Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 44
^ >* EINAR |. SKÚLASONHF WÍlKl ttgttiiÞIftfrito MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / SIMI S69 1100, SIMBREF569 1181, AKVREYRl: KAUPVANGSSTRÆTl 1 LAUGARDAGUR 17. AGUST 1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Dregur fjöl- skylduna ískokkið „ÞAÐ geta allir tekið þátt og það skiptir engu máli í hvernig formi þátttakendur eru, heldur að vera með," segir Ingibjörg Tómas- dóttir, en hún ætlar að taka þátt í skemmtiskokkinu í Reykjavík- urmaraþoni á morgun með manni sínum Þórarni Kjartans- syni og tveimur börnum, ÓIoTu Katrínu, níu ára og Tómasi Ar- oni, tíu mánaða. Ingibjörg segir að þetta sé í fyrsta skipti sem hún taki þátt í Reykjavíkurmaraþoninu en vin- kona hennar hafi dregið hana í kvennahlaupið í júní ogþannig hafi áhuginn vaknað. Nú dragi hún alla fjölskylduna í skokk. Systkini Ingibjargar eru einn- ig hlaupaglöð og ætlar systir Ingibjargar, Arndís Tómasdóttir í skemmtískokkið með dóttur sinni, Krístínu Lenu Þorvalds- dóttur. Hálfbræður systranna ætla í tíu kílómetra hlaupið. „Það er mjög gott að geta tek- ið þátt þó að maður sé með lítið barn í kerru. Tómas Aron var aðeins 8 mánaða í kvennahlaup- mu og ég hljóp með hann í vagni. Fyrir frammistöðuna fékk hann einnig verðlaunapening. Ég mun fara eins að nú." Morgunblaðið/Árni Sæberg ÁHUGASÖM um skokkið: Davíð Ingi, 13 ára, Ólöf Katrín 9 ára, Aðalsteinn Ingi, 22 ára, Guðmundur Ingi, 13 ára, Ingibjörg Tóm- asdóttir, 35 ára, Kristín Lena, 13 ára, Þórarinn Kjartansson, 40 ára, Tómas Aron, 10 mánaða og Arndís Tómasdóttir, 33 ára. Starf shópur um samhæfingu sjúkrahúsa Fær 2 vikur til að skila sparn- aðartillögum HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ, fjármálaráðuneytið og borgarstjór- inn í Reykjavík hafa skipað starfs- hóp um samhæfingu og verkaskipt- ingu milli Sjúkrahúss Reykjavíkur og Ríkisspítalanna. Starfshópinn skipa Kristján Er- lendsson, skrifstofustjóri í heil- brigðisráðuneytinu, Magnús Pét- ursson, lögfræðingur í fjármála- ráðuneyti og Hjörleifur Kvaran, borgarlögmaður. Ingibjörg Pálma- dóttir heilbrigðisráðherra segir að bráðavandi Sjúkrahúss Reykjavíkur hljóði upp á um 250 milljónir króna, og því sé mikilvægt að starfshópur- inn skili af sér sem fyrst, svo ekki komi til uppsagna starfsfólks. „Þær tillögur sem fram eru komnar gera ráð fyrir að hægt sé að ná fram varanlegum sparnaði með aukinni samhæfingu sjúkra- húsanna", segir Ingibjörg Pálma- dóttir. „Starfshópurinn hefur í mesta lagi hálfan mánuð til að ljúka tillög- um sínum um hvernig megi hrinda þessum sparnaðaraðgerðum í fram- kvæmd, en stefnt er að því að hag- ræðingin bitni sem minnst á sjúkl- ingum. Menn eru sammála um þann vanda sem sjúkrahúsið á við að etja, og um leið og tekist er á við bráðavandann verður athugað hvernig koma megi við varanlegum sparnaði í rekstri sjúkrahússins í framtíðinni." Áhrif á bæði sjúkrahúsin Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri í Reykjavik, segir að samstarfsnefndin eigi fyrst og fremst að skoða hvort unnt sé að auka samhæfingu og verkaskipt- ingu milli sjúkrahúsanna nú þegar í sparnaðarskyni. „Samstarfshópurinn á að fara yfír fram komnar tillögur og meta hvort einhverjar þeirra eru raun- hæfar og framkvæmanlegar, og hvort þær geta skilað einhverjum sparnaði", sagði Ingibjörg Sólrún. Almannavarnaæfing Friðarsamstarfs Atlantshafsbandalagsins Fyrsta marghliða æfingin með þátttöku Rússa RÚSSNESK stjórnvöld hafa, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins, tilkynnt Atlantshafsbandalaginu (NÁTO) og íslenzkum stjórnvöldum að Rússland muni taka þátt í al- mannavarnaæfingu á vegum Frið- arsamstarfs NATO, sem haldin verður hér á landi næsta sumar. Aðild að Friðarsamstarfinu eiga NATO-ríkin sextán og 27 sam- starfsríki þeirra í Evrópu. Rússland hóf ekki þátttöku í samstarfinu fyrr en á síðasta ári. Æfingin á íslandi næsta sumar, þar sem æfð verða viðbrögð við öflugum jarðskjálfta, verður því fyrsta marghliða æfing ríkja Friðarsamstarfsins sem Rúss- land tekur þátt í, en rússneskir hermenn hafa tekið þátt í nokkrum tvíhliða æfingum með Bandaríkjun- um. Lögð hefur verið áherzla á það af hálfu NATO að tryggja þátttöku Rússa í æfingum, þar sem fleiri ríki eiga hlut að máli. Ólíklegt að hermenn verði sendir Enn er ekki frágengið hvaða form verður á þátttöku Rússa í æfíngunni. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins telja rússneskir embættismenn ólíklegt að hermenn verði sendir til íslands. Rætt hefur verið um að sent verði lið frá tveim- ur stofnunum, sem heyra undir Emerkom, ráðuneyti almanna- varna, neyðaraðstoðar og náttúru- hamfara í Rússlandi. Þá hefur sá möguleiki verið nefndur að Rússar leggi til flutningaflugvél. Ríkin, sem hyggjast taka þátt í æfingunni næsta sumar, eru nú orðin fimmtán, auk íslands. Þar af eru þrjú NATO-ríki, Bandaríkin, Kanada og Danmörk, og tólf sam- starfsríki Atlantshafsbandalagsins. Búast má við að yfir 2.000 erlendir hermenn taki þátt í æfingunni. Óöryggið afleitt SEXTUG kona á Þórshöfn, Guðný María Jóhannsdóttir, slasaðist illa á fæti er hún lenti með fótinn í garðsláttuvél sl. mið- vikudagskvöld. Guðný María missti strax eina tá af hægri fæti og óvíst er með tvær aðrar tær. Guðný María segir afleitt að búa við það óöryggi sem hefur skapast víða á landsbyggðinni eftir uppsagnir heilsu- gæslulækna. Hún sagði að yfirvöld ættu skilyrðislaust að grípa inní deiluna. „Yf- irvöld hafa ekki verið í vandræðum með að blanda sér í deilur sjómanna og ann- arra stétta." Guðný María segir læknislaust á Rauf- arhöfn, Kópaskeri og Vopnafirði. „Mér skilst að nú sé kominn læknir til Þórs- hafnar en það virðist alltaf þurfa eitthvað til, eins og þetta slys í mínu tilviki, svo eitthvað sé gert." Kallað eftir sjúkraflugvél Enginn heilsugæslulæknir var til stað- ar á Þórshöfn er slysið varð en hjúkrun- arfræðingur og önnur kona komu Guðnýju Maríu til hjálpar og kölluðu eft- ir sjúkraflugvél. Hún var nokkuð illa haldin enda blæddi mikið úr sárinu. Guðný María var flutt á slysadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri og var komin þangað um tveimur klukkustund- um eftir slysið. Hún fór beint í aðgerð sem lauk rúmum þremur tímum síðar. ¦ Sáttatilraunir/2 ¦ Fólk bíður/5 Morgunblaðið/Kristján GUÐNÝ María Jóhannsdóttir í sjúkra- rúmi á bæklunardeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Endurheimt vot- lendis á ríkisjörðum Fyllt upp í skurði í Hestmýri ÁKVEÐIÐ hefur verið að fylla upp í skurði í Hestmýri í Borgarfirði í sum- ar. Er framkvæmdin liður í áætlun um endurheimt votlendis á ríkisjörð- um. Af þessu tilefni hafa verið gerðar ýmsar rannsóknar í Hestmýri í sumar. Að ósk Fuglaverndarfélagsins fór landbúnaðarráðuneytið að huga að því í fyrravetur hvort mögulegt væri að breyta framræstu landi á ríkis- jörðum aftur í votlendi. Níels Árni Lund, deildarstjóri í landbúnað- arráðuneytinu og formaður starfs- hópsins, segir að safnað hafi verið upplýsingum um mýrar um allt land. Þegar hafí verið ákveðið að loka skurðum í Hestmýri í Borgarfirði í haust og fleiri svæði séu í athugun. Svæðin séu ýmist í eigu ríkisins og einkaaðila. Góður rannsóknargrundvöllur Hestmýri er á mörkum jarðanna Hests og Mávahlíðar sem báðar eru í eigu Rannsóknastofnunar landbún- aðarins en hún rekur tilraunabú í sauðfjárrækt á Hesti. Mýrin er um 20 hektarar. 1975 hóf stofnunin rannsóknir á mýrinni og breytingum sem verða í kjölfar framræslu. Gerð- ar voru forrannsóknir áður en að framræslu kom 1977 og síðan fylgst með breytingum fyrstu árin á eftir. Borgþór Magnússon, gróðurvist- fræðingur hjá RALA, segir að vegna þeirra rannsókna sem fram fóru sé gott að athuga áhrif þess á vistkerfi mýrarinnar þegar skurðum er aftur lokað. Slíkar rannsóknir séu mikil- vægar vegna áforma um endurheimt votlendis víðar um land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.