Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 15 ERLENT Tveimur stúlkum bjargað úr klóm baraaklámhrings Ræningjarnir fundust eftir ábendingar athuguila borgara Brussel. Reuter. BELGÍSKA lögreglan fann seint í fyrrakvöld tvær stúlkur sem verið höfðu í klóm fólks sem talið er að tilheyri samtökum er framleitt hafa barnaklám. Annarri þeirra var rænt í síðustu viku og hinni í lok maí. Pjórtán ungum stúlkum og dreng hefur verið rænt á undanförnum sex árum. Fimm þeirra hafa fundist lát- in en átta er enn saknað. Einungis stúlkurnar tvær sem fundust í fyrra- kvöld hafa skilað sér aftur á lífi. Stúlkurnar tvær, Laetitia Delhez, sem er 14 ára, og Sabina Dardenne 12 ára, fundust í leynilegri og hljóð- einangraðri smákompu á bak við fataskáp í raðhúsi skammt frá borg- inni Charleroi í suðurhluta Belgíu. Mikill fögnuður Tveir karlmenn og kona voru handtekin í húsinu og sögðu belgísk blöð að mennirnir hefðu áður komist í kast við lögin vegna barnakláms. Tímaritið Economist fjallar um norræna áfengisstefnu Ahyggjur af heilsufari og ríkisfjármálum BRESKA tímaritið The Econom- ist gerir norræna áfengisneyslu að umtalsefni í nýjasta hefti sínu. Tímaritið segir evrópsku bind- indishreyfinguna hafa unnið stærsta sigur sinn á þessari öld er áfengisbanni var komið á í Finnlandi, Noregi og íslandi á þriðja áratugnum. Svíar hafí hafnað áfengisbanni í þjóðarat- kvæðagreiðslu en tekið upp skömmtunarkerfi á áfengi er ekki var fellt úr gildi fyrr en á sjötta áratugnum. Danir hafi hins vegar haldið áfram að drekka eins og ekkert hafi í skor- ist% Áfengisneyslan er enn mest í Danmörku samkvæmt hagtölum og Danir eru jafnframt eina Norðurlandaþjóðin, sem ekki býr við einkasölu ríkisins á áfengi og háa áfengisskatta. Tímaritið segir hins vegar að það kunni að breytast á næstunni með að- ild Svía og Finna að Evrópusam- bandinu. Þessi ríki hafí þegar neyðst til að gefa heildsölu áfengis fijálsa og nú sé þrýst á þau af öðrum aðildarríkjum að taka upp svipað fyrirkomulag og í Danmörku. Vígin að falla? Fyrsta vígið til að falla verða líklega þau mörk sem eru á inn- flutningi einstaklinga á áfengi til einkaneyslu frá öðrum ESB- ríkjum. Svíar og Finnar fengu undanþágu frá evrópskum regl- um hvað þetta atriði varðar en hún fellur úr gildi um áramótin. Viðræður um framhaldið hefjast í haust. Ýmsir aðrir þættir áfengis- stefnunnar eru nú til umfjöllunar hjá dómstólum. Mál sem höfðað var í Svíþjóð þar sem einkasalan er sökuð um að bijóta evrópskar samkeppnisreglur verður að öll- um líkindum tekið fyrir hjá Evr- ópudómstólnum í Lúxemborg. Kvótar á innflutning hafa einnig verið kærðir í Svíþjóð. Stjórnmálamenn í Svíþjóð og Finnlandi beijast fyrir því að fá að viðhalda ríkjandi áfengis- stefnu og nýlega greindi Erik Ásbrink, fjármálaráðherra Sví- þjóðar, framkvæmdastjórninni frá því að það væri nauðsynlegt út frá heilbrigðissjónarmiðum. Stefna Norðurlandanna væri trúverðugri, segir Economist, ef ljóst væri að takmarkanirnar á Afengisneysla á mann í nokkrum löndum Evrópu árið 1994 Litrar af hreinu alkahóii 0 2 4 6 8 10 12 kland áfengisneyslu þjónuðu sínum til- gangi. Raunveruleikinn sé hins vegar sá að framleiðsla á landa sé útbreidd og miklu áfengi smyglað til Norðurlandanna. Því sé áfengisneysla Svía líklega mun hærri en hinar opinberu tölur gefi til kynna. Einungis taki tuttugu mínútur að fara með feiju yfir Danmerk- ur þar sem áfengi sé fáanlegt á lægra verði í almennum verslun- um. Tollayfirvöld í Helsingborg áætli að á hverri klukkustund sé smyglað inn 15 þúsund flösk- um af dönskum bjór til Svíþjóðar í tengslum við feijuferðir. Þetta hefur leitt til þess að sala á áfengi hefur dregist verulega saman, ekki síst hjá útibúum einkasölunnar í suðurhluta Sví- þjóðar. Á móti megi hins vegar nefna að færri Svíar en Danir deyja af völdum áfengistengdra lifrar- sjúkdóma. Hlutfallið í Svíþjóð sé 0,6 á hveija hundrað þúsund íbúa en í 1,4 í Danmörku. Miklar tekjur Áhyggjur Ásbrink af heilsu- fari Svía kunni því ekki að vera ástæðulausar. Tímaritið segir hins vegar líklegt að sænski fjár- málaráðherrann hafi jafnmiklar áhyggjur af sænskum ríkisfjár- málum. Tekjur af áfengisskött- um hafi numið rúmlega 130 milljörðum íslenskra króna á síð- asta ári, sem sé hið sæmilegasta hlutfall af heildartekjum ríkis- sjóðs. Að auki hagnist ríkið á einkasölunni sjálfri. Breytt stefna gæti því dregið verulega úr tekjum hins opinbera. Fögnuðu fjölmiðlar björgun stúlkn- anna mjög. Gífurlegri leit var hrundið af stað um alla Belglu í síðustu viku er Delhez hvarf í borginni Betrix í suð- urhluta landsins. Var henni rænt er hún gekk heim til sín frá sundlaug en þar er spölkorn á milli. Lögregla fann stúlkurnar eftir að hafa notfært sér upplýsingar athug- ulla borgara sem tekið höfðu eftir bíl er mannræningjarnir notuðu. Reuter ÍBÚAR í borginni Kain í Belgíu brenna auglýsingaspjöld um horfna stúlku, Sabine Dardenne, eftir að henni var bjargað úr klóm ræningja seint í fyrrakvöld. Kanaríveisla 20. október með Sigurði Guðmundssyni frá kr. 4T.632 Heímsferðir hefja nú aftur haustferðir sínar til Kanaríeyja þann 20. október og er okkur ánægja að bjóða ótrúlega hagstæð tilboð í sólina þar sem þú nýtur hins besta á Kanaríeyjum og flýgur þangað í beinu flugi Heimsferða. Við kynnum nú glæsilega nýja gististaði og nú býður Sigurður Guðmundsson Heimsferðafarþegum spennandi dagskrá í sólinni, leikfimi og kvöldvökur sem gera ferðina ógleymanlega. Bókaðu strax - aðeins fyrstu 50 sætin á sértilboði, til 23. ágúst. Fyrstu 50 sætin á sértilboði, til 23. ágúst Vinsælasta hótelið - Corona Blanca Verð kr. 47.632 A októbei^^^ Verð kr. 59.960 Brottför 20. október - 4, 5 vikur 19. nóvember - vika 26. nóvember - 3 vikur Sigurður Guðmunds- son býðurspennandi dagskrá í vetur. Fjöldasöngur HEIMSFERÐIR Austurstræti 17 • sími 562 46 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.