Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 27 MINNINGAR I Q « « 4 < í í « I 4 4 4 4 A um í félagsheimili þeirra var Magnús ævinlega miðpunkturinn í umræð- unni, átti þátt í því að skapa skemmtilega stemmningu. Gaman var að koma í hesthúsið og sjá stríð- alda og vel hirta gæðingana Einu sinni gerðu Magnús og fé- lagi hans sér ferð á hestum frá Sel- fossi í Skálholt. Þetta var í byrjun maí. Ég lagði á'minn reiðhest og við fórum að Þorlákshver, þar sem félagar mínir höfðu oft komið til viðgerða á hitaveitunni. Nú skyldi notið fegurðarinnar sem náttúran hafði uppá að bjóða. Sólin var á lofti yfír Mosfelli og hellti nú geislum á Brúarána spegilslétta. Það gáraðist hvergi vatnið nema þar sem yndisleg andarhjón syntu í víkinni fyrir neðan hverina. Við lágum þarna í fallegri laut þar sem angan lék um vit okk- ar af nýgræðingnum sem var að teygja sig mót ljósinu. Þá kallar Magnús stundar hátt: „Strákar, heyrið þið þögnina, þessi undra kyrrð er dýrleg." Ég gleymi aldrei þeirri birtu sem brá yfir andlitið, ég sá að stundin var honum fullkomin. Þetta er þó ekki það eina sem er okkur í minni. Hver heimsókn var sérstök stund sem börn og fullorðn- ir vildu njóta. Húsið bókstaflega fylltist af lífi og ferskri geislandi gleði sem jafnan fylgdi honum. Hon- um lék frásagnarlistin lifandi á tungu. Margar fleygar setningar frá honum lifa í minni vinanna. Glett- inn, spaugsamur og margfróður um allskonar málefni hafði fastmótaðar skoðanir á flestum hlutum. Hann var félagshyggjumaður, gallharður framsóknarmaður og samvinnustefnan var honum hug- sjón, þar sem hann hafði séð að öflug samstillt fjöldahreyfmg gat lyft stærri „Grettistökum" en ein- staklingurinn. Maðurinn einn er ei nema hálfur með öðrum er hann meir en hann sjálfur Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund Kórónulaus á hann ríki og álfur. (E. Ben.) Magnús sóttist aldrei eftir kórónu né öðrum vegtyllum. En mér þætti ekki ólíklegt að þegar hann, hestur- inn og náttúran, einkum öræfin, urðu eitt, gæti sú hugsun hafa læðst að, „hann væri kóngur um stund sem átti ríki og álfur". Slíkt náttúrubarn átti sannarlega skilið slíka hugsun, svo hrifnæmur sem hann var. Þegar hann fer að þeysa um víðátt- ur eilífðarinnar á gullfákum verður örugglega búið að sæma hann kór- ónu. Magnús fór ungur að árum til Danmerkur til að auka þekkingu sína og víðsýni. Þá kynntist hann danskri stúlku. Tove Öder er nafn hennar. Hún varð hinn trausti lífsförunautur sem ól honum þrjú mannvænleg börn og varð góður Islendingur. Tove, fjölskylda og aðrir ástvinir. Við sendum innilegar samúðarkveðj- ur og biðjum Guð að blessa ykkur. Ég og fjölskyldan þökkum Magn- úsi fyrir trausta vináttu og margan greiðann. Við kveðjum hann hinsta sinni með virðingu. Björn Erlendsson. Hann Magnús er látinn. Okkur hnykkti við. Þessi sporlétti maður sem geislaði af lífsgleði og glettni alla daga. Kynni okkar hófust er leiðir barna okkar lágu saman, þeirra Svanhvítar og Einars. Strax varð vinskapur okkar Magnúsar sterkur því mörg áhugamál áttum við sameiginleg, aldrei leið vika svo við hefðum ekki samband hver við annan. Hestamennska og allt stúss í kringum hesta var hans líf og yndi, hvort heldur var að hirða, heyja eða ferðast á hestbaki. Missir fjölskyld- unnar er mikill, ekki síst Einars, en þeir feðgar voru með eindæmum samhentir í þessu áhugamáli sínu. Hann var hrókur alls fagnaðar hvert sem hann fór. Hann sagði sína skoð- un hreint út svo enginn var nokkurn tímann í vafa um hvað honum fannst, særði þó aldrei neinn þótt skýrt væri talað. Það var gaman að heimsækja Tove og Magnús í Vallholtið og síð- ast er við Hildur litum þar inn voru þau að undirbúa 90 ára afmæli tengdamóður hans sem var að koma frá Danmörku ásamt fjölskyldu sinni. Af því tilefni ferðuðust þau um, m.a. í Þórsmörk þar sem þessi æringi lék við hvern sinn fíngur. Margar minningar eru greyptar í huga barnabarnanna ásamt öllum sögunum og söngvunum sem amma og afi Magnús hafa kennt þeim. Margar ánægjustundir áttum við Magnús saman, ég minnist ferðar- innar til Hollands þegar við skrupp- um á heimsmeistaramótið í hesta- íþróttum með stuttum ¦ fyrirvara. Einnig á Þjótanda við ýmis verk og hlökkuðum við alltaf til að starfa þar saman og þegar færi gafst var mikið spjallað, barst þá talið oft að fegurð fjallanna og heiðanna. En stærstu stundir Magnúsar voru að undirbúa og fara hina árlegu hesta- ferð inn á hálendið með félögum sínum. Þessara stunda naut Magnús af mikilli innlifun og var unun að heyra hann segja frá þeim. En nú er hans hinsta ferð farin. Þótt kallið komi allt of fljótt, var það í þeirri umgjörð sem Magnús hefði helst óskað sér, á hestbaki í faðmi fjall- anna. En við drottin verður ekki deilt. Elsku Tove, Karen, Einar og Óli, tengdabörn, barnabörn og aðrir ætt- ingjar og vinir, við flytjum ykkar innilegar samúðarkveðjur. Kristján Finnsson og fjölskylda. Á örskammri stundu barst hesta- mönnum um land allt mikil harma- fregn: Maggi Hákonar var dáinn. Hann hafði verið á hestaferð í óbyggðum í góðra vina hóp. Hraðinn á fréttinni var í anda Magga, engin lognmolla, hún fylgdi lífstílnum hans. Ég kynntist Magga sem ungur drengur, báðir fullir af eldmóði í íþróttum okkar hestamanna. Maggi var í framvarðasveit forystu hesta- manna á Selfossi og nágrenni. Strax tókst með okkur góður kunnings- skapur og sóttum við yngri menn eftir fulltingi hans við málstað okkar á landsþingum okkar hestamanna. Okkur fannst að málstaður okkar væri oft borinn ofurliði af lítt skiln- ingsríkum þingfulltrúum og stjórn- armönnum. Ekki líða úr minni manns þær stundir þegar Maggi steig í pontu og las þingfulltrúum pistilinn vegna þröngsýni og afturhaldsstefnu og klykkti svo út með því að best væru þeir geymdir á Spáni í langtíma orlofi því lítið gagn væri að þeim hér heima. Já, Maggi var sannarlega okkar maður. Honum fannst gott að fá sér í glas. Eitt sinn kom ég að máli við hann á einu Landsþingi og sagði að nú væri kominn tími til að hann sneri á félagana. Hann ætti að skála óspart en hafa aðeins íslenskt fjalla- vatn í glasinu. Magga leist vel á þetta og sá ég um að það vantaði aldrei vatn í glasið. Hátíðarkvöld LH leið með reisn og mikið hló Maggi að uppátækinu. Honum fannst þetta bráðgóð lausn, að geta skálað að vild og vera alltaf mátuleg- ur. Ræktunarmál, ferðalög og keppni voru hans áhugamál. Það varð hon- um aukahvatning að eitt af börnum hans, Einar Öder, varð altekinn af hrossabakteríunni og var ekki að sökum að spyrja. Upp á toppinn fór Einar Öder í hestaheiminum með dyggri aðstoð föður síns strax frá æskuárum. Sagt er að foreldrarnir keppi oft í gegnum börnin sín. Víst er að sá kraftur og dugnaður sem einkennt hefur Einar, er að góðum hluta frá Magga kominn. Það var sama hvar var sótt eða leitað til hans, ávallt brást hann já- kvæður við, var bóngóður, hjálpleg- ur, glaðvær og umfram allt fljótur að gera hlutina. Þannig var Maggi. Mikið hlakkaði Maggi til að fara í hinar hefðbundnu hestaferðir inn í óbyggðir. Ferð með kokkinum og Sigga í Syðra og þeim valinkunna hóp sem saman fór. Það var þó helst eftir að Einar sonur hans væri búinn að ljúka verkefnum sínum á lands- eða fjórðungsmótum, að hann gat leyft sér að slappa af. Maðurinn með ljáinn barði á dyrn- ar alltof fljótt. En í þetta sinn var hann háttvís því Maggi var búinn að minnast á að fá að kveðja sem kóngur á hestbaki. Sú ósk hans rættist, því eins og segir í kvæði Einars Benediktssonar: Sá drekkur hveni gleðinnar dropa ! grunn, sem dansar á fákspori yfir grund. I mannsbarminn streymir sem aðfalls unn af afli hestsins og göfugu lund. Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. Og knapinn á hestbaki er kóngur um stund, kórónulaus á hann riki og álfur. Mér finnst að það sé tómlegra á Selfossi nú eftir lát Magga. Góðar minningar ylja þó og lýsa um ókom- in ár. Um leið og ég kveð góðan dreng og votta fjölskyldu hans samúð mína minnist ég þessa fasmikla, góða drengs sem hvergi dró af sér þar sem hann lagði hönd á plóg, hvort heldur var vinargreiði eða við starf sitt. Sigurbjörn Bárðarson (Diddi). Nágranni minn Magnús Hákon- arson er látinn. Komið er að kveðju- stund og minningar Iíða gegnum hugann. Efst í huga mér er þakklæti til þín fyrir þá hvatningu og þann áhuga er þú sýndir hestamennsku minni. Halló, hvað segir þú gott! Þetta var tíð setning hjá okkur þegar leið- ir okkar lágu saman hér á hlaðinu er Magnús var á leið til vinnu eða út í hesthús. Við höfðum alltaf um nóg að ræða. Hann fylgdist vel með því hvort ekki væri í lagi með hestana hjá mér og hvort það væri ekki ör- ugglega búið að járna þá svo ég kæmist á bak. Við hittumst mjög oft í vetur og ræddum þá sérstak- lega um tamningu á einum fola hjá mér því það var mikið kappsmál hjá honum að þessi foli væri taminn sérstaklega svo ég gæti farið að nota hann. Þegar ég var búin að taka heim hestana þá vildi hann að þessi foli yrði járnaður strax og hann sá til þess að hann var taminn þannig að ég réði við hestinn með góðu móti. Magnús passaði vel uppá það að hesturinn yrði sem bestur fyrir mig og að ég gæti farið á hann og verið óhrædd. Því alltaf vildi Magnús að allt yrði gert sem best fyrir mig, Berglind vinkonu sína. Ef við ræddum ekki um hesta, spurði hann hvernig námið gengi hjá mér og hvernig mér hafi gengið í prófun- um. Honum var mjög annt um það að mér gengi sem best í skólanum og að ég ætti að passa það að hest- arnir tækju ekki allan tímann frá mér. Skólinn númer eitt og hestarn- ir svo, þetta var regla númer eitt hjá Magnúsi mér til handa. Hestarnir voru hans líf og yndi. Hann talaði gjarnan um hesta og miðlaði öðrum af reynslu sinni. Hans bestu stundir voru mað hestum ann- aðhvort á hestbaki eða í hesthúsinu. Hann hafði yndi af því að ferðast um landið á hestbaki. Það var ein- mitt í slíkri ferð að kallið kom svo skyndilega. Æðri máttarvöld hafa leyft honum að deyja á þann hátt er hann hafði óskað sér. Elsku Tove, Einar, Karen, Óli og fjölskyldur. Mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Ykkar, Berglind. baka í væntumþykju. Þú gafst mér fyrsta hestinn sem ég eignaðist og ég var svo stoltur af því að þú hafð- ir hann alltaf í hestaferðum, sagðir að hann væri svo öruggur að fara yfir ár. Einu sinni fékk ég að ríða með þér á Murneyrar, þar varstu í essinu þínu og þú varst svo hreykinn af Mími, gæðingnum þínum. Ég var svo montinn að fá að vera með þér á þessu móti, þú varst aðalkarlinn á svæðinu í mínum augum. Ég man vel eftir Þórsmerkurferðum okkar saman, sérstaklega þó þegar þú varst búinn að gera bekk aftan á pikkanum til þess að allir kæmust með. Seinasta ferðin okkar saman í Þórsmörk var svo núna í júlí sl. Þar varst þú í uppáhaldi eins og svo oft áður, óðst yfir Krossá, bara svona að gamni þínu, og þegar varadekkið datt undan rútunni varst þú náttúr- lega fyrstur út í á og náðir dekkinu á fullri ferð og tókst það undir hend- ina og labbaðir í land eins og ekk- ert væri. Elsku afi, ég á eftir að sakna þín svo mikið en ég á góða minningu um þig sem ég gleymi aldrei. Þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Magnús Arni. Mér varð heldur betur hverft við er ég kom við á bæ einum í Skaga- firði seinni part mánudagsins 5. ágúst er mér var sagt að vinur minn Magnús Hákonarson væri allur. Kynni okkar Magnúsar hófust fyrir alvöru veturinn 1992 er ég hóf störf hjá Einari syni hans. Við Magnús náðum strax vel saman þrátt fyrir aldursmuninn, enda átt- um við margar góðar samveru- stundir. Ein slík er mér sérstaklega minnisstæð er ég lít til baka. Það var í vor að ég aðstoðaði Magnús við járningar eins og oft áður. Hest- arnir hjá honum höfðu gengið úti vetrarlangt og hugðist hann und- irbúa þá undir stórræði sumarsins. Er við höfðum lokið verki okkar varð úr að ég myndi sækja Magnús upp í Árbæ fyrir ofan Selfoss. Þar hafði hann smá girðingarhólf fyrir hross. Þegar ég kom þangað átti hann stutt ófarið í girðinguna. Ekki hafði ég ástæðu til þess að verða óþolinmóður vegna þess, því að slík sjón blasti við mér. Það var glæsi- legt samspil Magnúsar og Mímis þar sem hinn stórbrotni gæðingur tölti léttan og þreif brokkið af krafti er hann bað um. Það var líka glað- ur maður sem steig af baki og sagði glaðlega, ég held að hann sé alltaf að batna. Magnús var mikill hestamaður og sérstaklega næmur fyrir mörgu er snerti hestamennskuna. Sérstak- lega fannst mér hann nema fljótt hátterni hvers hests er gisti hús hans og hirti hann hvern og einn eftir hans sérþörfum. Magnús hafði tvisvar átt við al- varleg veikindi að stríða, en náði sér ótrúlega í bæði skiptin enda hraustmenni og feiknalega harðger. Það var ekki stíll hans að gefast upp heldur glímdi hann til þrautar. Magnús varð bráðkvaddur á hesti ættuðum frá hans heimaslóðum og er mín trú að hann sjálfur hafí ekki getað kosið sér betri dauðdaga þótt mér finnist hann hverfa alltof fljótt af sjónarsviðinu. Það er hálftómlegt að hugsa til þess að geta ekki skotist út í hest- hús lengur og heilsað uppá Magnús. Ég votta eiginkonu, börnum og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Ágúst Guðjónsson. Elsku afi, nú ertu dáinn. Þú varst mér svo góður vinur. Stóðst alltaf með mér og skildir mig svo vel. Þú varst alltaf til staðar þegar mér leið illa og hughreystir mig. Þú komst fram við mig sem jafningja. Það var alltaf svo gaman að fara með þér eitthvað eins og t.d. að ná í spæni fyrir hestana, ég hlakkaði alltaf svo til að fara með þér í þessar ferðir þar sem við vorum bara tveir. Það var alveg sama hvað ég gerði fyrir þig, þú varst alltaf svo þakklátur sama hvað hluturinn var lítill eða stór, og borgaðir það margfalt til í dag kveðjum við hestamenn góðan félaga okkar, Magnús Há- konarson. Eg kynntist Magga fyrir tólf árum, þá smápatti fyrir vestan, en allt frá fyrstu kynnum reyndist hann ógleymanlegur félagi. Maggi hafði sérstakt lag á að umgangast fólk, var fljótur að kynnast því, allt- af léttur og kátur við alla. Hann var mjög hreinskilinn, sagði mönnum meiningu sína og hafði mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum, hvort heldur var hrossa- rækt eða öðru, hann lá ekki á þeim heldur lét þær uppi. Þetta í fari Magga gerði hann að svo litríkum og skemmtilegum manni. Árið 1990 starfaði ég við tamn- ingar hiá þeim feðgum Magga og Einari Óder, og var í heimili hjá þeim Magga og Tove. Þessi tími er mér ógleymanlegur, bæði skemmtilegur og lærdómsríkur. Það var gaman að vera með Magga við fóðrun og hirðingu á hrossunum, hann gaf sér alltaf nægan tíma við hrossin enda mikill skepnumaður. Hann var skemmtilega sérvitur en það lærðist fljótt. Maggi var mjög duglegur maður og handlaginn enda léku allir hlutir í höndunum á honum, hvort heldur var að gera við einhverja smáhluti eða fara höndum um tauminn. Það verður ákveðinn tómleiki að hitta ekki lengur þennan ljúfa og káta Magga Hákonar, alltaf svo hressan enda stutt í strákinn í hon- um. Kæra fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð, og þakka ykk- ur alla þá umhyggju sem þið hafið sýnt mér í gegnum tíðina. Eysteinn Leifsson. í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð. - Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. (Einar Ben.) Það var í morgunljómann þann 2. ágúst sl. sem Magnús vinur okk- ar söðlaði um og hélt á hófaslóð ókunnar víðáttu. A norðlenskri heiði kvaddi hann skyndilega eftir að hafa lagt að baki hásléttu öræf- anna. Fyrir allmörgum árum varð. Magnús fyrir alvarlegum heilsu- bresti, en vel hafði úr ræst og dug- ur hans og orka bentu til þess að heilsan væri góð. En leiftrandi áhugi og glaðværð hafa e.t.v. þyrlað upp einskonar jóreyk frá annríki daganna og villt um sýn. Um áratuga skeið veitti hann forstöðu rafmagnsverkstæði KÁ og var það mjög erilsamt og slítandi starf fyrir svo greiðvikinn athafna- mann sem vildi leysa hvers manns vanda strax. Eftir að Magnús hafði gengið í gegnum erfið veikinda- tímabil breyttist starfsvettvangur hans og gerðist hann starfsmaður Selfqssbæjar og varð eftirlitsmaður við Ársali. Nánast allar sínar frístundir not- aði Magnús til að sinna hugðarefni sínu, hestamennsku og hrossarækt. Náði hann umtalsverðum árangri á því sviði og var vel þekktur meðal hestamanna. í góðra vina hópi var Magnús hrókur alls fagnaðar og ákaflega var stór hans kunningjahópur. Segja má að hann hafi sett svip sinn á mannlífið hér austanfjalls og hvar sem hann fór. Magnús var maður hreinskilinn og blátt áfram og má með sanni segja að hann hafi komið til dyranna eins og hann var klæddur. Hann gat verið hvass- yrtur sem snöggvast en storminn lægði jafnharðann. Glaðværðin var þó hans höfuðeinkenni og gaman- sögur og frásagnir í léttum dúr voru jafnan á hraðbergi enda hafði Magnús frá mörgu að segja. Við sem vorum svo lánsamir að vera meðal þeirra sem fóru í lengri og styttri hestaferðir með Magnúsi dáðum þrótt hans og áhuga og enginn fannst betri í járningar, enda var hann með afbrigðum verk- laginn og fljótvirkur og lék allt í höndum hans. En nú hefur hann haldið á brott og horfið yfir sjónarhæð. Við hinir stígum af baki og æjum um stund og horfum með söknuði á eftir góð- um félaga. Um leið og við þökkum samfylgdina minnumst við svo margra ánægjustunda í byggð og óbyggð. Fjölskyldu Magnúsar sendum við innilegar samúðarkveðjur. Gunnar, Gústaf, Ingólfur, Sigurður og Sigurgeir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.