Morgunblaðið - 17.08.1996, Side 31

Morgunblaðið - 17.08.1996, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 31 ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Stórurriðar áberandi í Laxá GÓÐ veiði er nú á urriðasvæðunum í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal eftir fremur rólegt tímabil í lok júlí og byrjun ágúst. Mikið slý var þá í ánni og smásilungur fór á kreik. Að sögn Hólmfríðar Jóns- dóttur á Arnarvatni og Bjargar Jónsdóttur í Rauðhólum, er nú stór- silungur að ná sér á strik í veiðinni á nýjan ieik. Raunar vill Björg ekki kannast við að smásilungurinn hafi verið fyrir hendi á Laxárdalssvæð- inu. „Þetta er skemmtilegra núna, stórsilungurinn er að koma aftur upp, mikið af 3-4 punda spikfeitum urriða og einn og einn 5 punda. Sá stærsti til þessa var 7,2 pund og menn hafa verið að setja í en missa mun stærri fiska, m.a. á Gunnlaugsvaði, Mjósundi, Geira- staðaskurði, Hólkotsflóa og Hest- hólmaflóa. Þeir stóru kunna á þetta, kafa rakleitt í slýhauga og slíta taumana,“ sagði Hólmfríður, veiðivörður á Arnarvatni, um veiði- skap á urriðasvæði Laxár í Mý- vatnssveit. ■ ÞINGVALLAGANGA verður á laugardag klukkan 14. Farið verður frá Þingvallakirkju og tek- ur gangan upi eina og hálfa klukkustund. Á sunnudag verður gönguferð að eyðibýlinu Skógar- koti í Þingvallahrauni. Gangan hefst klukkan 13.30 og tekur um 3 klukkustundir. Klukkan 17 verð- ur guðsþjónusta í Þingvallakirkju. ■ STÚDENTARÁÐ Háskóla Islands hefur samþykkt ályktun þar sem skorað er á menntamála- ráðherra að beita sér fyrir því að hækka fjárveitingar til HÍ í fjár- lagafrumvarpi fyrir næsta ár til samræmis við aukinn nemenda- fjölda. ■ LEIKTÆKIN á Miðbakkan- um í Reykjavíkurhöfn breytast í marglittur, beitukónga, marflær og fleiri dýr á laugardag og ýmis- legt skoðunarvert verður að sjá við hafnarbakka og bryggjur. Klukkan 14 kemur víkingaskipið Islendingur fullbúið inn Engeyj- arsund og inn á gömlu leguna. Á sunnudag verður kynning og sala á sjávarfangi og fleiru í Miðbakka- tjaldinu frá klukkan 11 til 17- ■ DALÍUKL ÚBBURINN held- ur sýningu á dalíum á sunnudag klukkan 18. Sýningin verður í Blómavali við Sigtún í Reykja- vík. ■ STJÓRNIR Fjórðungs- sjúkrahússins og Heilsugæslu- stöðvarinnar á ísafirði, og Sjúkrahúss og heilsugæslu- stöðvar Bolungarvíkur hafa samþykkt ályktanir þar sem lýst er þungum áhyggjum vegna stöðu heilbrigðismála í kjölfar uppsagna heilsugæslulækna. Bent er á að álag á starfsfólk sjúkrahúsanna sé óhóflegt og ekki sé unnt að tryggja neyðarþjónustu læknis öllu lengur. Skora stjórnirnar á samningsaðila að ganga þegar til samninga. ■ NÝTT HJÓLABRETTA- SVÆÐI verður tekið í notkun við Haukahúsið við Flatahraun í Hafnarfirði laugardaginn 17. ágúst kl. 17. Þar mun hljómsveitin Utopia leika og ungir brettamenn frá Hinu húsinu sýna listir sínar auk þess sem boðið verður upp á grillaðar pylsur. Hún sagði tískuflugu vera áber- andi í sumar, raunar væri hún margvísleg að litasametningu og eins væru stærðir nokkrar. Sameig- inlegt með þeim væri hins vegar að um smáar flugur er að ræða og sérstakur höfuðbúnaður hefur orðið kveikjan að skemmtilegu samheiti, „Þverhausar“. Og Hólm- fríður bætti við að um 1.480 fiskar væru komnir á land og júní hefði verið einn sá besti í mörg ár. Á Rauðhólum í Laxárdal sagði Björg Jónsdóttir bústýra að veiðin hefði verið góð í sumar og fískur óvenjuvænn að jafnaði. „Þetta eru fallegir fiskar og stórir, mest 4-6 pund. Alls eru komnir 556 fískar í bókina og Árhvamms-, Kast- hvamms- og Bimingsstaðaveiðar hafa gefíð mesta veiðina," sagði Björg. Fleiri silungaslóðir Veiði er að glæðast á ný í Eyja- fjarðará, að sögn Páls Pálssonar í Veiðisporti á Akureyri. Fyrr í sum- ar var góð veiði ofarlega í ánni, Bamadeild fær „huggara“ BARNADEILD Landspítalans fékk fyrir skömmu að gjöf tvær brúður, sem eru ætlaðar til að útskýra og sýna börnum væntanlega meðferð sem þau þurfa að ganga í gegnum. Það var Austurbakki hf. sem gaf brúðurnar og þær fengu nöfn- in Hjördís og Hjalti eftir börn- unum sem afhentu gjöfina fyr- ir hönd Austurbakka. Á mynd- inni sjást Hjördís og Hjalti út- skýra fyrir starfsfólki Land- spítalans hvernig á að nota brúðurnar. VOTTAR Jehóva héldu um síðustu helgi landsmót í íþróttahúsinu Di- granesi í Kópavogi. Mótsgestir k.omu víða að og voru um 450 viðstaddir. Á mótinu var opinbert boðunarstarf safnaðarins til umræðu og voru gef- in út nokkur ný rit sem söfnuðurinn hér á landi hyggst nota í starfsem- inni á næstunni. Leiðbeiningabækl- ingur um bibliuumræður vottanna við almenning var gefinn út og ber hann heitið Hvernig hefja má biblíu- umræður og halda þeim áfram. Einnig var gefin út 320 blaðsíðna bók sem nefnist Spurningar unga fólksins, svör sem duga. Bókin sem en síðan dofnaði veiðiskapur en er að glæðast á ný. Til marks um það fékk einn veiðimaður tíu 2-5 punda bleikjur á svæði 2 og fleiri hafa lent í svipuðu. Heildartölur eru ekki fyrirliggjandi þar sem veiði- menn skila sjálfir skýrslum og mik- ið vantar upp á að allt sé komið í hús. í Hörgá hefur verið góð veiði og þegar best hefur látið hafa tvær stangir náð 57 bleikjum á sínu svæði á einum degi. Alls er annars veitt á 12 stangir í Hörgá og 10 í Eyjafjarðará. Bleikjan í Hörgá hef- ur veiðst stærst 5 pund í sumar. Reytingsveiði hefur verið á sil- ungasvæði Víðidalsár í sumar, mun minni veiði heldur en í fyrra, en þá var líka mokveiði megnið af sumrinu. Að sögn Ragnars Gunn- laugssonar á Bakka virðist bleikjan Opið til miðnættis í miðbænum í TILEFNI af 210 ára afmæli Reykjavíkurborgar verða margar verslanir við Laugaveg, Banka- stræti, Skólavörðustíg og í Kvos opnar til miðnættis. Er þetta inniegg kaupmanna í menningarvöku sem Reykjavíkur- borg stendur að vegna afmælis borgarinnar. í tilefni dagsins munu verslanir færa vörur sínar út á götu og skapa þannig markaðsstemmn- ingu í bænum. Ýmis tilboð og af- slættir verða í gangi. er ríkulega myndskreytt inniheldur 39 kafla og meðhöndlar um 100 spurningar ungs fólks um ýmis mál, eins og Umgengni við fjölskylduna, Kynlíf og siðferðismál, og Áfengi og fíkniefni, til að nefna nokkra aðalflokka bókarinnar. Bókinni hef- ur verið vel tekið meðal ungs fólks víða um heim, segir í fréttatilkynn- ingu, og hefur komið út í 20.100.000 eintökum. íslenskan er 50. tungu- málið sem hún er þýdd á. Tvö önnur rit voru kynnt á iands- rnótinu, Lykillinn að hamingjusömu fjölskyldulífi og Hvers krefst Guð af okkur? Þessi rit eru ekki til á ís- „hafa steðjað í gegnum svæðið og dreift sér um laxasvæðið þar sem nokkur hundruð fiskar hefðu veiðst þótt fæstir væru að reyna að veiða hana,“ eins og Ragnar orðaði það. 65 laxar voru komnir á land úr Fnjóská í vikulokin og um 200 bleikjur sem eru allt að 5 pund. Páll í Veiðisport sagði menn hafa verið að draga nýrunna laxa úr ánni fram á þennan dag og því nokkur bjartsýni með framhaldið. Þegar hefur veiðst meira í ánni en allt síðasta sumar. Þá hefur Bianda verið að koma aftur til. Páll hafði ekki heildartölu á takteinum, en til marks um góð skot að undanförnu hefðu tvær stangir á miðvikudag veitt samtals 12 laxa á neðsta svæði árinnar. Smálax hefur verið áberandi í af- lanum síðustu tvær vikurnar. Kryddkofinn í nýtt húsnæði VERZLUNIN Kryddkofinn hef- ur flutt í nýtt húsnæði við Skeif- una 8. Kryddkofinn var áður til húsa við Hverfisgötu og var sér- hæfður í sölu austurlenzkra mat- væla og krydds. Gilbert Khoo, eigandi verzlunarinnar, segir að áfram verði kappkostað að veita góða þjónustu með fjölbreyttu úrvali austurlenzks krydds og matvæla. Nýja húsnæðið henti starfseminni vel og því verði hægt að bæta þjónustuna við við- skiptavini enn fremur en verið hefur. Á myndinni er Gilbert ásamt starfsstúlkunum Jónu Marvinsdóttur og Mörtu Sigur- jónsdóttur í hinni nýju verzlun. Morgunblaðið/Ásdís lensk. í erindi sem flutt var á lands- mótinu hvatti ræðumaðurinn, Berg- þór N. Bergþórsson, mótsgesti til að vera dyggir málsvarar orðs Guðs. Á landsmótinu voru átta nýir safnaðar- meðlimir skírðir niðurdýfingarskírn og á sunnudaginn var flutt biblíuleik- rit sem byggðist á atvikum úr lífí Doktor í ónæmisfræði • JÓNA Freysdóttir lauk í júní sl. doktorsprófi í ónæmisfræði frá Royal Postgraduate Medical School í London. Doktorsritgerð Jónu ber titilinn „Analysis of the two-way interacti- ons between deve- loping thymocytes and epithelial cells in human thymus“ og Ijallar um sam- skipti þekjufruma og óþroskaðra T eitilfruma í tímus (hóstakirtli). í rit- gerðinni er m.a. gerð grein fyrir ræktun þekju- fruma úr manna tímusum og þeim áhrifum sem boðefni og yfirborðssameindir T eitilfruma hafa á vöxt, þroska og viðhald þeirra. Einnig er fjallað um framleiðslu á nýjum einstofna mót- efnum sem greina sameindir sem eru tjáðar í manna tímusum. Leiðbeinandi Jónu var Mary A. Ritter, prófessor á ónæmisfræði- deild Royal Postgraduate Medical School við Hammersmith sjúkra- húsið í London. Rannsóknirnar voru styrktar af breskum yfirvöld- um (Overseas Research Scholar- ship), Weston sjóði Royal Postgraduate Medical School, Vís- indasjóði Atlantshafsbandalagsins, Ida MacLean, sjóði Alþjóðasam- taka háskólakvenna, Minningar- sjóði Theodors Johnsons, Minning- arsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigur- liða Kristinssonar, Minningarsjóði Bergþóru Magnúsdóttur og Jakobs Bjarnasonar og Menntabraut ís- landsbanka. Jóna hefur m.a. kynnt rann- sóknir sínar á þingi bresku ónæmisfræðisamtakanna, sem haldið var í Brighton í desember 1993, á þingi norrænu ónæmis- fræðisamtakanna í Reykjavík í ágúst 1994 og á þingi alþjóðasam- taka ónæmisfræðinga í San Franc- isco í júlí 1995. Hún stundar nú rannsóknir á ónæmisviðbrögðum í einstaklingum sem þjást af sjúk- dómum sem tengjast slímhúð í munnholi, við Sameinaða lækna- og tannlæknaháskólann við Guy’s sjúkrahúsið í London. Jóna er fædd 20. september 1959 í Reykjavík. Hún lauk stúd- entsprófi frá eðlisfræðibraut Menntaskólans við Sund árið 1979, B.Sc. prófi í meinatækni frá Tækniskóla íslands árið 1985 og 4. árs rannsóknaverkefni í ónæm- isfræði við líffræðiskor Háskóla Islands árið 1988. Jóna starfaði við rannsóknir á Rannsóknastofu í ónæmisfræði á Landspítalanum frá því hún lauk námi árið 1985 og þar til hún hóf doktorsnám árið 1992. Foreldrar hennar eru Soffía Jensdóttir, hjúkrunarfræðingur og Freyr Magnússon, verslunar- maður. Gídeóns dómara í fsrael. í lokaerindi mótsins sem Guðmundur H. Guð- mundsson flutti var mótsgestum til- kynnt að næsta einsdagsmót votta Jehóva yrði haldið í byrjun nóvem- ber. Landsmóti votta Jehóva lauk síðdegis á sunnudaginn með söng og lokabæn. Morgunblaðið/Árni Sæberg 450 manns á lands- móti votta Jehóva FRÁ landsmóti votta Jehóva í Kópavogi um síðustu helgi. Jóna Freysdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.