Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ k AKUREYRI Nemendur í Barna- skóla Akureyrar Halda á sumarmót á Grænlandi IDAG heldur hópur nemenda í Barnaskóla Akureyrar í heim- sókn til Narsaq, vinabæjar Ak- ureyrar á Grænlandi. Sveitarfé- lagið í Narsaq bauð einni bekkj- ardeild í bænum á sumarmót ásamt krökkkum frá Dan- mörku og fyrir valinu varð bekkjardeild úr BA, alls 22 krakkar, sem eru að hefja nám í 6. bekk nú í haust. Með þeim í f ör eru foreldrar og kennari, alls um 10 manns. Hópurinn dvelur á Grænlandi í tæpa viku við leik og störf. Narsaq-bær sér um uppihald hópsins en að öðru leyti hafa krakkarnir safnað fyrir ferð- inni, m.a. með því að halda hlutaveltu og safna dósum og flöskum. Einnig hafa fyrirtæki og Akureyrarbær styrkt þau til fararinnar og þar var græn- lenski sjóðurinn SAMIK- fremstur í flokki. Opinn borgarafundur um fjölskylduhátíðina Halló Akureyri Flestir sammála um að halda áfram með hátíðina MESSUR AKUREYRARKIRKJA: Messað verður í Akureyrar- kirkju sunnudaginn 18. ágúst kl. 21.00. HAGSMUNAAÐILAR í ferðaþjón- ustu, er stóðu fyrir fjölskylduhátíð- inni Halló Akureyri um verslunar- mannahelgina, boðuðu til almenns borgarafundar á Hótel KEA sl. fimmtudagskvöld. Á fundinum var framkvæmd hátíðarinnar til um- ræðu og skiptust menn á skoðun- um um hvernig til hafi tekist nú um verslunarmannahelgina og um framtíð slíkra hátíðarhalda. Flestir þeir sem til máls tóku voru sam- mála um að halda áfram að bjóða gestum til Akureyrar um þessa mestu ferðahelgi ársins. Hins veg- ar þyrfti að kippa því í liðinn sem aflaga fór og læra að mistökunum. Á fundinum kom jafnframt fram, að þeir aðilar sem að Halló Akureyri stóðu, hafa ákveðið í samráði við Akureyrarbæ, að halda ráðstefnu á Akureyri á haustdög- um, þar sem m.a. verður fjallað um unglingadrykkju. Er það ætlun hópsins að reyna að fá Þórarin Tyrfingsson, yfirlækni á Vogi, til þess að koma norður og taka þátt í ráðstefnunni, ásamt fleirum. Magnús Már Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar, sagði m.a. í framsögu sinni á fundinum, að um 20.000 manns hafi verið á Akureyri um verslunarmannahelg- ina og þar af um 10.000 gestir. Hann sagði að um verslunar- mannahelgina hafi góður hluti EIGNASALAN |f Símar 551-9540 & 551-9191 - fax 551-8585 |f Leirubakki 32 - 4ra herb. íbúð Hagstætt verð - OPIÐ HÚS Til sölu góð 4ra herbergja íbúð á 3. hæð (efstu) í fjölbýlishúsi við Leirubakka. íbúðin skiptist í rúmgóða stofu, 3 svefnherb., eldhús og baðherb. Sérþvottahús í íbúðinni. Stórt herbergi auk geymslu í kjallara. (búðin er í góðu ástandi. Parket á gólfum stofu og innri forstofu. Hagstætt verð 6,7 til 6,8 millj. fbúðin er laus nú þegar. íbúðin verður til sýnis í dag, laugardag, kl. 14-17. Árni sýnir íbúðina (bjalla 3 h.h.) EIGNASALAN, Ingólfsstræti 12, símar 551 9540 og 551 9191. 1 1 1CÍ1 CCO 107Í1 LÁRUSÞ.VALÐIMARSSON,FFtAMKVÆMDASTJÓRI UUL I lÖUUuZ lu/U ÞÓRBUBH.SVBNSSONHUL.,LÖeeiLTIIRFA8TEIBIUASALI Til sýnis og sölu m.a. eigna. Einbýlishús - úrvals staður - útsýní Vetbyggt og velmeðfarið nýlegt steinhús ein hæð. Tæpir 160 fm á útsýnisstað við Vesturvang í Hafnarfirði. Bílskúr, 40 fm. Stór ræktuð lóð. Skipti koma til greina. Tilboð óskast. Skammt frá KR-heimilinu Mjög stór 4ra herb. íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi um 120 fm. Frábært út- sýni. Góð lán. Skipti möguleg. Á vinsælum stað í vesturborginni Sólrík samþykkt kjallaríbúð við Meistaravelli tæpir 50 fm. Laus strax. Gott verð. Allt sér - lækkað verð Mikið endurbætt 3)a herb. efri hæð í tvíbýlishúsi tæpir 80 fm viö Hólmgarð. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Neðra-Breiðholt - lækkað verð Vistleg 3ja herb. íbúð um 84,4 fm á 1. hæð við Leirubakka. Sérþvotta- og vinnuherb. við eldhús. I kjallara gott íbúðarherb. snyrt- ing og geymsla. Langtlán kr. 3,7 millj. Laus strax. Hlíðar - Safamýri - nágrenní Leitum að 4ra til 5 herb. hæð helst með bílsk. má þarfnast endur- bóta. Traustur kaupandi. • • • Opiðídagkl. 10-14. 4ra herb. íb. með bflhýsi óskast í Seljahverfi í skiptum fyrir 4ra herb. hæð f hlíðunum. ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEGI18 S. 5521150 ¦ 5521370 Morgunblaðið/Kristján FUNDURINN á Hótel KEA var mjög vel sóttur og tóku margir til máls. þjóðarinnar tilhneigingu til að fá sér neðan í því, skemmta sér dug- lega og vaka lengi. Þessi helgi var engin undantekning þar á. Ekkert af þessu hófst hér „Fylgifiskar verslunarmanna- helgarinnar hafa því miður verið pústrar, áfengi, nauðganir og fíkniefni, en ekkert af þessu hófst hér og ég leyfi mér að efast um að ástandið hafi versnað," sagði Magnús. Hann nefndi sögu frá Vestmannaeyjum og gerðist fyrir um 30 árum, en þá sat inni 11 ára strákur, ofurölvi, er hafði verið handtekinn fyrir ólæti. „Börn und- ir lögaldri hófu ekki drykkju sína hér á Akureyri í ár og það nötur- lega við þetta allt saman er að þau munu áfram finna leið til að hella í sig, hvað sem Halló Akureyri líð- ur." Forsvarsmenn hátíðarinnar hafa verið ásakaðir fyrir hafa brugðist skyldum sínum og að á Akureyri hafi allt farið úr böndum. Magnús Már segir það ekki rétt, hins vegar hafi ákveðnir hlutir brugðist og þá þurfi að laga. „Því er ekki að leyna að við vorum of fáliðuð, þrátt fyrir aðstoð Flugbjörgunar- og hjálparsveita, Rauða kross íslands og aukaviðbúnað lögreglu. For- eldravaktin stóð sína vakt í mið- bænum og á þakkir skildar fyrir áhuga sinn á málinu. Miðað við þann fjölda sem hingað kom hefð- um við þurft helmingi fleira fólk að störfum," sagði Magnús Már. Allt fór úrskeiðis Benedikt Sigurðarson, skóla- stjóri Barnaskóla Akureyrar, býr í námunda við tjaldsvæðið við Þór- unnarstræti og hann hafði ýmis- legt við hátíðina Halló Akureyri að athuga og framkvæmd hennar. Benedikt sagðist hafa komið til þessa fundar vegna þess að hann taldi að alvarlegt slys hafi orðið á Akureyri. „Hér fór nánast allt úr- skeiðis sem ekki átti að fara úr- skeiðis, nema það að það tókst að ná hingað 10.000 manns eða kannski meira." Benedikt taldi ábyrgðina hjá hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu sem að hátíðinni stóðu og að ekki þýddi fyrir þá aðila að varpa ábyrgðinni yfir á fjölmiðla eða ein- hverja aðra. Ferðafélag Akureyrar setur upp skála ofan Suðurárbotna Fimmti skáli félags- ins á þessum slóðum FERÐAFELAG Akureyrar hefur sett upp skála rétt ofan Suðurárbotna í Ódáðahrauni og er þetta fimmti skálinn sem félagið setur upp á göngu- leiðinni frá Herðubreiðarlindum í Svartárkot í Bárðardal. Nýi skálinn er um 26 fermetrar og í honum er gistirými fyrir 16 manns. Ferðafélagið þurfti að sækja um leyfi hjá fjölmörgum aðilum vegna þessarar skálabygg- ingar og tók sú undirbúningsvinna um eitt ár, að sögn Ingvars Teitsson- ar, formanns Ferðafélags Akureyrar. Skálinn var fluttur í tvennu lagi á áfangastað sl. laugardag, á stór- um vörubíl með krana og kerru og var strax hafist handa við að setja hann saman. Að sögn Ingvars er frágangur skálans langt kominn en stefnt er að því að opna hann form- lega um næstu mánaðamót. Skálinn var forsmíðaður í sjálf- boðavinnu af félagsmönnum ferða- félagsins í vetur og vor og þeir sáu einnig um að setja einingarnar sam- an um helgina. Ferðin með eining- arnar inn á hálendið gekk nokkuð misjafnlega. Vörubíllinn festist í mýrlendi á Litluflesju austur af Suðurá og þar urðu leiðangursmenn að skilja kerruna eftir. Ferðinni var haldið áfram með aðra einingu skál- ans og er henni hafði verið komið fyrir á áfangastað, var kerran með hinni einingunni sótt. „Öskíuvegurínn" ÍHerðU' 11Svartárkot MíJSiB Rækjuvinnsla liggur niðri hjá Strýtu hf. Um35 manns heim í mánuð ENGIN rækjuvinnsla er nú í gangi hjá Strýtu hf. á Akureyri og mun hún liggja niðri í um einn mánuð. Aðalsteinn Helgason, framkvæmda- stjóri, segir ástæður þessa vera tvær, annars vegar sé verið að gera breyt- ingar á vinnslusalnum og einnig er verið að draga úr framboði á rækju í ljósi lækkandi afurðaverðs. Af þessum sökum hafa um 35 manns verið sendir heim á meðan en um 25 manns eru í vinnu við ónnur störf í fyrirtækinu, síld, kav- íar og fleira. Aðalsteinn segir að nauðsynlegt hafí verið að gera breyt- ingar á rækjuvinnslu fyrirtækisins m.a. til að fullnægja kröfum kröfu- hörðustu kaupendanna. Aðalsteinn segir að þessar breyt- ingar hefðu ekki þurft að taka nema 10-12 daga en ákveðið hafi verið að stoppa í 4 vikur til þess að draga úr framboði á rækju. Hins vegar er rækjuvinnsla í fullum gangi hjá Sölt- unarfélagi Dalvíkur. Unnið að skipulagningu gönguleiðar Ferðafélag Akureyrar hefur und- anfarin ár unnið að skipulagningu gönguleiðar yfir Ódáðahraun. Leið þessa „Öskjuveginn" alls um 90 km er talið hæfílegt að ganga á 5-6 dögum. Þorsteinsskáli er í Herðu- breiðarlindum en hann var byggður á árunum 1958-'60. Þar er gisti- rými fyrir 30 manns og öll aðstaða hin besta. Við Bræðrafell stendur skáli sem byggður var 1976-77 og þar er gistirými fyrir 12 manns. GONGULEIÐIN frá Herðubreið- arlindum í Svartárkot Skálinn Dreki er við Drekagil í Dyngjufjöllum, hann var byggður 1968-'69 og þar er gistirými fyrir 20 manns. Fjórði skálinn á leiðinni er Dyngjufell í Dyngjufjalladal, norðvestan undir Dyngjufjöllum. Skálinn var byggður 1993 og þar er gistirými fyrir 16 manns. AUir skálar félagsins opnir Ingvar Teitsson segir að allir skálar félagsins séu opnir ferða- mönnum. Þeim sé hins vegar gert að greiða fyrir aðstöðuna en allur gangur sé á því að greitt sé fyrir notkun þeirra. Á fímmta hundrað félagsmenn eru í Ferðafélagi Akureyrar og er starfsemi félagsinS Öflug. í ferða- áætlun félagsins á þessu ári eru skipulagðar 47 ferðir. Fyrsta ferð ársins var farin þann 20. janúar sl. en síðasta er fyrirhuguð laugardag- inn 19. október nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.