Morgunblaðið - 17.08.1996, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 17.08.1996, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 23 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. UMHVERFISMÁL í ÓLESTRI A ISLENDINGAR gefa gjarnan þá mynd af landi sínu að náttúra þess sé hrein og óspjölluð. ísland sé þar af leið- andi ferðamannaparadís og þaðan komi einhverjar hrein- ustu og hollustu afurðir í heimi, ekki sízt sjávarafurðir. Veruleikinn, sem við blasir, er oft annar. Skólp- og frá- rennslismál eru til dæmis víða í algjörum ólestri í sveitarfé- lögum landsins, með tilheyrandi loft- og sjónmengun, áhættu fyrir lífríkið og heilsu manna, dýra og plantna. Óþefurinn af útblæstri fiskimjölsverksmiðja, sem áður var kallaður peningalykt, mætir nú sífellt minna umburðar- lyndi hjá borgurunum, ekki sízt vegna þess að almenning- ur veit að til er búnaður, sem getur hreinsað útblásturinn. Dæmi um þetta ástand mála er í Siglufirði, þar sem óánægjuraddir vegna ástands frárennslismála og útblást- urs frá verksmiðjum hafa magnazt að undanförnu. I Morg- unblaðinu í gær kemur fram að mörg þúsund tonnum af úrgangi frá rækjuverksmiðjum í bænum sé dælt í úr sér gengið holræsakerfi. Bæjarstjórinn í Siglufirði, Björn Valdimarsson, segir að fráveitumál í Siglufirði séu í svip- uðu horfi og víða annars staðar á landinu. Það er því miður rétt, en réttlætir ekki ástandið, hvorki í Siglufirði né annars staðar. Sveitarfélög hljóta að sjá hag sinn í því að halda vel á umhverfismálum. Slíkt hefur mikla þýð- ingu, til dæmis fyrir ferðaþjónustu og markaðsstöðu mat- vælaframleiðslufyrirtækja á stöðunum. Sama á við um fyrirtæki. Það er ekki sjálfgefið að umsvifamiklum iðnaði fylgi mengun. Raunar getum við alls ekki gengið út frá slíku til framtíðar. Gera verður þær kröfur til fyrirtækja að þau sjái um að eyða úrgangi á eigin kostnað, í stað þess að sleppa honum út í umhverf- ið. Þetta á ekki síður við um sjávarútvegsfyrirtæki en önnur, en af einhveijum sökum virðist sjávarútveginum vera sýnt meira umburðarlyndi í umhverfismálum hér á landi en öðrum atvinnugreinum, til dæmis stóriðju. Boð og bönn ein og sér hafa ekki alltaf reynzt vel í umhverfismálum. í mörgum vestrænum ríkjum hefur beit- ing hagstjórnartækja í þágu umhverfisins gefið betri raun. Þannig eru lagðir skattar og gjöld á fyrirtæki í mörgum ríkjum í hlutfalli við það hversu mikið þau menga um- hverfi sitt. Þessi leið hefur verið notuð í takmörkuðum mæli hér á landi í formi sorphirðugjalds og alls ekki er fráleitt að leggja gjald á útblástur eða frárennsli frá fyrir- tækjum. Mengun veldur alltaf kostnaði, og eðlilegt er að sá, sem mengar, greiði þann kostnað. BATNANDIHAGUR FYRIRTÆKJA AÐ UNDANFÖRNU hafa þau fyrirtæki, sem skráð eru á Verðbréfaþingi íslands svo og nokkur önnur fyrir- tæki, birt milliuppgjör um afkomu á fyrri hluta ársins. Þessi milliuppgjör sýna með örfáum undantekningum veru- lega batnandi hag atvinnulífsins í landinu. Þau eru staðfest- ing á því, að efnahagsbatinn, sem til umræðu hefur verið undanfarin misseri, er orðinn áþreifanlegur. Allar líkur benda til, að þróunin verði áþekk síðari hluta ársins og ekki ástæða til að ætla annað en árið 1997 verði gott ár. Þegar horft er til þessarar þróunar mála er nauðsynlegt að rifja upp, að þegar kreppan skall á af fullum þunga árið 1989 og næstu árin á eftir tóku launþegar á sig umtalsverðar byrðar til þess að létta undir með atvinnulíf- inu á erfiðum tímum. Kjaraskerðing launþega almennt var veruleg. Kjarasamningar voru gerðir a.m.k. tvisvar sinn- um, sem byggðust á því að launþegar tækju á sig hluta byrðanna vegna samdráttarins í efnahags- og atvinnumál- um. Nú hlýtur að vera komið að því, þegar efnahagsbatinn er augljós og afkoma fyrirtækjanna batnar ár frá ári, að launafólk uppskeri árangur erfiðis síns. Kjörin voru bætt í síðustu samningum en rökin fyrir áframhaldandi kjarabót- um eru augljós. Það skiptir verulegu máli, að vinnuveitend- ur taki undir þau sjónarmið. Sá tími getur komið að aftur harðni á dalnum. Launafólk verður tilbúnara til að taka á sig byrðar af þeim sökum, ef það sannreynir að það er ekki bara innantómt tal, þegar lofað er betri kjörum með batnandi hag. HJARTASKURÐLÆKNINGAR Vilja bæta lífið ekki síður en að lengja það Norrænu þingi hjartaskurðlækna og hjarta- og lungnavélafræðinga lauk í gær. íslenskir hjartaskurðlæknar sögðu Þórmundi Jónatanssyni að góður árangur hafi náðst í hjartaskurðaðgerðum á íslandi og benda á að dánartíðni sé óvíða lægri í Evrópu. Morgunblaðið/Þorkell FIMM sérfræðingar í brjósthols- og hjartaskurðlækningum sjá um allar hjartaskurð- og brjósholsaðgerðir á íslandi. Frá vinstri: Grétar Ólafsson, yfirlæknir, Þórarinn Arnórsson, Hörður Al- freðsson, Bjarni Torfason, yfirlæknir og Kristinn B. Jóhannsson. Hækkanir á grænmeti hafa töluverð áhrif á vísitölu neysluverðs Kartöflur hækkuðu um 52 prósent á einum mánuði Hagstofan hefur gefið út að vísitala neyslu- verðs hafi hækkað um 0,6% frá því í júlí þang- að til í ágúst. Verðhækkanir á grænmeti hafa haft talsverð áhrif til hækkunar vísitölunnar. Innlend framleiðsla á mörgum algengum tegundum grænmetis er í hámarki og nýtur fullrar tollaverndar gagnvart innflutningi. DÁNARTÍÐNI fóiks sem gengist hefur undir hjartaaðgerðir á íslandi er með því lægsta í Evr- ópu. Um 260 hjartaaðgerðir voru gerðar hér á landi á síðasta ári, þar af um 200 kransæðaaðgerðir og 50-60 sérhæfðar aðgerðir sem ýmist fela í sér skipti á hjartalokum eða viðgerð á meðfæddum göllum. Sérfræðingar í bijósthols- og hjartaskurðlækningum á Lands- spítalanum skýra lága dánartíðni með því að greining hjá sérfræðing- um sé markviss og meðferð skjót og góð. Aðeins þeir sem eru í mestri hættu veljist í aðgerðir en fólk með hjartasjúkdóma á einnig kost á öðr- um leiðum, s.s. lyfjameðferð. Morg- OSÆÐIN er meginslagæð líkamans. Hjartað dælir blóði í æðina sem liggur úr vinstra hjartahvolfi í boga upp og síðan niður framanvert við hrygginn. Úr ósæðinni greinast síðan fjölmargar slagæðar sem flytja blóðið í öll líffæri og vefi lík- amans. En líkt og annað í líkaman- um getur ósæðin brugðist með þeim afleiðingum að menn deyja. Meðal algengustu dánarorsaka manna er þegar slagæðar þenjast út vegna æðakölkunar. Þá myndast slagæð- argúll sem síðan getur sprungið eða myndað rof í æðina. Lars Georg Svensson, sérfræð- ingur í hjartaskurðlækningum við læknadeild Harvard-háskóla, er einn gestafyrirlesara á árlegu þingi norrænna hjartaskurðlækna og hjarta- og lungnavélafræðinga, sem lauk í gær í Borgarleikhúsinu. Hann hefur sérhæft sig í að gera við ósæð- ina og græða gerviósæðar í sjúkl- inga. Á þinginu kynnti hann árang- ur af nýrri tækni sem gerir ósæða- skipti örugg og raunhæf. Ósæðaí- græðslur hafa verið gerðar í um 40 ár, fyrst eingöngu í kviðarholi. Árið 1993 var á hinn bóginn í fyrsta sinn skipt um alla ósæðina frá vinstra hjartahvolfi og niðurúr í einni að- gerð. Líkaminn kældur í 10-15 gráður „Aðferðin sem við beitum er eftir- farandi," útskýrir Svensson. „Við kælum líkama sjúklings niður í 10-15 gráður á celsíus og göngum úr skugga um að líkamsstarfsemin unblaðið hitti að máli þá fimm lækna sem sérhæfa sig í bijósthols- og hjartaskurðaðgerðum á íslandi, Hörð Alfreðsson, Kristinn B. Jó- hannsson, Þórarin Arnórsson og yfirlæknana Bjarna Torfason og Grétar Ólafsson, en þeir starfa allir á hjartaskurðdeild Landsspítalans. Bjarni segir rannsóknir fimm- menninganna hafa leitt í ljós að mjög fáir hafi látist af völdum kransæðaaðgerða á síðasta ári. Dánartiðnin væri 0,5% sem er með því minnsta sem þekkist í Evrópu að sögn Bjarna en einnig eru „end- urkomur" í aðgerðir með minnsta móti eða ellefu. Hann bendir enn- fremur á að aðeins í Bandaríkjunum séu hlutfallslega fleiri aðgerðir slagi eða Iömun er hverfandi. Til að vernda heilastarfsemina og minnka líkur á slagi verulega gríp- um við m.a. til þess ráðs að dæla blóði um bláæðakerfið í heila.“ 60 þúsund manns deyja árlega í Bandaríkjunum Svensson segir ekkert vitað með vissu hvað veldur því að ósæðin belgist út. Þó er vitað að fólki sem reykir eða hefur háan blóðþrýsting er hættara við að mynda slagæðarg- úl. Hann segir að árlega deyi 60 þúsund manns í Bandaríkjunum af völdum slagæðargúls og sé það þrettánda algengasta dánarorsökin. „Slagæðin er eins og blaðra. Ef hún blæs út hlýtur hún að springa," segir Svensson. Hann segir að eðli- leg stærð ósæðar sé um 1,8-2,7 sm í þvermál en veruleg hætta myndist ef hún þenst út í tvöfalt þvermál framkvæmdar og að hjartasjúkdóm- ar séu tiltölulega algengir á íslandi. Reynt að Iétta sjúklingum lífið í ljósi góðs árangurs segir Bjarni takmark hjartaskurðaðgerða ekki síður snúast um að bæta lífið en lengja það. Þannig hefur verið með ýmsum leiðum reynt að framkvæma aðgerðir þannig að þær verði verkjastillandi og sjúklingar komist sem léttast frá þeim. Grétar bætir því við að óvíða komist fólk jafn fljótt aftur til vinnu, sem áður var óvinnufært. Hann segir að hlutfalls- lega fleiri snúi aftur til vinnu sinnar á íslandi en í öðrum ríkjum Norður- landa. aldri. Svensson segir nýju tæknina mjög mikilvæg fyrir þennan hóp. Svensson segir tölulegar stað- reyndir um lífslíkur sjúklinga með Marfan-veiki eftir aðgerð sýna best hve vel nýja tæknin við ígræðslu gerviósæða hafi reynst. „Okkur hefur tekist að laga þennan galla hjá fólki með Marfan-veiki og í 97% tilvika eru sjúklingarnir enn á lífi eftir fjögur ár,“ segir Svensson. „Lífslíkur fólks, sem gengist hefur undir aðgerð vegna slagæðargúls, hefur með þessu móti hækkað úr 32 árum í 78 ár.“ Svensson segir nú helst unnið að erfðaefnisrann- sóknum til að greina betur hveijir kunna að eiga á hættu að fá Marf- an-veikina. Lífslíkur annarra sjúklinga sem greinst hafa með slagæðargúl eru háðar því hvort sjúklingar þurfa að beijast við aðra sjúkdóma. Hann Ein forsenda þess að vel hefur tekist til með endurhæfingu er að biðtími eftir aðgerðum og legutími á sjúkrahúsi eða gjörgæslu hefur styst. Grétar segir að tekist hafi að stytta biðlista til mikilla muna og nú séu aðeins 30 á biðlistanum í stað 100 áður að jafnaði. Bjarni og Grétar segja að nýjustu rannsóknir bendi til að lífslíkur fólks sem gengist hafi undir hjartaskurð- aðgerð væri jafnvel meiri en þeirra sem ekki hafi farið í slíka aðgerð. Þetta sé til vitnis um hversu örugg- ar aðgerðirnar væru og að endur- hæfing og meðferð tækist vel. Þeir segja að tryggur aðgangur að sérfræðingum og þar með ör- uggri sjúkdómsgreiningu hafi einn- segir lífslíkur betri og reynslan sýni að 6-8 af hveijum tíu séu enn á lífi eftir fimm ár. Polyester- eða goretexósæðar Svensson segir að fylgst sé grannt með öllum þeim sem grein- ast með óeðlilega svera ósæð. Stækki hún meira en sem nemur 5 mm í þvermál á ári segir hann ástæðu til að grípa til aðgerða. Aðgerðir eru ennfremur fram- kvæmdar fyrr ef sjúklingar eru ungir. Tvenns konar gerviefni eru notuð í ósæðarígræðslum. Afbrigði af polyester, dacron, hefur reynst mjög vel allt frá því að fyrstu ígræðslurnar voru gerðar á sjötta áratugnum. Dacron er nú aftur á móti einkum notað við ígræðslu í bijóstholi í j. ig átt mikinn þátt í að lækka dánar- tíðni. Þeir segja að almenningur eigi nokkuð auðvelt með að leita sér lækninga á íslandi. Aftur á móti sé aðgangur að sérfræðingum ekki jafn greiður m.a. í Danmörku og Bretlandi. Aðgerðum á börnum fjölgar Nær allar tegundir hjarta- skurðaðgerða eru framkvæmdar á íslandi. Þó er ekki hægt að koma því við að græða líffæri í fólk hér á landi og einnig eru ýmsir hjarta- kvillar barna það sjaldgæfir að ekki er hægt að sinna þeim hér. Um þessar mundir er fjórða hver aðgerð sem gera þarf á börnum fram- kvæmd hér. Bjarni og Grétar segja þetta munu breytast fljótt með til- komu nýrra tækja á hjartaskurð- deild Landsspítalans. Með góðum fjárstuðningi, m.a. frá Landssamtökum hjartasjúkl- inga, Rauða Krossdeild Islands og Neista, foreldrasamtökum hjarta- sjúklinga, hafi tekist að kaupa nýjan tækjabúnað til landsins. Þeir segja að þegar á næsta ári verði hægt að sinna hér þremur af hveijum fjórum aðgerðum á börnum. Bjarni segir að sumir hjartakvillar í börn- um séu það sjaldgæfir að ekki verði hægt að laga þá hér í nánustu fram- tíð. Slíkum tilfellum sé jafnvel sinnt eingöngu á fáeinum stöðum í heim- inum. Meginástæðan fyrir því að ekki eru framkvæmdar hjartaígræðslur hér á landi er nokkuð einföld að mati fimmmenninganna. ísland er enn of afskekkt til að hjörtu þoli langt flug til landsins. Þó eru til dæmi um að líffæri hafi verið send héðan til Gautaborgar en engan tíma megi missa í þeim tilvikum. erfiðustu aðgerðunum. Annað gerviefni, goretex, er á hinn bóginn meira notað í aðgerðum í kviðar- holi. Aðgerðir í kviðarholi er hægt að framkvæma á mörgum stöðum í heiminum en ósæðarígræðslur eru aðeins framkvæmdar í sérhæfðum lækningamiðstöðvum. Marfan-veiki þekkt á íslandi Að sögn Kristjáns B. Jóhannsson- ar og Harðar Alfreðssonar, hjarta- skurðlækna á Landsspítalanum, er slagæðargúll þekkt dánarorsök á íslandi og líklega deyi um 60 manns á ári af völdum hans. Þeir segja að til séu einstaklingar á íslandi sem greinst hafa með Marfan-veiki. Þeir hafi farið í aðgerð hér á landi. Meðal annars hefur verið skipt um ósæðarrótina í þessum sjúklingum. VÍSITALA neysluverðs hækkaði um 0,6% frá því í júlí þangað til í ágúst. Verðhækkun á ýmsum tegundum grænmetis hafði umtals- verð áhrif til hækkunar vísitölunn- ar. Kartöflur hækkuðu t.a.m. um 52% á milli mánaða. Sú hækkun hafði í för með sér 0,18% vísitölu- hækkun. Innlend framleiðsla á mörgum algengum grænmetisteg- undum er í hámarki og nýtur fullrar tollaverndar gagnvart innflutningi samkvæmt Gatt-samningnum um þessar mundir. Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, segir að svo mikil samkeppni ætti að vera komin í innlendu fram- Ieiðsluna að aðstæður á markaði ættu ekki að vera lakari fyrir neyt- endur heldur en var fyrir Gatt-samn- inginn. Hannes G. Sigurðsspn, að- stoðarframkvæmdastjóri VSÍ, telur verndartolla vegna innlendrar fram- leiðslu alltof háa og hafa í för með sér skrykkjótta verðlagsþróun. Hann segir að ekki hafi borist svör frá stjórnvöldum við tillögu VSÍ við gerð kjarasamninga um helmingun ofurtolla. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu íslands reyndist vísitala neysluverðs vera 178 stig miðað við verðlag í ágústbyijun. Alls hafði orðið 0,6% vísitöluhækkun frá því í júlí. Um 40% verðhækkun á blóm- káli hafði í för með sér 0,02% vísi- töluhækkun, 156% verðhækkun á gulrótum hafði í för með sér 0,07% vísitöluhækkun, 20% verðhækkun á agúrkum hafði í för með sér 0,02% vísitöluhækkun, 41% verðhækkun á paprikum hafði í för með sér 0,04% vísitöluhækkun og 52% verðhækkun á kartöflum hafði í för með sér 0,18% vísitöluhækkun. Önnur dæmi eru um að verðlækk- un á grænmeti hafi valdið vísitölu- lækkun. í því sambandi má nefna að 54% lækkun á kínakáli hafði í för með sér 0,03 vísitölulækkun og 27% lækkun á gulrófum hafði í för með sér sömu vísitölulækkun. Heild- arverðhækkun í liðnum grænmeti og ávextir og ber var 3,8% og olli 0,09% vísitöluhækkun. Til samanburðar má nefna að kílóið af blómkáli lækkaði úr 338,05 kr. í ágúst í fyrra í 285,67 í ágúst 1996, kílóið af kínakáli lækkaði úr 267,08 kr. í ágúst í fyrra í 96,54 kr. í ágúst 1996. Hins vegar hækkaði kilóaverð á gulrófum úr 180,26 kr. í ágúst í fyrra í 244,01 í ágúst 1996 og verð á guirótum úr 362,51 kr. í ágúst í fyrra i 393,20 í ágúst 1996. Kílóaverð á kartöflum hækkaði úr 208,69 kr. í ágúst 1995 í 355,28 í ágúst 1996. Verndartollar í hámarki Innlend framleiðsla á áðurnefnd- um grænmetistegundum er nú í hámarki og nýtur því fullrar tolla- verndar gagnvart inn- fiutningi samkvæmt Gatt-samningnum frá því í júlí í fyrra. Fyrir utan 30% almennan innflutn- ingstoll er því lagður 176 kr. verndartollur á hvert kg af blómkáli, 206 kr. á kg af kínakáli, 136 kr. á kg af gul- rótum og gulrófum, 197 kr. á kg af agúrkum, 397 kr. á kg af paprik- um og 60 kr. á kg af kartöflum. Miðað er við tollaálögur í byijun ágúst. Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, sagði að því væri ekki að neita að verndartollarnir sköpuðu íslensku framleiðslunni góða stöðu á markað- inum. „Hins vegar á að vera komin svo mikil samkeppni í innlendu framleiðsluna, eins og við höfum séð í hvers kyns tilboðum, að ekki ætti að vera lakara markaðsástand fyrir neytendur heldur en var fyrir Gatt- samninginn. Þá var að sjálfsögðu alveg lokað fyrir innflutninginn," sagði hann og fram kom að ráðu- neytið hefði ekki orðið vart við að innlendir framleiðendur kæmu sér saman um að verðleggja framleiðsl- una rétt undir verði innfluttu fram- leiðslunnar. Hins vegar sagði Guðmundur ljóst að hátt verð á kartöflum skýrðist ekki eingöngu af greiðslum til bænda. Alagning á innlendar og innfluttar kartöflur væri án efa hluti skýringarinnar. Heimild er til verð- skráningar á íslenskum kartöflum en sú heimild hefur ekki verið nýtt. Innflutt grænmeti ekki samkeppnishæft Hannes sagði að tollar á innflutt grænmeti væru alltof háir eða allt að 300-500%. „Síðan er heimildun- um beitt alveg upp í topp þegar innlenda framleiðslan kemur á markað og létt svo eitthvað á með tímanum. En verndin er alveg full- komin og innflutt grænmeti veitir innlendri framleiðslu ekki nokkurn tímann verðsamkeppni," sagði hann. Hann sagði að ein af afleiðingum tollaverndarinnar væri skrykkjóttari verðlagsþróun. „Við erum t.d. með tímabilið, nóvember til mars, þar sem fjórar grænmetistegundir eru tollfijálsar vegna EES-samningsins, þ.e. tómatar, gúrkur, blaðlaukur og kínakál. Mikil lækkun verður því í nóvember/desember og svo hækkun í mars/apríl. Síðan klárast væntan- lega einhveijar birgðir af íslenskum tegundum eins og gulrótum, kartöfl- um og slíku á vormánuðum. Þá fáum við Iækkun og svo hækkun aftur þegar innlenda framleiðslan kemur aftur á markað. Þarna eru eilífar sveifl- ur upp á tugi prósenta. Þótt grænmetisneysla ís- Iendinga sé mjög lítil vegna þessa háa verðs og vegi þar af leiðandi lítið í vísitölunni eru breyting- arnar svo gífurlegar að þær ná að verða aðalskýringin á verðlags- breytingum milli mánaða hvað eftir annað,“ sagði Hannes. Hannes sagði að VSÍ hefði lagt fram tillögur um hvað hægt væri að gera til að stuðla að lægra mat- vælaverði og draga úr verðbólgu- hættu vegna mikillar tollverndar vic' endurnýjun kjarasamninga í nóvem ber. Ein tillagnanna hefði falið í sé helmingun ofurtollanna. Ríkisstjórn in hefði í framhaldi af því gefið úi yfirlýsingu um að leitað yrði leiða á grundvelli tillagnanna. Hins vegar hefðu aðeins tveir fundir með fuH't trúum stjórnvalda, landbúnaðar- ráðuneytis, fjármálaráðuneytis, við- skiptaráðuneytis og forsætisráðu- neytis verið haldnir í febrúarbyijun. Fulltrúum VSÍ hefði skilist að ein hveijar hugmyndir væru í undirbún ingi en ekkert hefði heyrst af þein enn. Um þessar hugmyndir yrði ái efa rukkað. Sænskur hjartaskurðlæknir græðir gerviósæðar í sjúklinga Ósæðaskipti örugg með nýrri tækni hafi stöðvast. Eftir að fullvíst er orðið að blóð- streymi er ekkert, dæl- um við öllu blóði úr lík- amanum. í þessu ástandi er líkamsstarf- semin mjög viðkvæm og raunar er hætt við að öll líffæri geti skemmst. Kælingin er aftur á móti forsenda þess að við getum gert aðgerðina. Með víðtækum rann- sóknum hefur tekist með ákveðnum aðferð- um að vernda heila- starfsemi og önnur líf- færi í aðgerðinni svo að Lars Svenson hætta á sitt. Svensson segir að menn deyi samstundis í 95% tilvika ef slagæð- in springi. Ef rof mynd- ast í æðina látast fjórir af hveijum tíu sam- stundis. í sérstökum áhættu- hópi eru einstaklingar með svokallað Marfan- syndrome, eða Marfan- veiki. Marfan-veiki er sjaldgæfur erfðasjúk- dómur sem heijar eink- um á hávaxið fólk og lýsir hún sér í óeðlilegri stoðvefjamyndun. Hjá þessum einstaklingum vill ósæðin þenjast út strax á unga er mikilvægasta æð líkamans. Hún liggur frá vinstra hjartahvolfi í boga upp á við og síðan niðurframan- vert við hrygginn. Hún greinist og flytur blóð til allra líffæra og vefja. Verðhækkun á grænmeti hefur áhrif til hækkunar vísitölu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.