þeir hætti ekki ef þeir á annað borð hafa farið í fé. Líklega er mun meira um þetta en menn gera sér grein fyrir.“ Haukur sagði að tveir hundar hefðu týnst fyrir nokkru í Mos- fellsbæ og sést hefði til þeirra og þriðja hundsins þarna á svæðinu og sá hefði engum hlýtt. „Mér skilst að ef hundar gera þetta viti þeir upp á sig skömmina og verði mjög styggir. Þeir láta ekki ná sér á svæðinu. Það verður eitthvað gert í málinu og í raun eru hundarnir réttdræpir." -----»-■»■ *--- 25 bruggmál á þessu ári LÍF fjölskyldnanna sex frá fyrr- um Júgóslavíu er farið að kom- ast í fastar skorður eftir tæp- lega þriggja vikna búsetu hér á landi. ísfirðingar hafa tekið vel á móti fólkinu, sem hefur komið sér ágætlega fyrir og eru fjórir þeirra þegar komnir í vinnu. Allir nýju íslendingarnir hófu íslenskunám í síðustu viku, bæði börn og fullorðnir og að sögn kennaranna eru þeir mjög áhugasamir. Hér eru Aleksand- ar Kospenda, 6 ára, og Vu- kosava Hrkalovic, 9 ára, á leið í skólann. Þau skemmta sér vel, þrátt fyrir að vindurinn hafi snúið regnhlífinni upp í loft og hún geri lítið gagn í þessari stöðu. KAUPFÉLAG Fáskrúðsfirðinga hefur keypt húseignir Ragnaborg- ar á Fáskrúðsfirði. Félagið hefur hafið vinnu við að tvöfalda frysti- getu í húsunum og uppsetningu frystiklefa með það í huga að stór- auka vinnslu á síld og loðnu. Frosti hf. á Súðavík keypti hlutabréfin í Ragnaborg hf. sem er eigandi meirihluta þeirra hús- eigna sem Goðaborg hf. á Fá- skrúðsfirði hafði starfsemi sína í fyrir gjaldþrot. Samkvæmt upplýs- ingum Auðuns Karlssonar, stjórn- arformanns Frosta hf., leit félagið á kaupin sem aðgöngumiða að vinnslu loðnu og síldar en hann segir að ekki hafi gengið upp að hefja þar vinnslu. Tók Frosti til- boði Búðahrepps í hlutabréfin í Ragnaborg. Kaupfélagið gekk síð- an inn í kaupin, að ósk hrepps- nefndar, og keypti auk þess hús- eign Goðaborgar sem Landsbank- inn hafði leyst til sín. Hvorki seljandi né kaupandi vildu upplýsa kaupverðið á hluta- bréfum Frosta í Ragnaborg en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er það um 3 milljónir kr. Aukin vinnsla á síld og loðnu Gísli Jónatansson kaupfélags- stjóri segir að kaupfélagið hafi í framhaldi af stofnun Loðnuvinnsl- unnar hf. hugsað sér að auka enn frekar vinnslu á loðnu og síld. Hugmyndin hafi verið að byggja við frystihús kaupfélagsins en niðurstaðan orðið að yfirtaka þess- ar eignir. Hann segir unnið að því að auka frystigetu í húsum Ragna- borgar úr 50 tonnum á sólarhring í 100 tonn og byggja stóran frysti- klefa í húsunum neðan götunnar. Með kaupum á þessum eignum og framkvæmdum þar tvöfaldast frystigeta kaupfélagsins, verður 200 tonn á sólarhring í stað 100 tonna. Gísli segir að einnig sé hug- myndin að nýta þessar eignir til söltunar á síld. ♦ ♦ ♦---- • • Okumaður lést eftir slys á Bú- staðavegi ÖKUMAÐUR bíls, sem lenti á ljósastaur á Bústaðavegi síðdegis á fimmtudag, er látinn. Bílnum var ekið inn á aðrein á Bústaðaveg þegar hann hafnaði á ljósastaur. Talið er að hann hafi lent í svokallaðri ökufleytingu, þ.e. þegar bílar fljóta í vatni í hjólför- um. Meiðsl mannsins voru ekki talin alvarleg í fyrstu en samkvæmt upplýsingum læknis komu síðar í ljós innvortis blæðingar sem leiddu til dauða hans á Landspítalanum aðfaranótt föstudags. Ekki er hægt að greina frá nafni mannsins að svo stöddu, .• FRÁ áramótum fram til 15. ágúst sl. komu til kasta lögreglunnar 25 mál vegna ólöglegrar framleiðslu og dreifingar á landa. Á þessu tímabili var lagt hald á rúmlega 1.000 lítra af landa, 8.300 lítra af gambra og 14 suðutæki. Starfsemi 14 bruggverksmiðja var stöðvuð en í 11 tilvikum hafði lögreglan afskipti af þekktum landasölumönnum. 19 þessara mála voru í Reykjavík og sex í nágrannabyggðarlögum. Níu af bruggverksmiðjunum fjórtán voru í Reykjavík og fimm í nágranna- byggðarlögum. Dregið hefur úr framboði á landa til unglinga sem var áberandi áður fyrr. Þess í stað hefur borið á því að reynt sé að koma landanum á markað í gegnum veitingahúsin. Lögreglan ætlar að veita þessum afbrotum aukna athygli á næstunni í tengslum við upphaf skólaársins. Sáttatilraunir í heilsugæslu- deilu bera engan árangur Bandalag háskólamanna gerir athugasemd við launasamanburð lækna SAMNINGANEFNDIR heilsu- gæslulækna og ríkisins voru kallað- ar á fund hjá ríkissáttasemjara kl. 13 í gær. Enginn árangur varð af fundinum og kom ekkert nýtt fram sem gefur vonir um að viðræður geti hafist á ný, að sögn Þóris Ein- arssonar ríkissáttasemjara. Sáttasemjari ræddi við samn- inganefndirnar hvora í sínu lagi í Bankar og sparnaður heimilanna Hver er aðal viðskiptabanki þinn? (Samtals 108,3%, sumir nefndu fleiri en einn) ^28,2% Landsbankinn íslandsbanki Sparisjóður Búnaðarbanki Heldur þú utan um útgjöld, skuldir og sparnað heimilisins með skipulögðum hætti, t.d. með heimilisbókhaldi og greiðsluáætlun? Ert þú með tölvutengdan heimabanka? Leggurðu reglulega fyrir sparifé? 23,6% Hefurðu hugleitt sparnað ás.l. 12 mánuðurti? Þeir sem spara reglulega: Á hvaða reikningsform leggurðu fyrir sparifé? Spariskírteini ríkissjóðs | 152,9% 27,8% Verðbréfasjóður 114,5% . Húsnæðisspamaðanreikn. 5,3% Nefna þrjá/fjóra kosti BBH 5,3% «b IfSy Æm& (Samtals 105,8%, þeirsem nefndu tvo kosti taldir á báðum stöðum) NEYSLUKÖNNUN FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR 1996. Úrtak 1.200 manns, 882 svöruðu. ÞÝÐI neyzlukönnunarinnar, þ.e. sá hópur þjóðarinnar sem úrtakið var tekið úr.eru allir Islendingar á aldrinum 14-80 ára. Þettá eru 185.173 einstaklingar, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Isl. Hvert prósentustig í könnuninni samsvarar þvl um 1.850 manns. Taka verður tillit til skekkjumarka, sem eru á niðurstöðum í könnun sem þessari, þegar prósentustig eru umreiknuð í mannfjölda. um þtjár klukkustundir og sleit svo fundi. Ákvað hann að boða deiluað- ila aftur á fund sinn næsikomandi mánudag kl. 15. Ágreiningur kom upp milli samn- inganefndanna í gær vegna launa- samanburðar, byggðum á athugun Bandalags háskólamanna, sem for- ysta Læknafélags íslands dreifði til fjölmiðla á fimmtudag en heilsu- gæslulæknar eru félagar í BHM. Gengu bréfasendingar á milli fund- arherbergja samninganefndanna í húsnæði ríkissáttasemjara, að sögn Gunnars Inga Gunnarssonar, for- manns samninganefndar LÍ. Læknar halda því fram að laun þeirra hafi dregist verulega aftur úr viðmiðunarhópum innan BHM frá árinu 1982. Föst laun hjúkrun- arfræðinga, presta, dómara og verkfræðinga séu í dag a.m.k. tvö- falt hærri en föst mánaðarlaun lækna, sem séu um 86 þús. kr. að meðaltali. Ekki hægt að bera hópana fyrirvaralaust saman BHM sendi í gær frá sér athuga- semd og leiðréttingar vegna þessa samanburðar lækna, þar sem bent er á að ekki sé hægt að bera fyrir- varalaust saman mánaðarlaun eða föst laun þessara hópa eins og læknar hafa gert. Um vinnuskjal hafi verið að ræða „sem ekki var ætlað til opinberrar birtingar...“ segir í athugasemd BHM. „Taflan var unnin fyrir heilsu- gæslulækna vegna samningavið- ræðna þeirra og skv. forsendum þeirra," segir í athugasemdunum. Bent er á að borin séu saman lægstu og hæstu mánaðarlaun skv. kjara- samningi, kjaradómi eða kjaranefnd en hvorki meðallaun né dæmigerð mánaðarlaun sem e.t.v. lýsi kjörun- um betur. „Bæði prestar og heilsugæslu- læknar fá að auki greiðslur skv. gjaldskrá fyrir verk sín innan dag- vinnumarka en ekki dómarar, hjúkrunarfræðingar og verkfræð- ingar. Þess vegna er ekki hægt að bera saman fyrirvaralaust milli hóp- anna tölur yfír mánaðarlaun," segir m.a. í athugasemdum BHM. Átta ríki innan Norðurheimskautsráðs Stofnfundur boðaður í haust STOFNFUNDUR Norðurheim- skautsráðsins hefur nú verið boðað- ur með formlegum hætti af hálfu ríkisstjómar Kanada. Að sögn Jóns Egils Egilssonar, skrifstofustjóra alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins, verður ráðið stofnað í New York hinn 19. september næstkom- andi, í tengslum við setningu alls- heijarþings Sameinuðu þjóðanna. Áðild að Norðurheimskautsráð- inu munu eiga norrænu ríkin fímm, Rússland, Kanada og Bandaríkin. Stofnun ráðsins hefur verið í undir- búningi um nokkurra ára skeið og hefur Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra beitt sér mjög fyrir henni á vettvangi norræns samstarfs. Stofnun ráðsins hefur verið seink- að tvisvar; áformað var að halda stofnfund í marz síðastliðnum í Inu- vik í Kanada og síðar var ráðgert að stofna ráðið í Ottawa 9. júlí síð- astliðinn, að viðstöddum utanríkis- ráðherrum allra aðildarríkjanna. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur það einkum verið ágreiningur um fyrirkomulag á þátttöku samtaka frumbyggja í störfum ráðsins, sem hefur tafið stofnun þess. Einnig hafa Banda- ríkin viljað takmarka umfang ráðs- ins meira en önnur aðildarríki. Náðst hefur málamiðlun og er ætl- unin að nota tækifærið, er utanrík- isráðherrar heimskautsríkjanna koma til allsheijarþingsins og skrifa undir stofnyfírlýsingu Norðurheim- skautsráðsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.