Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR17.ÁGÚST1996 5 FRETTIR Alvarlegt ástand vegna skertrar læknisþjónustu víða á landsbyggðinni og öryggisleysis gætir ÁSTAND í heilbrigðisþjónustunni er víða á landinu orðið mjög alvarlegt að sögn hjúkrunarfólks. Gætir orðið mikils öryggisleysis meðal íbúa í læknislausum héruðum. Nokkur bráðatilfelli hafa komið upp á stöð- um þar sem hefur verið læknislaust. Að sögn Esterar Þorvaldsdóttur, hjúkrunarfræðings á heilsugæslu- stöðinni á Höfn, hefur reynst nauð- synlegt að senda fólk með sjúkra- flugi og einnig með áætlunarflugi á sjúkrahús í Reykjavík vegna sjúk- dóma eða slysa, sem hjúkrunarfólk hefur ekki getað sinnt. Slasaðist alvarlega á fæti í sláttuvél Síðastliðinn fimmtudag lenti kona á Þórshöfn með fót í sláttuvél og slasaðist alvarlega. Læknislaust var á svæðinu en hjúkrunarfræðingur á staðnum sendi konuna með sjúkra- flugi til Akureyrar. Slysið átti sér stað daginn áður en læknir kom til Þórshafnar til að vera til taks í neyð- artilfellum. Skömmu eftir að læknir- inn kom á staðinn kom upp annað neyðartilvik og þurfti að senda við- komandi sjúkling til Reykjavíkur, skv. upplýsingum Matthíasar Hall- dórssonar aðstoðarlandlæknis. Læknir er nú kominn til Hafnar í Hornafirði en hann mun eingöngu sinna neyðartilfellum. Þrír hjúkrun- arfræðingar starfa á heilsugæslu- stöðinni, auk ljósmóður, og skiptast þær á um að sinna bakvöktum og „Fólk bíður með sína krankleika" neyðarvöktum eftir lokun stöðvar- innar. „Við efumst ekki um að stór hóp- ur fólks sem kæmi til læknis ef hann væri á staðnum, heldur sig heima. Þar getur verið um heimagigtar- sjúklinga og hiartasjúklinga að ræða og svo fólk með ýmsa kvilla sem hefði undir venjulegum kringum- stæðum leitað fyrir löngu til síns heimilislæknis," sagði Ester. Sigríður Karlsdóttir starfsmaður við lyfjaafgreiðslu á heilsugæslu- stöðinni á Vopnafirði segir að það sé farið að bera mikið á því að fólk sem er á föstum lyfjum vanti lyf. Læknar á sjúkrahúsinu í Neskaup- stað sinna beiðnum stöðvarinnar um endurnýjun lyfseðla og eru undir miklu álagi. Komi alvarleg tilfelli upp á Vopna- fírði þarf að fara langan veg til að fá læknisþjónustu, annað hvort á slysadeild sjúkrahússins á Seyðisfirði eða í Neskaupstað eða til Þórshafnar. Ungbarnaeftirlit og mæðraskoðun Hvorki læknir né hjúkrunarfræð- ingur voru til staðar á heilsugæslu- stöðinni á Hellu þegar haft var sam- band við stöðina eftir hádegi í gær. Læknarnir sögðu allir upp en hjúkr- unarfræðingur stöðvarinnar er að- eins í 60% starfi og er því ekki allt- af til staðar. „Fólk er afskaplega uggandi og krefst þess að eitthvað verði gert. Það getur ekki sætt sig við þetta ástand lengur. Það er líka alveg greinilegt að fólk bíður með sína krankleika heima," segir Dýrfinna Kristjánsdóttir, læknaritari og fram- kvæmdastjóri heilsugæslustöðvar- innar á Hellu. „Fólk sýnir líka ótrúlega þolin- mæði og skilning. Apótekari og hjúkrunarfræðingur hafa reynt að sinna beiðnum um endurnýjun lyfja eftir því sem mögulegt er. Hjúkrun- arfræðingurinn hefur einnig sinnt ungbarnaeftirliti og mæðraskoðun," sagði hún. Ein á sólarhringsvöktum í hálfan mánuð Umdæmi heilsugæslustöðvarinnar í Olafsvík er mjög stórt og íbúafjöld- inn á þjónustusvæðinu um 2.000. Ekkert sjúkrahús er í umdæminu en næsta sjúkrahús er í Stykkishólmi í 85 km fjarlægð frá Ólafsvík og á Akranesi í 165 km fjarlægð. „Við höfum bara haldið áfram að vinna og haft nóg að gera. Við reyn- um að leysa úr þeim vanda sem við erum í og að verða skjólstæðingum okkar að liði eftir því sem við best getum," segir Ingibjörg Árnadóttir, en hún er eini hjúkrunarfræðingur- inn á heilsugæslustöðinni. Ingibjörg hefur verið á sólarhringsvöktum frá því að heilsugæslulæknarnir létu af störfum 1. ágúst eða í rúmar tvær vikur. „Ég held þetta ágætlega út ennþá af því að ég hef verið svo lánsöm að hér hafa ekki mörg stórfelld bráðatilfelli komið upp og ég veit að ég fæ aðstoð hjúkrunarfræðinga um leið og ég óska eftir því," segir hún. „Á stöðinni er gott starfsfólk og við stöndum saman og vinnum sam- an. Ég hef jafnframt gott samstarf við lækna í nálægum byggðarlögum sem eru Grundarfjörður og Stykkis- hólmur. Einnig hef ég leitað til Akra- ness og höfum við þurft að aka þang- að með veikt fólk," segir Ingibjörg. „Það er ekkert annað en lán að hér hefur ekki orðið stórslys. Ég hef þakkað fyrir hvern dag sem hefur liðið án stóráfalla, því það sem mað- ur óttast helst þegar læknar eru víðsfjarri eru bráðatilfellin, eins og til dæmis alvarleg hjartaáföll og al- varleg slys," sagði hún að lokum. Haldinn var sameiginlegur fundur fulltrúa starfsfólks á heilsugæslu- stöðvum og sjúkrahúsum á Suður- landi með nokkrum þingmönnum kjördæmsins og aðstoðarlandlækni í gær til að fara yfir stöðuna sem upp er komin. Matthías sagði að ástandið væri mjög erfitt á Suðurlandi og þeir læknar sem vinna á Selfossi fái litla hvíld og séu orðnir mjög þreyttir. Starfshópur heilbrigðisyfírvalda hef- ur daglega samband við héraðs- lækna um allt land til að meta ástandið í heilbrigðisþjónustunni. i f ^tNZ//V Gullverðlaunahafinn í keppninni um: „Sparneytnasta bíl Evrópu" Suzuki Swift með 1,0 lítra vél eyddi aðeins 4,34 lítrum af bensíni að meðaltali á hverja 100 km. á 1500 krn. leið frá Bonn til Monte Carlo. Er þetta bíllinn fyrir þig: ? ISWIFT SUZUKI Afl og öryggi ] Algjor draumur -1 staðinn tynr „enn einn" notaðan bíl! (Á síðustu 12 árutn hafa 1.607 íslendingar keypt sér nýjan Suzuki Swift.) Allt þetta í l,31ítraSWIFTGLS 3-dvra handskiptum með 68 hestafla vél: Öryggi: Öryggisloftpúði í stýri, styrktarbitar í hurðum, krumpsvæði að framan og aftan, hemlaljós i afturglugga, dagljósabúnaður, rafstýrðir útispeglar, skolsprautur fyrir framljós, þurrka og skolsprauta á afturrúðu, barnalæsingar (5 dyra). Þægindi: Upphituð framsæti, tvískipt fellanlegt aftursætisbak, rafstýrð hæðar- stilling framljósa, hæðarstilling öiyggisbelta, samlæsingar á hurðum (5 dyra). ÍKK.a4().(KK>, Útvegum btlaldn tíl allt að 5 ára. * 1,S GX 5 dyra handskiptur á kr. 980.000. n^i^Af* Til afgreiðslu strax: • • Superior White Aleutian Blue Antares Red • • • • SUZUKI BILAR HF Skeifunnil7,108 Reykjavtk. Sítni 568 51 00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.