Morgunblaðið - 17.08.1996, Síða 21

Morgunblaðið - 17.08.1996, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 21 Boðskapur Sjálf- stæðra kvenna GRÍMUR Hákonarson nemi, skrifaði grein 3. ágúst sl. í Morgunblaðið þar sem fram kom hörð gagnrýni á Sjálfstæðar konur. Grímur hefur eins og aðrir freisi til að tjá sig um menn og málefni. Frelsi fylgir hilsvegar ábyrgð, gæta verður þess að láta tilfinningar og reiði ekki firra sig þeirri ábyrgð að fara rétt með. Grímur lét í umræddri grein ýmis orð falla um félagsskapinn Sjálfstæð- ar konur og var þar að finna slíkar rangfærslur, að leiðréttinga er þörf. Feminismi er sprottinn af frjálshyggju Grímur tæpir í inngangi á því sem hann kallar mótsetningu, þ.e. að Sjálf- stæðar konur boði réttindi frá hægri, þar sem hann telur öll áunnin réttindi mannsins séu tilkomin fyrir baráttu vinstri manna. Þegar mannréttindi eru rædd er yfirleitt vísað til þess að menn eigi að vera fijálsir orða sinna og athafna, svo fremi þeir skerði ekki sambærilegan rétt annarra. Þessar hugmyndir eiga rætur sínar að rekja til fijálshyggjumanna 17. og 18. aldar og eiga ekkert skylt við þá alræðis- hyggju ríkisvaldsins sem sósialisminn byggir á. Mary Wollstonecraft, sem nefnd hefur verið fyrsti feministinn, byggði bók sína „A Windication of the Rights of Woman“ sem út kom árið 1792 (tæpum 30 árum áður en þeir Marx og Engels fæddust) að miklu leyti á hugmyndum 17. aldar manns- ins John Lockes um að allir einstakl- ingar séu fæddir fijálsir og eigi nátt- úruleg réttindi sem ekki verði af þeim tekin. Tæpri öld eftir útgáfu bókar Wollstonecraft, eða 1869, gaf hinn fijálslyndi heimspek- ingur John Stuart Mill út rit sitt „The subjecti- on of Women“ þar sem hann af mælsku og rökvísi sýnir fram á nauðsyn og sanngirni þess að konut' njóti kosingaréttar og ann- arra réttinda á við karla. Á sama tíma boðaði sósíalisminn af- nám trúarbragða og markaðskerfis í trúnni á stóra bróður. Kvennabaráttan hér á landi Ástæða er einnig til þess að koma fram leiðréttingum á umfjöllun Gríms á kvennabaráttu hér á landi. Fram kom í máli hans að kvennabarátta á Is- landi hafi sprottið upp úr hreyfingu Markmiðið með hug- ' myndum Sjálfstæðra kvenna, segir Helga Krisljánsdóttir, er að fram náist varanleg viðhorfsbreyting til hefðbundinna kynjahlutverka. vinstrimanna á árunum 1880-1890. Á þeim tíma voru starfandi níu félög kvenna í Reykjavík, svo vitað sé. Hinsvegar voru þetta allt líknar- eða bindindisfélög, að undanskyldu Hinu íslenska kvenfélagi sem stofnað var 1894 til stuðnings stofnunar háskóla hér á landi. Ekki virðist Grími takast betur upp þegar kemur að umijöllun um hugmyndir Sjálfstæðra kvenna, þær hugmyndir virðist hann alger- lega hafa misskilið. Hugmyndafræðin gengur í grundvallaratriðum út á að konur hafí sömu möguleika og karlar án þess þó að vera hyglað vegna kynferðis. Með umræðu um sjálf- stæði kvenna er vísað til lagalegs, efnahagslegs og félagslegs sjálfstæð- is þeirra til að velja sjálfstætt áhersl- ur í lífinu m.t.t. menntunar, starfa og einkalífs. Breyting á hefðbundnum kynhlutverkum Markmiðið með hugmyndum Sjálf- stæðra kvenna er að fram náist var- anleg viðhorfsbreyting til hefðbund- inna kynjahlutverka, en ekki einung- is að konur hafi sama rétt og karlar. Til þess þurfa konur og karlar t.d. að stana saman að því að kalla fram breytingar á vinnumarkaðnum, þar sem kynin standi meira jafnfætis en nú er, m.a. með því að karlar nýti sér aukinn rétt til töku fæðingaror- lofs. Frekari fróðleikur Að lokum er rétt að benda Grími og fleirum sem áhuga hafa á að kynna sér hugmyndafræðina sem hér hefur verið fjallað um á eftirfarandi bækur: „Women in political tehory“ eftir Diana Coole. „Á Vindication of the Rights of Wornan" eftir Mary Woolstonecraft, „The Subjection of Women“ eftir John Stuart Mill. „The Marx-Engels reader“ og einnig „Ver- öld sem ég vil“ saga Kvenréttindafé- lags íslands, eftir Sigríði Th. Erlends- dóttur. Höfundur starfar með Sjálfstæðum konum. Helga Kristjánsdóttir. í FRÉTTUM undan- farið hefur komið fram, að líkur séu á 50 til 60 milljóna króna halla á rekstri Háskóla íslands í ár. Til þess að mæta þessum vanda hefur komið til tals, að nám- skeiðum og kennslu- stundum verði fækkað og þjónusta við náms- menn verði skorin niður. Þessi staða er orðin árviss á sviði mennta- og heilbrigðismála. Þess- ir málaflokkar eru stærstu útgjaldaliðir rík- isins og því er gjarnan bent á þá, sem vænlega til niðurskurðar, þótt sennilega sé víðtæk samstaða um það í þjóðfélag- inu, að fé skattgreiðenda skuli fyrst og fremst veija til þessara mála- flokka. Á sama tíma þenst önnur starfsemi ríkisins út, athugasemdalít- ið. Og atburðarásin er hefðbundin. Forstöðumenn stofnana segja vitlaust gefið, fjárlögin séu óraunhæf. Fjár- veitingarvaldið svarar og segir stofn- anir verða að virða fjárlög. Því næst koma fram niðurskurðartillögur á þeirri þjónustu, sem viðkvæmust er og vekur hvað hörðust viðbrögð al- mennings. Um nokkurt skeið er síðan þráttað um hvort forsvaranlegt sé að loka þessari deildinni eða hinni. Loks er fallist á aukafjárveitingu og allt fellur í ljúfa löð, þar til næsta ár, _er sagan endurtekur sig. Ýmsir vilja gjarnan bijótast út úr þessum vítahring. Tilraun í þá veru, eru hugmyndir sem m.a. hafa verið reyndar í grannlöndum okkar, að rík- ið greiði skólum ekki samkvæmt föst- um fjáriögum, heldur sé íjárhæðin ákveðin á hvern nem- anda, mismunandi eftir námsgreinum. Við ákvörðun fjárhæðar- innar er tekið tillit til þess, að námskostnað- ur er breytilegur eftir greinum. Læknisfræði- nám er t.d. mun dýrara en heimspekinám, svo að dæmi sé tekið. Það ræðst síðan af tegund náms og fjölda nem- enda, hver heildarfjár- veiting til viðkomandi skóla er. Þessi skipan hefur ýmsa kosti. Skólar hafa þá beinan hag af því að laða til sín nemendur og veita þeim góða þjónustu. Skólarnir verða þannig sinnar gæfu smiðir, og afla tekna eins og til er sáð. Jafnframt verða þeir að sníða sér stakk eftir vexti og halda útgjöldum innan þess ramma sem tekjur leyfa. Eðlileg af- leiðing er einnig, að betri samanburð- ur fæst milli skóla og nokkur sam- keppni myndast á milli þeirra, enda gerir þessi tilhögun skólum reknum af einkaaðilum kleift að starfa í sam- keppni við skóla í eigu ríkisins. Ekki eru allir þeirrar skoðunar, að slík samkeppni sé æskileg. Sumirvilja t.d. að Háskóli íslands annist einn háskólamenntun hér á landi og telja að það sé einungis útþynning á fjár- veitingum til háskólastarfs, ef fleiri skólar keppa um það fé, sem varið er til þessa málaflokks. Sem betur fer er ekki svo. Heildaríjárveiting verður óbreytt, sama hversu margir skólar veita menntunina. Það er hins vegar fullgilt viðhorf að vera á móti samkeppni og vera þess fylgjandi að Þessi tilhögun gerir skólum reknum af einkaaðilum kleift, segir Arm Arnason, að starfa í samkeppni við skóla í eigu ríkisins. einungis einn aðili veiti þjónustu á tilteknu sviði. Vissulega hafa heilu hugmyndakerfin verið búin til í kring- um þessa lífsskoðun: Einn skóli, ein verslun, einn flokkur, eitt dagblað, einn sannleikur. Þessi viðhorf hafa þó verið á undanhaldi, enda sjá menn það alls staðar, að fjölbreytnin leiðir af sér ftjóa hugsun og framfarir. Fjölbreytnin býður líka upp á val, sem annars vaeri ekki fyrir hendi. Bæði Háskóli íslands og Tölvuhá- skóli Verzlunarskólans hafa t.d. boðið upp á tölvunám, en með ólíku sniði og inntaki. Hvort tveggja á rétt á sér og námsframboðið á þessu sviði yrði miklum mun fátæklegra, ef einungis annar kosturinn væri í boði. Það er út frá þessari sömu hugsun, sem aðstandendur Verzlunarskólans vinna nú að útvíkkun Tölvuháskólans í Verzlunarháskóla. Ætlunin er ekki að bjóða upp á sams konar nám og nú er boðið upp á í viðskiptadeild Háskólans, heldur nám með öðrum áherslum. Ætlunin er að auka fjöl- breytni viðskiptamenntunar, þannig að nemendur eigi aukið val og fleiri sjái sér hag í því að byija háskólanám sitt hér á landi í stað þess að sækja strax til útlanda. Vonandi ber Alþingi gæfu til þess að koma sem fyrst ofan- greindri skipan á ijárveitingar til háskólanáms, þannig að einkaaðilar fái boðið upp á aukna fjölbreytni í háskólanámi og standi þar jafnfætis skólum í eigu ríkisins. Höfundur er fornmður skólancfndar Verzhmarskóla íslands Fjármögnun háskólanáms Árni Árnason Er þekking, reynsla o g dygg þjónusta rusl? HVAÐ ER mannauð- ur? Hvers virði er verk- þekking, reynsla, þekk- ing á þörfum viðskipta- vinarins og þjónustulip- urð? Ég spyr vegna þess að á undanfömum ámm hefur mjög færst í vöxt hjá fyrirtækjum í Evrópu, m.a. hér á íslandi, að starfsmönnum, fimmtíu ára og eldri, sé boðinn starfslokasamningur. í stað þess að kosta upp á tveggja til þriggja ára endurmenntun fyrir starfsmann sem orðinn er eldri en fimmtíu ára, bjóða fyrirtækin allt að tveggja til þriggja ára starfslokasamning og er starfsmann- inum þá í sjálfsvald sett hvernig hann notar tímann. Hann getur farið í nám, hugað að nýju starfi, eða sest í helgan stein, fyrst á atvinnuleysisbótum og síðan á eftirlaunum. í staðinn fyrir þá starfsmenn sem hætta, ráða fyrirtækin til sín ungt og vel menntað fólk, yfírleitt á lægri laun- um en hinir eldri fengu og slá þannig tvær eða fleiri flugur í sama höggi. Þessi framtíðarsýn blasir í dag fyrst og fremst við starfsmönnum sem vinna í sérhæfðum þjónustugreinum, t.d. í íjármagns- og tryggingafyrir- tækjum og ferðaþjónustu. Margir starfsmenn sem ákváðu að gera starf sitt í framangreindum þjónustugrein- um að ævistarfi standa nú frammi fyrir því að þeir eru úreltir - reynsla þeirra og þekking hentar fyrirtækinu ekki lengur. Fyrirtækið ákveður að losa sig við starfsmennina með einum eða öðrum hætti og ráða í staðinn ungt og vel menntað fólk, sem ætla má að nýtist vel næstu árin, allavega þangað til menntun þess og reynsla er ekki lengur „inni“ í þjóðfélaginu. Er ekki öllum ljóst sem þetta lesa að hér er pottur brotinn? Það hlýtur eitthvað meira en lítið að vera að í þjóðfé- lagi þar sem starfsmenn verða úreltir eins og vél- ar. Höfum við flotið sof- andi að feigðarósi, án þess að bjarga okkur? Er það virkilega eðlilegt að þekking, reynsla og dygg þjónusta við upp- byggingu þeirra fyrir- tækja sem við störfum hjá sé allt í einu einskis virði, - eins og hvert annað rusl, þegar stund- arhagsmunir kalla á breytingar ? Er ekki krafa allra starfsmanna að fyrirtækin og þjóðfélagið í heild komi þannig til móts við þá að þeir geti lokið ævistarfl sínu með reisn? Það hlýtur að vera eitt- hvað meira en lítið að, segir Friðbert Trausta- son, þar sem starfsmenn eru úreltir eins og vélar, Ég el þá von í bijósti að á ári sí- menntunar, 1996, taki þjóðfélagið í heild sig á og komi í veg fyrir þá hneisu sem hiýst af óbreyttri starfs- mannastefnu. Það er nauðsynlegt fyr- ir okkur að mennta vel unga fólkið, en það má ekki glevma alveg þeim eldri, eins og mér virðist allt stefna í. Höfundur er formaður Sambands íslenskra bankamanna. Friðbert Traustason OPIÐ Í DAG KL. 19.00 É DAG i tileffni af afmælí Reykjavikurborgar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.