Morgunblaðið - 17.08.1996, Page 12

Morgunblaðið - 17.08.1996, Page 12
12 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Oktavía hannar gjafa- öskjur til útflutnings LISTIÐNAÐARFYRIRTÆK- IÐ Oktavía ehf. hefur verið fengið til að hanna gjafaöskj- ur úr pappír fyrir þýska aug- lýsingastofu. Sýnishorn hafa þegar verið send og lítist mönnum ytra vel á þau gætu samningar náðst um fram- leiðslu á þeim fyrir lyfjafyrir- tæki í Miinchen. Oktavía hóf fyrr á þessu ári útflutning á handunnum gjafa- kortum og gjafaöskjum úr endurunnum pappír til nokk- urra landa, m.a. Þýskalands, Danmerkur og Kanada. Vörur fyrirtækisins voru m.a. kynnt- ar á vörusýningu í Frankfurt í janúar sl. og fulltrúar stórrar auglýsingastofu í Miinchen, sýndu gjafaöskjunum mikinn áhuga, að sögn Gríms Frið- geirssonar, framkvæmda- sljóra Oktavíu. „Skömmu eftir sýninguna var haft samband frá auglýsingastofunni og þess farið á leit að við hönnuðum gjafaöskjur fyrir stórt lyfja- fyrirtæki í Frankfurt. Öskj- urnar eru úr bylgjupappa og svipaðar að lögun og fínar handtöskur. Þeim verður dreift með bæklingum í til aðstoðarmanna lækna. Við höfum nú þegar sent sex tillög- ur að slíkum „töskum“ til Þýskalands og er svars að vænta í næstu viku.“ Grímur segir að ef af samn- ingi verði megi gera ráð fyrir að hann feli í sér framleiðslu á fimm þúsund öskjum. Mikil eftirspurn eftir ríkisvíxlum í útboði Lánasýslunnar í gær Á vöxtunarkrafan hækkaði lítíllega SKAMMTÍMAVEXTIR hækkuðu nokkuð í útboði Lánasýslu ríkisins á ríkisvíxlum, sem fram fór í gær. Mikil eftirspurn var eftir víxlun- um, því alls bárust tilboð að fjár- hæð rösklega fimm milljarðar króna en alls var tekið tilboðum að fjárhæð 3.211 milljónir, þar af 1.070 milljónum króna frá Seðla- banka íslands. Þeir aðilar sem Morgunblaðið ræddi við í gær sögðu ástæðu þessarar hækkunar nú vera þá hækkun sem varð á vísitölu neysluverðs, sem birt var á föstu- daginn í síðustu viku. Þeim bar hins vegar ekki saman um hvort vextir myndu hækka frekar á næstunni. í útboðinu varð mest hækkun á ávöxtunarkröfu 3 mánaða víxla en hún hækkaði um 13 punkta, úr 6,48% í 6,61%. Ávöxtunarkrafa 6 mánaða víxla hækkaði hins veg- ar um 6 punkta í 6,74% og ávöxt- unarkrafa 12 mánaða víxla hækk- aði um 12 punkta í 7,18%. Forsendur til vaxtalækkana Davíð Björnsson, deildarstjóri hjá Landsbréfum, segir að þessa hækkun nú megi rekja til fregna af aukinni verðbólgu í júlí. „Það er ekki óskiljanlegt að vextir Skiptar skoðanir um hvort frekari hækkanir séu framundan skyldu eitthvað hækka, en þó er þetta mjög lítil hækkun. Ef maður horfir hins vegar bara á framboð og eftirspurn ætti áhrifa af þessu skoti að hætta að gæta um næstu mánaðamót, og þá er enn alveg gríðarleg eftirspurn eftir ríkisvíxl- um á markaðnum, eins og sjá má á þessu útboði. Bara af þeim ástæðum einum gæti ríkið lækkað vexti ef því byði svo við. Seðlabankinn gerir það hins vegar ekki og þar virðast menn vera farnir að örvænta yfir þenslu. Háir vextir eru jú eitt tæki sem hagfræðin kennir að hægt sé að nota til að slá á verð- bólgu og þenslu. Hins vegar er engin spurning að það er svigrúm fyrir vaxtalækkun á markaðnum í dag miðað við þessa miklu eftir- spurn,“ segir Davið. Hann benti hins vegar á að raunvextir verðtryggðra langtíma- verðbréfa hefðu verið að þokast niður á undanförnum dögum. Þannig hefði t.d. ávöxtunarkrafa húsbréfa þokast niður um 12 punkta að undanförnu í 5,58% eftir að hafa hækkað í 5,7% fyrir skömmu. Vextir gætu hækkað enn frekar Yngvi Harðarson, hagfræðing- ur hjá Ráðgjöf og efnahagsspám, telur hins vegar að frekari vaxta- hækkanir kunni að vera framund- an. Hann segir að miðað við út- reikninga á framvirkum vöxtum 6 mánaða víxla, megi gera ráð fyrir um 25 punkta hækkun til viðbótar á næstu þremur mánuðum. Raun- ar gefi framreiknaðir vextir 12 mánaða ríkisvíxlanna til kynna að vextir kunni að hækka mun meira á næstu mánuðum. Yngvi segir að það verði hins vegar áhugavert að sjá hvað Seðlabankinn geri í kjölfar útboðs- ins. Bankinn hafi ekki getað stýrt vöxtum með þeim hætti sem hann best kysi, þ.e. með viðskiptum á markaði, þar sem hann hafi ekki átt neina ríkisvíxla. Það eina sem bankinn hafi getað gert í þeirri stöðu væri að lækka vexti en það hafi hann greinilega ekki kosið að gera. Nú eigi hann hins vegar einn milljarð og því verði fróðlegt að sjá hvaða kaupkröfu bankinn setji fram á mánudag. OPIÐ í DAG TIL KL. 19.00 í tilefni afmælis Reykjavíkurborgar A.r.lÖRT VERÐHRUjj Á SPENNANDI VÖRUM! SÍÐUSTU DAGAR ÚTSÖLUNNAR BOLIR FRÁ 500 SKÓR FRÁ 990 BUXUR FRÁ 990 JAKKAR FRÁ J 900 JAKKAFÖT FRA 6900 Café 1 7 (Michelle) Gúllas m/kartöflumús aðeins 450 Frítt kaffi i dag Markaður í kjallara allt á 500 og 990 Nýtt kortatímabi VeriS velkomin Skódeild 511-1727 Dömudeild 511-1717 Herradeild 511-1718 Hlutabréfin aftur á uppleið Þingvísitalan hækkaði um 1,23% í gær HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI voru áfram með líflegra móti í gær og námu heildarviðskipti dagsins á Verðbréfaþingi og Opna tilboðs- markaðnum rúmum 60 milljónum króna. Þingvísitala hlutabréfa hækkaði á nýjan leik eftir að hafa lækkað um 1,2% í ’fyrradag í kjölfar umtalsverðra lækkana á gengi hlutabréfa í HB og Þormóði ramma auk fleiri fyrirtækja. Hækkaði vísi- talan um 1,23%. Gengi hlutabréfa í HB jafnaði sig nokkuð í gær og hækkaði um 6,7% eftir að hafa lækkað um rúm 14% í fyrradag í kjölfar þess að Þormóð- ur rammi hf. dró sig út úr viðræðum um sameiningu fyrirtækjanna tveggja og Krossvíkur og Miðness. Engin viðskipti áttu sér hins vegar stað með hlutabréf í Þormóði ramma í gær. Gengi bréfanna féll sem kunn- ugt er um nær 16% í fyrradag en hagstæðustu kauptilboð höfðu þó hækkað lítillega miðað við lokagengi bréfanna á fimmtudag. Eins og hækkun hlutabréfavísi- tölunnar gefur til kynna voru hækk- anir ríkjandi á markaðnum í gær. Þannig hækkaði gengi hlutabréfa í Eimskip um 4,3%, Marel um 4,76%, SS um tæp 7% og Tæknival um rúm 5% svo dæmi séu nefnd. Talsverð viðskipti voru með hlutabréf í Þró- unarfélaginu, íslandsbanka, Flug- leiðum og Síldarvinnslunni, en gengi hlutabréfa í þessum fyrir- tækjum stóð hins vegar í stað fyrir utan hlutabréf í Síldarvinnslunni, en gengi þeirra hækkaði um 1,5%. ) A ) ► I i I í l i iw

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.