Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 17 NEYTENDUR Mozzarella ostur þeirra Di Sarra bræðra Mozzarella er ostur, sem setur svip sinn á ítalska matarmenningu. Sigrún Davíðsdóttir segir hér frá fjölskyldu, sem framleiðir þessa öndvegisfæðu og gefur nokkrar ábendingar um notkun ostsins. OSTUR hangir í loftinu. ENNIO Serra ostagerðarmaður með syni sínum. GUMMÍGULUR, seigur, þurr og plastpakkaður ostur að nafni mozza- rella á ekkert sameiginlegt nema nafnið með hinni einu og sönnu drif- hvítu, hnöttóttu og bragðmildu mozzarellu. Á ítalíu er ostagerð enn víða handverk líkt og hún er stunduð hjá Di Sarra bræðrunum á mozza- rella-svæðinu í kringum Napolí. Bræðurnir eru fimm og vinna undir forystu Eugenio, þesselsta, við osta- gerðina sem faðir þeirra setti á stofn. Og það veitir ekki af mörgum hönd- um, því handtökin eru mörg. Hin eina sanna mozzarella er ekki gerð úr kúamjólk, heldur úr buffala- mjólk. Ferskostur úr kúamjólk er einnig til, en hann má ekki kalla mozzarellu nema í honum sé ákveð- ið magn buffalamjólkur. Þeir Di Sarrabræður tryggja sér réttu mjólkina með því að eiga sjálfír buffalahjörð. Þessi stóru, ógnarlega hyrndu dýr eru í raun hin vinaleg- ustu og ekki meira verk að hirða um þau en kýr. Þ6 ostaframleiðsla bræðranna sé handverk þá er ekki þar með sagt að notast sé við trébala og sleifar. Framleiðslan fer fram í flísalögðum sal og alls staðar glampar á stál, en yfir öllu ferlinu vaka árvökul augu bræðranna. Buffalamir eru mjólkaðir í býtið og mjólkin flutt í búið. Þar er hún hituð, ostahleypi bætt í og þegar hún hleypur saman á réttan hátt og við rétt hitastig rennur massinn í vél, sem hnoðar hann og eltir. Hér áður fyrr var þetta gert í höndunum og var ógn- arlegt verk. Ostameistararnir láta vélina þó ekki eina um verkið, held- ur grípa í massann til að sannfær- ast um að allt sé eins og best verður á kosið. Massinn fer síðan í form, sem mótar ostinn þannig að sá sem þekk- ir til er ekki í neinum vafa um að hér sé mozzarella á ferðinni. Ostur- inn er hnöttóttur, frá því að vera á stærð við litlar steinvölur, upp í hnetti á stærð við karlmannshnefa. Kunnáttumenn vilja hann helst alveg glænýjan og því er öll áhersla lögð á að keyra hann út um leið og ostur- inn er tilbúinn, eða upp úr hádeg- inu. ítalir taka sér síðdegishvíld og búðir opna aftur um kl. 16 þar á eftir. Þá á glæný mozzarella þeirra bræðranna að svamla um í léttsöltuðu vatni í tunnum í ostabúðunum, þar sem afgreiðslufólkið veiðir hana upp í poka handa viðskiptavininum. Þegar varan hefur verið vegin er síðan legi bætt í og þannig geymist osturinn í nokkra daga ef á þarf að halda. Það gengur helgispjöllum næst að setja nýja mozzarellu í kæliskápinn, því þá dofnar bragðið. Hennar á helst að neyta samdægurs, en ef hún þarf að bíða á hún að gera það í saltlegin- um á eldhúsborðinu og þá þolir hún heldur ekki að bíða lengur en í tvo daga. Ef hún á að fara í matargerð má hún vera orðin nokkurra daga gömul og hafa gist kæliskápinn. Og hvernig bragðast svo ný mozzarella þeirra Di Sarra bræðr- anna? Af henni er milt mjólkur- bragð, hún er örlítið sölt, ilmurinn fínlega súr og áferðin er fjaðrandi. Þegar skorið er í hana rennur safinn úr. Legin mozzarella missir þessa fjaðrandi áferð, verður mjúk og voð- kennd, ysta lagið undir yfirborðinu eins og leysist upp og verður mjúkt og bragðið súrt. Það fer svo eftir aldri hversu langt þessar breytingar ganga. Það er ekkert sem bendir til að dálæti ítala á hinni einu sönnu mozzarellu sé í rénum og því hafa þeir nóg að gera, þeir bræður. Hvort börn þeirra ætla sér að feta í fót- spor feðranna á eftir að koma í ljós. Einn bræðranna, Ennio Di Sarra hefur tekið upp á því að rækta hesta og sonur hans hefur lifandi áhuga á því, en vísast gleymir næsta kyn- slóð heldur ekki ostinum góða ... Mozzarella með tómötum Algengast er að borða mozzarellu með tómatsalati. Tómatarnir eru sólþroskaðir, eldrauðir í gegn og næstum sætir. Þeir eru skornir í báta, á þá stráð ögn af grófu salti, dökkgrænni ólífuolíu dreypt yfir, að ógleymdum nokkrum blöðum af nýju basil og fínsöxuðum hvítlauk. Ef þið eruð einhvern tímann á ferð á Suður- ítalíu þá prófið þetta hnossgæti með ekta mozzarellu. Strax fyrir norðan Róm er mozzarellabeltið á enda og enga almennilega mozzarellu að hafa, að sögn innfæddra. Mozzarella á vagni Vagninn, sem settur er undir ost- inn er reyndar ekki á hjólum, heldur er um að ræða ost, sem tyllt er milli brauðsneiða og ansjósu. Eins og almennt gildir um ítalskan mat þá nást ekki ekki réttu áhrifin nema hráefnið sé fyrsta flokks. Hér er þó hægt að stytta sér leið, nota þurra mozzarellu, en brauðið verður að vera fast fyrir og gott, ekki iðnaðar- brauð, sem leysist upp. Ansjósan á að hafa synt í Miðjarðarhafinu og slík fæst í litlum skömmtum, en hún er ekki hin sama og smásíld sem Svíar kalla ansjósur og selja í glerkrukkum. Ansjósur og mozzarella ______Gott brguð, helst brouð úr ítölsku hveiti eðo annað fast brauó, gjarnan heimabakað. _________200 gr mozzarella______ 50 gr ansjósur ólífuolía 1. Setjið ofninn á 200 gráður. 2. Smyrjið leirfat, eða annað sem þolir að fara í ofninn. Sneiðið brauð- ið í vænar sneiðar, um 2 cm þykkar og dreypið svolítilli olíu yfir þær. Jafnið ansjósunum á sneiðarnar. 3. Raðið sneiðunum í fatið, þann- ig að þær hálf standi og jafnið ostin- um á milli þeirra. Bakið brauðið í um 20 mín., eða þar til osturinn kraumar og allt hefur fengið á sig gullinn lit. Brauðið er gott sem for- réttur, léttur aðalréttur með góðu salati á eftir eða sem réttur síðla kvölds. Einfalt er að útbúa það fyr- irfram, en baka það ekki fyrr en að máltíðinni kemur. Eggjakaka með mozzarellu ítalskar mömmur, ömmur og frænkur sem ætla að setja saman eitthvað fljótlegt grípa gjarnan til einhvers konar eggjaréttar með mozzarellu, því hann fellur ítölskum krökkum einkar vel í geð. Einnig er hægt að nota þurra mozzarellu hér . Hér eru tilbrigðin mörg, svo upp- skrift verður að eiga sig, en ábend- ingar að koma í hennar stað. Það einfaldasta er að slá saman nokkur egg, hella þeim á pönnuna og strá rifinni mozzarellu yfir svo hún bráðni °g eggin hlaupi saman. Annað og meira en ögn af salti og pipar eftir smekk þarf ekki. í ítölsku eldhusi er nánast alltaf til tómatsósa, soðin úr nýjum eða niðursoðnum tómötum, hvítlauk, ólífuolíu og kannski basil, en engu öðru. Nokkrum matskeiðum af slíkri sósu er kannski dreypt yfir rétt í lokin, en sósan á þó ekki að bland- ast eggjakökunni, heldur vera eins og eyjar í henni og ostinum Götumarkaðs- stemmning í Kringlunni EIGENDUR verslana í Kringlunni slá botninn í útsölurnar þessa dagana og bera fram á gangana útsöluvörur sem eru á enn lægra verði en áður. Þröngt var á þingi í Kringlunni í gær. Þar var hægt að kaupa allt mögulegt, búsáhöld, fatnað, töskur, ilmvötn, leikföng, myndbandsspólur og svo mætti áfram telja.Gylltir „barbiestrigaskór með armbandi kostuðu núna 795 krónur en áður 2.495 krónur, pennaveski voru á 200 krónur sem áður kostuðu 1.495 krón- ur, strokleður á 10 krónur sem áður voru á 70 krónur og peysur á 700 krónur sem kostuðu áður um þrjú þúsund krónur. Götumarkaðnum lýkur í dag. NYTT Fjórar nýjar tegundir af kökudropum KATLA hefur sett á markaðinn fjórar nýjar tegundir af kökudrop- um; koníaks-, romm-, banana-, og piparmyntudropa. Ekki er notað áfengi í koníaks-, og rommdropana heldur er grunnurinn monopropy- lene glycol og síðan er bætt saman við vatni og bragðefnum. HONDA AftCORD dldur verðlaunabílf sameinar gfœsilegt ílTIÍT, óviðjafnaniega aksturseiginfieika, ríkulegan StaðalbÚtiað, mikil gœðí og einstaka llClgkvœiTlflÍ í rekstri. Verðið stenst allan samanburð Honda Accord 1.81 er búinn 115 hestafla 16 ventla vél með tölvustýrðri fjölinnsprautun. Upptak er 11.3 sek. í 100 km/klst. meðan eyðslan við stöðugan 90 km. hraða er aðeins 6,6 lítrar á 100 km. Honda Accord 1.8i er búinn loftpúða í stýri, rafdrifnum rúðuvindum og lottneti, vökva- og veltistýri, þjófavörn, samlæsingum, útvarp/segulbandi og bremsuljósi f aflurrúðu. Styrktarbitar eru í hurðum. Lengd: 468,5 cm. Breidd: 172 cm. Hjólhaf: 272 cm. Honda Accord 2.0I LS er búinn 131 hestafla vél, ABS-bremsukerfi, tvöfðldum loftpúða, 4 glra sjálfsklptingu ásamt fjölmörgum öörum kostum. Verðið er aöeins 2.185.000,- á götuna. Tveggja ára alhliða ábyrgð fylgir öllum nýjum Honda bifreiðum og þriggja ára ábyrgð er á lakki. Tökum aðra blla uppí sem greiðslu og lánum restina til allt að fimm ára. 1.734.000,- M VATNAGARÐAR 24 S: 568 9900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.