Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Svona Þórarinn minn það er kominn tími til í öllu góðærinu að litli Jón og litla Gunna fái smá klink og kjötkraft í gutlið sitt ... Utgáfa hafin á ritröð um varðveislu gamalla húsa HÚSAFRIÐUNARNEFND ríkisins kynnti í gær útgáfu á fyrsta riti í væntanlegri ritröð um varðveislu, viðgerðir og endurbætur gamalla timburhúsa, og eru trégluggar við- fangsefni fyrsta ritsins. Þorsteinn Gunnarsson formaður Húsafriðunarnefndar segir að allt frá að nefndin var skipuð árið 1970, hafi verið margsinnis rætt, innan hennar og utan, um nauðsyn þess að gefa út rit til að leiðbeina húseig- endum, iðnaðarmönnum og arki- tektum og öðrum þeim sem sjá um og annast viðgerðir gamalla húsa. Traust hjálpargagn Ritröðin á að sögn Þorsteins að vera lesendum traust og haldgott hjálpargagn og verði hún notuð við kennslu. Kvaðst hann telja að út- gáfa af þessu tagi hafí í raun aldr- ei verið tímabærari en einmitt nú. „í fyrsta lagi hefur áhugi al- mennings á varðveislu gamalla húsa aukist svo mjög síðustu þrjá áratugi, að umræða sem áður ein- kenndist af því hvort ætti að varð- veita eða rífa gömul hús, snýst miklu frekar um það í dag hvernig á að varðveita þau. í öðru lagi hefur einnig fengist nægjanleg reynsla á ýmiskonar frágangskosti og notkun efna, þannig að unnt sé að vinsa frá þau ráð sem ekki duga og halda þeim á lofti sem það gera. í þriðja lagi er margt sem bend- ir til að nýbyggingamarkaður ís- lendinga sé brátt mettaður og aðil- ar muni á næstunni snúa sér í miklu ríkari mæli að viðhaldi og endurbótum þess húsakosts sem fyrir er," segir Þorsteinn. Hlutfall viðgerða lágt Hann bendir á í því sambandi að mikið hafi verið byggt hér frá lokum síðari heimsstyrjaldar og virðist teikn um að nýbyggingar hafi náð hámarki. Annars staðar á Norðurlöndum séu viðgerðir 80% framkvæmda en nýbyggingar 20%, en þetta hlutfall hafí verið öfugt hér til skamms tíma. Morgunblaðið/Ásdís ÞORSTEINN Gunnarsson formaður Húsafriðunarnefnd ar ríkis- ins kynnti fyrsta ritið í nýrri ritröð um viðhald og endurbætur gamalla húsa í gær. teikningar og hannaði útlit ritsins í samvinnu við ritstjóra. í ritnefnd eiga sæti fulltrúar Þjóðminjasafns, Árbæjarsafns, Brunamálastofnunar ríkisins, byggingardeildar borgarverkfræð- ings, Fræðsluráðs byggingariðnað- arins, Meistarfélags húsasmiða, Minjaverndar, Rannsóknastofnun- ar byggingariðnaðarins og Torfu- samtakanna. , Nú eru 350 timburhús friðuð hérlendis, þar af um 215 kirkjur. Magnús segir brýnt að þeir sem ráðist í viðgerðir á gömlu húsi og hafí ekki til þess nægilega þekk- ingu, grípi ekki til nærtækustu og ódýrustu lausnarinnar, að því er virðist. Dýrar og skaðlegar lausnir „Hún kann að verða dýrust þeg- ar upp er staðið og auk þess bæði tæknilega gölluð og skemmandi fyrir útlitið. Alltof oft er gert við hús af vankunnáttu og þekkingar- leysi," segir hann. Ritinu verður dreift í bókabúðir og til byggingafulltrúa um allt land. Á EINNI þeirra mynda sem birtist í fyrsta riti nefndar- innar, er sýnl. hvaða staðir á gluggum eru einkum við- kvæmir fyrir skemmdum. Magnús Skúlason framkvæmda- stjóri Húsafriðunarnefndar ritstýrir ritröðinni en við gerð ritsins um tréglugga vann Jon Nordsteien arkitekt, sem samdi texta, gerði Þýskur prófessor sæmdur fálkaorðunni Menningin selur fiskinn best PROF. Gert Kreutzer var sæmdur riddara- krossi hinnar ís- lensku fálkaorðu síðastlið- inn fimmtudag. Um árabil hefur hann stundað fræðistörf um ís- lenskar bókmenntir, forn- ar jafnt sem nýjar en áhuginn á íslandi vaknaði þegar hann 8 ára gamall skóladrengur las bækur Jóns Sveinssonar um Nonna. Fyrir hans tilstuðlan hafa fjölmargir íslenskir rithöfundar kynnt verk sín í Þýskalandi og fjöldi rit- verka verið þýddur á þýska tungu. Nánast ekkert er varðar Ísland er Prof. Kreutzer óviðkomandi en hann hef- ur meðal annars sagt að til að ná árangri í útflutningi eigi ís- lendingar að leggja meiri áherslu á menninguna. „Það er menning- in ykkar sem selur íslenska fisk- inn í Þýskalandi best". Hann er ritstjóri og útgefandi tímaritsins Island sem kemur út tvisvar á ári og fjallar um menn- ingarleg jafnt sem viðskiptaleg efni en auk þess situr hann í ritstjórn Skandinavistik. -Hvernig er kennslu í norrænu háttað við háskólann í Köln? „I deildinni er lögð sérstök áhersla á íslensk fræði, í boði er íslenskukennsla, í tvær náms- annir sem að meðaltali 25 nem- endur sitja. Helmingur þeirra stundar nám við skólann en hin- ir koma úr ýmsum geirum þjóð- félagsins, svo sem húsfreyjur, viðskiptamenn og ferðamenn á leið til íslands en þeir geta einn- ig leitað eftir upplýsingum um staðhætti á íslandi hjá okkur. íslenskur stundakennari kennir sex tíma á viku en því miður höfum við ekki enn sem komið er sendikennara við deild- ina eins norrænu deildirnar í Miinchen og Kiel hafa." -Hvaða gildi hefur íslensku- kennsla í þýskalandi? „Kennslan er mjög mikilvæg bæði fyrir okkur kennarana og auðvitað nemenduma. Með henni eflast tenglsin á milli land- anna en íslenskunemar hafa kost á að dvelja hérlendis í nokkra mánuði og skrifa lokaverkefni sín um bókmenntir." _______ -Hver er áhugi al- mennings á islenskri menningu? „Ég tel_ hann vera mikinn. íslensk-þýsk vinafélög eru starf- andi víða um land, í stærsta félagið með Prof. Gert Kreutzer ? Prof. Gert Kreutzer er fæddur árið 1940 í fyrrum Austur-Þýskalandi í borginni Glatz sem nú tilheyrir Pól- landi. Eftir síðari heimsstyrj- öldina flutti fjölskyldan til Vestur-Þýskalands. I háskólanum í Miinster og Tiibingen lagði hann stund á norræn fræði, latínu og þýsku og skrifaði síðan doktorsrit- gerð um kvæðagerð íslensku fornskáldanna. Við háskólann í Kiel var hann kennari í norrænum fræðum frá 1970 til 1990, síð- astu árin sem próf essor. Árið 1990 gerðist hann for- stöðumaður norrænu deildar- innar við háskólann í Köln og hefur starfað þar síðan. Hann situr í stjórn þýsk- íslenska vinafélagsins í Köln og stendur að árlegri íslands- ráðstef nu sem verður haldin í 24. sinn í haust. Dr. Kreutz- er er kvæntur Beate sem er kennari og eiga þau tvo syni. í Köln læra árlega 25 nemar íslensku Köln er um 400 meðlimi. Þeir sem fara einu sinni til ísiands gerast ævarandi ís- landsvinir, ólíkt því sem gerist þegar farið er í frí á sólarströnd. Stærsta útvarpsstöð landsins, Westdeutsche Rundfunk, hefur nokkrum sinnum flutt íslensk leikrit og í haust verður útvarpað frá ljóðalestri íslenskra skálda í Köln." -Hvernig gengur útgáfa á ís- lenskum ritverkum í Þýskalandi? „Það hefur gengið vel síð- astliðin tíu ár. Ég hef séð um útgáfu á sex verkum á undan- förnum sex árum og nú í haust koma út tvær bækur , ljóð eftir Snorra Hjartarson og Bréfbáta- rigningin eftir Gyrði Elíasson." -Hafa Þjóðverjar almennt áhuga á íslenskum bókmenntum? „Ljóðin virðast vera mun vin- sælli en sagnagerðin. Steinn Steinarr er til að mynda uppseld- ur í bókabúðum svo og Stefán Hörður Grímsson. Stór útgáfufé- lög hafa verið áhugasöm um ís- lenskt efni, til dæmis þýddi ég Svefnhjólið eftir Gyrði Elíasson sem Suhrkampf gaf út í fyrra. _______ í Horen, þýska bók- menntatímaritinu hafa einnig verið birt verk eftir íslenska höfunda. Þegar auglýstur er upplestur úr íslenskum skáldverkum er yf- irieitt fullt út úr dyrum, áhuginn virðist því vera gríðarlegur. -Af hverju telur þú að þýskir ferðamenn sæki í ferðir til ís- lands? „Ást þjóðverja á íslandi er gömul ást. Hún dofnaði meira að segja ekki í stríðinu. Þjóðverj- ar vilja vita bókstaflega allt um Island, blóm, steina og fjöll. Áhuginn virðist meira að segja vera að aukast þó það sé töluvert dýrt að ferðast hingað. Margir koma vegna landslagsins en ég tel að það hafi fyrst gildi þegar fólk þekkir íslendingasög- urnar, alla vega verður merking- in þá dýpri í hugum þess. Til dæmis segi ég við þjóðverja sem hafa sérstakan áhuga á íslenska hestinum að til að skilja hestinn betur verði þeir að lesa Hrafn- kels sögu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.