Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR17.ÁGÚST1996 13 VIÐSKIPTI UNITEÐ Airlines og Federal Express hafa óskað eftir því að fá að auka þjónustu sína í Japan. Enginn árangur af tveggja daga viðræðum Japans og Bandaríkjanna um markaðsaðgang fiugfélaga Hætta á viðskiptastríði Tókýó. Reuter. TVEGGJA daga viðræður Japana og Bandaríkjamanna um aukinn markaðsaðgang flugfélaga hafa engan árangur borið og því hafa lík- ur á gagnkvæmum refsiaðgerðum eða viðskiptastríði aukist verulega. Viðræður ríkjanna í sumar um þessi mál hafa engu skilað en þau snúast aðallega um þá kröfu tveggja bandarískra flugfélaga, Federal Ex- press og United Airlines, að þeim verði leyft að auka þjónustu sína í Japan á ýmsum sviðum. Þá er til dæmis átt við, að þeim verði ekki aðeins leyft að fljúga með farþega milli Bandaríkjanna og Jap- ans, heldur einnig að taka farþega í Japan og fara með þá til þriðja lands. Það er einkum þetta síðast- nefnda, sem stendur í Japönum. í síðasta mánuði tilkynnti Bandaríkja- stjórn um aðgerðir til að takmarka vöruflutninga Japan Airlines þar í landi og Japanir kváðust þá mundu svara fyrir sig með sams konar að- gerðum gegn Federal Express og Northwest Airlines. Finnar lækka tekjuskattana Helsinki. Reuter. FINNSKA samsteypustjórnin hefur ákveðið að lækka almenna tekju- skatta á landsmönnum auk þess sem ríkisútgjöldin verða skorin niður um 2%. Verður niðurskurðinum mætt að nokkru leyti með hærri orkusköttum. í fjárlögum fyrir næsta ár er gert ráð fyrir, að hallinn verði 29 milljarð- ar finnskra marka í stað 40 á þessu ári en stjórnin hefur heitið því að hafa hætt skuldasöfnun ríkisins og minnkað atvinnuleysið um helming á árinu 1999. Fjárlagahallinn á næsta ári verður um eitt prósent af þjóðarframleiðslu í stað 3% á þessu ári eða vel innan þeirra marka, sem miðað er við í Evrópska myntbanda- laginu, EMU. Heildarskuldir finnska ríkisins verða þá um 61% af þjóðar- framleiðslu í stað 62% nú eða nokkru meiri en viðmiðunarreglur EMU kveða á um. Úr 36% í 34% Tekjuskattslækkunin í Finnlandi er meðal annars komin til vegna þess, að háir skattar eru farnir að letja atvinnulaust fólk til að leita sér vinnu. Tekjuskattsprósentan í Finn- landi er nú almennt 36% en á að fara í 34%. í fjárlögunum er gert ráð fyrir 3,8% hagvexti á næsta ári í stað 3% nú og talið er, að atvinnuleysið, sem er 17% og það næst mesta í Evr- ópu, fari í 15,4%. Breski ríkissjóðurinn Óvæntur afgangur Of eitruð auglýsing Leverkusen, Þýzkalandi. Reuter. ÞÝZKT fyrirtæki hefur dregið til baka auglýsingu í Guatemala þar sem skordýraeitur þess var kallað „bráðabani." Fyrirtækið tilheyrði eitt sinn IG Farben, framleiðanda zyklon-gass sem nazistar notuðu til að reyna að útrýma gyðingum. í auglýsingunni var skordýra- eitrið "Baygon" tengt hæfni þýzka knattspyrnufélagsins Bayer AG til að sigra í knattspyrnu með því að skora „bráðabana." Bayer segir að auglýsingin hafi birzt aðeins einu sinni í dagblaði 6. júlí. London. Reuter. LÁNSFJÁRÞÖRF bresku ríkis- stjórnarinnar var engin í júlí sl. en þá var ríkissjóður rekinn með 170 milljarða ísl. kr. hagnaði. Kom það flestum á óvart en ástæðan er tekjur af sölu ríkisorkufyrirtækja og aukn- ar skatttekjur. Þessi útkoma er miklu betri en búist hafði verið við og hefur vakið vonir um að ríkisstjórninni takist að halda sig innan marka áætlaðs fj'ár- lagahalla í ár en hann er nærri 2.800 milljarðar ísl. kr. Skatttekjur voru nokkru minni en gert var ráð fyrir framan af fjárlaga- árinu en aukningin í júlí gerði meira en að vega það upp. Er fjárlagahall- inn nú samtals 3,4 milljörðum punda minni en á sama tíma fyrir ári en hagfræðingar vara samt við því, að útkoma einstakra mánaða sé túlkuð of rúmt. Talið er að vegna fjárlagahallans muni Kenneth Clarke fjármálaráð- herra ekki geta lækkað skatta fyrir kosningarnar næsta vor en hugsan- legt er að júlítölurnar gefi honum færi á að grípa til afmarkaðra en „vinsælla" skattalækkana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.