Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 11 LANDIÐ 200 ár liðin frá fæðingu Bólu-Hjálmars Bóluskáld og Blönduhlíð böndum sterkum hnýtast Sauðárkróki - „Upp er runnin önnur tíð, engin þörf að bítast. Bóluskáld og Blönduhlíð, böndum sterkum hnýtast." sagði Hjálmar Jónsson alþingismað- ur, er hann bauð niðja Hjálmars Jóns- sonar frá Bólu forföður síns og al- nafna, velkomna til hátíðar, þar sem minnst var þess að tvö hundruð ár eru nú liðin frá fæðingu þessa al- kunna alþýðuskálds. Setti Hjálmar hátíðina í minning- arlundi um skáldið að Bólu í Blöndu- hlíð og talaði til gesta í bundnu máli, en viðstaddir voru fjölmargir afkom- endur skáldsins auk margra gesta, þar á meðal var forseti íslands, Ólaf- ur Ragnar Grímsson ásamt eiginkonu sinni Guðrúnu Katrínu Þorbergsdótt- ur, sem heiðra vildu minningu hans. Að setningu lokinni flutti dr. Ey- steinn Sigurðsson stórfróðlegt erindi um skáldið Bólu-Hjálmar og rakti í stórum dráttum sögu hans, frá því er hann fæddist að Hallandi við Eyja- fjörð og þar til er hann andaðist sadd- ur lífdaga í beitarhúsunum við Víði- mýri. Margt fleira var á dagskránni í Hjálmarslundi, meðal annars fluttu frumsamin ljóð í minningu Hjálmars þeir Jóhann Guðmundsson frá Stapa og Sigurður Hansen, og lýkur Sigurð- ur ljóði sínu svo: Frá íslenskrar tungu óðals reit voru orðin svo kynngi þrungin. Og þar var kraftur vors móðurmáls meitlaður ti! og sunginn, um örlög þjóðar svo ill og grimm, Morgunblaðið/Björn Björnsson ÓLAFUR Ragnar Grímsson ávarpar gesti á niðjamóti Iljálmars Jónssonar frá Bólu. sem aldirnar dimmu fólu. Ég lýt þessu afii meitlaðs máls við minnisvarðann í Bólu. Að skagfirskum sið Kristján Runólfsson las úr nýfundnu handriti Bólu-Hjálmars þar sem í er meðal annars ríma af hetjudáðum Grettis Ásmundarsonar. Að aflokinni athöfninni við minnisvarða skáldsins í Bólu var boðið til kaffidrykkju í félagsheimilinu Miðgarði, og um kvöldið var kvöldvaka að „skagfirskum sið" í Miðgarði og heiðruðu forsetahjónin afkomendur Hjálmars og gesti þeirra, með nærveru sinni, en þar voru ræður fluttar, farið með kveðskap og karlakórinn Heimir söng, en einnig frumflutti Sigfús. Pétursson nýtt lag eftir Eirík Arna Sigtryggsson við ljóð forföður hans Hjálmars frá Bólu við undirleik Stefáns R. Gíslasonar. Hjálmar Jónsson alþingismaður og einn af frumkvöðlum hátíðarhaldanna sagði það sérstaklega ánægjulegt hversu margir hefðu verið viðstaddir hátíðina, og þá ekki síst að forsetahjónin hefðu séð sér fært að koma, veðrið hefði verið sérlega gott til útihátíðar meðan gestir hefðu staldrað við í minningarlundinum við Bólu, þrátt fyrir að rigning hefði verið bæði utar og framar í Blönduhlíðinni, þannig hafi allt lagst á eitt um það að gera daginn eftirminnilegan. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson GUNNAR Hafdal á fullri ferð á s(n)jósleðanum. Á sjósleðum í höfninni Skagaströnd - Meðal sýningar- atriða á nýliðinni Kántrýhátíð var akstur á snjósleða í höfn- inni. Gunnar Hafdal, fyrrum íslandsmeistari í torfæruakstri, ók á sleðanum síiium um 1,5 km leið á sjónum við mikinn fögnuð áhorfenda. Að sögn Gunnars er mesti vandinn við slíkan akstur að ná sleðanum upp á ferð án þess að hann prjóni því þá er ekki að sökum að spyrja að sleðinni sekkur eins og steinn. Sagði Gunnar að hraðinn á sleðanum hefði verið um 70 mílur eða um 115 km á klukkustund. Á MORCUN, SUNNUDAGINN 18. AGÚST, BJÓÐA BÆNDUR HEIM Sunnudaginn 18. ágúst kl. 13-20 bjóða bændur á fimmtíu og fimm bæjum víðs vegar um landið fólki á öllum aldri í heimsókn. Þá munu bændur gefa gestum sínum einstakt tækifæri til þess að kynnast lífinu í sveit. Njóttu lífsins í sveitinni á morgunn. Engir tveir bæir eru eins en víðast geturðu klappað dýrum, notið sveitaloftsins, kyrrðar og fegurðar. Heimboð bænda er tilvalinn áfangastaður í skemmtilegum rf-B ,. , ......,, sunnudagsbíltúr í sveit. Láttu sjá þig með alla fjölskylduna LANDBÚNAÐUR -°gg^uþergoðantima. Bœirnir verða auðkenndir með merki íslensks landbúnaðar i. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. Þorláksstaðir, Kjós, 28 km frá Mosfellsbæ (blandað bú) Hjalli, Kjós, 30 km frá Mosfellsbæ (ferðaþj., sauðfé) Sogn, Kjós, 30 km frá Mosfellsbæ (sauðfé, nautgripir, hestar, hænur, trjárækt) Lyngholt, Leirárog Melahr., 20 km frá Akranesi (nautgripir) Langholt, Andakýlshr., 30 km frá Borgarnesi (nautgripir, hænur) Melur, Borgarbyggð, 25 km frá Borgamesi (nautgripir, hross, sauðfé) Langaholt/Garðar, Snæfellsnesi, 33 km frá Ólafsvík (ferðaþjónusta) Gröf í Breiðuvík, 29 km frá Ólafsvík (blandað bú) Bjarnarhöfn, Snæfellsnesi, 20 km frá Stykkishólmi (sauðfé, hákarl) Hamrar, Haukadal, 22 km frá Búðardal (nautgripir, sauðfé, endur, hross) Breiðabólsstaður, Fellsströnd, 35 km frá Búðardal (sauðfé, nautgripir, hross) Tindar, Ceiradal, 4 km frá Króksfjarðarnesi (nautgripir) Hagi, Barðaströnd, 35 km frá Patreksfirði (nautgripir, hestar, bleikja) Vaðlar, Önundarfirði, 13 km frá Flateyri (blandað bú) Húsavík, Ströndum, 10 km frá Hólmavík (sauðfé, hlunnindi) Bær II, Hrútafirði, 7 km frá Borðeyri (sauðfé, hlunnindi, hross) Ytri-Reykir, V-Hún, 0,2 km frá Laugabakka (sauðfé, svín, hross) Ártún, Blöndudal, A-Hún, 26 km frá Blönduósi (sauðfé, kýr, hross) Hátún, Seyluhr., 5 km frá varmahlíð (blandað bú) Birkihlíð, Staðarhr, 7 km frá Sauðárkróki (blandað bú) Syðri Hofdalir, vlðvíkursv., 22 km frá varmahlíð og Sauðárkróki (kýr, sauðfé, hross) Garðakot, Hólahr., 23 km frá Hofsósi og Sauðárkróki (nautgripir) Litla-Brekka, Hofshr. 5 km frá Hofsósi (blandað bú) Bakki, Svarfaðardal, 10 km frá Dalvík (blandað bú) Möðruvellir, Hörgárdal, 12 km frá Akureyri (nautgripir, tilraunir) Bakki, Öxnadal, 30 km frá Akureyri (blandað bú) Holtssel, Eyjafirði, 20 km frá Akureyri (nautgripir) Rifkelsstaðir II, Eyjafj.sv., 18 km frá Akureyri (blandað bú) 29. Þórisstaðir, Svalbarðsströnd, 12 km frá Akureyri (nautgripir) 30. Hraunkot I, Aðaldal, 17 km frá Húsavík (blandað bú) 31. Ysti Hvammur, Aðaldal, 27 km frá Húsavík og 3 km frá Laxárvirkjun (blandað bú) 32. Fagranes, Aðaldal, 14 km frá Laugum og 30 km frá Húsavík (blandað bú) 33. Hóll, Kelduhverfi, 43 km frá Kópaskeri (sauðfé, hross, ferðaþj.) 34. Tungusel, Langanesi, 14 km frá Þórshöfn (sauðfé, hross) 35. Skjaldþingsstaðir, vbpnafirði, 10 km frá vöpnafirði (nautgr., sauðfé, loðdýr) 36. Gilsárteigur, Eiðahreppi, 15 km frá Egilsstöðum (nautgripir, sauðfé) 37. Klaustursel, Jökuldalshr., 75 km frá Egilsstöðum (sauðfé og ýmsar dýrategundir) 38. Skorrastaðir, Norðfirði, 5 km frá Neskaupsstað (nautgripir, sauðfé, svín og fleira) 39. Lindarbrekka, Berufirði, 18 km frá Djúpavogi (blandað bú, garðyrkja) 40. Seljavellir í Nesjum, 6 km frá Höfh (nautgripir, sauðfé, kartöflur, ferðaþj.) 41. Árbær á Mýrum, 30 km frá Höfn (nautgripir, ferðaþj.) 42. Þverá, Skaftárhr., 15 km frá Klaustri (blandað bú) 43. Ásólfsskáli, V-Eyjafjallahr., 35 km frá Hvolsvelli (nautgripir, ferðaþj.) 44. Teigur I, Fljótshlíð, 12 km frá Hvolsvelli (sauðfé, ýmislegt) 45. Tekjur II, Fljótshlíð, 12 km frá Hvolsvelli (blandaður búskapur) 46. Þverlækur, Holta-og Landssv., 25 km frá Hellu (nautgripir) 47. Hagi II, Gnúpverjahr, 10 km frá Ámesi og 50 km frá Selfossi (svín, sauðfé, hross) 48. Bryðjuholt, Hrunamannahr., 3 km frá Flúðum (nautgripir, sauðfé, hross) 49. Silfurtún, Flúðum, á Flúðum (garðyrkja) 50. Hlemmiskeið I, Skeiðum, 25 km frá Selfossi (nautgripir, hross, ær) 51. Hlemmiskeið II, Skeiðum, 25 km frá Selfossi (nautgripir, sauðfé, hross) 52. Hlemmiskeið IV, Skeiðum, 25 km frá Selfossi (hross) 53. Miðengi, Grímsnesi, 18 km Selfoss (nautgripir, sauðfé, hross, hundar) 54. Stóru-Reykir, Hraungerðishr., 12 km frá Selfossi (blandað bú) 55. Laugarbakkar, Ölfusi, 4 km frá Selfossi (blandað bú)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.