Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.08.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA mgmiMbifeifr 1996 KNATTSPYRNA Meistar- arnir aftur á toppinn ÞAÐ var í mörg horn að líta hjá Skagamanninum Ólafi Þórðar- synl og Kristjáni Haildórssynl úr Val, sem hér berjast um knöttinn, á Valsvelll í gær- kvöldi. Olafur og félagar höfðu betur 3:1 og eru komnlr á kunnulegar slóðlr á toppl delld- arinnar, tveimur stigum á und- an KR-lngum sem leika í dag gegn Brelðabliki á Kópavogs- velli klukkan 14. Tvelr aðrlr ieikir voru í 13. umferð 1. deild- ar í gærkvöldl og urðu óvænt úrslit í Ólafsf irði er heimamenn tóku á mótl Keflvíkingum og urðu að játa slg slgraða 2:1, þar sem gestlrnir skoruðu bæði mörk sín á fyrstu sautján mínútum leikslns. í þrlðja leik umferðarinnar voru það Eyja- menn sem lögðu Fylkl að velli í Árbæ með þremur mörkum gegn tveimur og náðu lelkmenn IBV þar með að mjaka sér af mesta hættusvæðinu í biii. LAUGARDAGUR 17. AGUST BLAÐ c Heimsbikarmót haldið í Jósepsdal FYRSTA heimsbikarmótið í torfæru fer fram í Jósepsdal kl. 13 í dag. Meðal keppenda eru öku- menn frá Svíþjóð og Noregi, en 23 keppendur taka þátt í mótinu. Meðal keppnda verður fyrsta amman í íslenskri torfæru, Sæunn Lúðvíksdóttir frá Sel- fossi. Hún er með rásnúmer eitt og á eftir henni aka 14 karlkyns keppendur. „íslensku ökumennirnir eru geysilega góðir og reyndir í keppni, þannig að þeir verða erfiðir. Ég er búinn að aka lengi í flokki götujeppa en eitt ár á 500 hestafla sérsmíðaðri grind. Ég er spenntur að takast á við íslenskar brekkur og börð, en við keppum venjulega í sandi," sagði Svíinn Jimmy Brett í samtali við Morgunblaðið. Hann hefur unn- ið silfuryerðlaun í keppni í heimalandi sínu, en Svavar Óskar Bjarnason keppir einnig undir sænsk- um fána og hefur unnið gull í ýmsum akstursíþrótt- um í Svíþjóð. Hann ekur 700 hestafla tryllitæki. Leikirnlr / C2 Morgunblaðið/Golli ÓLYMPIUHREYFINGIN Framkvæmdastjóri Ólympíusamhjálparinnar varð fyrir vonbrigðum Krrefst endurgreiðslu á styrk vegna Mörthu Framkvæmdastjóri Ólympíu- samhjálparinnar er ósáttur yið vinnubrögð Ólympíunefndar íslands (Ól) í tengslum við leikana í Atlanta og hefur, skv. heimildum Morgunblaðsins, krafið Óí um endurgreiðslu styrks frá janúar og fram í júní upp á tæplega 880 þúsund krónur, vegna Mörthu Emstsdóttur vegna þess að hún keppti ekki í Atlanta. Olympíusamhjálpin er stofnun innan Alþjóðaólympíunefndarinnar sem styrkir ýmsa íþróttamenn frá smáríkjum til æfinga. Fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar, Spánverjinn Anselmo Lopez, hefur lýst furðu sinni á því í bréfum til OÍ, skv. heimildum blaðsins, að Pétur Guðmundsson, Sigurður Ein- arsson og Martha hafi ekki verið * meðal keppenda í Atlanta þar sem þau hafi öll náð lágmörkum alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Lopez segist tilneyddur að krefj'a Óí um endurgreiðslu áður- nefndar upphæðar, því styrkveit- ing til Mörthu hafi verið endurnýj- uð í janúar á þessu ári vegna þess að talið væri öruggt að Martha yrði með á Ólympíuleikunum, enda hefði hún þá þegar náð alþjóðlega lágmarkinu. Framkvæmdastjórinn telur sig hafa verið blekktan þar sem aldrei hafi verið ýjað að því við hann að Pétur og Sigurður yrðu hugs- anlega ekki á meðal keppenda í Atlanta. Lopez segir hlutverk sitt að meta hvort peningum Sam- hjálparinar sé vel varið og í til- felli Péturs og Sigurðar telji hann svo ekki hafa verið. Ólympíu- nefndir viðkomandi landa eigi ætíð síðasta orðið þegar valdir eru keppendur á Ólympíuleika, en þrátt fyrir að Samhjálpin komi ekki nálægt þeirri ákvörðun lýsir hann miklum vonbrigðum með niðurstöðuna hvað varðar kastar- ana. Samhjálpin hafi greitt ríflega 90.000 dollara - rúmlega 6 millj- ónir króna - vegna þjálfunar Sig- urðar og Péturs, og honum finnist að Ólympíunefnd Islands ætti að hugleiða möguleika á að bæta Samhjálpinni fyrir þann tíma, þá fyrirhöfn og peninga sem hún hefur lagt fram vegna æfinga- áætlunar þeirra. Mjög hörð barátta ÞRJÁR sveitir hafa tekið afgerandi forystu, bæði í karla- og kvenna- flokki, eftir fyrsta dag Sveitakeppni GSÍ, með því að sigra í báðum leikj- um sínum. Keppnin hófst í gær á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði með tveimur umferðum í 1. deild karla ogkvenna. í karlaflokki skipa heimamenn úr A-sveit Keilis efsta sætið ásamt Leynismönnum frá Akranesi og A-sveit GS. Hjá konunum eru Suð- urnesjakonur og A-sveitir Keilis og Golfklúbbs Reykjavíkur í sérflokki. I dag dregur væntanlega í sund- ur með efstu sveitunum í karla- flokki, því A-sveit Suðurnesja- manna leikur gegn Leyni og heima- mönnunum úr Keili. Akurnesingar leika að auki gegn B-sveit GR í síðari umferð dagsins, en Keilir mun etja kappi við A-sveit Golfklúbbs Akureyrar í fyrri umferðinni. Örn Arnarson lék með sveit Leynis í gær, en vangaveltur voru uppi um það hvort hann væri lögleg- ur til þátttöku vegna mistaka sem áttu sér stað í vor. Þau voru þess eðlis að hann var skráður af mis- gáningi í Golfklúbb Akureyrar, sem hann lék í áður fyrr. Örn hafði aft- ur á móti gengið til liðs við Akurnes- inga áður en umrædd mistök voru gerð og voru færðar fram sannanir fyrir því í gær. Toppslagur fer fram í fyrri um- ferðinni í kvennaflokki í dag, en þá leikur A-sveit GR gegn sveit GS. Á sama tíma leikur A-sveit Keilis við Akureyringa, en etur kappi við Suðurnesjakonurnar í seinni umferðinni, en þá leikur A- sveit GR gegn B-sveit Keilis. KNATTSPYRNA: BAYERIM BYRJAÐIMEÐ SIGRI í ÞÝSKALANDI / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.