Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 33 FRETTIR 4 4 I 4 1 1 Jass á Sólon TRÍÓ Gunnlaugs Guðmundssonar leikur í kvöld, laugardagskvöld, á Café Sólon íslandus. Með honum leika þeir Ólafur Jónsson, saxafón- leikari og Eðvarð Lárusson, gítar- leikari. Tónleikarnir hefjast kl. 22.30. -----------? ? ?----------- Vitni óskast EKIÐ var á vínrauðan Opel Astra skutbíl, ZA-610, á bílastæði við Hamraborg 11 á bilinu 14.30-18 fimmtudaginn 15. ágúst. Vitni eru beðin að hafa samband við Lögregl- una í Kópavogi. ? ? ? ¦ JASSTÓNLEIKAR Jómfrúar- inar verða í dag laugardag milli kl. 16 ogl8. Tónlistarmenn dagsins eru þeir Óskar Guðjónsson tenórsax, Tómas R. Einarsson bassi, Matthí- as Hemstock trommur. Gestur þeirra er Kjartan Valdemrsson á harmoníku.Tónleikarnir fara að venju fram á Jómfrúartorginu bak við Smubrauðsveitingahúsið Jómfrúin. ¦ AFMÆLISGANGA verður í Grundarfirði á sunnudag í tilefni af því að 210 ár eru liðin frá því Grundarfjörður fékk kaupstaðarrétt- indi. Staðurinn missti síðar þessi réttindi er bæjarbúar ætla samt að gera sér dagamun í tilefni afmælis- ins. Lagt verður af stað kl. 13 frá skrifstofu Eyrarhrepps og gengið á Grundarkamb. Áætlað er að vera þar klukkan 13.30. Þar verður geng- ið um, rifjuð upp saga staðarins og leiðar ummerkja hins forna Grundar- fjarðarkaupstaðar. Síðan verður gengið eða ekið til baka í kofabyggð- ina í Kirkjufellsbæ þar sem verður lokahóf um kl. 15. AF LUSUM BLOM VIKUNNAR 339. þáttur I HLYJUNNI og veðurblíðunni undanfarið hefur allur gróður vaxið og dafnað einstaklega vel. Plöntur sem venjulega blómstra síðla sumars hafa aldeilis tekið forskot á sæluna og skörtuðu sínu fegursta snemma í júlí. Gróska plantnanna hefur þó í för með sér aðrar hliðar sem þykja miður skemmtileg- ar. Það er nefni- lega svo að blaðlýs una hag sínum sér- staklega vel þessa dagana. Þær hafa náð að fjölga sér frá því seint í apríl, engin síðbúin vor- frost hafa höggvið skörð í frændgarð þeirra og þær hafa náð ansi mikilli út- breiðslu. Blaðlýs fjölga sér með meyfæð- ingum, þ.e. mamman fæðir litlar lifandi lýs án þess að pabbinn komi þar nokkurs staðar nærri. Þegar mjög margar lýs búa orð- ið á sama blettinum kemur að því að sumar þeirra fá vængi og fljúga að heiman í leit að öðrum fábýlli plöntum. Þar setjast þær að, séu skilyrðin heppileg og taka til við að fjölga lúsakyninu. Uppáhaldsskilyrði lúsa eru mjúkir og safaríkir plöntustöngl- ar. Þá er helst að finna í ný- vexti plantna og í kringum blóm- knúppa. Þar raða lýsnar sér og stinga rana sínum inn í gegnum vefi plöntunnar, inn í æðarnar sem flytja gómsætan plöntusaf- ann til og frá í plöntunni. Blað- msjón Agústa Björnsdóttir lýsnar hreiðra einnig um sig á neðra borði blaða. Þær hreyfa sig ekki mikið úr stað á plönt- unni. Eitt einkenni þess að lýs hafa gert sig heimakomnar á uppáhaldsplöntunum manns eru litlar hvítar flyksur hér og þar á plöntunni. Þetta eru hamirnir af lúsunum en þegar þær stækka og þroskast skipta þær um ham. Annað einkenni er það að plantan virðist klístr- uð og litlar svartar flugur sækja í klístrið. Þetta klístur er ekkert annað en úrgangurinn úr lúsunum. Nú vill svo til að ekki eru allar plöntur lússæknar. Sumar eru þannig úr garði gerðar frá náttúrunnar hendi að blaðlýs hreinlega fúlsa við þeim. má þar nefna sumarblóm eins og tóbakshorn og pel- argóníur, það heyrir til undantekninga að finna óþrif á þessum plöntum. Aðrar plöntur eru hins vegar svo lússæknar að það mætti í raun kalla þær lúsablesa. í þeim hópi eru m.a. skrautplöntur eins og dahlíur, rósir og fúksíur og verð- ur maður að hafa stöðugt eftirlit með þeim allt sumarið til að lýsn- ar nái ekki yfirhöndinni. Síðan má einnig minnast á plöntur eins og stjúpur. í venjulegu ári er ekki mikið um það að lýs finnist á stjúpum. Hættan á lúsafaraldri á stjúpum eykst verulega ef þær standa á hlýjum og skjólgóðum stað og ef lús fer á annað borð á stjúpur verða þær oft mjög iila DAHLIA miramar - einn af lúsablesunum. úti, lýsnar hreinlega mergsjúga plönturnar. Nokkuð hefur borið á því að lús sé á stjúpum í sum- ar og verður fólk að vera á varð- bergi gagnvart því. Ymis ráð eru við þessum vá- gesti. Eitt af vistvænni ráðunum er að baða blöð Iúsugra plantna upp úr daufu grænsápuvatni (100 g í 10 1 af vatni), það drep- ur lýsnar. Sumir vilja skola lýsn- ar af með kröftugri vatnsbunu en það getur brotið stöngla við- kvæmra plantna auk þess sem árangurinn er takmarkaður. Ýmsar eiturtegundir eru til gegn lúsum og er ýmist hægt að kaupa efnin óblönduð og blanda þau sjálfur eða að hægt er að fá efn- in blönduð og tilbúin á úðabrús- um. Eiturefnin hafa yfirleitt svo- kallaða snertiverkan þannig að lyfið verður að koma við lúsina til að það virki. Það þýðir því ekkert að úða á plönturnar nema maður sjái að það sé á þeim lús. Slík eiturefni ber að umgangast með virðingu og nota skal viðeig- andi hlífðarbúnað þegar eitrað er. Auðvitað er öruggast að fá til sín faglærðan aðila til að ann- ast eitrun en ef um lítið magn af lúsum á fáum plöntum er að ræða þá er einfaldast að gera þetta sjálfur. Gu.He. Im^4k Bi^/A L-/v^J7L / vZ^l/ ^/V-J^/^A/X ATVINNAiBOÐI Reykjavík Leikskólakennarar Leikskólakennari eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun, óskast í leikskólann Vest- urrás í 50% starf. Vinnutími er frá kl. 12.30-16.30. Vesturás er heilsdagsskóli og þar starfa 22 börn. Líttu við eða hafðu samband í síma 568 8816 fyrir hádegi. Leikskólinn Vesturás, Kleppsvegi 62, 104 Reykjavík. TIL SOLU Einbýlishús Einbýlishús á eignarlóð á Seltjamarnesi til sölu. Ræktuð lóð, heitur pottur. Hitalögn í innkeyrslu. Hús, bílskúr og geymsla ca 165 fm. Upplýsingar í síma 562 9015. KENNSLA Eldsmíði Eldsmíðinámskeið fyrir byrjendur verður haldið dagana 19.-23. ágúst. Kennari: Thomas Nörgaard. Upplýsingar í síma 568 4654. RAÐAUGLYSINGAR Menntamálaráðuneytið Stöðupróf Stöðupróf í framhaldsskólum fara fram í Menntaskólanum við Hamrahlíð dagana 20.-23. ágúst næstkomandi sem hér segir: Enska og tölvuf ræði Norska, sænska, danska og þýska Stærðfræði Franska, ítalska og spænska þriðjudag 20. ágúst. miðvikud. 21.ágúst. fimmtud. 22. ágúst. föstud. 23. ágúst. Öll próf hefjast kl. 18.00. Stöðuprófin eru opin öllum framhaldsskóla- nemum sem orðið hafa sér úti um einhverja þekkingu umfram grunnskóla. Skráning ferfram á skrifstofu Menntaskólans við Hamrahlíð í síma 568 5140 kl. 9.00- 12.00 og 13.00-16.00 til og með 19. ágúst. Prófgjald er kr. 1.500 og greiðist á prófdegi. Menntamálaráðuneytið, 13. ágúst 1996. NAUÐUNGARSALA Uppboð Framhald uppboðs á eftirtaldri eign verður háð á henni sjálfri sem hér segir: Öldugata 8, Seyðisfirði, þingl. eig. L. Haraldsson hf., gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Seyðisfirði, 23. ágúst 1996, kl. 15.00. 16. ágúst 1996. Sýslumaðurinn, Seyðisfirði. SmOauglýsingor CEIAGSUF HJálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 I sambandi við Menningarnótt í Reykjavík verður útisamkoma á Lækjartorgi kl. 01.00 og á Ing- ólfstorgi kl. 02.00. Bæn og lofgjörð í Herkastalan- um kl. 02.30-04.00. Sunnudagur kl. 20.00 Hjálpræð- issamkoma. Allir velkomnir. <•* Hallveigarstíg 1 • sími 561 4330 Dagsferð18. ágúst kl. 9.00 Fjallasyrpan, 7. ferð, Högnhöfði. (1.030 m.y.s). Ekið upp úr Laugardal hjá Miðdal og upp á Miðdalsfjall. Gengið á fjall- ið og síðan niður í Brúnarskörð. Verð kr. 2.200/2.400. Ath.: Nytjaferð er frestað um eina viku, 5. ferð, sveppir. Netfang: http://www.centrum.is/utivist FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Dagsferðir Laugardaginn 17. ágúst Kl. 09.00 Stóra-Björnsfell sunn- an Þörisjökuls. Góð fjallganga. Verð 2.300 kr. Sunnudaginn 18. ágúst Kl. 08.00 Þórsmörk -Langidal- ur. Verð 2.700 kr. Stansað 3-4 tima í Mörkinni. Kl. 08.00 Hveravellir, dagsferð. Verð 2.700 kr. M.a. stansað í Hvítárnesi. Kl. 13.00 Jórutindur-Jórugil. Skemmtileg ganga um fjölbreytt svæði norðan Hengils. Verð 1.200 kr., frítt fyrir börn með fullorðnum. Brottför frá BSl, austanmegin, og Mörkinni 6. Ferðafélag fslands. KENNSLA HJONABANDS- SKÓLINN Sími: 562-9911 Blað allra landsmanna! kj.inii málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.