Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Atlantshafslaxinum h ^'iFÆREYIAR: \...•- { \ Lax frá noröurhluta EvrópU vex og dafnar á þessum ] slóbum áöur en fiann snyr , \ til baka til þess oð hrygna. j Hann er ekki yeiddur í net. Y íJ^r T \ / CRÆNLAND: Villturlax frá Bretlandi, ^ írlandi, Bandaríkjunum og ; Kanáda gengur til Crœnlands í œtisleit. Veibar í reknet stefna afkomu stofnsins ívoba. EVROPA Verndun Atlantshafslaxastofnsins Margir styrkja baráttu Orra UMHVERFISSAMTÖK, fyrirtæki, einstaklingar, veiðiréttareigendur og fleiri aðilar hafa styrkt baráttu Orra Vigfússonar til verndunar Atl- antshafslaxinum. Undanfarið hefur verið talsverð umræða um þessi mál í Bretlandi og vaklti athygli á dögunum þegar Ted Hughes, lár- viðarskáldið enska, Jackie Charlton, fyrrverandi landsliðsmaður Eng- lendinga í knattspyrnu og þjálfari norður-írska landsliðsins, og Jeremy Paxman, einn kunnasti sjónvarps- maður í Englandi, lýstu skoðunum sínum til stuðnings Orra. Þessir menn eru miklir áhugamenn um fluguveiði. I frétt Sunday Times nýlega segir að Orri Vigfússon, sem í fréttinni er kallaður margmilljónamæringur og ákafur laxveiðimaður, hafi árið 1989 aflað meira en einnar milljónar punda til þess að bæta sjávarútvegs- fyrirtækjum í Grænlandi þann skaða sem þau höfðu af því að hætta að veiða lax í net úr sjó. Orri sagði í samtali við Morgun- blaðið mikilsvert að þessir áhrifa- menn styddu sjónarmið hans. Hins vegar væri rangt í fréttinni að hann væri margmilljónamæringur. „Það er óheppilegt fyrir mig þegar svona vitleysa er sett fram,“ sagði Orri. „Það eru margir góðir menn sem hjálpa mér við þetta bæði hérlendis og erlendis. Stjórnvöld hér á landi hafa reynt að greiða mína götu,“ sagði hann. Aðspurður sagði Orri að ýmis umhverfissamtök, fyrirtæki, ein- staklingar, veiðiréttareigendur og fleiri aðilar hefðu látið fé af hendi rakna við alþjóðlega fjáröflun hans til verndunar Atlantshafslaxinum. Deild Alþjóðanáttúruverndarsamtak- anna World Wildlife Fund í Svíþjóð hefði styrkt samtökin lítillega. „David Packard Foundation styrkti mig myndarlega, og bandarísku umhverfísverndarsamtökin National Fish and Wildlife Foundation auk fjölmargra annarra samtaka hafa lagt fram fé,“ sagði Orri. „Ég lagði fram ítarlegar tillögur fyrir sjávarútvegsráðuneytið í Bret- landi í vor þar sem ég lýsti ýmsum stjórnunaraðferðum sem við Islend- ingar viðhefðum. Ég vildi taka upp kvótabindingu þannig að hægt yrði að kaupa og selja kvóta og við gæt- um þá notað peningana í það. Ráðu- neytið vildi hins vegar ekki taka undir þessar hugmyndir," segir Orri við Morgunblaðið. Stofninum hætta búin í frétt Sunday Times segir að Orri hafí keypt upp laxakvóta Græn- lendinga á hveiju ári frá 1989. Eitt sinn hafí Karl Bretaprins verið með- al gesta í kvöldverði þar sem söfnuð- ust 50 þúsund sterlingspund til þess- ara nota. í fyrra hafí Grænlendingar hins vegar ákveðið að veiða sinn kvóta og nú á þessu ári aukið kvóta sinn upp í 174 tonn. „Við höfum verið með kvöldverð- arboð víða um heim og yfirleitt kem ég þangað og flyt tíu mínútna er- indi. Þetta er þekkt fjáröfmnarleið. Þegar menn eins og Karl Bretaprins koma hefur það tilhneigingu til að verða áhrifaríkt svo að menn láti peninga af hendi rakna,“ segir Orri. MaxMara Haustsendingin komin frá Opið laugardag frá 12-15 Kl. 23-24 Einar Kristján Einarsson leikur á klassískan gítar. Þorsteinn J. Vilhjálmsson flytur ljóð með undirleik. Kvartett Tómasar R. Einarssonar heldur áfram þar sem frá var horfíð. Kl. 23-24 Nýsjálenski tónlistamaðurinn Hayden Chisholm leikur á saxófón og ástralska frumbyggjahljóðfærið didgeridoo. • Gunnar Guttormsson og Sigurður Davíðsson flytja vísur Bellmanns. • Bongótrommusveitin Bumbubandið ber húðir. • Ólafía Hrönn og kvartett Tómasar R. Einarssonar sveifla gestum inn í nóttina. Listakonan Sibba verður að störfúm í búðinni meðan á dagslcráimi stendur. Glæsileg bókatilboð — Veitingar á vegum Súfistans LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 9 Menningarnótt Dagskrá í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18, laugardaginn 17. ágúst á menningarnótt í Reykjavík Kl. 21-22 Kvartett Tómasar R. Einarssonar hefur dagskrána með léttri sveiflu. • LeikKópurinn Ljóshærða kennsíukonan sýnir atriði úr Sköllóttu söngkonunni eftir Eugéne Ionesco. • * Rithöfundarnir Gerður Kristný og Kristján B. Jónasson lesa úr skáldverkum sínum sem væntanleg eru í haust. Kl. 22-23 Benedikt Erlingsson og Halldóra Geirharðsdóttir bregða sér í gervi nokkurra persóna Gunnlaugs sögu Ormstungu. • Rithöfundarnir Guðmundur Andri Thorsson, Kristín Ómarsdóttir og Hallgrímur Helgason lesa úr verkum sínum. ------MaxMara---------- Útsalan heldur áfram! Hverfisgata 6, 101 Reykjavík, s.562 2862 Mál og menning Laugavegi 18 • S. 552 4240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.