Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ » h LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 19 ÆA Æk " '" ¦ ..... :"L .~s Q^^jfjM -**i ri| m .."W^JéL ^; ' É wM -¦% w:' w>^wgj*4i W - V. 9 ¦ MÁLIN rædd. Hallur leikstjóri, Kristín Thors förðunarmeistari og leikararnir Sigurður Sigurjónsson og Tinna Gunnlaugsdóttir. rískum kvikmyndagerðarmönnum: „Tilbúin, rúlla og taka..." Lagðum allt undir Það er tiltölulega rólegt að tjalda- baki í hléinu. Hallur spjallar á létt- um nótum við Tinnu og Sigga á með- an förðunarmeistarinn, Kristín Thors, hugar að andlitsmálningunni. „Það er mikill munur á andrúms- loftinu hérna baksviðs í svona verki, þar sem leikararnir eru aðeins tveir, eða í fyrsta verkinu sem við settum hér á svið, „Rocky Horror", segir Hallur. „Þá voru hérna þrjátíu manns á fleygiferð og mikil læti." Og við rifjum upp tildrög þess að leik- húsið Loftkastalinn hóf göngu sína: „Upphafið má rekja til þess að við Ingvar Þórðarson og Baltasar Kor- mákur ákváðum að setja upp söng- leikinn „Hárið". Þetta átti aldrei að verða meira en það. En velgengni Hársins opnaði augu okkar fyrir því að það var grundvöllur fyrir svona leikhús á íslandi. Og það merkilega er að hin mikla aðsókn á Hárið kom ekki niður á aðsókn að hinum leik- húsunum. Það virðist svo sem við höfum náð til fólks sem að jafnaði fór ekki í hin leikhúsin. Við urðum hins vegar að hætta með Hárið fyrir fullu húsi þar sem íslenka óperan þurfti á Gamla bíói að halda fyrir sínar sýn- ingar. Við ákváðum þá að ráðast í að kaupa þetta húsnæði á kaupleigu- samningi, því að við erum sannfærðir um að það er mikil þörf fyrir þessa starfsemi. Við lögðum allt okkar und- ir til að sýna fram á að þetta er hægt. Og við erum komnir til að vera. Fram að þessum tíma hafði svona leikhús, sem ætlað var að standa undir sér sjálft, verið litið hornauga í menningarlífinu, en sannleikurinn er sá, að í öllum vestrænum menning- arsamfélögum lifa svona leikhús góðu lífi og njóta virðingar. Hættan er hins vegar sú að ef eingöngu er farið eftir gróðasjónarmiðum, og eingöngu leitað ódýrra lausna til að trekkja fólk að, þá þynnist starfsemi þessara leikhúsa út. Við teljum okk- ur hins vegar ekki hafa verið að bjóða upp á neina lágkúru eða ódýr- ar lausnir í okkar starfsemi. En það er mikill munur á að ætla sér að láta hlutina standa undir sér eða vera svo uppfullur af listrembu, að maður vilji helst ekki að nokkur maður komi að sjá sýningarnar. Við teljum okkur vera að brúa þetta bil, það er að bjóða upp á vönduð verk, sem jafn- framt hafa mikið skemmtanagildi. Og jafnframt höfum við lagt peninga til hliðar til að setja upp alvarlegri stykki, sem ef til vill eiga ekki eftir að höfða eins til fjöldans og þau sem þegar hafa verið sýnd hérna. Við erum að reyna að láta þessa tvo heima mætast og erum staðráðn- ir í að setja upp mjög metnaðarfullar sýningar í náinni framtíð, jafnframt sýningum sem fólk vill sjá, og með því er ég ekki að segja að slík verk hafi ekki listrænt gildi. Sú þrá- hyggja hefúr lengi verið við lýði, að ef verk er torskilið eða óskiljanlegt sé það góð list og menn hafa komist upp með að setja upp alls konar þrugl undir því yfirvarpi að það sé list. En mín skoðun er sú, að ef fólk vill ekki sjá sýningar þá hefur frá- sögnin mistekist. Þá er frásögnin ekki áhugaverð, og við höfum engan áhuga á að reka slíkt leikhús." Sýningunni er lokið og áhorfendur streymaút, ánægðir á svip að því er virðist. A sama tíma að árier því lík- lega verk sem „brúar bil beggja", eins og Hallur orðar það. MENNINGARNOTT í GALLERÍ BORG I kvöld verður Gallerí Borg við Ingólfstorg opið frá kl. 23-01. Sýnd verða ný verk eftir TRYGGVA ÓLAFSSON, VALGARÐ GUNNARSSON, PÉTUR GAUT og KARÓLÍNU LÁRUSDÓTTUR. Einnig nokkur glæsileg verk eftir J.S. KJARVAL, ÁSGRÍM JÓNSSON, JÓN STEFÁNSSON, GUNNLAUG BLÖNDAL og JÓN ENGILBERTS. í ANTIKVERSLUNINNIVERÐUR 20-50% AFSLÁTTUR! Nýjar vörur væntanlegar. B JARNIARASON og GRÉTAR ÖRVARSSON flytja nokkur lög frá kl. 23.00. Boðið verður uppá léttar veitingar. Á næstunni opnum við gjafavörudeild, þar sem verður úrval mynda, keramik- og listmuna eftir íslenska listamenn. I undirbúningi er uppboð á málverkum, húsgögnum, bókum, smáhlutum og öðru innbúi. Þeir, sem vilja koma hlutum á uppboð, hafi samband hið fyrsta. BOEG við INGÓLFSTORG SÍMI552 4211 PowerMacintosh ^200 AlltsemþúþarP í einni töki! ,as*»ífti 1 wántMj fissag; #* n*VV SS* .-»&( ycaOP Tílboðsverð aðeins: mm\\ Staögreitt Örgjörvi: PowerPC 603 RISC ^^ Tiftíðni: 75 megarið Vinnsluminni. 8 Mb Skjáminni: 1 Mb DRAM Harödiskur: 800 Mb Geisladrif: Apple CD600Í (fjórhraða) rlátalarar: Innbyggðir tvíóma hátalarar Skjár: Sambyggður Apple 15" MultiScan Diskadrif: Les gögn af Pc disklingum Fylgir með: Sjónvarpsspjald sem gerir kleift að horfa á sjónvarpið í tölvunni auk pess sem hægt er að tengja við hana myndbandstæki eða upptökuvél, taka upp efni, vinna með það og setja eigin myndir í mismunandi skjöl. Composite og S-VHS inngangar Fjarstýring Mótald með faxi og símsvara Hnappaborð Apple Design Keyboard Stýrikerfi: System 7.5.3 sem að sjálfsögðu er allt á íslensku Hugbúnaður Hið fjölhæfa ClarisWorks 3.0 sem einnig er á istensku. I forritinu er ritvinnsla, töflureiknir tvö teikniforrit, gagnagrunnur og samskiptaforrit tApple-umboðið Skiphotti 21 »5111115115111 Heimasíðan: http^/www. apple. is i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.