Morgunblaðið - 17.08.1996, Side 25

Morgunblaðið - 17.08.1996, Side 25
i MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 25 AÐSENPAR GREINAR Aldraðir eru fyrir Sviknir og hýrudregnir ALLT þetta ár höf- um við gagnrýnt stjórnvöld, einkum fjármálaráðherra fyr- ir að svíkja aldraða um endurgreiðslu á tvísköttuðum lífeyri, sem var endurgreitt að hluta með 15% af- slætti af skattstofni árið 1995, en stöðvað um síðustu áramót. - Ómótmælt er að þessi endurgreiðsla hefði átt að standa í a.m.k. 5 ár. Hér var aðeins verið að skila aftur ránsfeng sem útaf fyrir sig er þakkarvert, en ekki að þetta skyldi notað sem skiptimynt í al- mennum kjarasamningum, sem verkalýðsforystan hafnaði, en knúði í staðinn fram skattfrelsi 4% greiðslna í lífeyrissjóði. Þetta kost- aði niðurfellingu endurgreiðslunn- ar, - hagsmunum eftirlaunafólks var fómað, þeir voru aldrei spurð- ir, enda ekki oft leitað álits þeirra á einu né neinu sem máli skiptir. Réttlætanlegt er að verkalýðs- forkólfamir hugsi fyrst og fremst Ekki er auðvelt að betj- ast fyrir rétti aldraðra, segir Ární Brynjólfs- son, þegar stjórnvöld virða mest valdbeitingu. um sína virku félaga, en annað eins hefur nú verið lagt á verkalýð- inn í kjarabaráttunni þótt neitað hefði verið þessum skiptum. Ávinn- ingurinn fyrir almenna launþega með um 150 þús. kr. mánaðarlaun lætur nærri að vera um 2500 kr., en eftirlaunafólk með um 50 þús. úr lífeyrissjóði getur tapað um 3500 á mánuði. Óneitanlega hefði það verið meiri framsýni og manndómsmerki að knýja fram að lífeyrir skyldi ekki skerða almennu eftirlaunin frá ríkinu, þ.e.a.s. hina svonefndu tekjutryggingu, enda munar þá mest um þetta sem fá lítið úr lífeyr- issjóðum. Hér er ekki verið að tala um að afnema skattlagningu líf- eyris heldur aðeins skerðingar- máttinn, hann er afleitur til viðbót- ar skatti. Öll skerðingarákvæði eru til komin af skammsýni og til skamm- ar. Árni Brynjólfsson. til vamar. ekki einu sinni sem áheymarfulltrúar. Hætt er við að und- ir tæki í Esjunni ef á næsta Alþingi yrði samþykkt að afnema verðtryggingu alls líf- eyris, - en hvorki heyrðist stuna né hósti úr herbúðum launþegasamtaka þegar þetta var gert varðandi grunnlífeyr- inn. - Þetta sýnir svo ekki verður um villst að aldraðir verða að geta treyst á eigin hagsmunasamtök sér Bergmál í Esjunni... Af framansögðu má sjá að verkalýðsforystan er ekki alltaf í stakk búin til þess að gæta hags- muna aldraða, a.m.k. ekki í þeim tilfellum sem hagsmunir rekast á. - Þótt stór hluti aldraðra séu enn meðlimir f Iaunþegasamtökum eru áhrif þeirra nánast engin og aldrei hefur það skeð að fulltrúar þeirra hafí setið í samninganefndum, - Kínverskt veitingahús Nýbýlavegi 20, Kópavogi, sími 554 5022, fax 554 2333 Takið með heim: 5 rétta máltíð kr. 1.100 2ja rétta máltíð kr. 790 Borðað á staðnum: 5 rétta máltíð kr. 1.250 Veisluþjónusta Frí heimsending Hvaða baráttuaðferð? Ekki er auðvelt að beijast fyrir rétti aldraðra þegar stjómvöld virða mest valdbeitingu, vopn sem aldraðir ráða ekki yfír. Helst virð- ast menn óttast að við lifum of lengi og um þann vanda eru skrif- aðar lærðar greinar og erindi flutt á launuðum mannþingum. Til þessa hafa félög aldraðra, sem raunar eru klofin, aðallega beint kröftum sínum að því að hafa ofan af fyrir sínu fólki og að byggja yfír það íbúðir. Þær hafa orðið mörgum þungur baggi, en óskyld- um telq'ulind. Raunveruleg hags- munabarátta er á algjöm byijunar- stigi, enda ekki auðvelt að rata fyrstu skrefín í þeim mótbyr sem aldraðir hafa mátt þola hin seinni ár. Til þess að á þá sé hlustað verða þeir að tala einum rómi um þau mál sem mestu skipta, - ekki með auðmýkt heldur með reisn. ... Sem dæmi um stöðuna má benda á að lífeyrisþegar hafa ekk- ert um starfsemi almennu lífeyris- sjóðanna að segja, völdin eru öll hjá ASÍ og VSÍ. Það þóttu því tíma- mót í desember í fyrra þegar þessi samtök gerðu sín á milli nýjan „nútímalegri" samning um lífeyris- sjóðina, án þess þó að fulltrúar eftirlaunafólks kæmu þar nærri, enda var hagur þess ekki bættur. Færa átti fórnir á altari lýðræðis- ins með því að halda valdamikla opna ársfundi, þ.e. sjóðsfélögum skyldi heimill aðgangur. Seinna fréttist að þeir hefðu málfrelsi og tillögurétt, en ekki atkvæðis- rétt.honum hefur fulltrúaráð skipt til helminga milli fulltrúa ASÍ og VSÍ. Eru stjómendur lífeyrissjóðanna hræddir við eigendur sjóðanna? Eru þeir hættulegri en fulltrúar VSÍ, - sem hafa fæstir lífeyrislegra hagsmuna að gæta? Þurfum við að bera mótmæla- spjöld á torg til að vekja athygli, - eða erum við bara fyrir? Höfundur er framkvæmdastjóri. HrtLTI Vaelluskupoli IV Létt kúlutjald • Fjögurra manna • Límdir saumar • Tvær súlur • Aðeins 3,3 kg. -11,305 FÁLKINN Suðurlandsbraut 8, sími 581 4670, Þarabakka 3, Mjódd, sími 567 0100. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 862. þáttur Halldór Laxness var hátt á áttræðisaldri, þegar hann lauk við Grikklandsárið. Leitun er á texta sem er gerður af jafn-sam- felldri og hnökralausri snilld. Mér þykir stundum sem síðustu bæk- ur H.L. hafí ómaklega fallið í skugga, að ég ekki segi gleymsku. Þær eru hver annarri meira listaverk. Grikklandsárinu lýkur svo: „Og þá held ég þessi æskusaga fari nú að kortast. Við taka aðrar áttir og aðrar viðmiðanir, íjölbreytni og flækjur í ókunn- um stöðum, og ekki tök á að rekja, nema bijóta um leið sak- laust og einfalt mótið á þessum smábókum íjói'um.11 Smábækurnar fjórar eru, auk Grikklandsársins: í túninu heima, Úngur ég var og Sjö- meistarasagan. ★ Tíningur 1) Einkennileg afbökun hefur gerst á orðasambandinu að vera ómyrkur í máli, sama sem vera opinskár og kannski stórorður. Dæmi héðan úr blaðinu: „Carl Bildt, sem stýrir uppbyggingar- starfi í Bosníu, var ekki síður myrkur í máli... “ Bildt (sem stundum er borið fram óskiljan- lega í vörpunum) var einmitt ómyrkur í máli, ekki myrkur. Hann talaði skýrt og afdráttar- laust. 2) Þágufall af Breiðablik er Breiðabliki, þar er ekkert und- anfæri, i - hljóðið í endingunni má alls ekki missa sig. Lið keppa gegn Breiðabliki í næstu um- ferðum. Hitt er eins og að segja að einhver stæði á *gat, en ekki gati. 3) Upp er þrásinnis ofnotað á eftir vekja. Eitthvað vekur umtal, vekur spurningar, vek- ur áhuga. Menn vöktu hins veg- ar upp drauga, en ég held að uppvakningum fari fækkandi. 4) Gríska orðið arkítekt er stórlega ofnotað. Það merkir höfuðsmiður, sbr. erkibiskup. En auk orðsins höfuðsmiður, má oft segja höfundur, upphafs- maður, eða bara smiður, í stað- inn fyrir arkítekt. 5) Ég mun einhvern tíma hafa farið ógætilega með sögnina að þryxnast. Halldór Laxness segir í Grikklandsárinu: „Snemma á slæpíngi mínum í bænum lenti ég í tímum hjá Halldóri Kolbeins til að full- numa mig í prósentureikníngi dönsku og einhveiju fleira álíka skrýtnu; ég held 1917. Hann var þá candphil úr Kaupmanna- höfn. Hann gekk einlægt í sjak- ket. Snemma var hann nokkuð feitlaginn, glaðbeittur maður bláeygur, ijóður í kinnum, hjálmfagur og tróð marvaðann þegar hann gekk, en það kall- aði vinur okkar Kristján Þor- geir að þryxnast. Orðið hef ég ekki heyrt fyr né síðar og mér er óljóst hvað það táknar eða hvemig myndað." ★ Úr mannanafnaskrá umsjón- armanns: Skógar. Gísli Skógar Víkings- son f. 1968. Mun vera ættaður frá Skógargerði. Skólmur. Forn- norrænt, sjaldgæft, nýnorsku skolm = hörð skel, skurn; skylt skel og skálm. Skólmur var víst upphaflega auknefni, líklega = hinn harði. Aldrei skírnarnafn á íslandi, svo vitað sé, en maður var skírður Þórólfur Skólmsson (Myrká, Eyjafjarðars.) eftir nafninu í Landnámu. Skólastíka. Úr latínu = sú sem lærir eða ér lærð. Nafninu bregður fyrir hérlendis í gömlum heimildum, sjá t.d. Jón Espólín. Virðist löngu dautt. Skólastíka Gamalíelsdóttir (Gamladóttir) var frá Stað í Hrútafirði. Faðir hennar var bróðir Þorláks föður herra Guðbrands. Heilög Scholastica (um 480-542) var systir heil. Bene- dikts af Nursia. Messudagur hennar 10. febrúar. Skuld. Fornnorrænt, ein af örlaganornunum, dís framtíðar- innar, skylt sögninni að skulu, tákn þess sem koma skal. Virð- ist ekki skírnarnafn hérlendis, en Urður (tákn liðna tímans) hefur verið gert að skírnarnafni nýlega. Skuldfrí. í landshag- skýrslum kemur fram að þetta kvenheiti væri tekið upp milli 1855 og 1870. Þá var og Pálína Skuldfrí Pálsdóttir fædd 1872 á Neðstabæ í Höskuldsstaðasókn, A.-Hún. Hún dó á barnsaldri og þetta sérkennilega nafn líklega með henni. Skúla, degið af Skúli (= sá sem skýlir). Árið 1910 bar það ein kona, fædd í Árnessýslu. Árin 1921-50 fengu þetta nafn tvær meyjar (seinna nafn). Nú eru þijár í þjóðskránni, allt síð- ari nöfn. ★ Umsjónarmaður þakkar enn málfarsráðunautum varpstöðv- anna og góðum fréttamönnum. Flestir þeirra veit ég að vilja vanda sig, og margir eru snjall- ir. En eitt og annað af lakara taginu sleppur í gegn, og það þvi meir sem nær dregur helg- inni. Raunalegt var að heyra í fréttum Stöðvar tvö föstudaginn 9. ágúst komist svo að orði: „þeg- ar sláturvertið hefst í haust“. Ég hélt satt að segja að orðið sláturtíð væri svo algengt og tamt, að þar gæti síst af öllu orðið „vertíðarslys". ★ Hlymrekur handan kvað: Hann Skúmur á Skúmsstöðum er svo skotinn í sjálfum sér; en sagði þó nei, þegar þetta grey bað um staðfesta sambúð með sér. ★ Stóran plús fá fréttamenn fyr- ir að hafa tekið upp orðasam- bandið að fara fyrir einhveijum í stað dönskunnar „að leiða“. Með Sikkens bílalakki á úðabrúsa getur þú lagað smárispur á bilnum þínum á einfaldan og ódýran hátt. Sikkens lakkið er notað af helstu fagmönnum um land allt. Þú færð litinn þinn á úðabrúsa sem gerir þér kleift að laga grjótbarning eða smárispur þegar þér hentar. Pantanir og póstsendingar i síma 587 6644 5ikken5 b í I a I a kk á úðabrúsum G($y JÓNSSON vhf SUUyhúfðit 14 112 fUvkiftvik

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.