Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ JKB brúa bil beggja Leikritið „Á sama tíma að ári", eftir Bern- ard Slade, hefur að undanförnu verið sýnt í Loftkastalanum. Sveinn Guðjónsson skyggndist um að tjaldabaki með Halli Helgasyni leikstj óra. ÞAÐ þjónar í rauninni engum tilgangi að ég sé að þvælast hérna fyrir í kvöld," segir Hallur þar sem við klöngrumst í hálftnyrkri yfir planka og rafmagns- snúrur á bak við leiktjöldin. „Leik- stjóri getur lítil áhrif haft á fram- vindu sýningarinnar eftir að frum- sýningu lýkur. Þetta er ekki eins og hjá knattspyrnuþjálfara, sem les yfir sínum mönnum í hálfleik. Það er á æfingatímabilinu sem leikstjóri mót- ar sýninguna og þá situr maður úti í sal og reynir að setja sig í spor áhorfenda og gagnrýnenda. Það má kannski líkja þessu við að ala upp barn. Á frumsýningardag- inn er uppeldinu lokið og barnið fer að heiman qg verður bara að spjara sig sjálft. Eg var að vísu á öllum fyrstu sýningunum og svo kem ég reglulega og spjalla við leikarana. En í sjálfu sér get ég litlu breytt. Og þar sem þetta er gamanleikur renn- ir maður dálítið blint í sjóinn með það hvað virkar og hvað ekki. Það kemur hins vegar í ljós á fyrstu sýn- ingunum og þá lagar maður atriðin að því. Þannig verður sýningin alltaf betri og betri eftir því sem frá líð- ur." Ótal leiðir f útfærslu___________ Það eru örfáar mínútur í sýningu og áhorfendur að streyma í salinn. Siggi Sigurjóns tvístígur aftan við leikmyndina á nærklæðum einum fata og Tinna er hálfber líka. Fyrsta senan gerist nefnilega í rúminu. „Ertu nervös?" spyr ég Sigga og hann segist alltaf vera með nettan fiðring í maganum fyrir hverja sýn- ingu. „Svo hverfur þetta yfirleitt þegar sýningin er komin af stað," segir hann. „En það kostar alltaf dá- lítil innri átök að koma sér í rétta formið. Maður hleypur ekki inn á svið bara einn, tveir og þrír." Siggi kvaðst stundum hafa hugsað um hvað myndi gerast ef hann missti allt í einu minnið á miðri sýningu og gleymdi rullunni. „Eða ef ég myndi allt í einu hætta að leika og segja við fólkið: Því miður, ég er ekki í stuði í kvöld. Bless, ég er farinn. En svona má maður auðvitað ekki hugsa." Þegar sýningin hefst ríkir raf- magnað andrúmsloft á bak við tjöld- in. Þögn í salnum, þögn á sviðinu. Svo heyrist hlátur úr salnum, dálítið hikandi, eins og áhorfendur séu ekki alveg vissir um hvort þeir eigi að hlæja akkúrat á þessum tímapunkti. Síðan kemur önnur hlátursroka, mun ákveðnari en sú fyrri og loks skellihlátur. Farsinn er greinilega kominn af stað. Við Hallur yfirgef- um baksviðið og förum niður á skrif- stofu. Ég spyr hann hvernig leikstjóri setji mark sitt á leikverk almennt. Nú er handritið klárt frá hendi höf- undar og því verður ekki breytt. Hefði þessi sýning orðið eitthvað öðruvísi með öðrum leikstjóra? „Já, áherslurnar hefðu hugsan- lega orðið aðrar. Það er rétt hjá þér að handritið er fullbúið frá hendi höfundar, en í þessu tilfelli þurftum við að staðfæra það og við gerðum það saman," ég, Siggi og Tinna. En þótt handrit liggi klárt fyrir eru til mismunandi leiðir til að útfæra það á sviðinu. Þetta er ekki ósvipað því að útsetja lag. Framlag leikaranna sjálfra hefur líka mikið að segja og persóna þeirra og hæfileikar setja ekki síður svip sinn á svona sýningu. Eg hef áður sett upp leikrit með framhaldsskólanemum og ósjaldan þurft að leika fyrir hvern og einn viðkomandi hlutverk. En þegar svona toppleikarar, eins og Tinna og Siggi, eiga í hlut hljóta þau óhjá- kvæmilega að setja mark sitt á sýn- inguna." Morgunblaðið/Halldór LEIKSTJÓRINN Hallur Helgason baka til á sviðinu í Loftkastalanum. Hallur Helgason hefur við viðloð- andi leiklist frá því hann var barn. Hann lék í kvikmyndinni Veiðiferð- inni eftir Andrés Indriðason árið 1979 og ári seinna vakti hann þjóðar- athygh fyrir túlkun sína á aðalsögu- hetjunni Andra í kvikmyndinni Punktur, punktur, komma, strik, sem gerð var eftir sögu Péturs Gunnarssonar. Frásagnarlistin heillar_____________ „Það vildi svo skemmtilega til að margir skólafélaga minna úr Hafn- arfirði léku í myndinni enda var mik- ill áhugi á leiklist meðal krakkanna á þessum tíma. Maður tók þátt í leik- listarklúbbi í skólanum og um svipað leyti varð mikil vakning í íslenskri kvikmyndagerð sem maður smitað- ist af. Við vorum þarna nokkrir gutt- ar í Hafnarfirði sem vorum að fikta við að gera kvikmyndir á átta milli- metra filmu, þetta var fyrir vídeó- væðinguna, og ég lék í þeim flestum. Síðan hef ég verið meira og minna viðloðandi leiklist og þá aðallega kvikmyndagerð og nánast unnið við allt sem að henni lýtur, verið hand- langari, sendill, leikari, leikstjóri og framleiðandi." Hallur kvaðst ungur hafa tekið þá ákyörðun að leggja fyrir sig leiklist. „ Ég held að ég hafi heillast af frá- sagnarlist strax í barnæsku. Þetta er angi af þessari landlægu þörf okkar íslendinga að segja sögur, og til þess eru margar aðferðir. Sumir skrifa, aðrir tjá sig á leiksviði og kvikmynd- in er enn einn miðjllinn til að koma sögu á framfæri. Ég hef alltaf haft gaman af því að segja frá, og hlusta á aðra segja frá. Ég held líka að þessi einstaka frásagnargáfa sé eitt af sterkustu þjóðareinkennum okkar íslendinga. Hér eru frábærir sögu- menn á annarri hverri þúfu, á öllum aldri og í öllum stéttum þjóðfélags- ins." Hallur er lærður kvikmyndafram- leiðandi „creative producing'frá The American Film Institude í Hollywood. Við inntöku í skólann kvaðst hann hafa notið þess að vera íslendingur og ekki síst þess, að hafa unnið við nánast alla þætti kvik- myndagerðar. „Þessi skóli er mjög eftirsótttur í Bandaríkjunum og hefur sérstöðu að því leyti að hann er mjög lítill og er eiginlega frekar eins og sameig- inlegur vinnustaður nemenda og kennara. Það eru fáir fastráðnir prófessorar við skólann, en hins vegar koma þekktir menn úr hinum ýmsu greinum kvikmynabransans og annast verklega kennslu. Þannig hef ég setið í tímum hjá tveimur tugum af þekktustu kvikmyndaleik- stjórum heims, mörgum virtustu framleiðendum heims og maður hef- ur setið í tímum hjá forstjórum kvikmyndaveranna í Hollywood og haft tækifæri til að spyrja þá spjör- unum úr. Við fengum til dæmis yfir- mann lögfræðideildar Paramount- kvikmyndafélagsins og hann tók nokkrar vikur í að fara í gegnum alla samningagerð varðandi eina bíómynd. Arið sem ég var þarna tóku þeir inn 132 nemendur en 4.500 sóttu um. Ég hafði sótt um áður en ekki komist inn, en það sem réð úrslitum í seinna skiptið var að ég gat tínt til góða reynslu og meðmæli. Svo eru þeir með alls konar kvóta varðandi inn- tökuna, meirihlutinn er Bandaríkja- menn, en svo er ákveðið hlutfall frá öðmm löndum og líklega hef ég not- ið þess að vera íslendingur í því sambandi." Að loknu náminu vann Hallur að nokkrum verkefnum fyrir Propag- anda Film, fyrirtæki Sigurjóns Sig- hvatssonar, meðal annars sem stjórnandi svokallaðs „second unit" eða tökuliðs tvö, sem annast tökur á atriðum þar sem aðalleikarar koma ekki við sögu. „Hluti af náminu var eins árs starfsreynsla í Bandaríkjunum og ég var svo heppinn að Jonni tók mig upp á sína arma. Fyrsta verkefnið sem ég fékk var í auglýsingu, þar sem ég var látinn keyra níu tonna trukk í 40 stiga hita. Skemmtileg- asta verkefnið sem ég fékk var hins vegar sem aðstoðarmaður leikstjóra við að taka kvikmyndasenurnar upp á myndband. Þannig lenti ég til dæmis í að vinna með frægum leik- urum á borð við Tom Cruise og Tom Hanks, sem voru þarna að æfa sig í leikstjórn og þetta var einhver besti skóli sem hægt var að hugsa sér. Þar sem maður var að vinna með þessum körlum allan daginn fór ekki hjá því að ýmsar meldingar flygju á milli og til dæmist var Tom Cruise áhuga- samur að læra íslensku orðin yfir hlutina og það var mjög heimilislegt að heyra þennan fræga leikara hrópa yfir 70 manna sett af banda- Hvað er eirðarleysi í fótleggjum ? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurning: Undanfarin ár hef ég orðið var við þreytu, eða eins kon- ar pirring, í fótum, þegar ég leggst til svefns. Þetta hefur auk- ist með árunum og nú er svo kom- ið að ég sef stundum ekki heilu og hálfu næturnar. Þetta lýsir sér þannig að þegar ég hef legið í rúminu um stund fæ ég eins konar taugatitring í fæturna, og æðarnar þrútna út. Stundum lagas't þetta ef ég legg kalda bakstra á fæturna. Hvað getur þetta verið? Hvernig lýsa verkir við æðahnútum sér? Svar: Eftir lýsingunni að dæma finnst mér líklegt að hér sé um að ræða sjúkdóm sem á ensku heitir „restless legs syndrome" og kalla mætti á íslensku eirðarleysi í fót- leggjum. Þetta gæti verið vegna blóðrásartruflana, annað hvort vegna þrenginga í slagæðum eða vegna æðahnúta en verkir og óþægindi af slíku eru venjulega mest áberandi við stöður eða áreynslu og minnst þegar viðkom- andi liggur útaf í hvfld. Eirðarleysi í fótleggjum hefur stundum verið kallað „algengasti sjúkdómur sem þú hefur aldrei heyrt talað um" og er þeirri ábendingu beint bæði til almennings og lækna. Þessum sjúkdómi var líklega lýst fyrst árið 1685 en honum voru gerð rækileg skil 1945 og þá fékk hann það nafn sem mest hefur verið notað síðan (restless legs). Þessi sjúkdómur getur hrjáð fólk á öllum aldri, hann er sjaldgæfur meðal barna en verður algengari eftir því sem fólk eldist og hann er yfirleitt langvarandi. Yngra fólk fær oft hvfldir á milli, nokkrar vikur, mán- uði eða jafnvel nokkur ár, en svo byrjar þetta oftast aftur. Þegar fólk eldist fækkar þessum hvíldum hjá flestum og þær styttast. Sjúk- dómurinn hrjáir jafnt konur sem karla qg talið er að 2-5% fólks fái hann. I sumum tilfellum finnst skýring og getur eirðarleysi í fót- leggjum fylgt járnskortsblóðleysi Verkir vegna æðahnúta (lagast með járngjöf), skorti á B12-vítamíni eða fólínsýru (lagast við gjöf þessara vítamína), með- göngu (lagast eftir fæðingu), syk- ursýki og nýrnabilun. Einnig get- ur eirðarleysi í fótleggjum fylgt drykkjusýki, Parkinsons sjúkdómi og jafnvel fleiri sjúkdómum í mið- taugakerfi. Algengast er að ekki finnist skýring á sjúkdómnum og það form hans er talið arfgengt. Nánast ekkert er vitað um orsakir sjúkdómsins í þessum tilvikum og deila menn t.d. um hvort orsakir hans sé að finna í miðtaugakerfinu eða utan þess og þá sennilega í út- taugakerfinu. Mikilvægt er að fólk leiti til læknis til að fá úr því skor- ið hvort óþægindin stafi af ein- hverju af því sem talið var upp að ofan og er læknanlegt. Algengar lýsingar á óþægindunum eru á þann veg að þau byrji 5-30 mínút- um eftir að viðkomandi leggst útaf, sest inn í bíl, kvikmyndahús eða fyrir framan sjónvarpið. Óþægindin eru venjulega á svæð- inu frá ókklum upp á mið læri en þau geta náð niður fyrir ökkla og stöku sinnum eru þau einnig í handleggjum. Þessu er lýst sem verkjum, óróa, eirðarleysi, pirr- ingi eða óstóðvandi þörf fyrir að hreyfa fætur og fótleggi. Ein lýs- ing var þannig að sjúklinginn langaði mest til að berja fætur sína með hamri og honum fannst hann vera að ganga af vitinu. Öðr- um fannst eins og fótleggir sínir væru fullir af iðandi ormum. Sum- ir ganga um gólf heilu og hálfu næturnar. Sumum tekst að sofna eftir nokkra stund en aðrir vaka, jafnvel fram undir morgun. Af þessum lýsingum má sjá hve erfítt og alvarlegt ástand margra þess- ara sjúklinga er. Fyrir utan þau fáu tilvik þar sem tekst að finna læknanlega orsök, er því miður ekki hægt að bjóða upp á neina ör- ugga lækningu. Sumir sjúklingar fá bót af því að taka lyfin levódópa (notað við Parkinsons sjúkdómi) eða kódein (verkjalyf) en árangur- inn er ekki sérlega góður og þessi lyf geta haft slæmar aukaverkan- ir. Nokkur önnur lyf hafa verið reynd án teljandi árangurs. í Bandaríkjunum hafa verið stofnuð samtök áhugafólks um þennan sjúkdóm (Restless Legs Syndrome Foundation, Southern California Restless Legs Support Group, o.fl.) og hafa þau á stefnu- skrá sinni að veita sjúklingum stuðning og stuðla að rannsóknum á sjúkdómnum. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögvm milli klukkan 10 og 17 (si'ma 569 1100 og bréfum eða súnbréfum merkt: Vikulok, Fax 5691222. i r-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.