Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ +4 3M*tgttiiÞIafrib STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UMHVERFISMAL í ÓLESTRI ISLENDINGAR gefa gjarnan þá mynd af landi sínu að náttúra þess sé hrein og óspjölluð. ísland sé þar af leið- andi ferðamannaparadís og þaðan komi einhverjar hrein- ustu og hollustu afurðir í heimi, ekki sízt sjávarafurðir. Veruleikinn, sem við blasir, er oft annar. Skólp- og frá- rennslismál eru til dæmis víða í algjörum ólestri í sveitarfé- lögum landsins, með tilheyrandi loft- og sjónmengun, áhættu fyrir lífríkið og heilsu manna, dýra og plantna. Óþefurinn af útblæstri fískimjölsverksmiðja, sem áður var kallaður peningalykt, mætir nú sífellt minna umburðar- lyndi hjá borgurunum, ekki sízt vegna þess að almenning- ur veit að til er búnaður, sem getur hreinsað útblásturinn. Dæmi um þetta ástand mála er í Siglufirði, þar sem óánægjuraddir vegna ástands frárennslismála og útblást- urs frá verksmiðjum hafa magnazt að undanförnu. I Morg- unblaðinu í gær kemur fram að mörg þúsund tonnum af úrgangi frá rækjuverksmiðjum í bænum sé dælt í úr sér gengið holræsakerfi. Bæjarstjórinn í Siglufirði, Björn Valdimarsson, segir að fráveitumál í Siglufirði séu í svip- uðu horfi og víða annars staðar á landinu. Það er því miður rétt, en réttlætir ekki ástandið, hvorki í Siglufirði né annars staðar. Sveitarfélög hljóta að sjá hag sinn í því að halda vel á umhverfismálum. Slíkt hefur mikla þýð- ingu, til dæmis fyrir ferðaþjónustu og markaðsstöðu mat- vælaframleiðslufyrirtækja á stöðunum. Sama á við um fyrirtæki. Það er ekki sjálfgefið að umsvifamiklum iðnaði fylgi mengun. Raunar getum við alls ekki gengið út frá slíku til framtíðar. Gera verður þær kröfur til fyrirtækja að þau sjái um að eyða úrgangi á eigin kostnað, í stað þess að sleppa honum út í umhverf- ið. Þetta á ekki síður við um sjávarútvegsfyrirtæki en önnur, en af einhverjum sökum virðist sjávarútveginum vera sýnt meira umburðarlyndi í umhverfismálum hér á landi en öðrum atvinnugreinum, til dæmis stóriðju. Boð og bönn ein og sér hafa ekki alltaf reynzt vel í umhverfismálum. I mörgum vestrænum ríkjum hefur beit- ing hagstjórnartækja í þágu umhverfisins gefið betri raun. Þannig eru lagðir skattar og gjöld á fyrirtæki í mörgum ríkjum í hlutfalli við það hversu mikið þau menga um- hverfi sitt. Þessi leið hefur verið notuð í takmörkuðum mæli hér á landi í formi sorphirðugjalds og alls ekki er fráleitt að leggja gjald á útblástur eða frárennsli frá fyrir- tækjum. Mengun veldur alltaf kostnaði, og eðlilegt er að sá, sem mengar, greiði þann kostnað. BATNANDIHAGUR FYRIRTÆKJA AÐ UNDANFÖRNU hafa þau fyrirtæki, sem skráð eru á Verðbréfaþingi íslands svo og nokkur önnur fyrir- tæki, birt milliuppgjör um afkomu á fyrri hluta ársins. Þessi milliuppgjör sýna með örfáum undantekningum veru- lega batnandi hag atvinnulífsins í landinu. Þau eru staðfest- ing á því, að efnahagsbatinn, sem til umræðu hefur verið undanfarin misseri, er orðinn áþreifanlegur. Allar líkur benda til, að þróunin verði áþekk síðari hluta ársins og ekki ástæða til að ætla annað en árið 1997 verði gott ár. Þegar horft er til þessarar þróunar mála er nauðsynlegt að rifja upp, að þegar kreppan skall á af fullum þunga árið 1989 og næstu árin á eftir tóku launþegar á sig umtalsverðar byrðar til þess að létta undir með atvinnulíf- inu á erfiðum tímum. Kjaraskerðing launþega almennt var veruleg. Kjarasamningar voru gerðir a.m.k. tvisvar sinn- um, sem byggðust á því að launþegar tækju á sig hluta byrðanna vegna samdráttarins í efnahags- og atvinnumál- um. Nú hlýtur að vera komið að því, þegar efnahagsbatinn er augljós og afkoma fyrirtækjanna batnar ár frá ári, að launafólk uppskeri árangur erfíðis síns. Kjörin voru bætt í síðustu samningum en rökin fyrir áframhaldandi kjarabót- um eru augljós. Það skiptir verulegu máli, að vinnuveitend- ur taki undir þau sjónarmið. Sá tími getur komið að aftur harðni á dalnum. Launafólk verður tilbúnara til að taka á sig byrðar af þeim sökum, ef það sannreynir að það er ekki bara innantómt tal, þegar lofað er betri kjörum með batnandi hag. HJARTASKURÐLÆKNINGA Vilja bæta lífið ekki síður en að lengja það Norrænu þingi hjarbaskurðlækna og hjarta- og lungnavélafræðinga lauk í gær. íslenskir hjartaskurðlæknar sögðu Þórmundi Jónatanssyni að góður árangur hafí náðst í hjartaskurðaðgerðum á íslandi og benda á að dánartíðni sé óvíða lægri í Evrópu. DÁNARTÍÐNI fólks sem gengist hefur undir hjartaaðgerðir á íslandi er með því lægsta í Evr- ópu. Um 260 hjartaaðgerðir voru gerðar hér á landi á síðasta ári, þar af um 200 kransæðaaðgerðir og 50-60 sérhæfðar aðgerðir sem ýmist fela í sér skipti á hjartalokum eða viðgerð á meðfæddum göllum. Sérfræðingar í brjósthols- og hjartaskurðlækningum á Lands- spítalanum skýra lága dánartíðni með því að greining hjá sérfræðing- um sé markviss og meðferð skjót og góð. Aðeins þeir sem eru í mestri hættu veljist í aðgerðir en fólk með hjartasjúkdóma á einnig kost á öðr- um leiðum, s.s. lyfjameðferð. Morg- unblaðið hitti að máli þá fimm lækna sem sérhæfa sig í brjósthols- og hjartaskurðaðgerðum á íslandi, Hörð Alfreðsson, Kristinn B. Jó- hannsson, Þórarin Arnórsson og yfirlæknana Bjarna Torfason og Grétar Ólafsson, en þeir starfa allir á hjartaskurðdeild Landsspítalans. Bjarni segir rannsóknir fimm- menninganna hafa leitt í ljós að mjög fáir hafí látist af völdum kransæðaaðgerða á síðasta ári. Dánartíðnin væri 0,5% sem er með því minnsta sem þekkist í Evrópu að sögn Bjarna en einnig eru „end- urkomur" í aðgerðir með minnsta móti eða ellefu. Hann bendir enn- fremur á að aðeins í Bandaríkjunum séu hlutfallslega fleiri aðgerðir FIMM sérfræðingar í brjósthols- oj um allar hjartaskurð- og brjósholsai Grétar Ólafsson, yfirlæknir, Þórai freðsson, Bjarni Torfason, yfirlækni framkvæmdar og að hjartasjúkdóm- ar séu tiltölulega algengir á íslandi. Reynt að Iétta sjúklingum lífið I ljósi góðs árangurs segir Bjarni takmark hjartaskurðaðgerða ekki síður snúast um að bæta lífið en lengja það. Þannig hefur verið með ýmsum leiðum reynt að framkvæma aðgerðir þannig að þær verði verkjastillandi og sjúklingar komist sem léttast frá þeim. Grétar bætir því við að óvíða komist fólk jafn fljótt aftur til vinnu, sem áður var óvinnufært. Hann segir að hlutfalls- lega fleiri snúi aftur til vinnu sinnar á Islandi en í öðrum ríkjum Norður- landa. Sænskur hjartaskurðlæknir græðir gerviósæðar í sjúklinga Osæðaskipti örugg með nýrri tækni OSÆÐIN er meginslagæð líkamans. Hjartað dælir blóði í æðina sem liggur úr vinstra hjartahvolfi í boga upp og síðan niður framanvert við hrygginn. Úr ósæðinni greinast síðan fjölmargar slagæðar sem flytja blóðið í öll líffæri og vefi lík- amans. En líkt og annað í líkaman- um getur ósæðin brugðist með þeim afleiðingum að menn deyja. Meðal algengustu dánarorsaka manna er þegar slagæðar þenjast út vegna æðakölkunar. Þá myndast slagæð- argúll sem síðan getur sprungið eða myndað rof í æðina. Lars Georg Svensson, sérfræð- ingur í hjartaskurðlækningum við læknadeild Harvard-háskóla, er einn gestafyrirlesara á árlegu þingi norrænna hjartaskurðlækna og hjarta- og lungnavélafræðinga, sem lauk í gær í Borgarleikhúsinu. Hann hefur sérhæft sig í að gera við ósæð- ina og græða gerviósæðar í sjúkl- inga. Á þinginu kynnti hann árang- ur af nýrri tækni sem gerir ósæða- skipti örugg og raunhæf. Ósæðaí- græðslur hafa verið gerðar í um 40 ár, fyrst eingöngu í kviðarholi. Árið 1993 var á hinn bóginn í fyrsta sinn skipt um alla ósæðina frá vinstra hjartahvolfi og niðurúr í einni að- gerð. Líkaminn kældur í 10-15 gráður „Aðferðin sem við beitum er eftir- farandi," útskýrir Svensson. „Við kælum líkama sjúklings niður í 10-15 gráður á celsíus og göngum úr skugga um að líkamsstarfsemin hafi stöðvast. Eftir að fullvíst er orðið að blóð- streymi er ekkert, dæl- um við öllu blóði úr lík- amanum. í þessu ástandi er líkamsstarf- semin mjög viðkvæm og raunar er hætt við að öll líffæri geti skemmst. Kælingin er aftur á móti forsenda þess að við getum gert aðgerðina. Með víðtækum rann- sóknum hefur tekist með ákveðnum aðferð- um að vernda heila- starfsemi og önnur líf- færi í aðgerðinni svo að hætta á slagi eða lömun er hverfandi. Til að vernda heilastarfsemina og minnka líkur á slagi verulega gríp- um við m.a. til þess ráðs að dæla blóði um bláæðakerfið í heila." 60 þúsund manns deyja árlega í Bandaríkjunum Svensson segir ekkert vitað með vissu hvað veldur því að ósæðin belgist út. Þó er vitað að fólki sem reykir eða hefur háan blóðþrýsting er hættara við að mynda slagæðarg- úl. Hann segir að árlega deyi 60 þúsund manns í Bandaríkjunum af völdum slagæðargúls og sé það þrettánda algengasta dánarorsökin. „Slagæðin er eins og blaðra. Ef hún blæs út hlýtur hún að springa," segir Svensson. Hann segir að eðli- leg stærð ósæðar sé um 1,8-2,7 sm í þvermál en veruleg hætta myndist ef hún þenst út í tvöfalt þvermál Lars Svenson sitt. Svensson segir að menn deyi samstundis í 95% tilvika ef slagæð- in springi. Ef rof mynd- ast í æðina látast fjórir af hverjum tíu sam- stundis. í sérstökum áhættu- hópi eru einstaklingar með svokallað Marfan- syndrome, eða Marfan- veiki. Marfan-veiki er sjaldgæfur erfðasjúk- dómur sem herjar eink- um á hávaxið fólk og lýsir hún sér í óeðlilegri stoðvefjamyndun. Hjá þessum einstaklingum vill ósæðin þenjast út strax á unga aldri. Svensson segir nýju tæknina mjög mikilvæg fyrir þennan hóp. Svensson segir tölulegar stað- reyndir um lífslíkur sjúklinga með Marfan-veiki eftir aðgerð sýna best hve vel nýja tæknin við ígræðslu gerviósæða hafí reynst. „Okkur hefur tekist að laga þennan galla hjá fólki með Marfan-veiki og í 97% tilvika eru sjúklingarnir enn á lífi eftir fjögur ár," segir Svensson. „Lífslíkur fólks, sem gengist hefur undir aðgerð vegna slagæðargúls, hefur með þessu móti hækkað úr 32 árum í 78 ár." Svensson segir nú helst unnið að erfðaefnisrann- sóknum til að greina betur hverjir kunna að eiga á hættu að fá Marf- an-veikina. Lífslíkur annarra sjúklinga sem greinst hafa með slagæðargúl eru háðar því hvort sjúklingar þurfa að berjast við aðra sjúkdóma. Hann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.