Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Mánaðartekjur landverkafólks í ASÍ á 1. ársfjórðungi Kaupmáttur hefur aukist um 4,7% GREITT tímakaup landverkafólks innan ASÍ hækkaði um 6,4% frá fyrsta ársfjórðungi 1995 til fyrsta ársfjórðungs 1996 en á þessu tímabili var gengið frá nýjum kjarasamningum á vinnumarkaði. Neysluverðsvísitala hækkaði um 1,9% á sama tímabili, þannig að kaupmáttur greidds tímakaups í dagvinnu jókst um 4,4%, að því er kemur fram í launakönnun Kj ararannsóknarnefndar. Mánaðartekjur landverkafólks í fullu starfi hækkuðu að meðaltali um 6,9% á ofangreindu tímabili og kaupmáttur mánaðartekna jókst því að meðaltali um 4,7%. Þetta er talsvert meiri hækkun en á greiddu tímakaupi og stafar það af því að vinnutími hefur lengst að meðaltali um 0,6 stundir á viku. Tímakaup afgreiðslukvenna hækkaði mest Samkvæmt úrtaki kjararann- sóknarnefndar hækkaði greitt Fékk lík í trollið LÖGREGLUNNI í Keflavík var síðdegis á fimmtudag tilkynnt að báturinn Haförn hefði fengið lík í trollið, 1,8 sjómílur norður af Garðsskaga. Báturinn kom með líkið til Keflavíkur þar sem strax var hafist handa við að reyna að bera á það kennsl. í gær var það flutt til Reykjayíkur til krufningar. Rannsóknin beinist að því hvort um geti verið að ræða lík af Leif Johan Carisson, 26 ára gömlum sænskum manni, sem féll útbyrðis af Gylli fyrir rúmri viku. tímakaup afgreiðslukvenna mest frá 1. ársfjórðungi 1995 til 1. árs- fjórðungs 1996 eða um 9,5%. Tímakaup verkafólks og skrif- stofukvenna hækkaði um 6,2-8,6% og tímakaup afgreiðslu- og skrif- stofukarla um 5,3 og 5,7%. Tíma- kaup iðnaðarmanna hækkaði minnst á tímabilinu, eða um 4,1%. Launabreytingar meðal ASÍfólks4-13% Kjararannsóknarnefnd skoðaði einnig sérstaklega launabreyting- ar þeirra einstaklinga sem voru í úrtaki nefndarinnar bæði á 1. árs- fjórðungi 1995 og aftur 1996 til að draga úr skekkjuáhrifum.' Þá kom í ljós að launabreytingar meðal ASÍ fólks voru á bilinu 4-13% en algengustu hækkanirnar voru 5% og 8%. Algengasta hækk- un meðal verkafólks var 8-9%, 8-10% meðal afgreiðslukvenna en 5% hjá skrifstofukonum. AF BAKKANUM til vinstri hurfu tvenn handjárn, þ.e. járnin neðst til vinstri og efst til hægri og lyklarnir fremst á bakkanum. Lyklum að lög- reglustöð stolið BROTIST var inn í sýningarskáp í Arbæjarsafni fyrir skömmu og stolið þaðan munum, sem voru á sýningu Lögreglufélags Reykja- víkur, sem þar hefur staðið í sum- ar. Um er að ræða fímm pör af handjárnum, fjögur erlend, bæði gömul og nýleg, og ein sérsmíðuð íslensk; þrjá lykla að gömlu lög- reglustöðinni í Vestmannaeyjum, sem einnig eru íslensk sérsmíði; bandaríska herlögregluflautu með fest ingu og tvær litlar lögreglu- kylfur sem eru minjagripir, önnur frá Nýja Sjálandi og hin frá 50 ára afmæli Lögreglufélags Reykjavík- ur. Allir þessir gripir eru í einka- eign og voru lánaðir safninu til sýningar. Að auki var tekin lögregluflauta af einkennisbúningi umferðarlög- reglu, sem þarna er til sýnis. Starfsfólk Arbæjarsafns og Lög- reglufélag Reykjavíkur skora á þann sem tók gripina að skila þeim. Viðkomandi getur annaðhvort póstsent hlutina á Arbæjarsafn eða komið skilaboðum til skrifstofu safnsins um það hvar hlutirnir eru. Framkvæmdir hafnar við aðkomu að nýbyggingum við Efstaleiti Aðkoma gerð að fjórum stofnunum FRAMKVÆMDIR við aðkomu að fyrirhuguðum nýbyggingum við Efstaleiti 3, 5, 7 og 9 eru hafnar. Kynning á breyttri afmörkun lóð- anna stendur yfir í sýningarsal Borgarskipulags og byggingar- fulltrúa til 27. ágúst nk. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, segir ónauðsynlegt að bíða eftir að kynningunni ljúki því ekki sé um breytingu á deiliskipulagi að ræða. Alltaf hafi verið gert ráð fyrir stofnunum með aðkomu frá Efstaleiti á lóðinni. Eina breyting- in felist í því að ekki sé lengur gert ráð fyrir nýbyggingum á veg- um Ríkisútvarpsins. Athugasemd- ir íbúa í nágrenninu voru lagðar fram í borgarráði 9. júlí sl. íbúarnir segjast hafa áhyggjur af umferðarþunga í tengslum við fyrirhugaðar nýbyggingar og óska eftir að lóðimar verði áfram úti- vistarsvæði fyrir hverfið. „í hugum íbúanna hafa fyrir- hugaðar byggingarframkvæmdir eingöngu miðast við hugsanlega stækkun Útvarpshússins í norður en aldrei að svæðið allt yrði lagt undir byggingar fyrir atvinnu- rekstur. Þá er starfsemi heilsu- gæslustöðvar og annarra aðila sem fengið hafa vilyrði fyrir lóð.um á þessu svæði í eiigu samræmi við þá starfsemi sem Ríkisútvarpið rekur," segir í bréfi íbúanna. Aætlanir um umferðarþunga óbreyttar Borgarráð vísaði bréfi íbúanna til umsagnar borgarverkfræðings og borgarskipulags. í umsögn hins fyrrnefnda er tekið fram að um- ferð verði álíka mikil að lóðunum og gert hafi verið ráð fyrir í tengsl- um við hugmyndir um nýbygging- ar á vegum útvarpsins. Áætlað sé að umferð um Efstaleiti, næst Listabraut, aukist um 20% og umferð á Listabraut austan Efsta- Ieitis um 5%. Um byggingaframkvæmdir segir, að ljóst sé að nokkurt rask verði á meðan á byggingafram- kvæmdum standi og verði að sjá til þess, að fyllsta öryggis sé gætt á þeim tíma. Breytingin á nýtingu lóðarinnar auki hættuna þó varla svo nokkru nemi. Hins vegar sé æskilegt að stuðla að því að fram- kvæmdum ljúki sem fyrst á öllum 4 lóðunum. í umsögn Borgarskipulags er vísað í umsögn borgarverkfræð- ings varðandi umferðarþunga. Borgarráð hefur samþykkt um- sagnirnar og telur ekki ástæðu til að taka tillit til athugasemda íbú- anna. Einni lóð óráðstafað Ingibjörg Sólrún minnti á að. ekki væri um breytingu á deili- skipulagi að ræða. Deiliskipulag gerði ráð fyrir stofnunum á lóð- inni með aðkomu frá Efstaleiti. Eina breytingin fælist í því að útvarpið hefði ekki talið sig þurfa á allri lóðinni að halda og því skil- að hluta hennar við Listabraut aftur til borgarinnar. Nú er gert ráð fyrir að lóðinni sé skipt niður í fjórar smærri byggingarlóðir. Byggingarfulltrúi hefur þegar staðið fyrir grenndarkynningu á byggingu heilsugæslustöðvar á horni Listabrautar og Efstaleitis. Efstaleiti 3 hefur enn ekki verið úthlutað. SÁÁ hefur verið úthlut- uð lóðin Efstaleiti 7 og RKÍ lóðin Efstaleiti 9. Á kynningu Borgar- skipulags og byggingarfulltrúa á breyttri afmörkun lóðanna er sýnd tillaga sem hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um skrifstofuhús Morgunblaðið/Þorkell FRAMK VÆMDIR eru hafnar við aðkomu að fyrirhuguðum nýbyggingum við Ef staleiti. Breytt fyrirkomulag lóða við Efstaleiti Efstaleiti 43.915 m2 3- 1 Heilsugæslu B' 1 stöð s 1 9 e' 3 / 1 1 3.329/1)2 | 3 ? s 9' C 5 3 2.372 m2 1 §• 9 r Hé a/e/t, S.A.A. 2.200 m2 ¦« R.K.I. 'só 9 2.500 m2 raut Samningur um æðri menntun \ MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef- ur fengið heimild ríkisstjórnarinnar til að undirrita Norðurlandasamn- ing um aðgang að æðri menntun. Að því er stefnt að samningur- inn, er gildir í þrjú ár, verði undir- ritaður í Kaupmannahöfn 3. september nk. og að hann komi til framkvæmda 1. janúar nk. Samningur þessi kemur í stað fyrri samnings um sama efni er gerður var til tveggja ára 1994. Meginatriði samningsins er að allir norrænir stúdentar hafi jafnan aðgang að öllum háskólum á Norð- urlöndum. í samningnum eru ákvæði um greiðslukerfi sem Dan- mörk, Finnland, Noregur og Sví- þjóð munu taka upp sín á milli. Samkvæmt þessu kerfi skulu þau ríki er senda frá sér fleiri stúdenta en þau taka á móti greiða ákveðið gjald fyrir mismuninn. ísland verð- ur undanþegið frá þessum ákvæð- urm Á gildistíma samningsins næstu þrjú ár verður metið hvort hags- munum íslands af samningnum yrði betur borgið með þátttöku okkar í greiðslukerfmu. ? ? ? RKÍ. Nýju lóðirnar ná samtals yfir 10.483 fm svæði og minnka lóð útvarpshússins um 12.200 fm. Byggingarnar verða allt að 4 hæða háar. Að sögn Ingibjargar er nýting lóðarinnar hin sama og gert hafði verið ráð fyrir. „Þarna er geit ráð fyrir fjórum lóðum en byggingar- magnið er ekki aukið frá því sem gert var ráð fyrir á þeim uppdrátt- um sem áður höfðu legið fyrir. Á sínum tíma hafði verið reiknað með talsvert mikilli uppbyggingu þarna í þágu útvarpsins," sagði hún og tók fram að þó svo ekki væri verið að gera breytingar á deiliskipulagi hefði hún farið fram á að framkvæmdirnar yrðu kynnt- ar svo almenningur gæti áttað sig á hvernig svæðið kæmi til með að líta út í framtíðinni. Sigurður G. Tómasson endurráðinn HEIMIR Steinsson útvarpsstjóri tók í gær þá ákvörðun að Sigurður G. Tómasson sem gegnt hefur stöðu dagskrárstjóra Rásar 2, verði endurráðinn til næstu fjögurra ára. Meirihluti útvarpsráðs studdi ráðn- ingu Lilju Á. Guðmundsdóttur í starfið, en 13 sóttu um stöðuna. Heimir kvaðst í samtali við Morgunblaðið hafa tekið þessa ákvörðun á grundvelli starfa Sig- urðar seinustu fjögur ár, en þar hafi hann staðið sig með sóma. „Þarna voru að vísu margir góðir kostir í boði, en enginn áberandi betri en Sigurður, þannig að mér þótti eðlilegast að framlengja hans ráðningu um fjögur ár," segir Heimir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.