Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 23
+} MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR17.ÁGÚST1996 23 JGAR Morgunblaðið/Þorkell ioIs- og hjartaskurðlækningum sjá sholsaðgerðir á íslandi. Frá vinstri: Þórarinn Arnórsson, Hörður Al- rlæknir og Kristinn B. Jóhannsson. Ein forsenda þess að vel hefur tekist til með endurhæfingu er að biðtími eftir aðgerðum og legutími á sjúkrahúsi eða gjörgæslu hefur styst. Grétar segir að tekist hafi að stytta biðlista til mikilla muna og nú séu aðeins 30 á biðlistanum í stað 100 áður að jafnaði. Bjarni og Grétar segja að nýjustu rannsóknir bendi til að lífslíkur fólks sem gengist hafi undir hjartaskurð- aðgerð væri jafnvel meiri en þeirra sem ekki hafi farið í slíka aðgerð. Þetta sé til vitnis um hversu örugg- ar aðgerðirnar væru og að endur- hæfing og meðferð tækist vel. Þeir segja að tryggur aðgangur að sérfræðingum og þar með ör- uggri sjúkdómsgreiningu hafi einn- ig átt mikinn þátt í að lækka dánar- tíðni. Þeir segja að almenningur eigi nokkuð auðvelt með að leita sér lækninga á íslandi. Aftur á móti sé aðgangur að sérfræðingum ekki jafn greiður m.a. í Danmörku og Bretlandi. Aðgerðum á börnum fjölgar Nær allar tegundir hjarta- skurðaðgerða eru framkvæmdar á íslandi. Þó er ekki hægt að koma því við að græða líffæri í fólk hér á landi og einnig eru ýmsir hjarta- kvillar barna það sjaldgæfir að ekki er hægt að sinna þeim hér. Um þessar mundir er fjórða hver aðgerð sem gera þarf á börnum fram- kvæmd hér. Bjarni og Grétar segja þetta munu breytast fljótt með til- komu nýrra tækja á hjartaskurð- deild Landsspítalans. Með góðum fjárstuðningi, m.a. frá Landssamtökum hjartasjúkl- inga, Rauða Krossdeild Islands og Neista, foreldrasamtökum hjarta- sjúklinga, hafi tekist að kaupa nýjan tækjabúnað til landsins. Þeir segja að þegar á næsta ári verði hægt að sinna hér þremur af hverjum fjórum aðgerðum á börnum. Bjarni segir að sumir hjartakvillar í börn- um séu það sjaldgæfir að ekki verði hægt að laga þá hér í nánustu fram- tíð. Slíkum tilfellum sé jafnvel sinnt eingöngu á fáeinum stöðum í heim- inum. Meginástæðan fyrir því að ekki eru framkvæmdar hjartaígræðslur hér á landi er nokkuð einföld að mati fimmmenninganna. ísland er enn of afskekkt til að hjörtu þoli langt flug til landsins. Þó eru til dæmi um að líffæri hafi verið send héðan til Gautaborgar en engan tíma megi missa í þeim tilvikum. Hækkanir á grænmeti hafa töluverð áhrif á vísitölu neysluverðs Osæð/meginslagæð er mikilvægasta æð líkamans. Húnliggur frá vinstra hjartahvolfi í boga upp á við og síðan niður framan- vert við hrygginn. Hún greinist og flytur blóð til allra líffæra og vefja. segir lífslíkur betri og reynslan sýni að 6-8 af hverjum tíu séu enn á lífi eftir fimm ár. Polyester- eða goretexósæðar Svensson segir að fylgst sé grannt með öllum þeim sem grein- ast með óeðlilega svera ósæð. Stækki hún meira en sem nemur 5 mm í þvermál á ári segir hann ástæðu til að grípa til aðgerða. Aðgerðir eru ennfremur fram- kvæmdar fyrr ef sjúklingar eru ungir. Tvenns konar gerviefni eru notuð í ósæðarígræðslum. Afbrigði af polyester, dacron, hefur reynst mjög vel allt frá því að fyrstu ígræðslurnar voru gerðar á sjötta áratugnum. Dacron er nú aftur á móti einkum notað við ígræðslu í brjóstholi í erfiðustu aðgerðunum. Annað gerviefni, goretex, er á hinn bóginn meira notað í aðgerðum í kviðar- holi. Aðgerðir í kviðarholi er hægt að framkvæma á mörgum stöðum í heiminum en ósæðarígræðslur eru aðeins framkvæmdar í sérhæfðum lækningamiðstöðvum. Marfan;veiki þekkt á íslandi Að sögn Kristjáns B. Jóhannsson- ar og Harðar Alfreðssonar, hjarta- skurðlækna á Landsspítalanum, er slagæðargúll þekkt dánarorsök á íslandi og líklega deyi um 60 manns á ári af völdum hans. Þeir segja að til séu einstaklingar á íslandi sem greinst hafa með Marfan-veiki. Þeir hafi farið í aðgerð hér á landi. Meðal annars hefur verið skipt um ósæðarrótina í þessum sjúklingum. Verð á grænmeti í vísitölu neysluverðs í ágúst 1993-1996 Gulrófur Agúrkur ío;) x, paprika o I I I l= '93 '94 '95 '96 600 0,500 i "55 400 | 300 H 200 ^^EH 100 - • III I ¦ I......¦ 0 I , i ! '93 '94 '95 600 500 -<o 400 | 300 1 200 100 0 Kartöflur ^s^ r- / ,. / f*""\. / T tV~t^ \r I I V '94 '95 '96 Kartöflur hækkuðu um 52 prósent á einum mánuði Hagstofan hefur gefíð út að vísitala neyslu- verðs hafí hækkað um 0,6% írá því í júlí þang- að til í ágúst. Verðhækkanir á grænmeti hafa haft talsverð áhrif til hækkunar vísitölunnar. Innlend framleiðsla á mörgum algengum tegundum grænmetis er í hámarki ognýtur fullrar tollaverndar gagnvart innflutningi. VISITALA neysluverðs hækkaði um 0,6% frá því í júlí þangað til í ágúst. Verðhækkun á ýmsum tegundum grænmetis hafði umtals- verð áhrif til hækkunar vísitölunn- ar. Kartöflur hækkuðu t.a.m. um 52% á milli mánaða. Sú hækkun hafði í för með sér 0,18% vísitölu- hækkun. Innlend framleiðsla á mörgum algengum grænmetisteg- undum er í hámarki og nýtur fullrar tollaverndar gagnvart innflutningi samkvæmt Gatt-samningnum um þessar mundir. Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, segir að svo mikil samkeppni ætti að vera komin í innlendu fram- Ieiðsluna að aðstæður á markaði ættu ekki að vera lakari fyrir neyt- endur heldur en var fyrir Gatt-samn- inginn. Hannes G. Sigurðsson, að- stoðarframkvæmdastjóri VSÍ, telur verndartolla vegna innlendrar fram- leiðslu alltof háa og hafa í för með sér skrykkjótta verðlagsþróun. Hann segir að ekki hafí borist svör frá stjórnvöldum við tillögu VSÍ við gerð kjarasamninga um helmingun ofurtolla. Samkvæpt upplýsingum frá Hagstofu íslands reyndist vísitala neysluverðs vera 178 stig miðað við verðlag í ágústbyrjun. Alls hafði orðið 0,6% vísitöluhækkun frá því í júlí. Um 40% verðhækkun á blóm- káli hafði í för með sér 0,02% vfsi- töluhækkun, 156% verðhækkun á gulrótum hafði í för með sér 0,07% vísitöluhækkun, 20% verðhækkun á agúrkum hafði í för með sér 0,02% vísitöluhækkun, 41% verðhækkun á paprikum hafði í för með sér 0,04% vísitöluhækkun og 52% verðhækkun á kartöflum hafði í för með sér 0,18% vísitöluhækkun. Önnur dæmi eru um að verðlækk- un á grænmeti hafi valdið vísitölu- lækkun. I því sambandi má nefna að 54% lækkun á kínakáli hafði í för með sér 0,03 vísitölulækkun og 27% lækkun á gulrófum hafði í för með sér sömu vísitölulækkun. Heild- arverðhækkun í liðnum grænmeti og ávextir og ber var 3,8% og olli 0,09% vísitöluhækkun. Til samanburðar má nefna að kílóið af blómkáli lækkaði úr 338,05 kr. í ágúst í fyrra í 285,67 í ágúst 1996, kílóið af kínakáli lækkaði úr 267,08 kr. í ágúst í fyrra í 96,54 kr. í ágúst 1996. Hins vegar hækkaði kílóaverð á gulrófum úr 180,26 kr. í ágúst í fyrra í 244,01 í ágúst 1996 og verð á gulrótum úr 362,51 kr. í ágúst í fyrra í 393,20 í ágúst 1996. Kílóaverð á kartöflum hækkaði úr 208,69 kr. í ágúst 1995 í 355,28 í ágúst 1996. Verndartollar í hámarki Innlend framleiðsla á áðurnefnd- um grænmetistegundum er nú í hámarki og nýtur því fullrar tolla- verndar gagnvart inn- ________ flutningi samkvæmt Gatt-samningnum frá því í júlí í fyrra. Fyrir utan 30% almennan innflutn- ingstoll er því lagður 176 kr. verndartollur á hvert kg af blómkáli, 206 kr. á ——— kg af kínakáli, 136 kr. á kg af gul- rótum og gulrófum, 197 kr. á kg af agúrkum, 397 kr. á kg af paprik- um og 60 kr. á kg af kartöflum. Miðað er við tollaálögur í byrjun ágúst. Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, sagði að því væri ekki að neita að verndartollarnir sköpuðu íslensku framleiðslunni góða stöðu á markað- inum. „Hins vegar á að vera komin svo mikil samkeppni í innlendu framleiðsluna, eins og við höfum séð í hvers kyns tilboðum, að ekki ætti að vera lakara markaðsástand fyrir neytendur heldur en var fyrir Gatt- samninginn. Þá var að sjálfsögðu alveg lokað fyrir innflutninginn," sagði hann og fram kom að ráðu- neytið hefði ekki orðið vart við að innlendir framleiðendur kæmu sér saman um að verðleggja framleiðsl- una rétt undir verði innfluttu fram- leiðslunnar. Verðhækkun á grænmeti hefuráhriftil hækkunar vísitölu Hins vegar sagði Guðmundur ljóst að hátt verð á kartöflum skýrðist ekki eingöngu af greiðslum til bænda. Alagning á innlendar og innfluttar kartöflur væri án efa hluti skýringarinnar. Heimild er til verð- skráningar á íslenskum kartöflum en sú heimild hefur ekki verið nýtt. Innflutt grænmeti ekki samkeppnishæft Hannes sagði að tollar á innflutt grænmeti væru alltof háir eða allt að 300-500%. „Síðan er heimildun- um beitt alveg upp í topp þegar innlenda framleiðslan kemur á markað og létt svo eitthvað á með tímanum. En verndin er alveg full- komin og innflutt grænmeti veitir innlendri framleiðslu ekki nokkurn tímann verðsamkeppni," sagði hann. Hann sagði að ein af afleiðingum tollaverndarinnar væri skrykkjóttari verðlagsþróun. „Við erum t.d. með tímabilið, nóvember til mars, þar sem fjórar grænmetistegundir eru tollfrjálsar vegna EES-samningsins, þ.e. tómatar, gúrkur, blaðlaukur og kínakál. Mikil lækkun verður því í nóvember/desember og svo hækkun í mars/apríl. Síðan klárast væntan- lega einhverjar birgðir af íslenskum tegundum eins og gulrótum, kartöfl- um og slíku á vormánuðum. Þá fáum við lækkun og svo hækkun aftur þegar innlenda framleiðslan kemur ________ aftur á markað. Þarna eru eilífar sveifl- ur upp á tugi prósenta. Þótt grænmetisneysla ís- lendinga sé mjög lítil vegna þessa háa verðs og vegi þar af leiðandi lítið í vísitölunni eru breyting- arnar svo gífurlegar að þær ná að verða aðalskýringin á verðlags-- breytingum milli mánaða hvað eftir annað," sagði Hannes. Hannes sagði að VSÍ hefði lagt fram tillögur um hvað hægt væri að gera til að stuðla að lægra mat- vælaverði og draga úr verðbólgu- hættu vegna mikillar tollverndar vic* endumýjun kjarasamninga í nóvem- ber. Ein tillagnanna hefði falið í sé: helmingun ofurtollanna. Ríkisstjórn in hefði í framhaldi af því gefið úi yfirlýsingu um að leitað yrði leiða á grundvelli tillagnanna. Hins vegar hefðu aðeins tveir fundir með fuH'-' • trúum stjórnvalda, landbúnaðar- ráðuneytis, fjármálaráðuneytis, við- skiptaráðuneytis og forsætisráðu- neytis verið haldnir í febrúarbyrjun. Fulltrúum VSÍ hefði skilist að ein hverjar hugmyndir væru í undirbún ingi en ekkert hefði heyrst af þein enn. Um þessar hugmyndir yrði ái efa rukkað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.