Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR A MORGUN Guðspjall dagsins: Farísei og tollheimtumaður. (Lúk. 18.) ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks kirkjunnar er minnt á guðsþjónustu í Laugarneskirkju. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthías- son. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. María Ágústsdótt- ir. Organisti Marteinn H. Friðriks- son. VIÐEYJARKIRKJA: Messa kl. 14. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Organisti Marteinn H. Friðriks- son. Bátsferð úr Sundahöfn kl. 13.30. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 14. Prestur sr. Fjalar Sigur- jónsson. Organisti Kjartan Ólafs- son. Félag fyrrverandi sóknar- presta. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnarson. Yip's barnakórinn frá Hong Kong og bamakór Grensáskirkju syngja við messuna. Stjómandi Margrét Pálmadóttir. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Orgeltónleikar kl. 20.30. Gunnar Idenstam konsertorgelleikari frá Svíþjóð. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Forsöngvari Soffía Guðmunds- dóttir. Organisti Guðmundur Ómar Ólafsson. Helga Soffía Konráðsdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Engin guðs- þjónusta vegna sumarleyfa starfsfólks. Minnt á þjónustu í Bústaðakirkju. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Félagar úr Kór Laugarnes- kirkju syngja. Organisti Gunnar Gunnarsson. Guðsþjónusta kl. 14 í Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Fermd verður Rakel Hlín Bergsdóttir, Skildinganesi 54, Reykjavík. Prestur sr. Halldór Reynisson. Orgel- og kórstjóm Sighvatur Jónasson. Reynisson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Hildur Sigurðardóttir. Organisti Kristín Jónsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigurjón Árni Ey- jólfsson annast guðsþjónustuna. Organleikari Sigrún Steingríms- dóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. . ^ i" 8I!MjjW! dgerob^œramio, n_ - Jw í ,.-aí« » 1 71 L'ectB: llQQl t ¦ - ?' |Ai=«*?' „E i» -]-| Stórhofða 17 vi.1 Gulllnbrú, sími 567 4844 Óskalisti brúðhjónanna GjafaþjÖnustafyrir brúðkaupið SILFURBUÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - l'arfwöu gjlifma ¦ Altarisganga. Organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Sóknar- prestur. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Helgistund í umsjá Ragnars Schram kl. 20.30. Organisti Ulrich Ólafsson. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Bjarni Þór Jónatansson. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Ath. breyttan tíma. Kór kirkjunnar syngur. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Helgistund kl. 11 íumsjón sr. Þorbergs Krist- jánssonar. Organisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Guðsþjónustur falla niður í ágústmánuði vegna sumarleyfa starfsfólks kirkjunnar. Sóknarprestur. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Sunnudagur 18. ágúst: (Himnaför heilagrar Maríu meyjar). Kl. 10.30 hámessa, kl. 14 messa, kl. 20 messa á ensku. Mánudaga til föstudaga: messur kl. 8 og kl. 18. Laugardaga: messa kl. 8, messa á þýsku kl. 18 og messa á ensku kl. 20. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. HJÁLPRÆÐISHERINN: I sam- bandi við Menningarnótt í Reykja- vík verður útisamkoma á Lækjar- torgi kl. 1 og á Ingólfstorgi kl. 2. Bæn og lofgjörð í Herkastalanum kl. 2.30-4. Hjálpræðissamkoma kl. 20 sunudag. Elsabet Daníels- dóttir talar. MESSÍAS-FRÍKIRKJA: Rauðarár- stíg 26, Reykjavík. Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altarisganga öll sunnu- dagskvöld. Prestur sr. Guðmund- ur Örn Ragnarsson. ORÐ LÍFSINS: Grensásvegi 8. Almenn samkoma kl. 11. Ræðu- maður Ásmundur Magnússon. Fyrirbænaþjónusta/bænaklútar. Allir hjartanlega velkomnir. VÍDALÍNSKIRJA: Guðsþjónusta kl. 11 sem leikmenn annast að öllu leyti. Hugvekja: Laufey Jó- hannsdóttir. Einsöngur: Helga Rós Indriðadóttir. Organisti: Gunnsteinn Ólafsson. Bragi Frið- riksson. BESSASTAÐAKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 14. Bragi Friðriksson. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sigurður Helgi Guð- mundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sum- arferð til Þingvalla. Brottför með rútu kl. 15 frá safnaðarheimilinu. Guðsþjónusta í Þingvallakirkju kl. 17. Fólk taki með sér nesti. Þór- hallur Heimisson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavfk: Messa kl. 14. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 10.30. Sóknarprestur. STRANDAKIRKJA: Kvöldbænir á þýsku í kirkjunni sunnudags kl. 17. Kristján Valur Ingólfsson. SKÁLHOLTSPRESTAKALL: Messa í Bræðratungukirkju sunnudag kl. 14. Messa í Skál- holtsdómkirkju kl. 17. Kammer- kór Garðakirkju syngur við mess- una. Sóknarprestur. ÓLAFSVALLAKIRKJA á Skeið- um: Guðsþjónusta sunnudag kl. 21. Sóknarprestur. EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11 í umsjá Kristínar Pálsdóttur. Kyrrðarstund mánudag kl. 18. Sóknarprestur. IDAG Ferming í Neskirkju FERMING verður í Nes- kirkju sunnudag kl. 11. Prestur sr. Halldór Reynis- son. Fermd verður: Rakel Hlín Bergsdóttir, Skildinganesi 54, Reykjavík. VELVAKANDI Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Þakkar góða grein GUÐNÝ BERGSDÓTTIR hringdi til að lýsa ánægju sinni með grein sem birtist í Morgunblaðinu nýlega eft- ir Árna Björnsson. Hún sagðist ekki búast við því að stjórnmálamenn væru svo klárir í kollinum að þeir skildu háðið í greininni, en skemmtilegra og hnitmið- aðra háð sagðist hún ekki hafa lesið í háa herrans tíð. Gamla fólkið er ekki dug- legt við að skrifa í blöð og kvaita um sinn hag. Því vill Guðný sjá í blöðum meiri skrif ritfærra ráða- manna og blaðamanna um kjör þessa fólks, því verið er að rýra kjör þess á allan hátt. „Það væri kannski til að vekja þessa sofandi sauði í ríkisstjórn íslands. Líklega er þetta þó hugsunarleysi, fremur en hreinræktuð mannvonska." Steinkudys? ÓLÖF hringdi til að vekja athygli á því að nú standa yfir breytingar og breikkun á Eiríksgötunni við Hnit- björg þar sem er svokölluð „Steinkudys". Hún sagðist halda að þar hafí verið graf- in utangarðsmanneskja og hafi verið til siðs að henda stein í dysina þegar fólk gekk fram á hana. Ekki sagðist Ólöf hafa orðið vör við að fólk hreyfði mótmæl- um við þessari breikkun á götunni sem gerir það að verkum að dysin hverfur, en það finnst henni óhugs- andi og spyr hvort borgar- minjavörður hafí ekki með þetta mál að gera. Og jafn- framt ef einhver veit meira um þessa dys væri gaman að fá að heyra um það. Þakklæti til áhafnar FÍ-453 VESTVAR Lúðvíksson hringdi og bað Velvakanda að koma eftirfarandi á framfæri fyrir systur sína Birgit Dam: „Innilegt þakklæti til áhafnar FÍ-453 frá London til Keflavíkur þann 1. ágúst sl. Nöfn í áhöfninni eru eftirtalin: Hilmar Berg- steinsson, flugstjóri, Þráinn Hafsteinsson, aðstoðarflug- maður, Margrét Bjarg- mundsdóttir, flugfreyja, Steinunn Hreinsdóttir, flugfreyja, Helga S. Knuds- en, flugfreyja, Auður Daní- elsdóttir, flugfreyja og Guð- laug Harpa Gunnarsdóttir, flugfreyja. Málavextir voru þeir að Birgit var að jafna sig eftir læknismeðferð og eftir að hafa legið við yfirliði inni í flugstöðvarbyggingunni bað hún flugvallarstarfs- menn um að að fá hjólastól til að komast um borð. Ein- hverra hluta vegna dróst það að hjólastóllinn kom og þ.a.l. komst hún ekki um borð í tæka tíð fyrir áætl- aða brottför og því beið vélin eftir henni í u.þ.b. hálftíma. Kann Birgit áhöfn sinni bestu þakkir fyrir. Við lendingu í Keflavík var Birgit keyrð í hjólastól frá borði og það var ein flugfreyjan úr áhöfninni sem aðstoðaði hana við að nálgast farangurinn og tal- aði einnig við rútubílstjór- ann til að biðja hann um að líta til með heni. Birgit á við alvarlegan sjúkdóm að stríða frá 28 ára aldri og hún segir að íslendingar geti verið stoltir af að eiga félag eins og Flugleiðir. Hún færir áhöfninni enn og aftur þakkir fyrir góða og alúðlega þjónustu. Tapað/fundið Myndavél tapaðist SAMSUNG ECX-1 mynda- vél í grænu hulstri tapaðist í Vestmannaeyjum aðfara- nótt 21. júlí sl. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 552-3736 og er fund- arlaunum heitið. Myndavél tapaðist LITIL Olympus myndavél tapaðist líklega í Daníels- lundi í Borgarfirði, eða á viðkomustöðum norður í land föstudaginn 9. ágúst sl. Skilvís finnandi vinsam- lega hringi í síma 561-3316. Myndavél tapaðist NIKON myndavél tapaðist á Búðum, Snæfellsnesi, um verslunarmannahelgina. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í Hönnu í síma 552-1263 á kvöldin. Gæludyr Einar Áskell er týndur EINAR Áskell sem er lítill tíu mánaða grábröndóttur, lífsglaður köttur, hvarf frá heimili sínu á Túngötu 36, Reykjavík, sl. þriðjudag. Þeir sem telja sig geta gef- ið upplýsingar um afdrif hans eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 562-5092 eða 552-3990. Kettling vantar heimili TÆPLEGA tveggja mán- aða gamall kettlingur sem er grár að lit með gulum flekkjum, þarf að eignast gott heimili. Áhugasamir dýravinir eru beðnir að hringja í síma 581-3242. SKAK Umsjðn Margeir Pétursson Svartur leikur og á að halda jafntefli STAÐAN kom upp á nor- ræna bikarmótinu í Gausdal í Noregi, sem lauk á sunnu- daginn. Stórmeistarinn Igor Rausis (2.495) frá Lettlandi var með hvítt, en Svíinn Ti- ger Hillarp—Persson (2.400) hafði svart og átti leik. 43. - Rgh3+! 44. gxh3?? (Hvítur leikur sig beinustu leið í mát. Nauðsynlegt var 44. Kfl - Rxf2! 45. c7 - Dxh2 46. c8=D - Dxg2+ 47. Kel - R2d3+ 48. Bxd3 - Rxd3+ 49. Kdl - Rb2+ og niðurstaðan verður jafn- tefli með þráskák) 44. - Dxh3 45. Dh5+ (Alger ör- vænting) 45. — Rxh5 46. Rf5 og hvítur gafst upp án þess að bíða eftir svari and- stæðingsins. Því verður varla á móti mælt að Svíinn Tiger Hillarp Persson er með farsælli skákmönnum. Auk þessa sigurs vann hann tapaða skák gegn tékkneska stór- meistaranum Jansa vegna ótrúlegs afleiks Tékkans. Hann hefur ölium á óvart tekið forystuna í norrænu VISA bikarkeppninni, en staða efstu mann þar er þessi: 1. Hillarp Persson 43 stig, 2. Margeir Pétursson 42,5 3. Curt Hansen, Dan- mörku 37,5 4. Simen Agde- stein, Noregi 35,5 5. Jóhann Hjartarson 34,17, 6. Tisdall, Noregi 29 7. Jonny Hector, Svíþjóð 24,17, 8. Djurhuus, Noregi 24, 9. Gausel, Noregi 23,67, 10-11. Helgi, Áss Grétarsson og Helgi Ólafs- son 22, 12. Hannes Hlífar Stefánsson 21,5 13 Þröstur Þórhallsson 19, o.s.frv. Ást er. að senda réttu boðmerkin. TM flog. U.S Pst. Off — all rtghts reservefl (c) 1996 Los Angetes Timee Syndeate Víkverji skrifar... MENN geta ráðið því sjálfir hvað þeir kalla sig í síma- skránni, Póstur og sími gerir ekki athugasemdir við það starfsheiti, sem menn kjósa að láta setja við nafnið sitt. Þannig eru ýmsir aldn- ir heiðursmenn enn skreyttir ráð- herra- og bankastjóratitlum, þótt þeir hafi látið af störfum fyrir löngu og Víkverja skilst að maður nokkur úti á landi sé skráður í símaskrána sem byltingarmaður. XXX RÍKI geta greinilega ráðið því líka hvað þau kalla sig í síma- skránni. Þannig er sendiráð Rúss- lands í Reykjavík ennþá skráð sem sendiráð Sovétríkjanna, „Soviet embassy" upp á ensku. Víkverji hefði satt að segja haldið að núver- andi stjórnvöldum í Rússlandi ætti að vera það mikið í mun að segja skilið við kommúníska fortíð lands- ins að þau gætu haft fyrir því að láta breyta skráningu sendiráða sinna í símaskrám erlendis. K ANNSKI er fjárskorti um að kenna; það kostar víst nokk- ur hundruð krónur að láta breyta skráningu í símaskrá. Rússar eru duglegir að spara, það mega þeir eiga, enda er efnahagsástandið bágt. Fyrir rúmu ári sótti Víkverji um vegabréfsáritun til Rússlands og fyllti út sama eyðublaðið og hann fékk nokkrum árum áður, er hann var á leið til Sovétríkjanna þáverandi, með öllum sömu spurn- ingunum („hefur yður verið vísað frá Sovétríkjunum?"). Enn hafa ekki verið prentuð ný eyðublöð, þótt ríki sovétanna séu úr sög- unni. Þannig lifa Sovétríkin áfram í símaskrám og á opinberum eyðu- blöðum. REIÐHJÓLAEIGN virðist fær- ast í vöxt hér á landi, ekki sízt með tilkomu fjallahjólanna, sem henta íslenzkum aðstæðum prýðilega. Margir hafa líka komizt að þeirri niðurstöðu að það sé heilsubót að hjóla, auk þess sem reiðhjól er ágætt samgöngutæki. Reiðhjólin munu þó sennilega aldr- ei eignast sama sess á íslandi og t.d. í Danmörku eða Hollandi, bæði vegna landslagsins og veðurfarsins. Af þessum sökum hefur sveitar- stjórnum yfirleitt ekki þótt taka því að leggja fé í sérstaka hjólreiða- stíga og þess í stað er heimilt að hjóla bæði á götum og gangstéttum á íslandi. xxx HVORT sem hjólað er á götu eða gangstétt, mætir hjól- reiðamanninum hins vegar sama tillitsleysið. Margir ökumenn virð- ast hreinlega ekki reikna með hjól- reiðamönnum í umferðinni og sjá þá þess vegna ekki, þótt þeir horfi í áttina til þeirra. Bremsurnar á hjóli Víkverja hafa oftar en ekki bjargað lífi hans þegar bílstjórar í órétti aka í veg fyrir hann með sauðarsvip. Víkverja hefur dottið sama dýrategund í hug þegar hann hjólar á gangstéttunum og mætir pörum eða hópum fólks, sem horfa á hann sljóum augum og dettur ekki í hug að víkja til hliðar, held- ur virðist einna helzt gera ráð fyr- ir að við þessar kringumstæður eigi hjólreiðamenn bara að demba sér út á götuna og verða fyrir bíl, fremur en að ónáða gangandi veg- farendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.