Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.08.1996, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Lýst eftir ______________ heilbrigðisráðherra 'H|i(| En Ingibjörg Pálmadóttir er stikkfrí. Hún getur látið loka deild- um í meira mæli en dæmi eru um, svelt sjúkrahúsin og þrengt að hag geðsjúkra og aldraðra - og látið einsog þetta komi henni ekk- ert við. Þessvegna ber allt að sama brunni: Það er enginn heil brigðisráðherra á íslandi. ERT þú kannski eitthvað með puttana í þessu góði . . . Morgunblaðið/Júlíus SAMBAND íslenskra tryggingafélaga afhenti Slökkviliði Reykjavíkur búnað til verðmætaverndar sl. föstudag. Slökkvilið Reykjavíkur Fær búnað til að takmarka tjón Þrír sóttu um stöðu yf- irlögreglu- þjóns ÞRÍR hafa sótt um lausa stöðu yfir- Iögregluþjóns við sýslumannsemb- ættið á Húsavík. Þeir eru Jónas M. Wilhelmsson, lögreglufulltrúi á Eski- firði, Sigurður Brynjóifsson, varð- stjóri á Húsavík, og Ragnar Þór Árnason, aðstoðarvarðstjóri í Reykjavík. Umsóknarfrestur rann út 14. ág- úst. Dómsmálaráðuneytið skipar í stöðuna. Fráfarandi yfirlögreglu- þjónn á Húsavík, Þröstur Brynjóifs- son, tekur við stöðu yfirlögregluþjóns á Selfossi 1. september nk. -----♦♦-------- Flugleiðir veita eldra fólki afslátt FLUGLEIÐIR bjóða eldri borgurum sérstakan aldurstengdan afslátt af fargjöldum á öllum áætlunarleiðum til Evrópu og Ameríku í vetur. Þeir sem eru orðnir 67 ára og eldri fá afslátt af fargjöldum sem svarar til aldurs hvers og eins. 67 ára mað- ur fær þannig 67% afslátt og 90 ára maður 90% afslátt. Fargjöldin gilda fyrir ferðir á tímabilinu 1. október 1996 til 31. maí 1997. í frétt frá Flugleiðum segir að félagið hafi áður sett svipuð fargjöld á markað og elsti farþeginn sem þá nýtti sér tilboðið hafi verið 96 ára og flogið til Evrópu á 4% fargjaldi. ----------♦ ♦■ ♦---- Ekiðá gangandi veg- faranda EKIÐ var á ellefu ára stúlku á ísafirði um áttaleytið í gærkvöldi. Óhappið varð á mótum Túngötu og Hallabrekku, en að sögn lögreglu er ekki fullljóst hvernig það bar að. Meiðsl stúlkunnar voru talin minni háttar. SAMBAND íslenskra tryggingafé- laga afhenti Slökkviliði Reykjavík- ur á föstudag sérstaklega útbúinn verðmætavemdargám til notkunar í vatns- og brunatjónum. Afhending búnaðarins er í sam- ræmi við samning um verðmæta- vemd sem gerður var sl. haust milli Sambands íslenskra trygg- ingafélaga annarsvegar og Slökkviliðs Reykjavíkur og Reykja- víkurborgar hins vegar. Samstarf þessara aðila hefur það að markm- iði að takmarka tjón á eignum og fjármunum vegna vatns og bruna. Gámurinn inniheldur tæki og búnað sem nauðsynlegur er til að hefja verðmætabjörgun á tjóns- stað. Búnaðinum er komið fyrir í hillum og festingum sem em sér- staklega hannaðar fyrir hvert tæki um sig, en í gáminum eru m.a. rafstöðvar, ljóskastarar, vatnsdæl- ur, öflugir loftblásarar, vatnssug- ur, tæki til að eyða lykt og nauð- synleg handverkfæri. Auðvelt er að flytja gáminn með gámabíl eða vörubíl á áfangastað. Búnaðurinn er keyptur frá Svíþjóð og Noregi. Á hinum Norðurlöndunum er algengt að samtök vátryggingafé- laga vinni að verðmætavernd í samstarfi við hlutaðeigandi slökkvilið, vegna þess að slökkvil- iðin eru yfirleitt fyrst á vettvang og hafa yfir að ráða hæfum mann- afla. Samstarf Sambands ís- lenskra tryggingafélaga og Slökkviliðs Reykjavíkur snýr ein- göngu að fyrstu aðgerðum á tjóns- stað, sem geta m.a. falist í að dæla út vatni, bera út húsmuni, verja þá gegn sóti og raka og reykræsta húsnæði. Islendingar aðilar að áætlun ESB 2,4 milljarðar í jafnréttismál til ársins 2000 Drífa Hrönn Kristjánsdóttir SAMKVÆMT 119. grein Rómarsáttmál- ans frá 1957 er launamismunun á grund- velli kynferðis óheimil. Þeg- ar tilskipun um launajafn- rétti innan Evrópusam- bandsins var samþykkt árið 1975 var fyrst farið að beita greininni. í kjölfarið var sett á laggirnar fram- kvæmdaáætlun í jafnréttis- málum innan ESB. Eftir gildistöku EES samningsins á íslandi, 1. janúar 1994, áttu íslendingar kost á því að sækja um aðild að áætl- uninni þegar sú næsta hæf- ist. Fjórða framkvæmdaá- ætlun Evrópusambandsins í jafnréttismálum tók gildi um síðustu áramót og ákvað félagsmálaráðuneytið að fengnu áliti jafnréttisráðs að ís- land gerðist aðili að henni. Af hálfu Islands hefur Drífa Hrönn Kristjánsdóttir, sérfræðingur á Skrifstofu jafnréttismála haft umsjón með framkvæmd áætlun- arinnar. - Hvert er markmiðið með framkvæmdaáætluninni? „Markmiðið er helst að skipt- ast á upplýsingum um starfsemi á sviði jafnréttismála og að styðja við aðgerðir, kynnisferðir, ráð- stefnur og rannsóknir á sviðum sem snerta jafnrétti karla og kvenna alls staðar í Evrópu og stuðla að samvinnu á breiðum grundvelli. Þ.e. að vinna með öðrum ríkjum heldur en ná- grannaríkjunum. ísland á m.a. margt skylt með írlandi, Bret- landi, Belgíu og Hollandi. - A hvað er lögð mest áhersla? Aðaláherslurnar eru einkum þtjár, að styðja verkefni sem tengjast samþættingu jafnréttis- sjónarhornsins inn í alla almenna stefnumótun. Þessi leið til að jafna stöðu kynjanna innan sam- félagsins er mikið til umræðu á alþjóðavettvangi og samþætting er megin þema samstarfsáætlun- ar Norðurlanda í jafnréttismálum 1995-2000. Þar er að fara af stað tilraunaverkefni sem byggir á samþættingu jafnréttissjónar- hornsins inn í stefnumótun í íþróttum og atvinnumálum. Stuðningur við verkefni sem snerta vinnumarkaðsmál og at- vinnuþátttöku kvenna. Hér koma m.a. til greina verkefni sem tengjast samstarfí á milli verka- lýðs- og stéttarfélaga, bæði hvað varðar hug- myndir um hvernig hægt er að styrkja stöðu kvenna innan verkalýðshreyfingar- innar og gera málefnum sem snerta konur sérstaklega hærra undir höfði. Þriðja áherslan er á samstarf á sviði upplýsinga, rannsókna og tölfræði. Upplýsingar um stöðu kynjanna er ein af meginforsend- um þess að unnt sé að samþætta jafnréttissjónarhornið inn í alla almenna stefnumörkun. Því er mikilvægt að stuðla að því að öll tölfræði sé kyngreind ásamt því að stórauka rannsóknir á sviði kvennafræða. - 1 hvetju felst stuðningur ESB? Hann er aðallega fjárhagsleg- ur auk umsjónar með fram- kvæmdinni. Evrópusambandið ver 2,4 milljörðum króna til fjórðu ►Drífa Hrönn Kristjánsdóttir er fædd 1960. Hún lauk stúd- entsprófi frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti 1979 og BA prófi í mannfræði frá Háskóla Islands 1991. Árið 1994 lauk Drífa MA prófi í alþjóða stjórn- málum frá Haag í Hollandi. Hún hefur starfað sem sér- fræðingur á skrifstofu jafn- réttismála frá 1995 en áður vann hún að ýmsum verkefn- um fyrir Kvennalistann. áætlunarinnar sem er til fjögurra ára. Fjárhagsramminn fyrir hvert ár er ákveðinn af Evrópuþinginu en úthlutun fer fram árlega. Evrópusambandið skuldbindur sig til að greiða 60% af kostnaði verkefna en umsækjendur greiða 40%. í ár verður alls úthlutað 756 milljónum og öll aðildarríki áætl- unarinnar eiga jafna möguleika á úthlutun. - Er orðið of seint að sækja um í ár? Já, umsóknarfresturinn rann út 15. júlí og verður úthlutað úr sjóðnum í september. Aftur á móti er hægt að sækja um að ári. Umsóknir um styrki eru viða- miklar og tímafrekar. Umsækj- endur þurfa einnig að fínna er- lenda samstarfsaðila að verkefn- unum. Við sem störfum á skrif- stofu jafnréttismála veitum nán- ari upplýsingar um fram- kvæmdaáætlunina og væntum þess að mun fleiri sæki um á næsta ári heldur en núna þegar fimm íslenskar umsóknir bárust en undirbúningstíminn var mjög stuttur. Þær eru mjög góðar og von- andi fá þær úthlutað styrkjum. - Telur þú að þátt- takan í framkvæmdaáætluninni komi til með að breyta einhveiju í jafnréttisbaráttunni á íslandi? Ég held að það sé engin spurn- ing um að hún getur breytt tölu- verðu. Um þessar mundir ríkir ákveðin stöðnun í jafnréttisbar- áttunni hér á landi. Konum hefur fjölgað á vettvangi stjórnmála og eru meira áberandi í opinberu lífí yfirleitt. Aftur á móti hefur lítið dregið á milli í launum kvenna og karla enn sem komið er. Fjöl- skyldu- og heimilisábyrgðin hvílir enn á þeirra herðum. Jafnréttis- áætlunin vinnur að því að breyta þessu og við getum eflaust lært af öðrum þjóðum og miðlað af okkar reynslu, í því er helsti ávinningurinn fólgin. Breytingar á jafnréttis- baráttunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.