Morgunblaðið - 17.08.1996, Page 14

Morgunblaðið - 17.08.1996, Page 14
14 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚRVERINU Morgunblaðið/Þorkell GISLI Erlendsson, fulltrúi menntamálaráðuneytis, Páll Pétursson, félagsmálaráðherra, og Gissur Pétursson, fulltrúi sjávarútvegs- ráðuneytis, kynna fiskvinnslunámskeiðið „Horft fram á við.“ Fiskvinnslunámskeið fyrir atvinnulausa „Horft fram á við“ BYRJENDANÁMSKEIÐ í fisk- vinnslu fyrir atvinnulausa verður haldið í Fiskvinnsluskóla Hafnar- fjarðar í næstu viku. Námskeiðið heitir „Horft fram á við“ og er markmið þess að auka þekkingu og hæfni þátttakenda í atvinnulíf- inu og búa þá undir að sækja um störf í fískvinnslu hvar sem er á landinu Um er að ræða fyrsta tilrauna- námskeiðið af þessu tagi og hefur starfshópur skipaður fulltrúum fé- lagsmála-, menntamála-, og sjávar- útvegsráðuneytis, Samtökum fisk- vinnslustöðva og Verkamannasam- bandi íslands mótað tillögur að þessu námskeiði og skilað skýrslu þar að lútandi. Réttu vinnbrögðin kennd Björgvin Njáll Ingólfsson, starfs- maður Iðntæknistofnunnar, veitti starfshópnum forstöðu og segir hann að markmið námskeiðsins sé að hvetja þátttakendur til að auka þekkingu sína og hæfni. Þar að auki skipi félagslegi hlutinn stóran sess á námskeiðinu þar sem fólk verði byggt upp og kennt að sækja um atvinnu og kynnt fiskvinnslan frá þeim sjónarhóii. Þá sé fólkinu kennd rétt vinnubrögð í verklegum hluta námskeiðsins, þar læri fólk að taka á móti fiski og skila honum af sér eins og ætlast er til. Björg- vin segir að menn séu spenntir að sjá hvernig til heppnast og ef vel gangi þá sé ætlunin að halda slík námskeið annarsstaðar á landinu. Sjálfmynd einstaklinga styrkt Gissur Pétursson, fulltrúi sjávar- útvegráðuneytisins í starfshópnum, segir að á námskeiðinu verði fyrst og fremst leitast við að styrkja sjálfsmynd einstaklinganna en verkleg þjálfun verði að mestu not- uð sem verkefni sem að fólk geti sigrast á. Þannig verði ekki útskrif- aðir fullkomnir fiskvinnslumenn af námskeiðinu, heldur fólk með sjálfstraust sem horfir fram á við. Fiskvinnslufyrirtækin vildu fá slíkt fólk og þau myndu síðan sjá um að kenna því að vinna fiskinn. Giss- ur segir að meðal annars séu mjög reyndir sálfræðingar leiðbeinendur á námskeiðinu. „Markmiðið er að þjálfa upp fólk sem er tilbúið að fara og ná í vinnuna þar sem hún er. Það er liður í námskeiðinu að kenna fólki að flytja sig um set. Það er ekki mjög mikil eftirspurn eftir fólki í fiskvinnslu á höfuðborg- arsvæðinu en það vantar hinsvegar fólk í fiskvinnslu á Vestfjörðum og þess vegna ekki eins mikil þörf fyr- ir að halda svona námskeið þar,“ segir Gissur. Vantar nauðsynlega tilsögn Um er að ræða nýmæli í barátt- unni við atvinnuleysið en námskeið- ið var sett á laggirnar í kjölfar auglýsinga félagsmálaráðuneytis- ins á síðasta ári þar sem auglýst var eftir fólki til fiskvinnslustarfa. Páil Pétursson, félagsmálaráðherra, segir að aulýsingarnar hafí borið góðan árangur en forráðamenn Samtaka fiskvinnslustöðva hafi hinsvegar bent á að nauðsynlega tilsögn vantaði fyrir það fólk sem ekki hafði unnið þessa vinnu áður. Því hafi verið skipað í nefnd sem hafi undirbúið námskeiðið. Fyrst og fremst var leitað eftir þátttakendum á vinnumiðlunar- skrifstofum en einnig var námskeið- ið auglýst í blöðum og útvarpi. Námskeiðið hefst 19. ágúst og stendur í fjórar vikur en það er haldið í Fiskvinnsluskóla Hafnar- fjarðar. Á fyrsta námskeiðinu verða 18 manns á aldrinum 20-26 ára af suðvesturhorni landsins. Allir þátt- takendur eru atvinnulausir og verða þeim greiddar atvinnuleysisbætur á meðan á námskeiðinu stendur. Páll segir að sér sé mjög í mun að koma þessu unga fólki í vinnu, atvinnu- leysi sé alvarlegur hlutur. Það sé bæði kostnaðarsamt fyrir atvinnu- leysistryggingasjóð og þýði fram- leiðslutap fyrir þjóðarbúið og ekki síst sé það niðurdrepandi fyrir ein- staklingana sem fyrir því verða. Frystigeymslur Rússa eru gamlar og úreltar KÆLI- og frystigeymslur í Rússlandi eru bæði orðnar úr sér gengnar og illa nýttar. Flestar þeirra ná ekki að halda hitastigi lægra en 12 til 15, en það er ekki nægjanlegt til geymslu sjávarafurða til langs tíma. Þá er meðal nýting þeirra aðeins um 70%. Heildarrými í frystigeymslum Rússa er um 600.000 tonn. Þær eru flestar í nálægð við helztu fiskihafn- ir Rússa og í ýmsum stærri borgum. Evrópumegin í Rússlandi eru stærstu geymslurnar í Moskvu, 48.000 tonn, Murmansk, 29.000 tonn og Kalin- ingrad, 30.000 tonn. Skortur á frystigeymslum í dreif- býlinu heldur fiskvinnslu þar niðri. Samkvæmt upplýsingum rússneskra stjórnvalda er nauðsynlegt að end- urnýja frystigeymslumar. Sérstak- lega er talað um smærri geymslur sem ná hitastiginu langt niður og gætu hentað úrvinnslu og stórmörk- uðum. Þá mun Rússa einnig skorta frystibíla. • Heimild: WorldFish Report. Loforð um ferðafrelsi ekki virt í Bosníu Otti við aðgerðir öfga- hópa fyrir kosningar Sarajevo, Reuter. ROBERT Frowick, sérlegur sendi- maður Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE) í Bosníu, hvatti í gær til þess að staðið yrði við framkvæmd kosninganna í Bosníu, sem fara eiga fram þann 14. september næstkomandi, þrátt fyrir margvíslegan vanda sem að undanförnu hefur stefnt undirbún- ingi kosninganna í hættu. Orð hans endurspegla djúp- stæðar áhyggjur sendimanna sem unnið hafa að undirbúningi kosn- inganna. Þeir óttast að hindruna- raðgerðir öfgahópa úr röðum fyrr- um fjenda í nýloknu stríðinu, músl- ima, Króata og Serba, kunni að koma í veg fyrir að takast megi að tryggja sæmilegan framgang kosninganna. „Okkur hafa borizt ótal áskoranir um að við ættum að fresta kosningunum þar sem skil- yrðin samræmdust ekki því sem gert var ráð fyrir í Dayton-friðar- samkomulaginu," sagði Frowick í Sarajevo í gær. „Ég tel að ekki hafi verið um annað að ræða þeg- ar ákvörðunin um dagsetningu kosninganna var tekin í júní sl. Hún verður ekki endurskoðuð nema alvarlegt ofbeldi blossi upp.“ Ræddu nauðsyn ferðafrelsis Sendimaður Sameinuðu þjóð- anna (SÞ), Iqbal Riza, sagði í gær að hann hefði rætt við settan for- seta Bosníu-Serba, Biljönu Plavsic, um nauðsyn ferðafrelsis fyrir flóttafólk og uppflosnaða íbúa þegar að kosningum kemur. Sagði Riza að ferðafrelsi skipti sköpum því samkvæmt skrám ÖSE mætti búast við að talsverður ijöldi fólks yrði á faraldsfæti milli þeirra tveggja svæða sem Bosnía skiptist nú í, ríkjasambands músl- ima og Króata annars vegar og lýðveldis Serba hinsvegar. Þrátt fyrir að friðarsamkomulag hafi verið undirritað fyrir rúmu hálfu ári hefur flóttafólki og upp- flosnuðum verið meinað að hverfa til síns heima og fara yfir það sem í raun er orðið að landamærum milli svæðanna tveggja. Riza sagði að svo virtist sem að á kjördag yrðu flestir á ferð- inni frá svæði ríkjasambands músiima og Króata yfir á svæði serbneska lýðveldisins, til þess að greiða atkvæði í bæjum sem fólkið hefði hrakist frá í stríðinu. Reuter Ferskjubændur reiðir VIÐSKIPT AVINIR stórverslun- ar í bænum Montauban í suð- vesturhluta Frakklands komust vart út úr húsinu í gær en franskir ferskjubændur sturt- uðu nokkrum tonnum af fram- leiðslu sinni við aðaldyrnar í mótmælaskyni við lágt ferskju- verð og það sem þeir kölluðu annars flokks innflutning. Fjórði hreyf- illinn fundinn New York. Reuter. FJÓRÐI og síðasti hreyfill TWA- þotunnar sem fórst 17. júlí sl. skömmu eftir flugtak í New York er fundinn. Er hann' illa farinn og vantar í hann nokkur túrbínublöð. Talið er að hreyfillinn geti varp- að einhverju nýju ljósi á orsakir þess að þotan fórst en með henni fórust allir sem um borð voru, 230 manns. Lík tveggja sem um borð voru fundust í gær og hafa þá fundist 201 lík. Sömuleiðis hefur um helm- ingur braks þotunnar náðst á land. Yfirmaður rannsóknar á TWA- slysinu sagði í gær, að enn hefðu ekki fundist gögn er sönnuðu hvað olli því að þotan fórst og hugsan- lega myndu þau aldrei finnast. Þtjár kenningar eru um hvað gerð- ist; að sprengja hafi grandað þot- unni, flugskeyti eða vélræn bilun. Flest gögn hníga þó að því að sprengja hafi sprungið um borð. Engin lausn virðist í sjónmáli á Kýpurvandamálinu Getur kveikt ófriðar- bál við Miðjarðarhaf Nikosíu, London. KÝPURDEILAN er eitt af þeim vandamálum, sem erfiðlegast hefur gengið að leysa á alþjóðleg- um vettvangi, en nú eru 22 ár síðan tyrkneskt herlið lagði þriðj- ung eyjarinnar undir sig. Deilan getur líka haft erfiðleika í för með sér innan Evrópusambands- ins, ESB, og hún er ekki síður mikið áhyggjuefni fyrir Atlants- hafsbandalagið, NATO, en jafnt Tyrkir sem Grikkir eru aðilar að því. Kýpur hefur lotið yfirráðum ýmissa ríkja á síðustu öldum en Tyrkir gerðu innrás á eyjuna 1974 eftir valdaránstilraun grískættaðra hægrimanna í Nik- osíu, höfuðborg eyjarinnar. Vís- uðu þeir þá til stjórnarskrár Kýp- ur frá 1960 en samkvæmt henni ábyrgðust þeir ásamt Bretum og Grikkjum frið í landinu. Gleymdist í kalda stríðinu í þau 14 ár, sem Kýpur var eitt ríki, hafði á ýmsu gengið í sambúð þjóðabrotanna en nú halda um 1.200 hermenn Sam- einuðu þjóðanna uppi gæslu á grænu línunni svokölluðu, sem skilur að Grikki og Tyrki. 30.000 tyrkneskir hermenn eru enn í tyrkneska hlutanum, sem lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis árið 1983. Hefur Tyrkland eitt viður- kennt það. Allar tilraunir Sameinuðu þjóðanna til að sameina ríkið á ný hafa reynst árangurslausar og átökin í Nikosíu, síðustu evr- ópsku höfuðborginni, sem er skipt með múr, hafa vakið ótta við víðtækari átök Grikkja og Tyrkja. Koma þessir árekstrar á versta tíma því að vestræn ríki, sem sinntu lítið Kýpurvandamál- inu meðan á kalda stríðinu stóð, virðast nú loks vera tilbúin til að fást við það í alvöru. í janúar sl. horfðu Evrópuríkin aðgerðalaust upp á þegar Grikkir og Tyrkir fóru næstum að beij- ast út af nokkrum óbyggðum smáeyjum á Eyjahafi og síðan bættust við áhyggjur vestrænna ríkja af þátttöku íslamskra bók- stafstrúarmanna í stjórn Tyrk- lands. Nú láta stjórnirnar í Aþenu og Ankara hnúturnar fljúga vegna Kýpur. Viðræður um ESB-aðild Þótt brýnast sé að tryggja frið á Kýpur þá koma önnur mál einn- ig inn í myndina. Stefnt er að því að hefja viðræður við Kýpur- stjórn um aðild að Evrópusam- bandinu 1998 en fyrst þarf að sjálfsögðu að binda enda á skipt- ingu landsins. Það flækir síðan stöðuna, að Grikkir eru í ESB en Tyrkir ekki. Kýpur er þriðja stærsta eyjan í Miðjarðarhafi, 9.300 ferkm, og íbúarnir eru 730.000. Þar af eru 78% af grískum ættum, 18% af tyrkneskum en aðrir eru Anuen- ar, maronítar, kristnir menn frá Líbanon, og breskir hermenn og ijölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.