Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Dole heldur mikilvægustu ræðu stjórnmálaferilsins Boðar tengsl við eldri gildi San Diego. Reuter. BOB DOLE tókst formlega á hendur forsetaframboð fyrir banda- ríska Repúblikanaflokkinn í fyrrinótt, og í ræðu sem hann hélt við það tækifæri hét hann því að hefja til vegs og virðingar Guð, fjölskylduna, drengskap, skyldu og landið. Gildi sem hann sagði Bill Clinton forseta ekki hafa nokkurn skilning á. Áheyrendur á flokksþingi repú- blikana, sem fram fór í San Diego í Kaliforníu, voru fjölmargir og fögnuðu Dole ákaft þegar hann hóf ræðu sína, sem talin er hafa verið sú mikilvægasta sem hann hefur flutt á stjórnmálaferlinum. Hann var beinskeyttur í tali er hann ræddi aldur sinn, sem af mörgum hefur verið talinn of hár fyrir forsetaframbjóðanda. Dole er 73 ára. Svo virtist helst sem Dole væri að lýsa stríði á hendur „barnakyn- slóðinni" sem Clinton og stjórnarl- iðar hans tilheyra. Sagði Dole þá vera „liðsmenn forréttindahópsins sem aldrei hefur fullorðnast, hefur aldrei gert neitt raunverulegt, aldrei fært fórnir, aldrei orðið að þola þjáningar og aldrei lært." Dole, sem særðist alvarlega í herþjónustu í síðari heimsstyrjöld og sat 35 ár á þingi, kynnti sjálf- an sig sem lifandi tengilið við betri og áreiðanlegri fortíð, sem myndi hvetja Bandaríkin til mikilla verka á ný, með því að endurvekja gildi þessarar fortíðar. „Ég man eftir því" „Aldur hefur kosti. Leyfið mér að vísa veginn til Bandaríkja sem einungis þeir sem ekki þekkja til halda að sé goðsögn," sagði Dole. „Leyfið mér að vísa veginn til jafn- vægis, trúar og trausts á fram- kvæmdum. Við þau ykkar sem segja að þannig hafi lífíð aldrei verið, að Bandaríkin hafi ekki ver- ið betri, vil ég segja að þiðhafið rangt fyrir ykkur, og ég veit það vegna þess að ég var þar, ég hef séð það, ég man eftir því." Dole talaði í 57 mínútur og varð að gera hlé á máli sínu vegna lófataks 92 sinnum. „Þetta var mjög góð, sjónræn ræða, eiginlega alveg fullkomin sýning fyrir sjón- varp," sagði John Splaine, við Háskólann í Maryland, sérfræð- ingur i notkun sjónvarps í stjórn- málum. „Dole kom stórkostlega fyrir. Lýsingin og bakgrunnurinn var mjög góður. Það eina sem vantaði í ræðuna var ein minnis- verð, grípandi setning," sagði Splaine. Dole atyrti forsetafrúna, Hill- ary, og þá keriningu hennar, sem hún setti nýverið á bók, að „það þurfi þorp til þess að ala upp barn." Sagði Dole þetta jafnast á við að meina foreldrum að ala upp börn sín og fela ríkinu það hlut- verk. Drengskapur mikil- vægari en auður Kosningaslagorð Clintons í kosningunum 1992, er hann sigr- aði George Bush, lagði áherslu á efnahagsmálin, en Dole sagði að drengskapur væri mikilvægari en auður; hugrekki og fórnarlund væri mikilvægara en efnisleg gæði. „Fátækt eða ríkidæmi ráða ekki úrslitum. Það sem ræður úr- slitum er viljinn til þess að gera það sem manni ber að gera," sagði Dole. Dole hélt því fram, að sú 15% skattalækkun sem hann hefur heitið muni koma millistéttarfólki vel. Hann lofaði að veita smáfyrir- tækjum brautargengi, draga úr umsvifum skattstofunnar og halda þjónustu við aldraða, fátæka og sjúka óbreyttri. Hann hét því að taka einarðari Reuter RÆÐU Bobs Doles á flokksþingi repúblikana var firnavel tekið og varð hann að gera hlé á máli sínu 92 sinnum. afstöðu til alþjóðlegra efnahag- sviðræðna og veita mótspyrnu Sameinuðu þjóðunum og öðrum alþjóðasamtökum, sem vildu þrengja að bandarískum hags- munum. Sakaði hann Clinton um að hafa vanrækt varnarmál og að hafa ekki brugðist nógu hart við hermdarverkastarfsemi. Fréttaskýrendur sögðu að þessi ræða Doles skipti sköpum fyrir möguleika hans á að ná kjöri, og að með henni hafí hann tekist á hendur það erfiða verkefni að telja kjósendur á sitt band. Hann þurfti að sýna og sanna að hann væri ekki bara þess verður, heldur einn- ig fær um, að taka við valdataum- unum í Hvíta húsinu eftir kosning- arnar 5. nóvember. Síðasta yfirlýsing stríðsárakynslóðarinnar? Wayne Fields, sem ritað hefur bók um ræður forseta, sagði að Dole hefði sjaldan staðið sig betur en í fyrrakvöld, þótt ræðan hefði verið heldur löng. „Hennar verður kannski minnst sem síðustu yfir- lýsingar stríðsárakynslóðarinnar, og þeirrar sannfæringar að sú kynslóð kunni og skilji hluti sem síðari kynslóðir hafi gleymt og þurfi að læra," sagði hann. Finnland og EMU Staðráðnir í að uppfylla skilyrðin ****** EVROPA^ Helsinki. Morgunbiaðið. PAAVO Lipponen, forsætisráð- herra Finnlands, segist vera full- viss um að Finnland verði meðal fyrstu aðildarríkja Evrópusam- bandsins (ESB) til að uppfylla skilyrðin fyrir áðild að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU), sem áætlað er að verði að veru- leika árið 1999. Lipponen létþessa bjartsýni í ljósi þegar hann kynnti fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar sinnar í gær. I fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir lækkun tekjuskatta og samsvarandi hækkun orkuskatta. Áætlun ríkisstjórnarinnar er að halda verðbólgunni niðri og draga verulega úr skuldasöfnun ríkis- sjóðs, sem eru aðgerðir í samræmi við skilyrði EMU. í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar eru sett þau markmið að minnka atvinnuleysi landsmanna um helming á næstu fjórum árum, en það náði um skeið um 20 af hundr- aði. Það er þó ekki gert ráð fyrir að takast muni að minnka atvinnu- leysið á þessu ári um meira en eitt prósentustig, þ.e. úr rúmlega 16% í um 15,4%. Vill draga úr ESB- framlögum Þjóðverja Bonn. Reuter. WOLFGANG Gerhardt, leiðtogi Frjálsra demókrata (FDP) í Þýska- landi, vill að stefnt sé að því að stokka upp fjármál Evrópusam- bandsins, ESB, þannig að draga megi úr fjárframlögum Þjóðverja til ESB. Gerhardt sagði í viðtali við dag- blaðið Die Welt, sem birtist í gær, að Þjóðverjar gætu ekki greitt jafnmikið til Evrópusambandsins og þeir gera í dag. Stöðugt fleiri þýskir ráðamenn hafa lýst sjón- armiðum af þessu tagi, þeirra á meðal Helmut Kohl kanslari. Þjóðverjar greiða í dag um 30% af heildarútgjöldum Evrópusam- bandsins en um 20% af framlögum ESB renna til Þýskalands. Gerhardt sagðist þó vera and- vígur því að beita neitunarvaldi gegn fjárlögum ESB ef ekki næðist samstaða um breytingar þegar þau verða endurskoðuð árið 1999. Hann bætti við að Theo Waigel fjármálaráðherra hefði greint ríkisstjórninni frá því að hann teldi góðar líkur á því að hægt yrði að semja við önnur aðildarríki um breytt hlutföll greiðslna. Gerhardt sagðist í viðtalinu vera andvígur því að slakað yrði á kröf- um Maastricht-sáttmálans fyrir þátttöku í hinum sameiginlega gjaldmiðli Evrópuríkja. „Það kem- ur ekki til greina að velta slíku fyrir sér. Þvert á móti verður að styðja tilraunir í þá átt að koma betra jafnvægi á ríkisfjármál," sagði leiðtogi FDP. Því er spáð að fjárlagahalli í Þýskalandi muni nema um 3,5% á þessu ári en hallinn má ekki fara yfir 3% samkvæmt skilyrðum Maastricht. Roswell- farið var jarðneskt GEIMFAR, sem ætlað var að hefði lent skammt frá Roswell í Nýju Mexíkó 4. júlí 1947 og talið var hafa komið utan úr geimnum, reyndist jarðneskt að uppruna, að því er staðfest hefur verið með rannsóknum. Geimfarið kemur við sögu í kvikmyndinni Independence Day og bjargar þar jörðinni frá tortímingu. Meri æskir endurkjörs LENNART Meri forsætisráð- herra Eistlands hefur ákveðið að sækjast eftir endurkjöri en þing landsins kýs nýjan forseta til fimm ára 26. ágúst næst- komandi. Meri, sem er 67 ára, þarf atkvæði 68 þingmanna af 101. Enginn annar hefur lýst yfír framboði en fastlega er búist við að Arnold Ruutel, fyrrverandi kommúnistaleið- togi sem beitt hefur sér í sjálf- stæðisbaráttu Eistlendinga, bjóði sig fram. Segja páfa heilsugóðan JÓHANNES Páll II. páfi er af hálfu Vatikansins sagður við góða heilsu og verði engar breytingar á dagskrá hans á næstu vikum og mánuðum. Páfi fari m.a. í heimsókn til Ungverjalands og Frakklands í næsta mánuði eins og ráð hafi verið fyrir gert. Frönsk kona til Mír FYRSTA kvengeimfara Frakka, Claudie Andre-Desha- ys, verður skotið á loft í dag í Sojuz-flaug frá Bajkonur- geimferðasöðinni ásamt tveimur Rússum. Verður hún 16 daga um borð í Mír-geim- stöðinni og gerir þar líf- og læknisfræðilegar tilraunir. Borga Frakkar Rússum jafn- virði 900 milljóna króna fyrir. Vilja hæli í Portúgal ÁTTA Austur-Tímorbúar brutu sér leið inn í franska sendiráðið í Jakörtu í gær og fóru fram á pólitískt hæli í Portúgal. Er þetta í sjötta sinn frá í nóvember sl. að hópur manna ryðst inn í sendiráðið í þessum tilgangi. Hungurvaka til einskis JEAN-Louis Debre innan- ríkisráðherra Frakklands sagði í gær að ekki kæmi til greina að verða við kröfum um 300 afrískra innflytjenda um dvalarleyfi en þeir hafa verið í 43 daga svelti í Saint- Bernard kirkjunni í norður- hluta Parísar til að mótmæla þeim áformum stjórnarinnar að senda þá til baka til fyrri heimkynna sinna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.