Morgunblaðið - 17.08.1996, Page 6

Morgunblaðið - 17.08.1996, Page 6
6 LAUGARDAGUR IV. ÁGÚST 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Almannagjá lokað um tíma í vikunni vegna töku auglýsingamyndar Ótækt eða eðlilegt? Er eðlilegt að nota Almannagjá til auglýs- ingagerðar? Um þetta eru skiptar skoðanir eins og Helgi Þorsteinsson komst að í gær er hann ræddi lokun gjárinnar við leiðsögu- mann, alþingismenn, framkvæmdastjóra auglýsingastofu, kvikmyndaframleiðanda og framkvæmdastjóra N áttúruvemdarráðs. Morgunblaðið/Halldór HORFT niður Almannagjá í átt að kvikmyndagerðarmönnum. í VIKUNNI var Almannagjá lokað í 1 'A dag vegna töku auglýsinga- kvikmyndar og segir Þórarna Jón- asdóttir, formaður Félags leiðsögu- manna, það ótækt að Almannagjá hafi verið lokað á miklum ferða- mannatíma. „Flestar hópferðir eru skipulagð- ar með margra mánaða fyrirvara og tíminn í ferðunum naumt skammtaður, þannig að jafnvel þó að við séum látin vita af lokunum einhverjum dögum áður getur þetta valdið leiðsögumönnum vandræð- um. Það er sagt að þetta verkefni skilji eftir miklar gjaldeyristekjur, en ég minni á að gjaldeyristekjur af ferðamönnum eru þær næst- hæstu á eftir fiskútflutningnum. Við getum ekki átt á hættu að ferðamenn fái ekki það sem þeir eru búnir að kaupa.“ Þórarna telur einnig að varasamt sé að nota Þingvelli til auglýsinga- gerðar. „Að vísu er sagt að Þingvell- ir þekkist ekki í þessari auglýsinga- mynd, en þetta skapar fordæmi sem við ættum að vera hugsandi yfir. Auðvitað er í lagi að nota Þingvelli í landkynningarskyni og þá er lögð áhersla á sögu staðarins og sér- staka jarðfræði en það er annað mál þegar verið er að auglýsa ein- hveijar vörur.“ Engar takmarkanir erlendis Olafur Ingi Olafsson er annar framkvæmdastjóri íslensku auglýs- ingastofunnar, fyrrverandi formað- ur samtaka norrænna auglýsinga- stofa 0g var stjórnarmaður í Evr- ópusamtökum auglýsingastofa. Hann segist ekki kannast við að neinar takmarkanir séu á notkun ákveðinna staða í auglýsingaskyni erlendis. „Eg hef bæði persónulega og faglega skoðun á málinu. Annars vegar finnst mér Þingvellir vera helg vé og vafasamt að nota staðinn í þessum tilgangi. Sama er að segja til dæmis um Bessastaði. Hins veg- ar finnst mér mikilvægt að við fáum svona auglýsingaverkefni á alþjóð- legum markaði. Forsvarsmenn Saga fílm segja að það hafi verið lykilatriði í því að þeir fengju verk- efnið að taka mætti á Þingvöllum og því trúi ég vel. Mér fínnst samt að hugsanlega hefði mátt finna annan stað þar sem aðstæður eru svipaðar, sérstaklega úr því Þing- vellir eiga hvort eð er ekki að þekkj- ast í myndinni." Bláar og gular úlpur á tökustað Snorri Þórisson, formaður Sam- bands íslenskra kvikmyndafram- leiðenda, segir ekkert athugavert við gerð auglýsinga á Þingvöllum. „Ef vel er gengið um finnst mér að það eigi að vera hægt að mynda nokkuð fijálst. Mér finnst engu máli skipta hvort Þingvellir þekkist í mynd eða ekki. Þeir eru ófáir stað- irnir í heiminum sem notaðir hafa verið í bílaauglýsingum og ég veit ekki betur en að það hafi verið at- hugasemdalaust.“ Eins og fram kom í blaðinu í gær greiddu kvikmyndagerðamenn í Almannagjá 350 þúsund til gerðar örnefnakorts af Þingvöllum. Snorri segir slíkar greiðslur óeðlilegar. „Þetta tíðkast sums staðar, til dæm- is í Bandaríkjunum, en þá er það vegna notkunar á landi í einkaeigu og mér finnst engin þörf á að við tökum alla ósiði upp eftir útlending- um. Ferðamenn þurfa ekki að greiða neitt fyrir að fara um landið og því ætti að borga fyrir að það sé notað í mynd? Það ætti að duga að leggja inn tryggingu ef hætta er á einhveijum náttúruskemmdum vegna kvikmyndatöku. Ég hef það sjálfur fýrir reglu að tala alltaf við landeigendur fyrir kvikmyndatöku og eins ræði ég við Náttúruverndarráð, hvort sem svæð- ið heyrir sérstaklega undir þá eða ekki. Lokunin á Almannagjá fínnst mér ekkert stórmál. Það er alltaf verið að loka einhveijum stöðum vegna framkvæmda eða viðgerða. Ef 150 ferðamenn í gulum og bláum úlpum eru að flækjast um tökustað er lítil von um vinnufrið." Reglur vantar Geir Haarde alþingismaður bendir á að oft hafi verið kvikmyndað á Þingvöllum áður. „Þar hafa verið reistir húsgaflar og fleiri mannvirki vegna kvikmyndatöku. Ég hef ekk- ert við þetta að athuga meðan vel er gengið um, og mér sýnist Þing- vallanefnd hafa staðið vel að öllu nú. Sennilega er þó þörf á að móta einhveijar almennar reglur og um- gjörð um þetta. Margrét Frímannsdóttir, þing- maður og foiTnaður Alþýðubanda- lagsins, tekur undir með Geir Haarde að móta þurfí reglur um kvikmyndatökur. „Mér fínnst óeðli- legt að fjársterk fyrirtæki geti notað Þingvelli á þennan hátt, þó það styrki kvikmyndaiðnað á Islandi og færi gjaldeyristekjur. Mér finnst að um Þingvelli ættu að gilda aðrar reglur en aðra staði. Einu tilfellin þar sem mér finnst rétt að nota Þingvelli í kvikmynd finnst mér vera þegar sérstaklega er verið að fjalla utn sögu staðarins og helgi hans. Hvernig viljum við selja landið Aðalheiður Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Náttúruverndarráðs, segir að kvikmyndagerðarfólk gangi nær undantekningarlaust vel um þjóðgarða og friðlýst svæði og sæki yfirleitt um leyfí fyrir tökum til Náttúruverndarráðs. „Við leyfisveit- ingar tökum við tillit til þess hver áhrif á umhverfið verði og einnig það hvort ferðamenn verði fyrir truflunum. Það er sjaldgæft að við neitum um leyfi, en við beinum kvik- myndatökunum stundum á ákveðnar leiðir eða tíma sem betur henta.“ Aðalheiður segir að Náttúru- verndarráð taki aldrei greiðslur fyrir myndatökur á svæðum í þess umsjá. „Þegar sérstaklega þarf að kalla út eftirlitsmann látum við kvikmynda- fólkið borga, en ef landvörður getur sinnt því kostar eftirlitið ekkert. Þegar sérstök hætta er á umhverfís- spjöllum látum við borga tryggingu sem dugar fyrir kostnaði á hugsan- legum lagfæringum." „Það er önnur hlið á þessu máli, sem að við tökum ekki afstöðu tii, en sem mér finnst að ætti að ræða. Það er hvernig við viljum selja land- ið okkar og hveiju við viljum tengja það. Viljum við til dæmis hafa Öxar- árfoss í bakgrunni áfengisauglýsing- ar?“ Borgarbókasafn Reykjavíkur Fæst útlán í desember Sjúkrahús og Heilsugæsla Patreksfjarðar Þjónusta skerðist ekki ÚTLÁN úr Borgarbókasafni Reykjavíkur árið 1995 voru fæst í desembermánuði, rúmlega 58 þús- und. Næstfæst útlán voru í júlí, um 65 þúsund, en flest voru útlánin í mars, rúmlega 89 þúsund. Alls voru útlán úr Borgarbóka- safninu 880.082 árið 1995, að því er fram kemur I ársskýrslu safns- ins, og er það rúmlega 4% aukning frá árinu áður. Útgefin bókasafns- skírteini á árinu voru 18.373, sem er svipaður fjöldi og árið 1994. Flest voru útlánin úr Aðalsafninu, um 236 þúsund, en fæst úr Seljasafni, tæplega 20 þúsund. Bókaeign Borgarbókasafnsins var í lok árs 1995 426.234 eintök. BÆJARSTJÓRN Vesturbyggðar og hreppsnefnd Tálknafjarðarhrepps áttu fund með Ingibjörgu Pálmadótt- ur, heilbrigðisráðherra, vegna fjár- hagsvanda Sjúkrahúss og Heilsu- gæslustöðvar Patreksfjarðar, í gær. Gísli Ólafsson, bæjarstjóri Vestur- byggðar, segir að sameiginleg niður- staða fundarins hafi verið að þjón- usta stofnananna yrði ekki skert en taka þyrfti á almennum rekstrar- vanda. Davíð A. Gunnarsson, ráðuneytis- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu sagði að haldið yrði áfram í samvinnu við bæjarstjórnina í Vesturbyggð að leita lausna á vanda sjúkrahússins, í samræmi við þær tillögur sem hefðu verið skoða Gísli Ólafsson sagði að sér hefði fundist fundurinn nauðsynlegur og gagnlegur. „Viljayfírlýsing ráðherra er í sjálfu sér ágætis niðurstaða enda er gert ráð fyrir verulegri þjón- ustuskerðingu í tillögum Sigfúsar Jónssonar," sagði hann og vísaði með því til tillagna Sigfúsar Jónsson- ar, rekstrarráðgjafa, um breytingar á rekstri stofnananna tveggja. Til- lögumar voru unnar fyrir heilbrigð- isráðuneytið og stjórn Sjúkrahúss Patreksfjarðar og miðuðu að því að lækka kostnað stofnananna um 12 til 13 milljónir á ári. Stjórn sjúkrahússins hafnaði til- lögunum og lagði nýjar tillögur fyrir ráðuneytið. Gísli sagði að tillögurnar gerðu ráð fyrir að ekki væri gengið lengra í sparnaði en hægt væri mið- að við óbreytta þjónustu. „Þeim leist ekki illa á hugmyndirnar og fannst þær svona í samræmi við sumt af því sem kom fram í skýrslu Sigfús- ar,“ sagði Gísli. Stjórn og ráðuneyti taka við Hann sagði að hópurinn hefði lát- ið í ljós að ekki væri hægt að ná fram meiri sparnaði en kæmi fram í tillögum stjórnarinnar og um 5 milljóna króna aukafjárveiting væri nauðsynleg. Ráðherra hefði ekki tek- ið afstöðu til fyrirspurnarinnar. Gísli sagði að nú tækju við viðræð- ur milli stjórnar sjúkrahússins og ráðuneytisins um hvernig hægt væri að ná endum saman. Uppselt í stúku á tónleika Blur MIÐASALA á tónleika bresku hljómsveitarinnar Blur sem haldnir verða í Laugardalshöll 8. september hefur gengið vel, að sögn Birgis Sigfússonar í Skífunni. Uppselt er í stúku og miða- sölu í stæði miðar vel áfram. Birgir segir að búast megi við því að uppselt verði á tón- leikana um miðja næstu viku og að um helgina muni miða- salan að öllum líkindum taka kipp. „Hinir eldri vilja tryggja sér stúkusæti, en hinir yngri vera í stæði,“ segir hann. „Eg myndi halda að stærsti hópurinn sem sæki tónleik- ana verði á bilinu 13 til 16 ára. Þegar Damon Albarn áritaði í Kringlunni var það sá aldur sem sótti þangað.“ Sjóprófum vegna Æsu frestað SJÓPRÓF hófust í Héraðs- dómi Vestfjarða á fimmtudag vegna _ kúfiskveiðiskipsins Æsu ÍS-87, sem sökk í Arnarfirði í lok síðasta mán- aðar. Að sögn Sonju Hreiðars- dóttur, setts héraðsdómara, komu þijú vitni fyrir réttinn á íimmtudag. Enn er eftir að leiða tvö vitni fyrir dómara, eitt á ísafirði og eitt í Reykja- vík, og var sjóprófum því frestað. Sonja segir að málið verði sent til framhaldsmeð- ferðar hjá Ríkissaksóknara, Rannsóknarnefnd sjóslysa og Siglingamálastofnun ríkisins þegar sjóprófum er lokið. Tveggjabíla árekstur í Kömbum ÁREKSTUR tveggja bíla varð í Kömbunum á Suður- landsvegi skömmu eftir há- degi í gær. Ekki urðu slys á fólki. Áreksturinn varð með þeim hætti að báðum bílunum var ekið í sömu átt og var annar að taka fram úr hinum. Sá sem hægar fór lenti úti í lausamöl og missti ökumað- urinn stjórn á honum með þeim afleiðingum að hann snerist og lenti á hinum bíln- um. Hjálmur bjargaði barni SJÖ ára gamalt barn slasað- ist lítillega á höfði þegar það hjólaði í veg fyrir bíl á Sel- fossi í gær. Óhappið varð á gatnamót- um Engjavegar og Sigtúns um hálftvöleytið. Lögregla telur að hjálmur, sem barnið var með, hafi bjargað því að ekki fór verr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.