Morgunblaðið - 17.08.1996, Side 26

Morgunblaðið - 17.08.1996, Side 26
26 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MAGNÚS HÁKONARSON + Magnús Hákon- arson fæddist í Vík í Mýrdal 30. desember 1931. Hann lést 2. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Hákon Einar Ein- arsson, f. 9.7. 1898, d. 1.12. 1987, og Karolina Magnús- dóttir, f. 9.11. 1906, d. 30.8.1950. Magn- ús átti eina systur, Hrefnu Sigur- björgu (Ebbu), f. 13.9. 1927, búsett í Vík. Hinn 17. september 1955 kvæntist Magnús eftirlifandi eiginkonu sinni Tove Oder Há- konarson, f. 12.6. 1934 í Dan- mörku. Þau eignuðust 3 börn: 1) Karen Öder, hjúkrunarfræð- ingur, f. 2.9. 1956, gift Kristni Símoni Jósepssyni bifreiða- stjóra, f. 27.9. 1954, þau eiga 2 börn, Magnús Árna, f. 26.11. 1980, og fósturbarn, Dagbjörtu Ósk, f. 4.8. 1986. 2) Einar Öd- er, reiðkennari og tamninga- maður, f. 17.2. 1962, sambýlis- kona Svanhvít Krisljánsdóttir kjólameistari og tamninga- Magnús vinur minn Hákonarson á Selfossi er fallinn í valinn. Hann fór eins og hann sjálfur vildi á hest- baki staddur með vinum sínum fjór- fættum inn á milli fjalla. Þegar ég var á Þjótanda hérna um daginn og var að hjálpa Magnúsi að jáma klárana fyrir ferðina, tók ég sér- ^staklega eftir því hve sáttur hann var við allt og alla. Það var eins og hann væri búinn með verkefnið og núna væri bara lokahnykkurinn eftir. Magnús hafði margsagt bæði mér og öðrum að hann vildi fara á þennan hátt og því sló þeirri hugsun að mér hvort við værum að járna í síðasta sinn. Svona hugsunum slær maður frá sér, því í eigingirni sinni vill maður alltaf geta hitt Magnús, gantast við hann og verið með honum örlitla stund, kannski ríða út með honum og þá ef til vill Þjórsárbakkana eins og við gerðum helgina áður en hann lagði í þá ferð sem hann ekki kom lifandi úr. Þegar við riðum Bakkana hafði ég orð á því við kunningja mína á Selfossi sem voru með í för, hve mikil ást stafaði af þessum manni þegar hann tók lagið með ferðafé- lögum sínum Gunnari og Sigmari. Það var eins og þeir væru ástfangn- ir hver af öðrum. Þetta er stór gjöf sem þeir félag- ar hafa gefið Magnúsi þegar þeir fylgdu honum í þessa síðustu ferð. Magnús var hestamaður af lífí og sál. í veikindum sínum á seinni árum voru það hrossin sem komu honum í gang aftur. Óðar er honum var orðið fótafært var hann kominn upp í hesthús í gegningar og hirð- ingu. Við minnumst Magnúsar sem manns sem af stafaði ást og hlýju. Öllum sem hittu hann var ljóst að þar fór skapríkur maður með stórt hjarta. Magnús var einstaklega barn- góður og hafði sérstakt samband við börn sem ekki öllum er auðið. Hann var vinur vina sinna og eins og sagt er heill maður og drengur góður. Það kvæði sem mér kemur helst í hug er ég minnist Magnúsar og mér fínnst best lýsa inntakinu í því lífi sem hann lifði er kvæðið Fákar eftir Einar Benediktsson. Sá drekkur hvem gleðinnar dropa í grunn, sem dansar á fákspori yfir grund. I mannsbarminn streymir sem aðfalls unn af afli hestsins og göfugu lund. Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund kórónulaus á hann ríki og álfur. kona, f. 30.10. 1965, þau eiga eina dótt- ur, Hildi Öder, f. 30.10. 1991. 3) ÓIi Öder, hljóðtækni- maður, f. 30.10. 1966, sambýliskona Helga Björnsdóttir deildarfulltrúi, f. 11.11. 1966, þau eiga einn son, Björn Öder, f. 3.8. 1993. Magnús byijaði 13 ára gamall i simavinnu. Lauk námi í rafvélavirkj- un 1953 frá Iðnskó- lanum í Reykjavík og hlaut meistararéttindi. Var verk- sljóri á Rafmagnsverkstæði KA á Selfossi frá 1958-1986 fyrir utan eitt ár sem hann starfaði sem rafvélavirki í Danmörku. Hafði umsjón með eignum Hót- els Selfoss frá 1986 til dauða- dags. Var stofnfélagi Lions- klúbbs Selfoss. Sinnti ýmsum störfum fyrir Hestamannafé- lagið Sleipni. Var kunnur hestamaður og hrossarækt- andi. Útför Magnúsar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. - Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er best. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl sem ei þaggast, ei lund sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þins hjarta rætist. Elsku Tove, Einar, Karen, Óli og fjölskyldur, guð geymi ykkur og styrki. Davíð Ingason. Á sjötta áratugnum varð bylting í sveitum á Suðurlandi. Rafmagnið var lagt á flesta bæi sem kallaði á nýja þjónustu, lagningu og viðhald. Þá var ráðinn ungur, vel menntaður maður til Kaupfélags Ámesinga, sem yfírmaður á rafmagnsverk- stæði. Þegar fór orð af honum sem einstökum fagmanni, hálfgerðum galdrakarli sem kom öllu í lag, hversu gjörónýtt sem það virtist vera. Hann skyldi líka búsorgir bændanna og kunni þá list að tala við húsfreyjumar, svo fyrr en varði varð hann heimilisvinur um alla Ámessýslu. Þessi einstaki maður hét Magnús Hákonarson, borinn og bamfæddur í Vík í Mýrdal, framætt- aður í báðar ættir úr Vestur-Skafta- fellssýslu, kominn af dugmiklu fólki sem barðist við náttúruöflin, jökul- ámar og brimgarðinn, og hafði bet- ur. Síðastliðið vor fórum við nokkrir félagar með Magnúsi í reiðtúr um nágrenni Víkur. Þar lifðum við „Ver- öld sem var“ upp úr 1940, lífsbar- áttu fólksins hans, Bretavinnuna á Reynisfjalli, verslun við hafnlausa strönd. Hann sagði okkur líka frá afa sínum Magnúsi pósti og ömmu sinni sem fór ætíð í peysufötin og sat á fremsta bekk þegar Eysteinn ráðherra hélt fundi í Vík. Þá skyldi ég hvers vegna Magnús Hákonarson gaf sig ætíð allan í hvert starf. Þess vegna var hann alvöru hestamaður og ræktunarmaður, einhver sá fremsti á Suðurlandi. Og öfugt við flesta ræktunarmenn var hann ekk- ert sérvitur heldur þvert á móti, opinn og leitandi. Úr ræktun Magnúsar em í notkun nokkrir úrvals stóðhestar, eftirsóttir um land allt. Hann var líka svo hepp- inn að ráðanauturinn sagði honum að gelda eitt stóðhestsefnið sem varð síðar meðal efstu gæðinga í A flokki á landsmóti. Hesturinn heitir Ýmir og var reiðhestur Magnúsar allt þar til yfír lauk. Fyrir rúmum áratug fékk Magnús kransæðastíflu og fór í erfíða að- gerð. Með einstökum viljastyrk og sinni léttu lund tókst honum að kom- ast til bærilegrar heilsu. Hann mat lífíð upp á nýtt, hætti æmstunni á rafmagnsverkstæði Kaupfélagsins og gerðist húsvörður við Hótel Sel- foss. Og nú hafði hann meiri tíma til að sinna hestunum og hann naut lífsins. Á hverju sumri fór Magnús með félögum sínum í langar hestaferðir um fjöll og óbyggðir, ríðandi Ými og fleiri görpum. Alltaf hress, léttur og skemmtilegur. Nú í sumar fór hann í sína hinstu ferð og skyldi halda allt til Eyjafjarðar. En í Hálf- dánartungum við Norðurá í Skaga- fírði brast sú eik sem hvað stæltust hefur staðið við Ölfusá. Magnús Hákonarson var allur. Ég sendi fjölskyldu Magnúsar innilegar samúðarkveðjur. Jón Hermannsson, Högnastöðum. Vinur okkar og félagi Magnús Hákonarson, rafvirkjameistari og hestamaður, er látinn. Því er erfítt að kyngja en hugurinn leitar til baka og góðar minningar hrannast upp. Magnús var einn af stofnendum Ii- onsklúbbs Selfoss og var virkur fé- lagi í klúbbnum frá upphafí. Hann gegndi margvíslegum trúnaðarstörf- um fyrir klúbbinn í gegnum árin og leysti þau vel af hendi. Magnús lá ekki á skoðunum sínum og tók virk- an þátt í umræðum á fundum og nálgaðist þá málefnið oft frá ann- arri hlið en síðasti ræðumaður og kom okkur til að hugsa um málið frá öðru sjónarhomi. Af þessu spunnust auðvitað ijörugar umræð- ur. Magnús var hrókur alls fagnaðar og skemmtisögur sagði hann okkur ófáar og var ekki komið að tómum kofunum þar. Oft var farið í ferða- lög saman og skemmst er að minn- ast, þegar við félagarnir ásamt eig- inkonum fórum í helgarferð til Þýskalands á 30 ára afmæli klúbbs- ins. Magnús lék þar á als oddi og minntist þess oft síðar hve vel heppnuð ferð þetta var. Okkur er hún öllum ógleymanleg. Fjölmargar viðurkenningar hlaut Magnús og í þessari ferð var hann heiðraður og gerður að Melvin Jones-félaga ásamt tveimur öðrum stofnfélögum, en þetta er ein æðsta viðurkenning Li- onshreyfíngarinnar. Hestamennska var hans líf og yndi. Barátta hans fyrir vegsemd og virðingu íslenska hestsins var öllum kunnug. Eitt sinn hrökk út úr Magnúsi að gott væri að vera á hestbaki er stundin kæmi. Við litum hver á annan en sáum að hann var ekki að spauga að þessu sinni. Hon- um varð að ósk sinni. Nú skiljast leiðir að sinni og við félagamir í Lionsklúbbi Selfoss kveðjum þennan heiðursmann með virðingu og söknuði. Elsku Tove, um leið og við þökk- um Magnúsi samfylgdina sendum við þér og fjölskyldunni einlægar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. F.h. félaga í Lionsklúbbi Selfoss, Guðmundur Theodórsson, formaður. Einn var þér fljótari fjörs þ;ns £ ]eið, hann var það - hann var það, sem heljar- fáknum reið. Gieymið ei, fjörmenn, sem fleygist um grund að fara fram úr öllum þarf feigðin litla stund. Þessar ljóðlínur Matthíasar Joch- umssonar komu upp í huga mér þegar ég fregnaði andlát vinar míns Magnúsar Hákonarsonar hesta- manns. í því samfélagi sem við lifum og hrærumst dags daglega, þar sem lífíð og tilveran snýst um vinnuna, fjölskylduna og áhugamálin, þá gleymum við oft á tíðum nálægð dauðans og okkur bregður þar af leiðandi þegar maðurinn með ljáinn reiðir til höggs. Það er víst, að stórt skarð hefur verið höggið i raðir hestamanna á Selofssi og nágrenni við fráfall Magnúsar. í áratugi hefur hann verið einn af kröftugustu félags- mönnum í hestamannafélaginu Sleipni, og hefur hann gegnt mörg- um trúnaðarstörfum innan félagsins í gegnum tíðina. Hann var formaður í eitt ár, auk þess sem hann sat í stjóm um nokkurt skeið. Hann var fulltrúi félagsins á mörgum Lands- sambandsþingum og tók þátt í innra starfi félagsins með setu í hinum ýmsu nefndum. Allt til síðasta dags var hann virkur þátttakandi í félags- starfínu og á hann heiður skilinn fyrir það. Magnús Hákonarson var litríkur persónuleiki. Hann var oft á tíðum ákafur nokkuð og hafði skoðun á hlutunum, enda þar sem hann var vantaði heldur ekki líf og fjör. Hann hafði ákaflega gaman af allri umgengni við hross og hafði líka mikinn skilning á líðan þeirra og hegðun. Hann bar mjög gott skynbragð á getu þeirra og hæfi- leika, enda maður með hafsjó af reynslu í nánast öllu því sem hestum við kom. í þó nokkur skipti spurði ég Magnús, starfs míns vegna, ráða um jámingar á hestum sem áttu við fótavandamál að stríða og vom þau ráð ávallt rétt. Það verður mér dýr- mætt veganesti um aldur og ævi. Ég veit það fyrir víst, að fráfall Magnúsar verður ekki einungis að- standendum hans missir, heldur okkur öllum sem umgengumst hann og þekktum, einkum innan hesta- mennskunnar á Selfossi. Fyrir hönd allra félaga í hesta- mannafélaginu Sleipni vil ég votta hans nánustu okkar dýpstu samúð. Megir þú lengi ríða um grænar gmndir æðri tilvemstiga Magnús. Páll Stefánsson, formaður hestamannafélagsins Sleipnis. Magnús Hákonarson vinur okkar og félagi lést föstudaginn 2. ágúst sl. Hann átti sínar síðustu stundir hér á hestbaki í faðmi íslenskrar náttúm. Hann kvaddi með reisn eins og honum var líkt. Milli, eins og við kölluðum hann, var einn þeirra ungu manna, sem héldu hópinn í leik og starfí í skíðadeild KR á sjötta ára- tugnum. Skíðadeildin var þá, eins og reyndar oftar, vettvangur mikilla athafna. Gamli skálinn okkar í Skálafelli brann 1956, en strax var hafíst handa við að byggja nýjan skála og veg að honum. í þetta notuðum við félagarnir flestar okkar frístundir næstu árin. Nú þegar einn okkar hefur kvatt, gefur það tilefni til að líta til baka og þar á Milli sinn sess í minning- unni. Við minnumst glaðværðar hans og hlýju. Það var alltaf stutt í bros- ið hjá Milla. Hann var mikill gleði- gjafí og traustur vinur. Hann var mannasættir og lagði ávallt gott til allra mála. Honum var einkar lagið að hrífa okkur með sér og hann gekk brosandi að þeim verkum sem vinna þurfti. Við minnumst hans þegar kjallar- inn var steyptur. Þá stjómaði hann steypuvélinni af röggsemi og vand- virkni. Hann lét hvorki sementsryk né norðan beljanda hafa áhrif á sig. Milli var mikið hraustmenni og þeir sem sáu þegar hann sveiflaði dekk- inu upp á pallinn á vörubílnum okk- ar gleyma því ekki. Við hinir urðum að hjálpast að við það verk. Víst er að hlutur Milla í uppbygg- ingunni í Skálafelli á þessum árum er stór og þegar þeirra er minnst sem tóku þátt í henni þá verður nafn hans nefnt. En við.gerðum okkur líka glaðan dag á þessum árum. Við fórum hvítasunnuferðir á Snæfellsjökul. Við fórum í Landmannalaugar, Veiðivötn og víðar. Og svo fórum við á völlinn og sáum félaga okkar í knattspymudeildinni verða íslands- og bikarmeistara. Alltaf var Milli hrókur alls fagnaðar, ljómandi af gleði og lífsþrótti. En svo kom að því að við vinirnir fórum að huga að öðrum málum. Glaðværð og áhyggjuleysi æskuáranna var að baki. Við festum ráð okkar einn af öðrum og stofnuðum heimili. Alvara lífsins var framundan. Á þessum árum hitti Milli unga danska stúlku, Tove, og þau ákváðu að ganga lífsleiðina saman. Það var þeim báðum mikið gæfuspor. Þau byggðu sér heimili á Selfossi og eignuðust þijú böm, sem nú em öll uppkomið myndarfólk. Samverustundum okkar félag- anna fór nú fækkandi og vom með öðmm blæ en áður. Þau Tove og Milli komu þó oft að austan og glöddust með okkur og KR-ingum á hátíðis- og tyllidögum. Ætli það hafi ekki verið í síðustu skiptin sem við hittumst við slík tækifæri þegar félagið okkar KR fagnaði 95 ára afmæli sínu á eftirminnilegan hátt, og svo síðar sama vor þegar skíða- deildin hélt upp á 60 ára afmæli sitt. Við þessi tækifæri vom heiðurs- hjónin Tove og Milli gestir KR. En þó við hittumst nú sjaldnar og hópur- inn hafði dreifst, héldu vináttubönd- in sem stofnað var til fyrir meira en 40 ámm og halda enn. Milli unni mjög náttúm okkar fagra lands. Það kom því engum á óvart að hugur hans hneigðist til hestamennsku, enda fer þetta tvennt einkar vel saman. Fór hann oft með félögum sínum í margra daga ferðir og hafði mikið yndi af. Elsku Tove, þú, börnin ykkar Milla og barnabörnin hafíð misst mikið. Við biðjum algóðan guð að vera með ykkur. Ættingjum ykkar sendum við samúðarkveðjur. Blessaðar séu minningamar sem við eigum öll um sómamanninn Magnús Hákonarson. Vinir ykkar í KR. í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tré. - Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. (E.Ben.) Mér kom þetta meitlaða erindi í hug þegar ég frétti að náttúrubamið, hestamaðurinn og vinur okkar hjóna til margra ára hann Magnús Hákon- arson væri látinn og það hafði gerst meðal hestanna og góðra vina hans. Ótímabært kall. Magnús fór til náms í Iðnskólann í Reykjavík, nam þar rafvélavirkjun og var eftirsóttur til þeirra starfa. Árið 1958 réðst hann til forstöðu fyrir rafmagnsverkstæði Kaupfélags Ámesinga þá var endur- reisn Skálholtsstaðar nýhafín, búið að steypa upp kirkjuna. Kaupfélagið hafði tekið að sér raflagnir og sá um allt er að því laut til ársins 1985. Það fór því ekki hjá því að náið samstarf leiddi til vináttu. Oft var hann daglegur gestur við eftirlit og vinnu. Skálholt eignaðist í honum velunnara sem entist til hinstu stundar. Meðan Magnús veitti raf- magnsverkstæðinu forstöðu jók það hróður Kaupfélagsins fyrir góð og vönduð vinnubrögð. Það má þakka Magnúsi. Hann var lærifaðir og meistari íjölmargra ungra manna, sem lærðu þessa iðngrein. Þeir áttu eftir að vinna með honum og virða að verðleikum. Sérstaklega gekk þetta vel meðan hann fékk að afla verkefna sjálfur; urðu þau oft svo mikil að erfítt gat orðið að anna þeim. Hann kappkostaði að hafa lifandi samband við viðskiptavinina, var virtur og dáður fyrir verk sín og þjónustulipurð. Hann þekkti því vel litróf mannlífsins í héraðinu. Einkum að ég hygg meðal bænda. í þeirri stétt átti hann góða vini. Margir af þeim hafa þegar kvatt þennan heim. Magnús var landsþekktur meðal hestamanna, ræktaði og tamdi sín hross sjálfur. Margir þeir sem voru á síðasta landsmóti fylgdust með Magnúsi sýna Leiru frá Þingdal með afkvæmum og sitja gæðing sinn Mími. Þar sáu allir hversu góður tamningamaður hann var. Knálegur og snyrtilegur knapi. Lét hann einnig félagsmál hesta- manna til sín taka, einkum í félagi sínu Sleipni. Þegar komið var í morgunsopann á laugardagsmorgn-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.