Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. AGUST 1996 29 MINNINGAR BJORG ÁSGEIRSDÓTTIR + Björg Ásgeirsdóttir fædd- ist í Reykjavík 22. febrúar 1925. Hún lést í Reykjavík 7. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Neskirkju í Reykjavík 15. ágúst. Elsku amma mín, núna sit ég í Öskjuhlíðinni og horfí á fagurt sólarlagið. Þá leitar hugur minn til þín og hjartað mitt fyllist sökn- uðij kvöldið fyrir jarðarförina. Eg mun aldrei gleyma hve hlýtt var að koma að heimsækja ykkur afa. Þú komst brosandi fram á gang og tókst á móti okkur með innilegum kossi. Áhugi þinn á því sem við vorum að gera var alltaf einlægur. Ég minnist þess er við sátum saman og töluðum um okkar sam- eiginlega áhugamál, innanhúss- hönnun. Og þú, amma mín, hafðir ætíð góðar hugmyndir fram að færa og eins og þín var venja fylgdu oft brosleg tilsvör. Núna er ég búin að kyssa þig í síðasta sinn, en mun hugsa oft til þín og um þá góðu stundir sem við áttum saman, elsku amma mín. Sárt þykir mér að hugsa til þess að þegar ég eignast mín börn, fái þau ekki að kynnast þér. En ég mun segja þeim frá hversu fal- leg og indæl amma þú varst mér. Elsku amma, vegna þín er ég mjög stolt af nafninu sem ég ber. Hvíl þú í friði. Þitt barnabarn og alnafna, Björg Ásgeirsdóttir. Ég kynntist Björgu um 1965 og alla tíð síðan hefi ég velt fyrir mér hvað konan Björg var vel gerð, því eftir það kom ég oft á heimili hennar á öllum tímum dags, ætíð var hún í góðu skapi, hjálpleg og öllum velviljuð. Björg hafði góða kímnigáfu og átti sér- lega auðvelt með að setja sig í aðstæður annarra og atburði líð- andi stundar og sá ætíð skemmti- legu hliðarnar á mönnum og mál- efnum. Hún var mjög ráðagóð og hjálp- söm við alla og er það nánast furðulegt, hvað hún var oft nærri þeirri niðurstöðu sem þurfti til að leysa málin. Því var mjög gott að leita til hennar. Með þessum fáu orðum kveð ég Björgu Ásgeirsdóttur og sendi eiginmanni hennar, börnum og barnabörnum, vinum og ástvinum mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Konráð R. Bjarnason. ARSÆLL JONSSON + Ársæll Jónsson fæddist í Pétursbúð á Arnarstapa 25. september 1918. Hann lést á heimili sínu á Höfðagrund 9, Akranesi, 12. ágúst síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Akraneskirju 16. ágúst. Snæfellingurinn Ársæll Jónsson frá Viðvík á Hellissandi er látinn. Hann ólst upp á Arnarstapa, hóf sitt heimilishald með konu sinni Onnu Jóhannsdóttur í Olafsvík og starfaði svo lengstan hluta ævi sinnar fyrir utan Enni og þau Anna komu þar upp sínum mynd- arlega barnahópi. Lengst áttu þau heima í Viðvík á Hellissandi og við þann stað hafa þau verið kennd. Svo sem aðrir ungir menn á fjórða áratug þessarar aldar var leið Ársæls út frá heimahögum sú að leita sér atvinnu um leið og fermingu og barnaskólagöngu lauk. Það var framhaldsskóli þeirr- ar kynslóðar. Sjálfsagt hefur sá skóli verið mörgum erfiður en vinnureynsla og þekking á at- vinnuháttum og þjóðfélaginu skil- aði oft eins góðum undirbúningi undir lífsstarfið og langseta á skólabekkjum dagsins í dag. Ársæll var sérstaklega fjölhæf- ur maður. Hann var áhugasamur félagshyggjumaður, rökfastur og skemmtilegur í umræðum um margháttuð málefni. Á sínum langa starfsferli tók hann að sér hin ýmsu verkefni og skilaði þeim af sér með miklum ágætum. Hann stundaði sjómennsku, var m.a. vélstjóri á einum af fyrstu vélbát- unum sem gerðir voru út frá hinni nýju Rifshöfn, Hólmkeli SH 139. Hann var verkstjóri í fiskverkun- inni Hróa hf. í Ólafsvík. Bóndi nokkur ár á Sveinsstöðum og eftir það hafði hann alltaf nokkrar kindur á fóðrum og hafði mikla ánægju af. í nokkur ár átti hann tæki til ámoksturs á bíla og var með það í vegavinnu á sumrum hér á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hann stjórnaði sanddælutæki Hafnamálastofnunar í nokkur sumur við uppgröft í Rifshöfn og víðar. Þetta er orðin nokkur upptaln- ing, samt ekki tæmandi um auka- störf Ársæls. Aðalstörfin eru þó enn ónefnd. Hann var hafnarstjóri Rifshafnar í um áratug, fyrsti fastráðni hafnarstjórinn þar, yita- vörður á Skálasnagavita og Önd- verðanesvita í yfir tuttugu ár. Hann átti og rak lifrarbræðslu á Rifi í marga vetur og stundaði sjósókn á trillu á sumrin. Maður sem skilaði vel af sér svo fjölþættum störfum sem Ársæll gerði hlaut að kunna örugg og breytileg handtök og hafa mjög fjölþætta þekkingu. Svo var með Arsæl í Viðvík. Ársæll var einn af forustumönn- um þess að vinstrafólk stóð sam- eiginlega að framboði til sveitar- stjórnar og sýslunefndar í Nes- hreppi utan Ennis í janúar 1954, en sú samfylking var síðan endur- tekin næstu tvennar kosningar. Þetta framboð fékk góðan meiri- hluta og sá sem þetta skrifar var valinn til forustu sveitarstjórnar- innar. Allt frá upphafi þessa sam- starfs og jafnan síðan átti ég gott samstarf við Ársæl og naut ráð- legginga og hjálpar frá honum á margan hátt. Ársæll var lengst af stjórnarformaður í Jökli hf. og á vettvangi þess fyrirtækis höfðum við margháttað samstarf. Fregnin um það að Ársæll Jóns- son frá Viðvík á Hellissandi væri látinn kom ekki á óvart. Heilsufar hans hafði verið þannig síðustu misseri að þeir sem til þekktu gerðu sér grein fyrir því að hvert viðtal við hann gæti orðið það síð- asta. Ég finn þó fyrir því hvað umhverfið hefur breyst og vænt- ingum fækkað við það að eiga ekki lengur von á því að hitta Ársæl og eiga við hann spjall eða bara að sjá hann. Ég og fjölskylda mín þökkum áralanga vináttu og samfylgd og vottum Önnu og allri fjölskyldunni okkar dýpstu samúð. Skúli Alexandersson. HRAUNBERGS APÓTEK Hraunbergi 4 INGÓLFS APÓTEK Kringlunni 8-12 eru opin til kl. 22 NIKULAS HALLDÓRSSON Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Ingólfs Apótek + Nikulás Halldórsson fædd- ist á Akureyri 22. júní 1979. Hann lést 21. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauðaneskirkju á Langanesi 27. júlí. Elsku Nikki. Nú ert þú hqrfinn á braut yfir móðuna miklu. Ég trúði þessu ekki fyrst. Hver gat trúað því að þú færir svona snemma. Ég er í raun- inni ekki búin að átta mig á þessu enn. Þín verður sárt saknað. Það var mjög gaman að kynnast þér, kæri bekkjarbróðir. Þú varst alltaf hress og skemmtilegur strák- ur sem áttir framtíðina fyrir þér. Þú komst svo mörgum til að brosa. Nú verðum við að vera án þín, elsku Nikki. Þú varst góður félagi og vinur. Mest á ég eftir að sakna þess að þú hrekkir mig ekki oftar þegar þú hjólar í vinnuna. Það síðasta sem þú sagðir við mig áður en þú fórst var sennilega uppáhalds orðið þitt sem var Bibba gella. Þess á ég eftir að sakna. Það var í rauninni það eina sem þú sagð- ir við mig. Elsku Ásta, Dóri, Tinna og Henný Lind og aðrir aðstandendur Nikulásar. Megi góður guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Góði guð, líttu eftir Nikka. Vinakveðja, þín Vilborg Anna. t SVEIIMN BRYNJÓLFSSON frá Þingeyri, Dýrafirði, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Kristján Brynjólfsson, Þórarinn Brynjólfsson, Armann Brynjólfsson, Helgi Brynjólfsson, Friðrik Brynjólfsson og aðrir aðstandendur. t Astkaer móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÓLEY SIGURJÓNSDÓTTIR, Kirkjuvegi 1, Keflavík, lést í Landspítalanum 14. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Margeir Þorgeirsson, Ástrfður L. Guðjónsdóttir, Katrín Ó. Þorgeirsdóttir, Guðmundur G. Þórisson, Ingibergur Þorgeirsson, Málfríður Baldvinsdóttir og barnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdasonur og mágur, HAROLD J. WILSON, lést á heimili sínu, 8 Cross Street, Beverly MA, Bandaríkjunum, 11. ágúst sl. Útförin hefur farið fram. Sigríður Erlingsdóttir Wilson, Ratric Erlingur Wilson, Kevin Björn Wilson, Unnur Samúelsdóttir, Brynjúlfur Erlingsson, Samúel Örn Erlingsson. t Bróðir okkar, ÓLAFUR SIGURÐSSON, Norðurbrún 1, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 19. ágúst kl. 13.30. Ásta Þórarinsdóttir, Dagbjörg Þórarinsdóttir, Sigurberg Þórarinsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, ÁGÚST ÓLAFSSON, Skipholti 55, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur þann 15. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. , Elfsabet Einarsdóttir, Sverrir Ágústsson, Lilja Þorsteinsdóttir, Karen Ágústsdóttir, Hanna Rún Ágústsdóttir, Arnar Ágústsson, Nfna Ólafsdóttir, Hafsteinn Ólafsson og barnabörn. ffltot$ttttbláblb - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.